Alþýðublaðið - 08.02.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 08.02.1944, Side 6
ALÞTÐUBLAÐIÐ Skrautleg flugvél. Þetta er 2000. flugvélin af Douglas-gerðinni, smíðuð í Long Beach í Kaliforníu. Mörg hundruð verkamenn, sem tóku þátt í smíði hennar skreyttu hana með nöfnum sínum eða alis konar áletrunum og myndum áður en hún var flutt út úr ^ verksmiðjunni. Pétur Sigurðsson : Frá skoðanadýrknn tíl pekkingar. Vetrarnótt í Leningrad. Frh. af 5. síðm. mánans, sem skein uppi á blá- um 'himninum, þar sem nokkra skýhnoðra gat að líta eins og dreifðar hjarðir. Frostið og Ijósið höfðu völdin uppi á festingunni. Veggir hinna stóru húsa virtust einna helzt gerðir úr bronzi. Það marraði í snjónum undir fæti. Bláir skuggar hvíldu yfir fönnúnUm, sem myndazt höfðu meðfram strætunum. Það hvíldi einhver dulúðg tign yfir gervöllu um- hverfinu. Hann gekk að húsi sínu, en þekkti það varla aftur. Hann var staddur í garði, sem minnti helzt á ævintýri eða d rp’irncvn. Trén voru þakin hrími, sem var þrír þumlungar á þykkt. Sérhver grein þeirra virtist hafa verið skorin út af drátthagri hendi mikilhæfs snillings. Kynlegur bjarmi lék um trén og mjöllina.''Það var engu lík- ara en trén hefðu klæðzt sam- kvæmisbúningi og myndu þá og þegar stíga trylltan dans umhverfis málarann. Meðal trjáa þessara var eitt, sem tók hinum öllum fram að fegurð og tign allri. Það duld- ist ekki, að hér var um að ræða listaverk, sem engum dauðleg- um manni var auðið að skapa. Málarinn stóð kyrr í sömu sporum í hljóðlátri undrun. Hann þekkti ekki þennan stað og fékk ekki skilið, hvernig hann hefði komizt inn í garð þennan eða hvar hann væH. Hann ^ svipaðist um. Hann heyrði léttan hlátur æskufólks og marrið í snjónum undir fótum þess, þar sem það lagði '• leið sína eftir strætinu. Hann tók ofan loðhúfuna og stóð um stund kyrr í sömu sporum með lulkt augu. Þá kom hann til sjálfs sín að nýju. Þegar hann opnaði augun, var sem hann væri kominn til jarðarinnar aftur. Hann var staddur í garð- inum sinum og gekk í áttina til gosbrunnsins, sem var hul- inn snjó. Hvernig hafði hann komizt inn um skíðgarðinn, sem umlukti garðinn hans? Skíðgarðúrinn var horfinn. Það hafði kviknað í honum af völdum einnar sprengjunnar. Hann var horfinn með skjót- um og óvæntum hætti. Tréð hið fagra og dulúðga, var gamla eplatréð, sem óx skammt frá gosbrunninum og var honum svo gamalkunnugt. Hér stóð einnig húsið hans, skuggsælt og hljóðlátt í fölva næturinnar. Hann svipaðist um og sá borgina sveipaða tunglskininu. Hvarvetna umhverfis hann gat að líta hina miklu borg í feg- urð sinni og mikilleik öllum. Málarinn starði heillaður umhverfis sig eins og hefði hann verið fluttur yfir á annað til- verustig. Allar hinar ömurlegu hugsanir, sem höfðu sótt að honum í loftvarnabyrginu hurfu eins og dögg fyrir sólu. Nú varð honum ljóst, að hann gat ekki skilið við Leningrad, unz fjandmennirnir höfðu verið hraktir brott frá hliðum henn- ar. Þessi undraheimur fegurð- ar, hetjudáða og ægifóma var honum of dýrmætur og hjart- fólginn til þess. Og málarinn stóð kyrr í sömu sporum og naut dásemda þessarar dýrlegu fegurðar og draumkenndu tign- ar. Söngskemmfanir Sol- skinsdeildarinnar. Fjórar sönskemmt- anir og alítaf fyrir húsfylli. BARNAKÓRINN „Sólskins- deildin" hefir nú efnt til fjögurra söngskemmtana fyrir almenning — og hefir aðsóknin að þeim verið svo mikil, að aðgöngumiðarnir hafa selzt upp á svipstundu. Síðasta söngskemmtun kórs- ins var á sunnudaginn, og tóku áheyrendur börnunum og stjórn anda þeirra, Guðjóni Bjarna- syni, sem stofnaði þennan söngvafélagsskap barnanna fyr ir 6 árum — og hefir stýrt hon- um síðan, með fögnuði. Börnin syngja sig inn að hjarta áheyrendanna og það er sannarlega gaman að heyra börn syngja fögur ljóð. VIKÚR HOLSTEINN EINANGRUNAK- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTUR PÉTURSSON Glersllpnn & speglagerð Sími 1219. Hafnarstræti 7, HEIMI 'i MINNINGANNA, líkt og í hinum sýnilega heimi, eru það æfinlega ein- hverjir tindar, sem hæst gnæfa. Frá dvöl minni í Ameríku minn ist ég nokkurra viðburða öðr- um fremur. Einn er hið svo kallaða ,,olíuhneyksli“, annar, Harry Emerson Fosdick, sem þoði að gagnrýna gömlu guð- fræðina og gera við hana nokkrar velhugsaðar og nauð- synlegar athugasemdir; þriðji, nokkrir ríkismenn, sem komu leikmær einni í kerlaug, fylltu svo laugina kampavíni og sett- ust umhverfis að drykkju. Fjórði tindurinn í heimi minninganna, er málið mikla og illræmda, sem reis út af því, að barnakennari gerðist svo djarf- ur í hugsun, að kenna þá „villu trú“ að menn væru komnir af öpum eða dýrum. Þá varð óp mikið eins og í Efeus forðum. Slungnasti lögfræðingur Banda ríkjanna, Clarence Darrows, tók að sér að verja virðugleik ap- anna og dýranna sem forfeðra okkar, en einn hinn mesti orð- kappi þjóðarinnar, William Jennings Bryan, trúmaður mikill og forsetaefni Bandaríkj- ann tvisvar, varði ættgöfgi mannsins og hinna fornu kenn- ingu um sköpun konunnar af rifi úr síðu mannsins. Aumingja Bryan. Hann var einlægur og heiðarlegur, Darr- ows var slunginn fantur. Hann kom andstæðing sínum í ógur- lega hreppu í vitnastúkunni. Það varð Bryan andleg ofraun, hinn sterki maður afbar ekki áfallið og var liðið lík eftir tvo eða þrjá sólarhringa. Enn einn tindurinn, er mál biskupsins, sem settur var af fyrir „villutrú“. Hann hér Mont gommery. Þessi fíldjarfi og gá- lausi biskup tók sér í munn fornt slagorð kommúnista: „Banish the gods from the skies and make the World safe for industry“ og bætti svo við: „Knowledge is the only saviour of the World.“ Lauslega þýtt verður þetta. Rekið guðina úr himnunum og gerið heiminn hæfan fyrir iðnað og viðskipti. Þekkingin er einasti frelsari heimsins. „Þekkingin" einasti frelsari heimsins. Þetta var guðlast og óttaleg kenning. Og aumingja Montgommery mátti þakka fyr- ir að lifa á þessari öld, því að ella hefði hann ef til vill lent á bálinu. Auðvitað gleymdu ákærend- ur hans, að meistarinn hafði sagt: „En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir Jesúm Krist“. og aft- ur: „Þér munuð þekkja sann- leikann og sannleikurinn mun gera yður frjálsa“. Fyrir mig er þetta allt eitt og hið sama: að þekkja Guð, þekkja sannleikann, þekkja meistarann, þekkja lífið, lög- mál þess og frumsannindi. Og þessi þekking er og verður hið eina, sem getur bjargað heim- inum. Allur heimurinn flýtur nú í blóði af því, að þjóðirnar hafa stöðugt grundvallað stjórnmála kerfi sín og viðskipti öll á göml- um hefðbundnum trúarsetning- um og kenningur, en ekki á ein- lægri vísindalegri rannsókn og þekkingu. Stjórnmálin eru trú- boð, en ekki þekking. Og mann- kynið ,,er í helvíti meðan það trúir aðeins,“ sagði dr. Helgi Péturss við mig eitt sinn fyrir 27 árum. Það kostaði formælendur frjálsrar hugsunar, sannleika og þekkingar aldalanga baráttu, kvalir og ofsóknir, að ryðja náttúruvísindunum braut og veita mannkyninu blessun þeirra í stað bölvunar hinnar Íhræðilegu náttúrutrúar, með galdrabrennur sínar, mann- fóxmir og óteljandi svívirðingar. Stjórnmál heimsins eiga ekki að vera í höndum fjárglæfra- manna og braskara ða pólitískra trúboða. Þau þurfa að komast í hendur sérfróðra manna — sér- fræðinga í stjórnvísindum, fé- lagsfræði og mannfræði. Það mundi borga sig þótt slíkir menn þyrftu að stunda 30—40 ára nám í fyrsta flokks mennta- stofnunum, þar isem allar helztu vísindagreinar heimsins væru kenndar. Slíkt mundi gefa þeim sérfræðingum mikla yfirsýn og jafnvægi hugarins. — Þekking- in er einasta bjargráð heimsins. Slíkt er að verða öllum ljóst. Og svo erum við enn ekki byrj- aðir að kenna ungum mönnum undirstöðuþekkingu að stærstu vandamálum mannkynsins. Tók um svo þann kostinn heldur að berjast og þvo heiminn í blóði. Til þess að hægt yrði að sigr- ast á sjúkdómsplágum og bæta hin heilsufarslegu mein manna urðu náttúruvísindi og þekking að koma í staðinn fyrir náttúru- trú. Til þess að hægt verði að sigr- ast á stríðsplágunum og hinu stjórnmálalega öngþveiti heims ins verða stjórnvísindi og þekk- ing að koma í staðinn fyrir póli- tíska trú og ofstæki. Fárveikum manni væri það lítið bjargráð, þótt 10 ólæknis- lærðir menn stspðu í kringum hann og deildu um það, hvað að honum gengi og hvað gera skyldi við hann. Einn vildi gera þetta og hinn hitt. En þannig er enn um hinn sjúka heim. í kringum félagsmál hans, stjórnmál og viðskipti standa menn, allir trúaðir á sína stefnu og aðferð, en allir ósérfróðir. Þetta er böl heimsins. Þekking- una vantar, en þekkingin er ein- asta bjargráðið. Hvenær hverfa menn frá þessum vondu verkum vanþekk- ingarinnar? Leyfist að vitna hér í spá- menn fornaldanna? Þeir töluðu á þessa leið: „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gera, því að jörðin er full af þekkingu á drottin, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ Svo gömul er trú mannanna á þessa frelsandi þekkingu. Hvort spámenn kalla það þekk- ingu á drottin, eða nútímamað- ur kallar það þekkingu á lífið og tilveruna í heild, skiptir minnstu, en satt mun það reyn- ast, að fyrst þá, er jörðin er orð- in full af þeirri þekkingu, hætta menn „illt að fremja“. Menn hafa alltaf ætlað að bjarga heiminum og bæta hann með þremur meðulum: skipu- lagi, kærleikakenningu og skólamenntun. En allt hefir þetta í raun og veru brugðizt vegna þess, að vantað hefir næga yfirsýn og þekkingu — víðtæka þekkingu á manneðli, þörfum og réttindum manna, og þeim lögmálum, er liggja til grundvallar sannri menningar- rækt, farsælum stjórnarháttum og allri sambúð manna og fé- lagslegri þróun. Aldrei verður of mikil áherzla lögð á þetta, að það, sem nátt- úruvísindi hafa megnað í heimi þeirrar þekkingar, verða stjcrn- vísindi og víðtæk þekking á manneðli og félagsmálum að framkvæma fyrir okkur í heimi athafnalífs, viðskipta og stjórn- mála. Það er því tími til kom- inn, að taka upp við háskólana námsgreinar í þessum fræðum, og það ekki með hálfum hug, heldur eins og þegar drukkn- andi maður grípur í björgunar- tækið. Þekkingin þarf að koma í staðinn fyrir erfðar venjur og blinda trú á settum reglum og stefnum, sem trygglyndir menn Þriðjudagur j 8. febrúar 1M4 M E Ð því ég einn er lög- legur eigandi merkisins: „Hólastafur,“ er svonefnt „Rithöfundafélag íslands“ hefir tekið upp sem félags- bókamerki, heimildarlaust, samanber jólahefti tíma- ritsins „Helgafell,11 — B A N N A ég Rithöf- undafélagi íslands merkið vegna freklegrar tröðkunar á rétti eiganda, rithöfundar og útgefanda. Jochum M .Eggertsson Skuggi hafa fengið dálæti á. Innilokun- in í hvaða mynd sem er, er sviksemi við lífið og lokar guðs- ríki fyrir mönnum. „Sjálfsköpuð þján bæði þjóð- ar og manns skal þurrkast úr lífsins bókum.“ Pétur Sigurðsson. Opið bréf til Her- mhbs Jónassooar. Frh. af 4. síðu. Ég held ekki að íslendingar gætu tekið sér neitt það fyrir hendur, sem varpað gæti dekkri vansæmdarskugga á þjóðina en það, að verða dæmdir af gerð- ardómi lögbrjótar um milli- ríkjasamninga á sama tíma og allur siðmenntaður heimur fórnar megin orku sinni og lífi til þess, m. a., að hefja aftur til vegs og virðingar samnings- bundnar skyldur og heit. Heldur þú ekki líka, að sú skoðun sé rétt? Hvort heldur þú að þjóðin kjósi .frekar — að öðru jöfnu — sambandsslit við Dani eftir leið, sem er skýlaus að lögum og óumdeilanleg að réttarör- yggi, flekklaus og drengileg og gerð af einhug fólksins, eða aðferð samningsrofans og hálf- hug sundraðrár þjóðar, að því viðbættu, að slík slit yrðu að- eins tilraun, sem lítil líkindi væru á að yrði viðurkennd, og við gætum búið að? Ertu frekar en ég í efa um skoðanir íslendinga á því, ef þeir fengju | að heyra málin rædd og reifuð jafnt frá báðum hliðum? * Ég hef ekki haft nein afskifti af flokkapólitík undanfarin ár. Hún hefir lent inn á þá farvegu og til þeirra starfshátta, sem ég vil ekki taka þátt í. En um fullveldismál Islendinga, eins og nú er með það farið, get ég ekki verið með öllu óvirkur á- horfandi. Af ræðumönnum stúdenta- félagsfundarins, þeirra er ég átti kost að hlýða á, varst þú um það bil 'sá eini í hraðskiln- aðarhópnum, sem ræddir mál- in eins og skylda ber til og þeim var sæmandi. Fyrir því skrifa ég þér þessar línur, að ég treysti þér bezt andstæðinga minna í þessu máli til að reyna að koma vitinu fyrir samherja þína, þar sem öryggi og sæmd, heiður og virðing íslendinga liggur við. Það skiptir litlu um ókvæðis- orð og uppnefni, fyrst óstillt skap einhverra getur ekki geymt sér þau. En það skiptir öllu máli að halda á málstað íslands með sæmd og með rétti, sem er ótvíræður að lögum og siðferðimati manna sem vilja vera frjálsir og fullvalda, en þó undir þeim takmörkum frelsis, sem sómatilfinning, lög, réttlætisvitund og viður- kenndar siðareglur hljóta ávalt að leggja á hvern ábyrgan ís- lending. 6. febr. 1944 Hallgr. Jónasson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.