Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 6
KYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið að hámarksverð á blaut- sápu (kristalsápu) skuli vera sem hér segir: í heildsölu . . í smásölu ...... Hámarksverðið í smásölu nær til sápu, sem verzlanir hafa keypt eftir 1. febrúar s.l., en óheimilt er að hækka eldri birgðir. Verzlunum utan framleiðslustaðar er heimilt að bæta við hámarksverðið sannanlegum flutningskostnaði. Reykjavík, 4. febrúar 1944. (5 \ $ N S s s s s s s V s s S s s s s s s s S' V V s s V s s ■ HVAÐ SEGJA HIN BLOÐIN7 Fxh. af 4. síðu. um * tilfellum ekki gert, ef afli býðst. Þetta sýnir, að sjóhæfni skipsins' er rýrt tii hins ítrasta, sem sagt, það flýtur meðan ekki sekkur, samanber ummæli áður- nefnds togaramanns, að það sé meiri uggur í skipverjum út af á- sigkomulagi skipsins,- en af öllum þeim hættum er af ófriðnum stafa. Að vísu er búið að setja lög •’ n hleðslumerki, og þau komin í fram- kvæmd, en hefir ástandið batnað við það? Ég hygg að við eigum ekki gott með að svara því af- dráttarlaust játandi." Eins og menn sjá, er það rökstudd skoðun Þatvaldar Björnssonar, að togarnir séu ofhlaðnir í Englandssiglingum, enda þarf raunar ekki vitn- anna við í þeim efnum eftir þær upplýsingar, sem Finnur Jónsson gaf í hinni athyglis- verðu ræðu sinni á alþingi á dögunum. Slóornster íramtíð- ir. ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 5. febrúar 1944.. kr. 3,68 4,60 VERÐLAGSST J ORINN. Fimmtugur í dag; Frh. af 5. síðu. aðir á sjó, af því að líftaug þeirra lægi yfir hafið. Japan, hitt eyrík ið, ér aðeins hægt að sigra á sjó, af sömu ástæðum. Það er vitað, að brátt verður tjaldið dregið frá og stórkostlegur sjóhernað- ur hefst, þar sem feikna öflugir flotar leggja til orrustu og skera úr um úrsiitin. En hvers vegna eru allir þessir Ameríkumenn og Ástralíubúar að berjast í frum- skógunum, þegar hægt er að varpa Japönum í ógæfuna með því að rjúfa hina 3000 mílna löngu sjóflutningaleið frá Japan til Suðurhafseyjanna? Svarið —*, sem er mjög algengt svar í hernaði —, er það, að banda- menn hafa enn ekki nægar flota- og flughersbækistöðvar til þess að gera árásir á þessa flutninga- leið. 4Bandamenn verða að ná bækistöðvum nær Japan, og svo enn einu einni, eins og svo oft áður í sögunni, mun barátt- an um völdin yfir siglingaleið- unum ná hámarki sínu með sjó- orrustu. í kjölfar unnins sigurs í þeirri orrustu, mun allt annað fyig.ia. I þeim orrustum, sermhingað til hafa verið háðar á Kyrrahaf- inu, hafa flugvélamóðurskipin haft mjög mikið að segja. Þau munu halda áfram að vera mjög þýðingarmikill, því í baráttu á úthöfum langt frá landi, eru það flugvélar frá þeim, sem gera á- rásir á fjarlæga staði, og veita enn fremur þá vernd í loftinu, sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að framkvæma hernað- araðgerðir. En orrustuskipin hafa haldið stöðu sinni sem aðal þættirnir í sjóhernaðinum. Það er mjög mikill skyldleiki með nýtízku kylfusetti golfleikara og uppbyggingu nútímaflota. Þótt golfleikarinn noti nú fjÖlda af kylfum, þá eru. upprunalegu gerðirnar alltaf með. Þrídekkjan freigátan og íkveikjuskipið frá dögum Nelsons, eru nú orrustu- skipið, beitiskipið ©g tundurspill irinn, en nýjum kýlfum hefir verð bætt d hópinn: flugvélaskip inu, kafbátnum, strandvarnar- skipinu og innrásarskipinu, sem hvert -fyrir sig hefir ákveðið hlut verk að vinna. Fyrir nokkru sá- um við gömlu kylfurnar í notk- ún, heitiskipin sem eltu Scharn- horst, tundurspillana, sem réð- ust á það og síðan einvígið milli stórskipanna. í húmi hins nor- ræna kvölds, hefði aðeins stór- skip getað tryggt fullkomna eyð ingu skipalestarinnar og aðeins annað stórskip hefði getað kom ið í veg fyrir hana. Flugvéla- skip verður að vera hraðskreitt og hafa flugskýli til þess að hýsa flugvélarnar, svo það getur ekki borið bungar fallbysur og verið vel vopnum ibúið. Éf orustuskip finnur flugvélaskip í rökkri, eða óhagstæðu flugveðri, getur það aðeins endað á einn veg og það fljótt. En annars hefir flugvéla- skipið sína miklu möguleika til hernaðaraðgerða, fram yfir öll önnur skip. Jafnskjótt og Þýzkaland hefir verið sigrað, verða bandamenn að senda til Austurhafa flota, sem byggður er upp af ýmsum tegudum skipa í réttum hlut- föllum. Bretar og Ameríkumenn verða að gera fjöldaárásir af sjó til þess að ná hinum ómetan- legu flugvöllum og höfnum, sem hægt er að gera frá árásir á Japan og mikilvægustu siglingar leið Japana, það er þá, sem ligg- ur yfir Gula hafið frá Kína og hina, sem liggur til hollenzku Austur-Indía, þaðan sem þeir .fá mest af olíu sinni, í þessu stríði leifturárása með flugvélum og kafbátum. er langtum erfiðra en nokkru sinni áður að áætla réttilega tjón óvinanna. En Jap an hefir enn öflugan flota. Hve miklum flota bandamenn geta beitt í bessari orrustu, fer eftir skilyrðum með bækistöðvar og íbirgðaflutninga. Og ennþá er það ótalið, að fyrir Japána er dauðinn velkominn, ef hann ber að höndum, meðan þeir eru í þjónustu keisara síns. Það getur ekki orðið neinn friður á jörðu né hamingja meðal mannanna, fyrr en vald Japana er fullkom- lega þrotið á þak aftur. Það er óhugsandi, að Ástralíumenn og Nýsjólendingar. sem tvisvar hafa lagt fram auð sinn og styrk, til sameiginlegrar baráttu, eigi eftir að Þýzkaland er sigrað að lifa í stöðugum ótta við yfirgang Japana. Bretar geta ekki gleymt því, að nýlendur þeirra þarna austur frá, hafa verið hrifsað- ar af þeim án minnsta tilefnis. IDAG er Gunnar Akselsson fimmtugur. Akselsson er Norðmaður að ætt og uppruna, én fluttist hing- að tií lands fyrir 19 árum og ; hefir dvalið hér á landi síðan, og hefir hann öðlazt íslenzkan r íkisbor gar arétt. Gunnar Akselsson hefir ætíð verið mikill áhugamaður um íþróttamál, einkum knatt- spyrnu. Þegar heima á æsku- stöðvum sínum, er hann var í gagnfræðaskóla, stofnaði hann og skólabræður hans knatt- spyrnufélag, sem keppti við aðra skóla. Þegar honum svo óx fiskur um hrygg gerðist hann athafna- samur félagi í hipu kunna skíða- og knattspyrnufélagi „Mercan- tile“, en það félag hefir tvisvar unnið Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Akselsson háði marga hildi á knattspyrnuvell- inum sem marlcvörður í liði þessa félags, einnig stundum sem miðframvörður. Hins vegar var markvarðarstaðan honum einkar kær. Um 3 ára tíma átti •hann sæti í stjóm„MercantiIe“ eða þar til hann var kosinn í K.R.K., þ. e. Knattspyrnuráð Kristjaníu (Oslo) og var hann formaður þess um skeið. Aksels- son var þar með sem fulltrúar þjóðar hans unnu sinn fyrsta knattspyrnusigur á erlendri grund, en það var við Svía, og sigruðu Norðmenn með 5 :1. Auk þess mikla áhuga, sem Akselsson hefir jafnan haft fyr- ir knattspyrnu, stundaði hann kappsiglingar meðan hann var heimá í Noregi, en það er íþrótt, sem hin norska sægarpabjóð hefir jafnan haft mikinn áhuga fyrir. Auk þess fór hann á skíð- um, eins og gefur að skilja, því skíðin og snjórinn er Norðmann- inum eins og fiskinum er sjór- inn og uggar. En þrátt fyrir margvísleg íþróttaáhugamál Akselssons ber þó knattspyrnuáhuga hans bæði fyrr óg síðar og þekkingu hans á þeim málum langhæst. Árið 1916 tók hann dómara- próf í knattspyrnu og gegndi hann ábyrgðarmiklum störfum í því sambandi bæði heima í Noregi og eins í Þýzkalandi, en þangað fluttist hann um skeið, til Hamborgar, og gerðist félagi í íþróttafélagi Hamborgar (H. S. V.). Þar gerðist hann athafna- samur knattspyrnudómari og hinn liðtækasti félagi. Hann kom á námskeiðum fyrir dóm- araefni og -var um skeið for- maður dómarafélags þar í borg. Frá Þýzkalandi fjuttist svo Akselsson til íslands og hefir dvalið hér á landi síðan. Hann settist fyrst að hér á landi á Seyðisfirði. Ekki leið á löngu áður en hann gérðíst þar áhuga- samur þjálfari og dómari hjá íþróttafélaginu Huginn, sem þar hefir starfað um margra ára skeið. Koma Akselsson til Seyð- isfjarðar hafði mikil o® góð áhrif á allt íþróttalíf þar í bæ og um leið víðar á Austurlandi. Með honum barst andblær nýs tíma frá framandi löndum og hann hafði gott lag á því að við- halda þeim áhuga, sem hann hafði vakið, og meðan hans naut þar við var líf og fjör í íþróttahreyfingunni á Seyðis- firði. Ekki kom svo inn til Seyð- isfjarðar herskipskolla, að hann ekki væri kominn þar um borð til þess að reyna að fá kappleik við flokk frá skipshöfninni, allt frá „Bjössa frænda“ og upp í Það er skylda þeirra gagnvart landi sínu að ná þeim aftur. Þeir getá ekki lifað eðlilegu lífi á ný fyrr en sú skuld er greidd. Og (því fyrr, sem þeir beita afli sínu í Austurlöndum til sameig inlegrar árásar með Bandaríkja mönnum, því betra fyrir þá sjálfa og allan heiminn. Gunnar Axelson. gínandi bryndreka hins brezka heimsveldis. Árið 1926 kom kóngurinn til Seyðisf jarðar. Akseísson undirbjó kappleik við úrvalslið af skipum lians hátign ar. Það var mikill leikur, sem þúsundir manna komu til að horfa á. Fóru svo leikar að kóngsménn sigruðu, en Aksels- son sagði að það hefði verið vegna þess að heimaliðið hefði hbrft svo mikið á kónginn, en ekki gætt knattarins sem skyldi, og sé það satt, sem ég efast um, þá er það ekki í fyrsta sinn, sem kóngurinn glepur íslend- ingum sýn. Eftir að Akselsson fluttist frá Seyðisfirði, dofnaði yfir íþrótta- lífinu þar um stund. Akselsson hefir nú starfað hér í Reykjavík um 8 ára skeið að hugðarefnum sínum í ágætri samvinnu við áhugamenn hér, bæði sem knattspyrnudómari og sem formaður Knattspyrnudóm- arafélagsins's.l. 2 ár, félags, sem hann hefir átt sinn mikla þátt í að koma á legg og hefir því mikla hlutverki að gegna, að.sjá um allt það, sem að dóm- arastörfum lýtur í sambandi við knattspyrnukappleiki; halda námskeið fyrir dómaraeíni, flokka þá eftir hæfni o. s. frv. Störf áhugamanna, hvort sem ér um íþróttamál að ræða eða önnur mál, verða aldrei metin til fjár. Það er víst, að íslenzkir knattspyrnumenn, bæði austan lands, vestan og sunnan, standa í mikilli þakk- arskuld við þenna frænda vorn frá Noregi, sem örlögin ákváðu samastað hér á landi fyrir 19 árum síðan. Störf háns hafa verið unnin af ósérplægni hugsjónamanns- ins, sem sér, skilur og metur gildi íþróttanna fyrir eihstak- linginn og þjóðarheildina. Heill sé Gunnari Akselsson fimmtugum. Ebé. menninu og göfugmenninu, er bæði óréttlát og skaðleg. Og gagnvart prúða barninu nálg- ast slík framkoma, að vera blátt áfram ómáhnúðleg, því, að jafnvel hjá því er dyggðin óþroskuð og ætlast til nokkurr- ar umbunar. Þegar það svo- fi'nnúr sig í hvívetna sett á_ bekk með óhræsinU, væri ekki. nema eðlilegt, þó að það færi: að efast um hvort það svári kostnaði að vera gott barn. Ég get ekki varizt því. að mér stendur verulegur stuggur af þessari svokölluðu mannúðl Vera má þó að hún sé upphaf- lega fram komin af miídu hug- arfari, en þá um leið, að sama skapi litlu raunsséi og þaðan af minna hugviti. Enda er hryggj arstykkið eftir, að sjá fyrir end ann á öllu því aga- , ábvrgðar- og virðingarleysi, sem hún hef- ir þégar leit't af sér. Mér finnst henni eihhvern veginn kippa ó~ þægilega í kynið til öfundar og minnimáttarkenndar, og áð hún. stundum, með sínu gengdar- lausa bjálfadekri annars vegar, en tómlæti og íllpð hins yegar, í garð þeirra sem betur mega,. upplýsi ósjálfrátt, að hún láti sér engu síður annt um að hnekkja atgervinu en að bera. blak af lítilmaghanum. Þetta kemur að vísu misjafnlega skýrt í ljós eítir innræti hlut- aðeigenda. En það skiptir raun- ar mjög litlu, í hyaða skyni fölsk mannúð er látin í té hvort heldur af leti, vana eða jafnvel stundar-meðaumkun. Því, að sé hún ekki á rökurn byggð, þá hlýtur hún líka að orka gagnstætt réttlæti og sanngirni. Þá er hún um leið örðin ekkert minna éh haglega dulbúið áróðurstæki gegn líf- rænni og eðlilegri þróun at- hafnalegs og andlegs einstakl- ings- og þjóðarþroska. Því, að fátt er betur til þess fallið, að draga úr starfslöngun og átorku eins.taklingsins, en tómlátt og ósanngjarnt mat á athöfnum hans. Og að núverandi tíðar- anda óbreyttum gæti sVo farið, senn hvað líður, að það yrðu þursarnir og skussarnir, sem; settu svip á þjóðina. Það má aldrei verða. Akureyri, 29. nóv. 1943. Björgvin Guðmmidsson. Tílaraodliii e§ pléi - aroppeldlð. Frh. af 4. síðu. kannske í ellinni. Þetta getur náttúrlega verið laukrétt, en það er bara sá hængur á, að börn eiga miklu óhægara með að hugsa fram til elli sinnar en fullorðinn maður um tug- þúsundir ára, þeim er það með öllu óeiginlégt, þau skilja ekki aðra lífsspeki en þá, sem skap- ar þeim eitthvað ,,straff“ jafn- [i skjótt og þau verða uppvís að ósæmilegri hegðun, en á allt slíkt eru þau langminnug. Það er ónauðsynlegt, að slíkt straff hafi nokkra líkamlega misþyrm ingu í för með sér. En það verð ur að koma eftirminnilega við tilfinningar barnsins, annars er það gagnslaust. Sú mannúð, sem sér í gegn- um fingur við allan ósóma, og gerir engan greinarmun á prúða og óprúða barninu, ó- í fyrrakvöid F|©SmeiiffiBir ©g fér vel fram FUNDUR í Alþýðuflokksfé- laginu í gærkveldi var fjölmennur og lýsti eindregn- í^m áhuga flokksfélaganna. Á fundinum flutti Gylfi Þ„ Gíslason dósent mjög snjallt og; athyglisvert erindi, er hann nefndi: „Ástandið í þjóðlífinu.‘c Á fundinum fór fram kosn- ing 8 viðbótarfulltrúa í Full- trúaráð AlþýðuflokkSins í Reykjavík. Þessir hlutu kosningu: Sigurður Guðmundss., Freyju götu 10, Þórður Gíslason, Með- alholti 10, Felix Guðmundsson, Freyjug. 30. Árni Kristjánsson, Óðinsgötu 2, Ólafur Jensson, Laugaveg 49, Pálína Þorfinns- dóttir, Urðarstíg 1, Jón S. Jóns- son, Áðalbóli, Ingimar Jónsson, Vitastíg 8 A. Laugarnesprestakall. Messa í samkomusal Laugar- nesskirkju á morgun kl. 2. Séra Garðar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10 f. h. Nesprestakall. Barnaguðsþjónusta í Mýrarhusa skóla kl. 11 árdegis. Sr. Jón Thorarensen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.