Alþýðublaðið - 08.02.1944, Síða 5
I’riðjuilagur 8. febrúar 1944
ALPYPUBLAPIP
5
Fljúgandi virki yfir „Evrópuvirkinu"
Hin fljúgandi virki' Bandaríkja. ianna fara nú daglega frá bæki t-öðyum sínum á Bretlandi inn
yfir meginland Evrópu, oftast til Þýzkaiands, til árása á hergagnaverksmiðjur og kafbáta-
miðstöðvar Hitlers. Þjóðverjum stendur mikill stuggur af þein enda eru þau iþegar búin að
gjera ægilegan usla. Myndin sem hér birtist er tekin af einni árásarför hinna fljúgandi virkja
/ til Bremen.
Vetrarnótt í Leningrad.
Ég vil ekki vekja upp gamlar, hvimleiðar deilur
Fyrirspurnum um bréf frá börnum svarað — Fiárhættu-
spiíamennska ágerist — Dómar yfir ungmennum — Sið-
lausir fyrirmenn — Miskunsemi, sem getur orðið að
greind — Bílaorg og íbúar í nýjum húsum.
LJÓSIÐ slokknaði í loft-
varnabyrginu. Hræðsluóp
kváðu við, svo og skarkali í
stólum og bekkjum. Þá heyrð-
ist há og hvell rödd segja:
— Stilltir, félagar, verið
stilltir og sitjið kyrrir þar, sem
þið eruð. Það enengin alvarleg
hætta á ferðum,
Allir sátu kyrrir og hljóðlát-
it í myrkrinu. Loftárásin hafði
þegar staðið yfir í nokkrar
klukkustundir. Málarinn sat í
strigastólnum sínum, sem hann
hafði jafnan meðferðis í leið-
angrum sínum, þegar hann
gerði frumdrætti mynda sinna.
Þessi létti, þrífætti stóll kom
honum nú í góðar þarfir. Mál-
arinn bjó í litlu einnar hæðar
húsi. Hann var einn hinna
mörgu stríðsmanma, sem enn
getur að líta á hinum breiðu
strætum Petrogradhéraðsins,
þrátt fyrir hinar mörgu styrj-
aldir og byltingar, sem þeir
hafa lifað. Framan við hús hans
er garður, og í garðinum gat
að líta fornlegan en fallegan
gosbrunn. Nú var garðurinn
hulinn fönn og á þessari stundu
varð málaranum um allt annað
hugsað en húsið sitt, garðinn
og gosbrunninn.
Hann hlustaði af vakandi at-
hygli á samræður nágranna
sinna, sem lýstu undrun og
ótta, grát barnanna og skark-
alann, þegar dyrnar voru or>n-
aðar og lokaðar. Myrkrið huldi
hann frá hvirfli til ilja eins og
þykk yfirhöfn.
— Eg hefði átt að vera far-
inn frá Leningrad fyrir löngu,
mælti maður nokkur, og geðs-
hræringin í röddinni duldist
ekki. — Já, hugsaði málarinn
með sjálfum sér. — Það var
heimskulegt af mér að vera
ekki farinn héðan fyrir löngu.
Það hefði ekkert verið við það
að athuga. Flann vann um þess-
ar mundir að því að búa aug-
lýsingaspjöld, sem nutu mikilla
vinsælda. Þau voru fest upp á
strætum úti, á næturskemroti-
stöðum og í skotgröfum á víg-
stöðvunum. Það var hverju
orði sannara. En það bar alls
GREIN ÞESSI, sem lýs- |
ir lífinu í Leningrad eins
pg það hefir verið nú um
skeið, fjallar um málara, loft-
árás og eplatré......... ...
. .Mun mörgum þykja fróð-
legt að lesa um hugsanir mál-
arans og áhrif hinnar fögru
borgar og dýrlegu vetrarnæt-
ur á hann. Greinin er eftir
Nikolai . Tikhonov . og . hér
þýdd úr tímaritinu English
Ðigest.
enginn nauður til þess, að hann
byggi þau hér í Leningrad.
Aðstæðurnar voru jafnvel bann
ig, að það var nær ómögulegt
fyrir hann að vinna. Það var
sárkalt í vinnustofu hans.
Fingur hans voru svo dofnir af
kulda, að það var nær ómögu-
legt fyrir hann að halda á
pennsli. Eldstóin veitti svo lít-
inn hita, að það var illgerlegt
að hafast þarna við, hvað þá
að vinna. Auðvitað var ekkert
loftvarnabyrgi í þessu litla húsi
hans, og í hvert sinn, sem loft-
varnamerki var gefið, varð hann
að hlaupa út í hið stóra hús,
sem var þar í grenndinni, og
hafast við í loftvarnabyrginu
í kjallara þess, oft tímum sam-
an.
Öðru hverju lék húsið á reiði
skjálfi. Þá gerðust allir bögul-
ir, og djúp eftirvænting ríkti
tím stund. Þá var þögnin ve.nju-
lega röiin að nýju. Myrkrið
vérð alltaf meira og meira.
Málarinn vissi ekkert hvað
hvað tímanum leið. Hann hafði
farið til loftvarnabvrgisins um
kvöidið. Nú hlaut að vera langt
liðið á nóttu. Loftám^ ~'+Iaði
auðsýnilega að standa lengi yf-
ir. Aftur kvað sprenging við,
og aftur og aftur .... Þeir
varpa spren"inm með mesta
m'óti, hugsaði hann með sér.
En hvað hin ástkæra borg
hans.
hans hafði breytzt, Það var átak
anlegt að hugsa um það. Maður
gat varla varizt því að tárfella.
Það var hrygglegt og átakan-
legt.
Barn heyrðist gráta úti í einu
horninu. Málarinn hvessti sjón-
ir út í myrkrið til þess að
reyna að koma auga á litla barn
ið, sem tekið var að gráta. Ef,
til vill hafði það sofið og vakn-
a,ð og farið að gráta af hræðslu
þarna i myrkrinu. Ætti hann
að mála mynd af loftvarnabyrgi
eins og þessu, sem aðeins var
upplýst af kertaljósum? Flökt-
andi bjarma leika um andlit
fólksíns, dökka skugga á veggj-
unum, gamlar konur dúðaðar
hlýjum vetrarkápum, ungt
fólk, sem hvíslaðist á úti í
hornum loftvarnabyrgisins og
ungbörn, sem þrýstu sér að
brjóstum ungra mæðra sinna..,
En hvað það var erfitt fyrir
listamanninn, hugsaði hann, að
láta mikið til sín taka á tím-
um, sem þessum. Hinir miklu
meistarar fortíðarinnar myndu
óttalaust hafa lýst drunga og
glæsileik þessa tímabils. Goya
myndi hafa málað Leningrad
djarfri og öruggri hendi og
myndi hafa gefið myndum sin-
um sama heiti og hann valdi
þeim fyrir heilli öld: Þetta sá
ég....
Ljósin voru kveikt og inn
um dyrnar barst merkið um
það, að hættan væri liðin hjá.
Loftárásin var um garð gengin.
Málarinn hafði engan veginn
hraðan á. Hann beið unz mest-
ur hluti mannfjöldans var far-
inn út og varð meðal hinna síð-
ustu, er kvöddu loftvarnabyrg-
ið.
Hann óttaðist, að rústir
myndu blasa við augum hans
strax og hann kæmi út p s+ýæt-
ið. Honum varð um það hugs-
að, hvernig hann ætti þá að
komast heim í litla hús’ð sitt,
þótt það væri aðeins örskammt
í burtu.
Þegar út á strætið kom, nam
hann undrandi staðar.
Allt va r sveipað Ijósflóði
Frh. á 6. síðu.
AÐ ER EKKI memingin að
fara að vekja upp hinar
hvimleiðu cleiiur um Hallgaáms-
kirkju og- teikningu húsameistara
ríkisins. En kunnur maður, sem
vit hefur á hlutunum, skrifaði
mér strax í fyrraclag langt og
mergjað bréf af tilefni ummæla
„Sigga á Sjónarhó!“ um Hörð
arkitekt Bjarnason og Hallgríms-
kirkju, sem slæddist með í pistl-
inum á smmudag. Mótmælir hann
mjög kröftuglega ummælum þess-
um og þykir sem þau hafi verið
sleggjudómur einber.
ÉG GET EKKI tekið bréf um
þetta gamla deilumál. Það var mér
alltaf til sárra leiðinda og ég veit
líka, að það getur orðið endalaust
og án þess að hægt sé að kom-
ast að niðurstöðu í því. Það er
líka hægt að skrifa og tala um nóg
annað, sem úrlausnar bíður, og við
skulum því segja stopp við því.
Ekki meira af svo góðu!
VEGNA FYRIRSPURNA vil ég
geta þessa: Eins og þið munið. fékk
ég mörg bréf síðastliðið haust,
sem börn höfðu skrifað foreldrum
sínum. Þetta varð að svolítilli
bók, sem kom út síðastliðið haust.
Hún er nú nær uppseld. Hafa
barnaskólarnir tekið allmikið af
henni í lestrarsöfn sín. Nokkur
bréf, sem ekki komu í bókinni eru
enn hjá mér, þar á meðal nokkur,
sem ég hefði tekið en bárust mér
of seint. Sum þeirra eru alveg á-
gæt. Mig langar til að halda þess-
um bréfum, en ef foreldrar vilja
fá þau, bið ég þau að láta mig vita.
Ennfremur vildi ég gjarna fá
fleiri bréf og þó öllu heldur ferða-
sögur, sem börn hafa skrifað. Hef
ég nokkrar nú þegar undir hönd-
um.
MÉR ER TJÁÐ, að fjárhættu-
spilamennska sé mjög að færast í
vöxt hér í bænum. Veit ekki sönn-
ur á þessu, en hef þó fulla ástæðu
til þess að trúa sögunni. Það er
von að menn verði að hafa eitt-
hvað fyrir stafni, þegar áhugamál-
in þverra! Brennivínsdrykkja og
peningaspil er þá ágætt að grípa
til! Enda fer víst bezt á því, að
við hættum alveg að hugsa um
viðfangsefnin og erfiðleikana, sem
eru framundan. Hins vegar eru
sumir líka svo gáfaðir að þeir geta
sinnt hvorutveggja — og það er
meir en hægt er að segja um hina
aumingjana, sem ekki eru til
skiptanna!
EINN AF BRÉFRITURUM mín-
um skrifar mér um ungmerma-
eftirlitið, ungmennadóminn og báu
mál. Hann telur ekki að hægt sé
að dæma ungmenni, sem leiðast
á glapstigu. Hefur bréfritarinra
upp raust sína og telur að fyrir-
menn í þjóðfélaginu gangi á imd-
an unglingunum með illu eftir-
dæmi. Þeir séu Eauslátir saurlífis-
menn og því hættulegir því fólki,
sem þeir eigi að leiða.
EKKI EFAST ÉG UM að þetta
sé satt, En ég vil benda á, að ung-
lingarnir, sem heimilin ráða ekki
við, lögreglan ræður ekki við, og
enginn ræður við, eru líka hættu-
legir umhverfi sínu, æskunni,
sem þeir hafa kynni af, Það er
ekki meiningin með dómum yfir
þeim að koma fram hegningu bein
línis gagnvart þeim, sem einstakl-
ingum, heldur skilst mér að til-
gangurinn sé sá að skapa fordæmi,
sýna hvað sé talið þolandi af þjóð-
félaginu og hvað ekki. Miskunsemi
er góð, en miskunsemi getur orðið
að grimmd, ef hún steypir fleir-
um í 'glötun en þeim, sem hún
verndar. Ykkur finnst þetta ef til
vill harka, en ég lít ekki svo á.
ÚR BÆJARBYGGINGUNUM á
Melunum er mér skrifað: ,,Það er
ein plága, sem sækir okkur íbú-
ana í nýju byggingunum við Hring
braut mjög heim. En hún kemur
þó aðeins yfir okkur að nóttu til.
Ég á hér við sífelldan bílhorna-
blástur um miðjar nætur. Ég og
margir fleiri, verðum að þola það
nótt eftir nótt, að við séum vakin
með bílagargi og svo verður mað-
ur oft andvaka, því að þegar einu
orginu sleppir, þá kemur annað.
Er ekki bannað í lögreglusam-
þykktinni að þeyta slík hom um
nætur.
ÉG VEIT EKKI betur en að
þetta sé bannað. En hvemig
stendur á þessu gargi? Ef íbúar
í húsunum hafa símað eftir bif-
reiðum, þá er ekki ofverkið þeirra
að hafa gætur á því, hvenær þær
koma til þeirra. Annars er eina
ráðið að reyna að ná númerum
þeirra bifreiða, sem þannig láta
og kæra eigendur þeirra síðan
fyrir lögreglunni.
Hannes á horninu.
\
S
*
\
s
s
s
s
s
s
s
$
!
s
fI9 útsölumanna ABþýðublaðsins.
Vegna áramótauppgjörs eru útsölumenn blaðsins
úti á landi beðnir að senda uppgjör hið allra fyrsta.
Óscld jélablöð
óskast endursend sem allra fyrst, vegna þess, að
blaðið er uppselt í afgreiðslunni.
S
|
$