Alþýðublaðið - 08.02.1944, Page 7

Alþýðublaðið - 08.02.1944, Page 7
Jbriðjudagar 8. febrúar 1§44 klÞYÐUBLAÐH) iBœrinn í dag.í Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofu Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Bifreiða- stöð íslands, sími 1540. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19Í25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Strengjasveit leikur undir stjóm dr. Urbantschitsch: Konsert í d-moll fyrir píanó og strengjasveit eftir Joh. Seb. Bach (Píanó: dr. Ur- bantschitch). 20.45 Erindi: Andleg heilsuvernd, II: Samtöl og játningar (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 21.10 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21.50 Fréttir. Silfurbrúðkaup eiga í dag, hjónin Kristín L. Sig- urðardóttir og Karl Bjarnason, brunavörður, Bjarkagötu 14. Hjónin hafa verið virkir þátt- takendur í félagsmálastarfsemi hér í bæ um margra ára skeið, og þar á meðal unnið mikið og gott starf í þágu bindindismálsins sem fé- lagar Góðtemplarareglunnar. Magnús Sigurðsson, bankastjóri, og Sveinbjörn Finnsson hag- fræðingur, eru komnir heim. Magnús sat á ráðstefnu hinna sam- einuðu þjóða í Bandaríkjunum í haust. Var Sveinbjörn fulltrúi hans. Þeir komu hingað í flugvél frá Englandi. Þessi númer komu upp í happdrætti Slysavarnafélags íslands. — 20857 20778 10655 12450 16804 28828 13347 08885 08938 26299 20882 08767 23278 26247 4764 20287 20691 20162 7368 17213 19109 20283 17274 26976 15724 10254. BrimatrjrgsiBgar f bænntn. Frh. af 2. síðu. kveður bæ.iarstjórnin að samið verði á þeim grundvelli að verð gjaldaaukar verði allir feldir nið ur.“ Aðaltillaga Helga Hermanns Eiríkssonar var felld með 7 at- kvæðum gegn 5, en tillaga Jóns Axels Péturssonar samþykkt með samhljóða atkvæðum. Enn- fremur var viðaukatillaga H. H. E. samþykkt með samhljóða at kvæðum. Þannig hefir engin endanleg lausn fengizt enn í þessu trygg- ingarmáli, en það er allmikið deilumál. Um þá aðferð, sem Helgi Hermann vildi hafa, má segja það, að þó að hugsanlegt væri að hægt væri að gera útboð að nýju, þá er það vægast sagt mjög óvenjuleg viðskiptaaðferð. Bjðlparstarf baraa. Frh. af 2. síðu. þau eru að hjálpa. Þeim, sem þetta ritar er ekki kunnugt hvað víða þessi starf- semi er rekin í barnaskólum, en vel væri að hún væri tekin upp sem allra víðast. K«íKHH>4K*#><>%ó4h ÚfbreiSið Albvðublaðið. Stjórnarkosningar í nokkrum verkalýðs- félögum. AÐALFUNDIR nokkurra verkalýðsfélaga eru nýaf- staðnir. Baldur á ísafirði kaus sér stjórn eins og hér segir: Helgi Hannesson, formaður, Hannibal Valdimarsson, varaformaður, Gunnlaugur Guðmundsson, rit- ari, Halldór Ólafsson, gjaldkeri, Ragnar G. Guðjónsson, fjár- málaritari. Jökull í Ólafsvík kaus sér þessa stjórn: Kristján Jensson, formaður, Kjartan Þorsteins- son, varaformaður, Þorgils Stefánsson, ritari, Ottó Árna- son, gjaldkeri, Magnús Jónsson, fjármálaritari. Þvottakvennafélagið Freyja í Reykjavík hefir kosið sér þessa stjórn: Þuríður Friðriksdóttir, formaður, Petra Pétursdóttir, varaformaður, Áslaug Jóns- dóttir, ritari, Sigríður Frið- riksdóttir, gjaldkeri, Þóra Hall- dórsdóttir, meðstjórnandi. Verklýðsfélag Fáskrúðsfjarð- ar hefir kosið þessa stjórn: Yaldimar Bjarnason, formaður, Ólafur Eyjólfsson, ritari, Magn- ús Guðmundsson, gjaldkeri, Magnús Eiríksson, varaformað- ur, Garðar Kristjánsson vara- ritari og Stefán Sigbjörnsson varagjaldkeri. Á fjórða þúsund manns hafa séð sýningar Ár- manns. Iþróttahátíða- höldunum lauká sunnudag. O ÁTÍÐAHÖLDUM Glímufé- lagsins Ármanns af tilefni 55 ára afmælis félagsins er nú lokið, að undanskyldu sjálfu af- mælishófinu, sem verður í Odd- fellowhúsinu næstkomandi laug ardagskvöld. Hátíðahöldin hafa staðið í 8 daga, og hafa sótt þau á 4. þús- und manna, og hafa þó mörg hundruð orðið frá að hverfa á hverjum degi. Sýningar félags- ins hafa tekizt framúrskarandi vel og borið þess ljóslega vitni, hversu ágætum kennurum og þjálfurum Ármann hefir yfir að ráða — og af hve mikilli al- úð stjórnendur Ármanns vinna að framgangi iþróttanna í fé- lagi sínu. Félagslíf. Mlnningarorð Björn Björnsson SKÍÐADEILDIN. — Skemmti- kvöld fyrir allar deildir félags- ins verður í Tjarnarkafé fimmtu daginn 10. febr. 1. Sýnd verður kvikmynd frá Kolviðarhóli, tekin á páskunum 1943. 2. Sýnd kvikmynd frá Skíða- landsmóti í. S. í. 1943. Kvik- myndirnar teknar af K. Ó. B. 3. Einsöngur: Pétur Jónsson óperusöngvari. Aðgöngumiðar fást í Pfaff. Skemmtinefndi Björn Björnsson. IDAG er til grafar borinn Björn Björnsson banka- fulltrúi. Hann andaðist hinn 30. f. m. Björn var fæddur að Laufási við Eyjafjörð 22. maí 1897 og var sonur hinna gagnmerku hjóna séra Björns Björnssonar og konu háns Ingibjargar Magn- úsdóttur, prests Jónssonar. Þeg- ar hann var 14 ára gamall gekk hann í gagnfræðaskólann á Akur eyri og lauk þaðan burtfarar- prófi 1914, þá 17 ára að aldri. Að því námi loknu dvaldist hann um 9 ára skeið á æskustöðvum og vann við almenna sveita- vinnu hjá foreldrum sínum, að undanteknu lVz ári er hann vann við verzlun á Akureyri. Haustið 1923 fór hann utan til frekara náms og gekk á verzl- unarskóla í Kaupmannahöfn og lauk þaðan fullnaðarprófi með hárri einkunn eftir eins árs nám. Að loknu prófi hvarf hann heim aftur. Á meðan hann dvaldist erlend is hafði sú ibreyting orðið á hög- um f jölskyldunnar að faðir hans hafði látist og móðir hans og systkini flutt búferlum hingað til Reykjavíkur. Hann hafði að- eins dvalið hér skamma hríð er hann fékk starf við Landsbanka íslands, starf er varð ævistarf hans, því að þar vann hann alla tíð þar til hann lézt, eða full 19 ár. Árið 1929 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni Þórhöllu Þórarinsdóttur frá Valþjófsstað; þeim varð 3 barna auðið, sem eru enn öll á bernskuskeiði. Við Björn sál. kynntumst fyrst 1908 þá ungir að árum. Það var síðla dags 1 nóv., að mig bar að garði foreldra hans að Laufási. Eg var þreyttur og ferð lúin eftir mánaðarferðalag. Og eftir að hafa gengið síðasta á- fangann frá Akureyri út í Laufás, var , ég blautur og hrakinn. Það mun sannast, að æskan sé fljót að hvíl- ast og fljót að gleyma erfið- leikunum þegar á þeim hef- ir verið sigrast, og jsvo var um mig þetta kvöld. Ég var vart kominn inn í stóru bæjargöngin í gamla Laufásbænum, og hóp- ! ur ungra frænda höfðu slegið hring um mig, að margra vikna þreyta og leiðindi hurfu sem dögg fyrir sólu. Og enn er mér í fersku minni snarlegi ljóshærði drengurinn, sem fljótlega, eftir að hafa heilsað mér, tók hart viðbragð og hljóp til mömmu sinnar til þess að láta hana vita hver kominn væri. Hann var fljótur að gera sér þess grein, að hér þurfti hún að koma, til þess að annast framhald móttökunn- ar. Slík voru mín fyrstu kynni af hinum nýlátna frænda mínum og vini. Eins og hann kom mér fyrst fyrir, litli ljóshærði dreng urinn i bæjardyrunum í Laufási, átti ég oft eftir að sjá hinn þrosk aða mann. Snarráðan og skjótan til úrræða um allt það, er hann sá að nauðsyn bar til að inna af hendi. Boðinn og búinn að leysa vanda hvers þess er leit- Maðurinn minn Guðmundur Bjarnason frá Stykkishólmi verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. febrúar. Athöfnin hefst með húskveðju á Njálsgötu 72 kl. 1,30 e. h. Jar@- að verður í Fossvogskirkjugarði. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Hjörtfríður Elísdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður Kistins SigurÓssonar, múrarameistara. Laufey Jónsdóttir, böm og tengdabörn. Þökkum hjartanlega öllum fjær og nær, sýnda samúð við fráfall^ mannsins míns og föður Valdimars Guðjónssonar, matsveins, er fórst með b.v. Max Pemberton 11. janúar s. 1. Rósa Guðmundsdóttir. Guðm. Björnsson og börn. Jarðarför mannsins míns og sonar, Björns Björnssonar, hankafulltrúa, fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst með húskveðju að heimiii hans, Hringbraut 214, kl. 2. e. h. Fyrir hönd vandamanna. ' Þórhalla Þórarinsdóttir. Ingibjörg Magnúsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og minningarathöfn feðganna Péturs Andrésar Maack, skipstjóra og Péturs Andrésar Maack, stýrimanns. Eiginkonur, börn, syskini og tengdaböm. É G Þ A K K A sýndan vinarhug á fimmtugsafmæli mínu. Gunnar Akselson. aði hans, og hann sá að var hjálp ar þurfi. Björn var mikilli starfsmað- ur og mátti svo segja, að hann ynni sér vart hvildar. Ungling- ur í föðurgarði gat hann sér þegar orðstír fyrir dugnað og áræðni. Það, sem öðrum þótti lítt fært, veittist honum auð- velt að leysa. Það standa ekki efni til, að ég geti um það sagt, hvernig hann hafi leyst af hendi starf sitt sem bankamaður, en þó geng ég þess ekki dulinn, að þar muni dugnaður og samvizkusemi hafa skipað öndvegi, sem í öllu öðru, er hann tók sér fyrir hendur. Frístundir sínar notaði Björn til lesturs góðra bóka, enda var hann maður fróður vel, og kunni glögg skil þess, er hann las. Hann varð að nota tímann til einhvers. í vinahóp var hann hrókur alls fagnaðar, svo að með honum þótti gott að vera. Ég átti þvi láni að fagna, að vera oft gestur á heimili hans. Hin íslenzka gestrisni, sem um aldir hefir verið einn hinn sterkasti þáttur í þjóðareðli okk ar Islendinga, var þar í ríkum mæli. Húsbóndi og húsfreyja áttu þar óskilið mál. Frá þeim fóru allir með hlýjar endur- minningar um samhent hjón, er það var fyrir mestu, að gera gestinum dvölina sem ánægju- legasta. Það er skuld, sem vér skulun allir gjalda, að kveðja þetti jarðneska líf. Þrátt fyrir þai eigum við stundum erfitt mei að sætta oss við, hvernig hii kalda hönd dauðans heimti: skuld sína, að þeim, sem rét hefir byrjað eða vart hálfnai sitt skeið, skuli að engu þyrm frekar en hinum, sem jafnve hefir þegar runnið það til enda En hér þýðir ekki um að ræða þetta er lögmál, sem ekki verð ur umþokað, og það sem hön< dauðans hefir til sín heiml gerzt, söknum'þess mjög, hv verður ekki aftur skilað. Við, sem þekktum Björn sál sviplega honum hefir verii kippt úr hópi okkar. Við höfuri misst góðan dreng, og þjóðii nýtan þegn, fullan áhuga og c bilandi starfsorku. Hér er þ mestur harmur kveðinn a konu hans og börnum, og hinr aldurhnignu móður, sem han: um allt var forsjá og örygg Gefi sá, sem um aldirnar hefi verið huggun þeirra, sem sorg in slær, hinni syrgjandi fjöl skyldu styrk í sorg hennar. Jóhann Hjörleifsson. Gunnlaugur Pálsson, arkitekt, hefir nýlega lokið prófi í bygg- ingafræði við Listaháskólann í Kaupmannahöfn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.