Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 4
4 MLPY®UBLMHB Miðvikudagur 9. íebrúar 1944. jUjrijftnbUfóð Ötgefaadi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. 1905 og 1944. ERI'NDI þaS, sem Ari Arn- alds, fyrverandi bæjarfó- geti, flutti í útvarpið síðastlið- ið sunnudagskvöld um skilnað Norðamanna og Svía árið 1905 var tímabær endurminning fyr- ir okkur íslendinga, sem erum nú að undirbúa skilnaðinn við Dani, enda hefir erindið vak- ið mikla eftirtekt. En dálítið broslegur misskiln ingur kemur fram í því, að blöð' hraðskilnaðarflokkanna skuli taka það sér til inntekta í þeim deilum, sem nú eru uppi um skilnaðarmálið meðal okk- ar. Til þess hafa þau enga á- stæðu, eins og hverjum hugs- andi manna mun verða ljóst, þegar hann les erindi Ara Arnalds niður kjölinn. Því þar er sannarlega ekki verið að tala máli neins hraðskilnaðar eða óðagots, enda var skilnað- ur Norðmanna við Svía hvor- ugt. Áratugum saman, eða allt frá því um 1830, hafði sú deila stað ið, sem að endingu leiddi til skilnaðar milli bræðraþjóðanna báðum megin Kjalar árið 1905. Það var deilan um það, hvort Norðmenn skyldu fá að hafa sinn eigin utanríkismálaráð- herra, sína eigin sendiherra og ræðismenn. Aratugum saman var reynt að semja um þetta mál, en árangurslaust. Og árið 1905 var þolinmæði Norðmanna lotks á þrotum. Stórþingið sam- þykkti þá lög um sérstaka norska ræðismenn; en þeim var synjað staðfestingar af hinum sameiginlega konungi og sam- tímis neitaði hann að veita norsku stjórninni lausn, þegar hún baðst þess, því að hann gat ekki fengið neinn Norðmann til þess að taka að sér stjórnarmynd un í hennar stað. Þá var það, sem Norðmenn létu til skarar skríða og þing þeirra lýsti yfir, 7. júní, að konungurinn „funger aði“ ekki lengur sem norskur konungur. Fram á síðustu stundu höfðu Norðmenn þó haft samband við konung og á sjálfan skilnaðar- daginn samþykkti stórþingið á- varp til hans, þar sem það skýrði honum frá þyí, sem ákveðið hefði verið og bað jafnframt um leyfi hans til þess að prins af konungsættinni mætti taka við konungskjöri í Noregi. En Norðmenn teygðu sig enn lengra til samkomulags í því skyni, að tryggja bróðurleg endalok skilnaðarmálsins við Svía og viðurkenningu hins yfir lýsta sjálfstæðis erlendis. Þeir tóku upp viðræður við Svía, sem stóðu fram á haust, tíl 23. sept., 1905, en leiddu að endingu til fullkomnins samkomulags við foræðraþjóðina um skilnaðinn. Það var þessi viturlega og sátt fúsa stefna norsku stjórnarinn- ar, sem bæði sameinaði alla norsku þjóðina í skilnaðarmál- inu og ávann henni þá virðingu og þann stuðning erlendis, sem j hún þurfti. Ari Arnalds leggur j alveg sérstaka áherzlu á það í erindi sínu. „Eftir að samkomu- ! lag var þannig komið á milli Noregs og Svíþjóðar, fengu Norð imenn þegar viðurkenningu frá stjórnarvöldum Evrópuríkj ann a NSðurlag á grein Gunnars Stefánssonar: Upp koma svik um síðir. OG nú skullu vonbrigðin á aumingja ,,sósíalistunum“ eins og skæðadrífa. Lögreglu- réttur Reykjavíkur komst að iþeirri niðurstöðu, að breytingin á notkun húsnæðis á Skóla- vörðustíg 19 væri lögbrot. Fó- getaréttur Reykjavíkur sömu- leiðis og nú hefir hæstiréttur komizt að sömu niðurstöðu. Þá munaði nú ekki mikið um þetta hina slyngu boðbera sannleik- ans, sem Þjóðviljann rita. Ónei. Því fleiri dómar og sektir, þess dýrlegri gloríu var hægt að skreyta- höfuð Steinþórs Guð- mundssonar með. Verið þið viss að verði „sellu-klúbbhús sósíal- ista“ byggt hér á landi, þá kemur mynd hans til með að skreyta altari þess helga húss. Gjörið þið svo vel, hér fáið þið forsmekk af gloríunni: i „Steinþór Guðmundsson hef- ir með því að beita sér fyrir byggingunni á Skólavörður- stíg 19, unnið verk, sem sósíal- istar fá honum seint fullþakk- að. Hann hefir nú tryggt Sósíal- istaflokknum húsnæði fyrir starfsemi sína, svo borgararnir geta nú ekki lengur ofsótt flokkinn á þann hátt, að láta loka skrifstofum hans þegar kosningabaráttan stendur sem hæst. Látlausar persónulega árásir borganna út af máli þessu hefir Steinþór ekkert látið á sig fá, en unnið með sinni al- kunnu þrautseiglu og festu að settu márki.“ Ekki var það þó nægilegt að gjöra Steinþór að píslarvotti borgarlegt ofsóknaræðis, held- ur varð að halda sér við efnið, að fela sannleikann fyrir al- menningi og þyrla upp mold- ryki, svo augu hans blinduð- ust, og það þess heldur, að hér var í raun og veru um tvö mál að ræða, hvort öðru óskylt, svo í lófa var lagið að rugla dómgreind þeirra, sem ekki voru beint málum kunnugir. Þess vegna segir Þjóðviljinn 24. nóv. s. L: „Húsaleigunefnd hefir tapað málaþrasinu gegn Steinþóri Guðmundssyni.“ „Hin hatramma barátta húsa- leigunefndar gegn Steinþóri Guðmundssyni f. h. Miðgarðs ú.f.....“......Þetta herhlaup húsaleigunefndar ....“ og „Húsaleigunefndin hefir nú hlotið þá skömm, sem henni ber af þessu máli, svo hefir far- ið fleiri ofsækjendum gegn Sósíalistaflokknum, og svo mun þeim öllum fara að lokum.“ Nú var allt í þessu fína lagi. Húsaleigunefnd hafði dregið málið gegn Steinþóri Guð- mundssyni til baka. En hvaða mál? -— Það var í stuttu máli fyrir þessu nýja norska ríki“, segir hann. ❖ Og tökum nú til samanburðar hraðskilnaðarmennina á íslandi árið 1944, sem halda, að þeir séu álíka stjórnvitringar og forystu- menn N-oregs árið 1905. Milli íslendinga og Dana hafa engar deilur risið síðan árið 1918 að sambandslagasáttmálinn var gerður. Fyrir íslendinga er brautin opin til fullkómins skiln aðar og vafalausrar viðurkenn- ingar óháðs íslenzks lýðveldis erlendis, ef þeir fara í öllu að ákvæðum hans. En því meiri nauðsyn er það áliti Islendinga og_ öryggi, að hvika í engu frá iþeim, að sambandsþjóð þeirra og konungur eiga nú í hetju- legri baráttu við hatað kúgunar vald og njóta meiri virðingar og samúðar umheimsins en mokkru sinni áður. íslendingar ættu því sízt að ætla sér þá dul, að fara ógætilegar í sambands- slitin við Dani, en Norðmenn við Svía á sínum tíma. sagt um innheimtu dagsekta, sem fógetaréttur Reykjavíkur hafði dæmt H.f. Miðgarð til að greiða, en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í öðru máli, sem var tilkomið, að dagsektir væru óinnheimtarilegar eftir að húsnæði hafði aftur verið breytt til sinna upprunalegu nota. — Þetta breytti auðvitað ekki þeirri staðreynd, sem nokkru síðar var staðfest af hæstarétti, að H.f. Miðgarður var engu að síður sekur um brot á húsa- leigulögunum, og var því for- maður félagsins dæmdur í sekt og til greiðslu málskostnaðar. Þessar undirtektir hinna vísu ,,sósíalista“ undir tilraunir húsaleigunefndarinnar til þess að koma í veg fyrir að húsnæði í bænum væri tekið til annarrar notkunar en íbúðar, en að því voru nokkur brögð einmitt um þetta leyti, skyldi engum koma á óvart, sem þekkir nokkuð til hugsanagangs þessara manna og innrætis. Þarna var rétt lýst þeirri miklu umhyggju, sem þeir báru fyrir húsvilltum Reykvíkingum, og þarf vart fleiri skýringa við um það at- riði. — Hitt er annað mál, hver heið- ur nefndinni hefði verið að því að kæra nokkra, sem hún áleit vera brotlega við þessi sömu á- kvæði, en leyfa „sósíalistun- um“ að fremja lögbrot sín í friði. En það var meginatriði þessa máls, að til þess ætluð- ust hinir háu herrar. Þá hefði verið sýnt, hvílíkum magn- þrungnum krafti þeir réðu yfir, ef þeim hefði haldizt uppi ó- kært, að brjóta hin borgara- legu lög. En komi sá dagur, að þeir sömu menn, sem að þess- um verknaði stóðu, hafi náð þeim völdum í landi voru, að þeim haldist uppi að fram- kvæma það, sem þeim þykir sjálfum gott, þá fáum við að vita, að það hlýtur að hafa verið dýrt ölið, sem Davíð keypti, hvar svo sem hann keypti það nú. ❖ Næstu vonbrigði aumingja „sósíalistanna“ í sambandi við húsnæðismálin urðu svo þaú, þegar húsaleigulögunum var breytt og húsaleigunefndin skyldi skipuð 5 mönnum í stað þriggja og þeir höfðu tilnefnt af sinni hálfu Steinþór Guð- mundsson til þess að taka sæti í nefndinni, að þá skyldi nokk- ur maður ennþá muna eftir því, að hann var formaður þess félags, sem dæmt hafði verið fyrir brot á húsaleigulögunum. — Þetta var í raun og veru kaldhæðni örlaganna, að Stein- þór Guðmundsson skyldi velj- En hvað segja haðskilnaðar- menn? „Lýðveldið verður stofnað eigi síðar en 17. júní“, segja þeir. „Það verður ekki talað við Dani“ „Það verður ekki talað við kon- unginn“. „Og það verður ekki ákeytt um uppsagnarákvæði sambandslagasátlmálans“.' Þann ig var það orðað í Þjóðviljanum fyrir rúmri viku síðan. Og ekki er sjáanlegt, að Mörguniblaðið eða Vísir hafi talið þess neina nauðsyn, að andmæla slíkum sviguryrðum. Og hvað finnst mönnum nú, eftir að hafa heyrt eða lesið hið ágæta erindi Ara Arnalds: Var það með slíku óðagoti, slíkum bægslagangi, slíkum ruddáskap, sem Norðmenn undirbjuggu skilnað sinn við Svía árið 1905? Var það með slífcum ofstopa, sem forystumenn þeirra samein uðu þjóð sína um skilnaðinn og áunnu henni virðingu og viður- kenningu annarra þjóða? Hvað segir erindi Ara Arnalds um það? ast í nefndina, eftir það, sem á undan vár gengið, án þess þó að hér sé lagður nokkur dómur á það, hvort Steinþór hafi verið nokkru óhæfari eða hæfari eft- ir atburðinn en fyrir, til þess að taka sæti í nefndinni. Má jafnvel gera ráð fyrir því, að hann hafi miklum mun betur kynnt sér húsaleigulögin vegna þeirra atburða, sem getið var um, en ef hann hefði aldrei þurft við þá hluti að eiga, þótt skemmtilegra hefði að vísu verið, að það hefði verið gert að áhuga fyrir málefninu,- en ekki til þess að frelsa skinn þess hlutafélags, er hánn var formaður í. — En sá böggull fylgdi skamm- riíi, að þegar þar til kvaddir aðiljar höfðu kosið sína menn í húsaleigunefndina, hafði fé- lagsmálaráðherra úrslitavald] um það, hverjir tyeir hinna fimm manna skyldu skipa þann hluta nefndarinnar, serrj við mat á húsnæði svo og sam- þykkt húsaleigusamninga skyldi fást, svo hitt, hverjir þrír nefndarmanna skyldu fást við öll þau störf önnur, sem undir nefndina heyra. Eigin- lega var hér um að ræða vald ráðherra til þess að skipta verk- um milli nefndarmannanna, því lögin segja til um það, að formaður og varaformaður eru báðir kosnir af hæstrétti. enda svo til skilið, að þeir séu lögfræðingar. — Kosning í Aeðipnp1, sem birtast ’eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera , komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alpýðuhúsinu, (gengið inn frá,' Hverfisgötu)j íyrir M. 7 að kvðldi. Sfml 4906. nefndina fór nú þannig, að sami maður, sem gengt hafði formannsstörfum nokkra und- anfarna mánuði og þar áður verið varaformaður nefndar- innar, var aftur kosinn formað- ur hennar svo og báðir með- nefndarmenn hans, en annar þeirra hafði átt sæti í nefndinrd frá stofnun hennar og hinn sið- an um sumarið 1941. Þá bætt- ust og tveir nýir menn í nefnd- ina. Þegar til kasta ráðherrans kom, að skipta verkum með þessum mönnum, hlýtur það að liggja í hlutarins eðli, að hann gat varla gengið framhjá þeim tveimur fyrrnefndu mönnum, þegar skipa átti menn til þess að gegna aðalstörfum nefndar- innar, mönnum, sem þekktu málin út og inn og starfað höfðu af árvekni og samvizku- Framhald á 6. síðu. Framhaldsfundur STÚDENTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR um skilnaðar- málið í vikunni sem leið, hefir eftir á vakið nokkrar blaðaumræður. Blaðið ísland birti grein um hann í byrjun þessarar viku og segir þar með- al annars: „Fundur þessi var í raun og veru í engu frábrugðinn venjuleg- legum pólitískum æsingafundi, hvar sem er í landinu. Menn hrað- sldlnaðarins töluðu margt og létu móðan mása, en forðuðust vita- skuld eins og fyrri daginn að drepa á aðalkjarna málsins, hvers vegna ekki mætti segja í sundur milli þjóðanna eftir hinum gild- andi ákvæðum sambandslagasátt- málans. Þar kom margt kyndugt fram. Lögfræðingur einn, Sigurður Ólafsson, vissi t. d. ekki fyrir víst hvort sambandslögin væru til eða hefðu verið til, því hann byrjáði nærfellt allar setningar í ræðu sinni með orðunum: „Ef sambands lögin væru til“. Annar þrautmerkur lögfræðing- ur og þrautleiðinlegur ræðumaður, ritstjóri Vísis, skýrði nú fundinum frá því, hvers vegna hann væri á vesturleið. Það var af jarðfræði- legum orsökum samkvæmt kenn- ingu Wegeners um að ísland væri á floti. Þessi sami maður talaði mjög fjálglega um það, að skiln- aðarmálið væri þannig vaxið, að engir nema lögfræðingar gætu lagt þar orð í belg, svo af viti væri, og því værj það ósæmilegt að hag- fræðingar, eins og Klemens og Gylfi, vildu láta ljós sitt skína. Um það skal ég ekkert dáema, en hitt er ég þakklátur ræðumanni fyrir, að sjálfur talaði hann jafn- svart og hinir aðrir samherjar hans bæði fyrr og síðar, og afsann- aði þannig sína eigin kenningu um klárheit lögfræðinganna. Af hraðskilnaðarmönnum talaði Hermann alþm. Jónasson lang- snjallast, og yfirleitt hygg ég að ’ hann hafi verið sá eini allra ræðu- manna hraðskilnaðarmanna á báð- um fundarhlutunum, sem vildi líta með sanngirni á málstað þjóðar- innar sjálfrar, er ekki einblína á hag stjórnmálaflokkanna. Ekki hið merkasta en eitt hið athyglisverðasta innlegg hraðskiln aðarmanna í málinu var ræða kon- unglegrar byssuskyttu, Mortens Ottesen. Hann mætti þar með skrifaða ræðu, og má ætla að hann fái hana birta í Þjóðviljanum eða aðstoðarblaði hans, Morgunblað- inu, því eftir undirtektunum, sem hún fékk, má ætla, að hún verði þar einkar kærkominn eyðufyllir. Ræða þessi var frá upphafi til enda óslitin keðja svívirðinga og lastmælgi í garð herra ríkisstjór- ans Sveins Björnssonar. Öllum kúgunum hinna dönsku valdhafa á Bessastöðum frá útflutningi Ög- mundar Pálssonar, aftöku: Jóns Arasonar, Kópavogsreiðar og hýð- ingu Hólmfasts var kyrfilega rað- að í ,,buket“ til herra ríkisstjór- ans, sem ræðumaður kvað vera arftaka þessara dönsku herra- mánna og altilbúinn að vinna þjóð sinni allt það ógagn er hann mætti, þegar hann, eins og ræðumaður komst svo smekklega að orði, væri ekki að fægja skjaldarmerkið á bílnum sínum og ýmislegt fleira því líkt. Ræða þessi var í einu og öllu stjórn Stúdentafélagsins, Stúdenta félaginu og stúdentum yfirleitt og reyndar allri þjóðinni til sárustu skammar og forsmánar, nema kennske ræðumanni sjálfum. Það fer náttúrlega eftir því, hvaða kröf ur eru til hans gerðar um almennt velsæmi. Ræðumanni var forkunnar vel tekið af meirihluta fundarmanna, eða hinum 150 hraðskilnaðarmönn um, sem klöppuðu bæði ákaft og lengi. Fram. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.