Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laug’ardagur 5. fefcníar 1544. Stórskemmdir á skipi koma í Ijós á sjó úii. Togarinn „Helgafell“ kemur inn meö 13-14 brofin bönd TOGAiUNN HELGBFELL kom hingað til Beykjavíkur á miðvikudagskvöld með 13—14 bönd brotin. Skipið fór fyrir 12 dögum á veiðar og var þá nýkomið úr allmikilli viðgerð í Sbpp. Þegar skipið var að veiðum varð vart við leka í kolaboxi bakborðsmegin. Er farið var að aðgæta þetta kom í Ijós að 6 bönd þarna voru brotin og þegar kol voru tekin ur bakborðshliðarboxi reyndust þar vera 4 bönd brotin. Enn fremur komu 3 eða 4 brotin bönd í ljós stjómborðsmegin. Skipverjar á skipinu geta ekki fyllilega gert sér grein fyrir því, hvenær þessar skemmdir hafa orðið á skipinu, en talið er líklegast að þær hafi orðið, er skipið lá hér í höfn- inni? en þá var mikið hvassviðri og mörg skip lágu utan á því. Er skemmdirnar komu í ljós var undir eins lagt af stað heim, en farið hægt og gætilega og tók ferðin heim nokk- uð lengri tíma en venjulegt er. ' Úthlntnn lanna til skálda og rithðfnnda lokið ♦.....— Laununum skipt í tvo flokka aðallaun og sérstök viðurkenningarlaun. NEFND RITHÖFUNDAFÉLAGSINS hefur nú lokið við að úthluta rithöfundalaunum til skálda og rithöf- Krafa Dagbrúnar: 16°0 grunnkaupshækkun. Stjérn félagsSns hefir nú lagt uppkast að nýjum samningi fyr- ir Vinnuveitendafélagið. Fer fram á 40 aura hækkun tímakaups VERKAMANNAFÉLAGEÐ DAGSBRÚN lagði í gær fyr- ir stjóm Vinnuveitendafélags íslands uppkast að nýj- um samningi milli félaganna um kaup og kjör verkamanna í Reykjavík. Fer Dagsbrún fram á að tímakaup (grunnkaupið) hækki um 40 aura, eða 16%. unda. í nefndinni eiga sæti þeir Kagnús Ásgeirsson, Barði Guð- mundsson og Kristinn Andrés- son. Það nýmæli hefur nefndin tekið upp að þessu sinni, að skipta rithöfundalaununum í tvo flokka, A- og B-flokk. Eru í fyrri flokknum þeir, sem njóta aðalúthlutunarinn- ar, eri í hinum síðari þeir, sem njóta launa fyrir sér- stakar bækur eða sérstök rit- störf. Borgarfjörð er ekhi að leggja! „Þór“ gekk greiðlega til og frá Borgarnesi í gær ]0 REGNIR bárust út um * bæinn í gær þess efnis, að ís væri á Borgarfirði, að Borgarfjörð væri að leggja, og að hætta væri á að „Þór“, sem fór til Borgamess í gær kæmist ekki þaðan. Samkvæmt símtali, sem Al- þýðublaðið átti í gær við sýslu- manninn í Borgarnesi, er ekki ís á Borgarfirði. í fyrradag hafði „Óðinn“ orðið var við ís en .,Þór“ var nýfarinn frá Borg- arnesi, er Alþýðublaðið átti símtal við sýslumanninn og hafði hann ekki orðið var við ís svo að teljandi væri. Erfiðleikar eru á samgöng- um í sveitum Borgarfjarðar vegna snjóþyngsla. I gær var að draga úr frost- inu iþar efra. Fer hér á eftir úthlutunar- skrá nefndarinnar: f A. flokki Davíð Stefánsson skáld, Ak- ureyri kr. 4000,00. Élinborg Lárusdóttir, rith., Reykjavík kr. 1500,00. Friðrik Brekkan, rith., Rvík kr. 1800,00. Guðfinna Jónsdóttir, skáld, Húsavík kr. 1200,00. _ Guðmundur Böðvarss., skáld,. Kirkjubóli kr. 2400,00. Guðmundur Daníelsson, rith., Eyrarbakka kr. 2400,00. Guðmundur Friðjónss., skáld, Sandi kr. 4000,00. Guðmundur G. Hagalín, rith., ísafirði kr. 4000,00. Guðmundur Kamban, rith., Kaupmannahöfn kr. 3600,00. Gunnar Benediktsson, rith., Hveragerði kr. 1500,00. Halldór Helgason, skáld, Ás- bjarnarstöðum kr. 600,00. Halldór Kiljan Laxness, rith., Reykjavík kr. 4000,00. Jakob Thorarensen, skáld, Reykjavík kr. 2400,00. Jóhannes úr Kötlum, skáld, Hveragerði kr. 3600,00. Jón Magnússon, skáld, Rvík kr. 1500,00. Jón Þorstenisson, skáld, Arn- arvatni kr. 600,00. Kristín Sigfúsdóttir, rith., Akureyri kr. 1200,00. Kristmann Guðmundsson, rit- höf., Hveragerði kr. 4000,00. Magnús Ásgeirsson, skáld, Hafnarfirði kr. 3600,00. Ólafur Jóh. Sigurðsson, rith., Reykjavík kr. 2400,00. Sigurður Jónsson, skáld, Arn- arvatni kr. 1200,00. Steinn Steinarr, skáld, Rvík kr. 3000,00. Theódór Friðriksson, rith,, Reykjavík kr. 1800,00. Tómas GuðmundSson, skáld, Reykjavík kr. 4000,00. Frh. á 7. síðu, ibreytingar, sem Dagsbrún fer fram á að gerðar verði, sjást kröfur Dagshrúnar í heild, en þetta yfirlit hefur stjórn Dags- torúnar látið Alþýðuhlaðinu í té. í eftirfarandi samdrætti um „Samkvæmt uppkasti voru eru helztu breytingar uppkasts- ins frá núgildandi samningi þessar: Grunnkaup í allri almennri vinnu hækki upp í kr. 2.50 úr kr. 2.10. Sérstakt lágmarkskaup verði fyrir skipa- og pakkhúsvinnu og tunnuvinnu á olíustöðvum, eða kr. 2.70. Lágmarks grunnkaup verði kr. 2.90 í kolavinnu, saltvinnu, saltfisksvinnu, sementsvinnu, lýsisvinnu, handlöngun hjá múrurum, tjöruvinnu, bifreiða- stjórn, vélgæzlu (vegheflar, þjapparar, hrærivélar o. s. frv.), hjálparvinnu í vélsmiðjum, ís- vinnu (útskipun), vgfgæzlu í togurum í höfn, allfl slipp- vinnu, kantlagningu og fag- vinnu, er ófaglærðir verka- menn stunda. Grunnkaup í boxa- og katlæ- vinnu haldist óbreytt, en undir það kaup falli ryðhreinsun með. rafmagnsverkfærum, öll vinna við botnhreinsun innanborðs í skipum (botntankar, undir vél o. s. frv.), bifreiðastjórn hjá kolaverzlununum. Grunnkaup í boxa- og katlavinnu er nú kr. 3.60. Nýtt atriði er, að þeir verka- menn skuli hafa forgangsrétt til vinnu.á hverjum vinnustað, er hafa starfað þar lengst. Sömuleiðis er nákvæmara á- kvæði um, hvað skuli teljast kvaðning til vinnu, að verka- mönnum sé heimilt að vinna af sér laugardagseftirmiðdag, dllt árið um kring, að sé nýr maður tekinn í vinnuflokk, skuli hann framvísa skuldlausu félagsskír- teini til trúnaðarmanna Dags- brúnar, að slasist verkamaður við vinnu, skuli hann fá kaup i 12 virka daga í stað sex og skal hvert slys rannsakað þeg- ar í stað af verkstjóra og trún- aðarmanni og skýrsla sendast til Dagsbrúnar og viðkomandi fyrirtækis, og að veikist verka- maður, sem unnið hefir saman- lagt einn mánuð hjá sama vinnuveitanda, skal hann halda óskertu dagkaupi í minnst sex daga, en í 14 daga, hafi hann unnið þrjá mánuði.“ Reykjavíkurbæ verður og afhent samningsuppkastið í dag. Bréf Dagsbrúnar fil Vinnuveifenda- félagsins Þá sendi stjórn Dagsbrúnar stjórn Vinnuveitendafélagsins eftirfarandi bréf: ,,í framhaldi af uppsögn Frh. á 7. síðu. Minnisvarði á gröf Sveinbj. Sveinb jörnssona r Bréf Páls ísólfss. til alþingis ÁLLÍSÓLFSSON hefir vakið athygli alþing is á því, hvort eigi sé tilhlýði- legt, að reistur verði sæmileg- ur minnisvarði á gröf Svein- bjorns Sveinbjömssonar tón- skálds. Bréfið, sem Páll ritaði al- Iþingi hér að lútandi, er svo hljóðandi: „Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld dvaldist erlendis mest an hluta ævi sinnar, sem kunn- ugt er, en andaðist hér árið 1927 og er grafinn í kirkjugarðinum í Reykjavík. Ég ileyfi mér að vekja at- hygli hins háa alþingis á því, sem margir hafa orð á haft, sem til þekkja, að svo gæti farið, að leiði hans týndist. Ég tel mig mæla fyrir margra hönd, er ég nú leyfi mér að beina því til ÆSTIRÉTTUR kvað í gærmorgun upp dóm í máli milli Alfred Rosenbergs veitingamanns. og. -Skapta Sigþórssonar hljóðfæraleik- ara. Mál þetta er risið út af því, að Alfred Bosenberg sagði upp hljóðfæraleikurunum á Hótel íslandi, er hann leigði útlend- ingum danssal hótels síns og greiddi þeim ekki nema mán- aðarlaun. Hljóðfæraleiikararnir töldu sig eiga rétt til þriggja mánaða launa og höfðaði Skafti Sig- þórsson mál gegn veitinga- manninum. ' Undirréttur tók kröfur hljóð- færaleikarans til greina og staðfesti hæstiréttur dóm hans, en Rosenberg áfrýjaði málinu til hæstaréttar. Dómur og niðurstöður hæsta réttar eru á þessa leið: „Ár 1944, iöstudaginn 4. fe- Þingsályktunartiff.: Höfundarlaun fil Gunnars Gunnarssonar Flutt af tveimur þingmönnum VEIR ALÞINGISMENN, þeir Barði Guðmundsson og Kristinn E: Andrésson, sem báðir eiga einnig sæti í úthlutunarnefnd Rithöfunda félagsins hafa borið fram í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um höfund- arlaun handa Gunnari Gunn arssyni skáldi á Skriðu- klaustri. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að greiða Gunnari Gunnarssyni rithöfundi höfund- arlaun á árinu 1944 og gera ráð fyrir slíkum launum honum til handa á 18. gr. fjárlaga- frumvarps fyrir næsta ár.“ í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn: „Gunnar Gunnarsson rithöf- undur hefur með bréfi til út- hlutunarnefndar Rithöfundafé- lags íslands, dagsett 12. jan s. L, tjáð sig ófúsan að taka við höfundarlaunum af fé því. sem nefndin hefur til úthlutunar handa skáldum og rithöfund- um fyrir árið 1944. iHefur nefnd in talið sér skylt að taka synj- un hans til greina, og er því þessi tillaga hér fram komin á alþingi.“ hlýðilegt, eins og á stendur, að alþingi léti reisa sæmilegan minnisvarða á gröf tónskálds- ins, sem gaf okkur þjóðsöng- inn.“ brúar, var í hæstarétti í málinu nr. 63/1943: Alfred Rosenberg gegn Skafta Sigþórssyni upp- kveðinn svohljóðandi dómur: Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæstaréttar með stefnu 26. júlí f. á., krefst þess, að honum verði einungis dæmt að greiða kr. 283,65 án vaxta. Svo krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Samningurinn frá 31. desem- ber 1940 milli Alþýðusambands íslands vegna Félags íslenzkra hljóðfæraleikara annars vegar og áfrýjanda og tveggja annarra veitingamanna hins vegar var bindandi. Var sá samningur enn í gildi, þegar áfrýjandi sagði stefnda upp starfanum, og get- ur verkfall það, er í málinu greinir, ekki skipt hér máli, Frh. á 7. síðu. alþingis. hvort ekki væri til- Hljóðfæraleiharir vinna mál fyrlr hæstarétti. Rosenberg dæmdur til að greilla hljéðfœraleikurum laun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.