Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. febrúar 1944. ALPYÐUBLAÐIP T iBœrinn í dag.l Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofu Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Litla-bíla- stöðin, sími 1880. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennzla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. £L 19.25 Erindi Fiskifélagsins: Um viðhald á veiðarfærum (Ingi Bjarnason, efnafræðingur). 30.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gísli Guð- mimdsson tollvörður: Veið- ar í vötnum í Manitoba, Er- indi. b) 21.00 Kvæði kvöld- vökunnar. c) 21.10 Sigur- björn Á. Gíslason prestur: Skólapiltar fara norður Kjöl 1896. Ferðasaga. d) 21.40 íslenzk lög (plötur). 20.50 Fréttir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 5.30 í dag, og hefst sala aðgöngumiða kl. 1.30. — Vopn guðanna verður sýnt annað kvöld. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Oryggismálln á alpingi: THlðflnn álpýða- ílokkslis vísað til sfðarf amræðn oy eefndar. Þingsályktunartil- LÖGUM þeirra Finns Jónssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar um skipaskoðun- ina og skipabyggingar, voru "teknar til umræðu í sameinuðu Júngi í gær. Var þeim báðum vísað til síðari umræðu og nefndar eftir að Finnur Jónsson hafði enn kröftulega talað fyrir þeim, en 'Gísli Jónsson maldaði nokkuð í •anóinn gegn gagnrýninni á skipa eftirlitinu og véfengt skýrslu Fiskifélagsins um ofhleðslu tog- jaranna. 9000 þúsund smáfestir sprengna féiiu á Þýzkaland á einni viku ./• ---------- Flugmálaráðuneyti Breta hefir nú birt fróð- legan samanburð á loftárásum Þjóðverja á brezkar borgir árið (1940 og loftárásum banda- inanna nú eftir áramótin. Þegar loftárásir Þjóðverja á brezkar foorgir voru með skæðasta móti, vikuna 12.-—18. ágúst árið 1940, vörpuðu þeir niður 1300 smá- lestum sprengna á Bretland. Vikuna, sem endaði 31. janúar s.l.. vörpuðu bandamenn hins vegar um 9000 smálestum sprengna á Þýzkaland. Þá viku misstu bandamenn 163 sprengju flugvélar, en er loftárásir Þjóð- verja náðu hámarki, misstu þeir 281 sprengjuflugvél. Á þessu sama tímabili misstu banda- menn 36 orrustuflugvélar, en á sínum tíma misstu Þjóðverjar samtals 323 orrustuflugvélar. Þykir samanburður þessi mjög hagstæður bandamönnum, einkum þegar þess er gætt, að þeir þurfa að fljúga miklu lengri leið til árása á þýzkar borgir en Þjóðverjar þurftu þegar loft- sókn þeirra stóð sem hæst. Fjárhagsáætlnn Rejrkjaviknr. Frh. af 2. síðu. borgarstjóra og bæjarráði að gjöra ráðstafanir til þess að bærinn geti hafið þessa starfsemi sem allra fyrst. Jafnframt felur bæjarstjórn borgarstjóra að koma upp skýlum á aðalviðkomustöð- um strætisvagnanna. Enn fremur að athuga um heppi- legt fyrirkomulag almenn- ingsferða milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur og sér- leyfisferða til Þingvalla.“ 6. Bæjarstjórn ákveður að leggja fram 50 þúsund krón- ur til verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar, Sjómannafélags Reykjavíkur og Verka- kvennafélagsins Framsókn- ar til stofnunar sjúkrasjóðs gegn a. m. k. jafnháu fram- lagi af hálfu hlutaðe)igandi félaga. Fái hin fyrrnefndu félög hvort 20 þús. kr. í sinn hlut, en hið síðast- nefnda 10 þús. kr. Sjóðum þessum skal setja sérstakar samþykktir, sem bæjarráð staðfestir. Skal hlutverk þeirra vera að greiða með- limum félaganna dagpen- inga þegar þeir eru óvinnu- færir vegna veikinda og taka ekki kaup eða njóta dagpeninga frá slysatrygg- ingunni eða sjúkrasamlag- inu.“ Breytingartillögunar frá Al- þýðufiokknum við sjálfa fjár- ’hagsáætlunina eru þessar, tekju megin: Grjótnám. Liðurinn hækki um kr. 50 þús. úr kr. 500 þús. í 550 þús. kr. Skattar ríkisst. Liðurinn hækki um kr. 200 þús. úr kr. 400 þús. í 600 þús. kr. Hluti bæjarsjóðs af stríðs- gróðaskatti. Liðurinn hækki um 1 millj. úr 2Vz millj í 3M> millj. kr. Tillögurnar gjaldamegin eru þessar: Til dagpeningasj óðs samkv. sérstakri ályktun: Dagsbrúnar, Sjómannafél. Rvk. Framsóknar, kr. 50 þúsund. Til vinnumiðlunar: Liðurinn lækki um kr. 70 þús., í stað kr. 170 þús. komi kr. 100 þúsund. Til framleiðslubóta. Liður- inn hækki um kr. 700 þús., í stað kr. 300 þús. kömi kr. 1 milljón. Til sundlaugarbyggingar við Melaskóla: kr. 100 þúsund. Til byggingar æskulýðshall- ar, 1. greiðsla, kr. 200 þúsund. Iþrótta og skemmtigarðurinn í Laugadal. Liðurinn hækki um kr. 350 þús., í stað kr. 150 þús. komi kr. 500 þúsund. Til undirbúnings búreksturs til framleiðslu barnamjólkur og hagnýtingu jarðeigna bæjarins, kr. 500 þúsund. Til kaupa á almenningsvögn- um, er bærinn síðan starfræki innan umdæmisins, kr. 500 þús- und. Framkvæmdasjóður. Liður- inn hækki um 2 millj. króna: í stað IV2 millj. kr. komi 3Vá millj. kr. Við fiárhagsáætlun Reykja- víkurhafnar hefir Alþýðuflokk- urinn lagt fram þessar breyt- ingartillögur: Vatnssalan. Liðurinn hækki um kr. 50 þús., í stað kr. 400 þús. komi kr. 450 þúsund. Til mælinga, uppdrátta og annars undirbúnings vegna fyr- irhugaðrar skipasmíðastöðvar við Elliðaárvog, kr. 50 þúsund. Þá hefir flokkurinn lagt fram þessa ályktunartillögu: „Hafnarstjórn samþykkir að byggja þegar á þessu ári, ráð- gerða bryggju austur úr Ægis- garði, til aukins skjóls og af- greiðslumöguleika fyrir vél- báta og smærri skip, er stunda fiskveiðar eða aðra atvinnu frá Reykjavík. Enn fremur að gera svæðið milli Stálsmiðjunnar og Lýsissamlagsins, nánar til-. Mmnmgaforð : Pétur Maack skipstjóri. "0’ G get ekki látið hjá líða, A"1 að minnast nokkrum orð- um hins góða vinar míns og fyrri samverkamanns, Péturs Maack, enda þó ég eigi ekki gott með að sætta mig við hið skyndilega fráhvarf hans og það, að geta ekki lengur orðið aðnjótandi hans góðu vináttu og tekið í hans hlýju hönd eins og áður. Ég var svo lánsamur að vera samverkamaður hans um lang- an tíma. Kynntist ég honum fyrst ungum og vann með hon- um bæði sem háseta, stýri- manni og skipstjóra; og í hverri stöðu, sem hann stóð, ávann hann sér traust og vináttu sam- verkamanna sinna. Þeir, sem með honum unnu, urðu fyrir þeim áhrifum, er gerði þá að betri mönnum, og aldrei heyrð- ist hann tala í höstugum tón til manna sinna, enda virtu þeir hann allir og elskuðu, sakir hans blíðu og góðu framkomu. Jafnt á erfiðleikastundum sem þeim, er allt lék í lyndi, var Pétur hinn sami, alltaf jafn- blíður og góður við alla, og fyrir það verður hann mér á- vallt minnisstæður sem fyrir- myndaryfirmaður og ógleym- anlegur samverkamaður. Sem yfirmaður leit hann á skipsmenn sína meira sem Samstarfsmenn en undirmenn, ög hygg ég það ekki sízt hafa orðið til þess, að skipshöfn hans var jafnsamhent og orð var á gert, enda viðurkennt. Var það og vitað, að til hans réðust og hjá honum ílengdust hinir völdustu menn. Pétur Maack var i orðsins beztu merkingu mikill sjó- maður og hinn bezti skipstjóri. Hafði hann og verið hjá þeim mönnum, sem mikið mátti af læra, svo sem Halldóri Kr. Þorsteinssyni, Sigurði á Gull- fossi og Guðmundi á Skalla- grími. — Guð blessi minningu hans og allra hinna. Brynjólfur Jónsson. Al Isher jaratkvæða - greiðslan íHlíf. Yfirlýssog stjórnar og kjörnefndar félagsins AÍþýðuiblaðinu hefir borizt eftirfarandi yfirlýsing. A Ð GEFNU TILEFNI lýsir stjórn og kjörnefnd Verka mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði því yfir, að tölur þær, sem Miorgunblaðið birti í gær af alls her j aratkvæðagreiðslu f élags- ins 4.—7. febrúar eru eigi frá kjörnefnd eða sljórn og ekki að öllu leyti réttar. Hafnarfirði 8. febrúar 1944. Stjórn og kjörnefnd Verka- mannafélagsins Hlífar. Rafmagn bilaði í gær í húsum við Meðalholt og þar í kring. Varð bilunin um kl. 8 um morguninn — og ekki var bú- ið að gera við hana fyrr en kl. 4.30 í gær. Frjálslyndi söínuðurinn. Konur, sem voru í bazarnefnd í kvenfélagi Frjálslvnda safnaðar- ins í fyrra, eru beðnar að koma til viðtals 9. þ. m. í Kirkjustræti 6 kl. 9 e. h. greint smíðastöð Péturs Otta- sonar, nothæft til skipasmíða, þar til aðstaða er fengin á hinu fyrirhugaða svæði við Elliðaár- vog til slíkra framkvæmda. Skal verja til þessara verka, af handbæru fé hafnarinnar, að svo miklu leyti sem tekjur hafnar- sjóðs elcki hrökkva til.“ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og minningarathöfn mannsins míns og sonar okkar Jens Konráðssonar er fórst með b. v. Max Pemerton. Þórunn Benjamínsdóttir. Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir. Konráð Jensson. Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við frá- fall og minningarathöfn mannsins míns, Jóns G. Sigurgeirssonar, stýrimanns, er fórst með b.v. Max Pemberton 11. jan. s. 1. Fyrir hönd mína, barna minna og annara vandamanna. Aðalheiður Sigurðardóttir. Hjartanlega þökkum við öllum auðsýnda samúð og hluttekn- ingu, við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður og tengda- móður okkar. Jórunnar Jónsdóttur. Jón Stefánsson. Synir og tengdadætur. SI ú I k u óskast til léttra húsverka hálfan daginn. Hátt kaup. — Sér herbergi. Upplýsingar á Bjarkarstíg 15 1. hæð. S s s s s s s s s s s Hafnflrzkir verka- Frh. af 2. síðu. er kr. 2.40, en Dagsbrúnarmanna kr. 2.24, og er þá miðað við það, að í Hafnarfirði eru tveir hálf- tímar til kaffidrykkju, en í Reykjavík tvö kortér — og er greitt kaup fyrir þann tíma. En auk þess fá verkamenn í Hafnar firði frí frá hádegi á laugardög um í 6 mánuði ársins með fullu kaupi, án þess að þeir þurfi að vinna þetta frí af sér, en það þurfa pagsbrúharverkamenn að gera. Útkoman verður því sú að verkamenn í Reykjavík hafa þurft að vinna einum degi leng ur í viku hverri til þess að hafa sarna vikukaup og verkamenn í Hafnarfirði. Um Akranes er það að segja, að það er í raun og veru villandi að segja að 454 hafi haft atkvæð isrétt, þó að svo sé að forminu til. Félaginu er skipt í margar deildir — og deildirnar vilja ekki skipta sér af atkvæða- greiðslu hverrar annarrar um kaupgjaldsmál, þó að þær hafi rétt til þess, en þótt svo sé er þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni of lítil. góð afrek verði unnin. Sundgreinarnar, sem keppt verður í eru þessar: 50 metra bringusund karla og eru þar taldir mestir kappar Rafn Sigurvinsson og Hörður Sigurjónsson. 100 metra skrið- sund drengir og eru þeir efnileg astir Hreiðar Hólm og Halldór Bachmann. 200 metra skriðsund, karlar. Þar eru efnilegastir Guð mundur Guðjónsson og Guð- mundur Jónsson. 100 metra bringusund, kvenna, og eru þess ar þrjár ungfrúr taldar beztar í keppninni: Unnur Ágústsdóttir, Halldóra Einarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir. í 400 metra bringusundi karla, er Sigurður Jónsson talinn beztur. Þá er 50 j metra baksund fyrir drengi og I síðan 50 metra bringusund drengja. Síðast verður keppt í 8x50 metra þoðskriðsund fyr- ir karla og keppa sveitir úr Ægi, K. R. og Ármanni. Er talið víst að í þessari keppni verði nýtt met sett. Sundmél Ægb verð- ur í kvöld. 61 keppandi frá 4 íþróttafélögum. C UNDFÉLAGIÐ „Ægir“ ^ efnir til sundmóts í Sundhöllinni í kvöld og hefst það kl. 8.30 stundvíslega. Þátt takendur eru 61 frá fjórum félögum: Ármanni (15) K. R. (14), Ægir (27) og í. R. (5). Keppt verður í 8 sundgrein- um og er búizt við mjög skemmti legri keppni og þess vænzt að HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. úr rúmi sínu þegar þörfin knýr til þess.“ „ÞAÐ ER EKKI of mælt að slík- ur útbúnaður er svo hættulegur og viðurstyggilegur, að það gegnir furðu að slíkt skuli finnast nú til dags. Það geta því, ekki verið að- eins vinsamleg tilmæli, heldur blátt áfram áskorun til þeirra, sem þessum málum heyrir til að sinna, að hlutast til um að slíkt sé fært á annan veg, sem heil- brigðis og þrifnaðarmál. Ég trúi því ekki, áð það sé enginn, sem hefur vald til að hlutast ■ hér til um, ef eigendur sjá ekki, svo al- veg, sóma sinn í þessu atriði. — Sjómenn góðir! Látið ekki bjóða ykkur upp á slíka viðurstyggð lengur.“ ÞETTA ER LJÓT lýsing. En þannig er oft búið að verkafólki. Ef ég væri sjómaður í Sandgerði myndi ég efna til, kröfugöngu og heimta kamra. Hannes á hornina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.