Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1944. Flárhagsáætlmn Beyb|aviknr Krafa Alþýðuflokksins: Útsvörin á hátekjurnar og eignaaukninguna! 500 króna seðlar ern að boma i nm- ferð. Þeir em af somu stærð og 100 br, seðlarnir. LðgskilBaðarmenn á Aknreyri mðtmæla hraðsbilnaðarleiðinni Krefjast þess, að útvarpsumræður verði látnar fara fram um máiið. -----------------«------ FORUSTUMENN lögskilnaðarmanna hér á Akureyri héldu fund í Skjaldborg á mánudagskvöld. Var Sig- »rður Guðmundsson skólastjóri málshefjeandi. Fundurinn gerði samþykktir, sem mótmæla hraðskilnaðarleiðinni og krafðist hann útvarpsumræðna um málið. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: „Fundur lögskilnaðarmanna á Akureyri, haldinn í Skjald- borg 7. febrúar 1944 ályktar: 1. að skora á ríkisstjórn og al- þingi að hvika ekki frá á- kvæðum danks-íslenzku sam bandslaganna um aðferðina við afnám þeirra.. 2. að eigi sé heppilegt né sæmi legt, eins og á stendur, að ganga að fullu frá lýðveldis- stofnun. Fundurinn telur nauðsynlegt að viðræður fari fram við konung íslands áður en málinu er ráðið til lykta. 3. að tjá ríkisstjóra þakkir fyrir tillögu hans um þjóð- fund um lýðveldismálið, og fyrir tilraun hans til mála- miðlunar milli flokkanna, - því að eigi er óeðlilegt að þjóðfundur gæti rætt málið og íhugað með meiri ró en nú er títt í opinberum um- ræðum. 4. að skora á ríkisstjórnina að gefa út nú þegar í bókar- forrúi, öll þau skjöl og skil- ríki, er varða þessi mál, og þá sérstaklega allar ' orð- sendingar, sem farið hafa milli íslenzku ríkisstjórnar- innar annars vegar, og er- lendra ríkisstjórna hins veg- ar, svo að alþjóð gefist kost- ur á að kynna sér allar stað- reyndir, áður en gengið yrði til atkvæðagreiðslu. Fundur inn lítur svo á, að það stappi nærri móðgun við hugsandi menn^ að ætla þeim að greiða atkvæði um mál, nema þeir þekki gögn þess og allar aðstæður. 5. að æskja þess, að fram fari útvarpsumræður um sam- bandsmálið og lýðveldismál ið, milli lögskilnaðarmanna og hraðskilnaðarmanna, *þar eð útvarpið hefir til þessa einungis flutt einhæfan á- róður um málið.“ Fundinn sátu um 50 manns. Málshefjandi var Sigurður Guð mundsson, skólameistari, en aðrir ræðumenn voru: Þor- steinn Stefánsson, bæjargjald- keri, Halldór Friðjónsson, rit- stjóri, Snorri Sigfússon, skóla- stjóri, Erlingur Friðjónsson, kaupfélagsstjóri, dr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri og Pétur A. Ólafsson, kaupmaður. Ályktanir fundarins hafa nú þegar verið sendar alþingi, rík- isstjórninni og ríkisútvarpinu. Hafr. Haf nfirzkir verkamenn fella að segja app santningnm. En þeir hafa haft hærra kaup upp á síð- kastið en verkameim i Reykjavík. VERKAMENN í Hafnar- firði hafa nýlega við allsher j aratk væðagr eiðslu fellt að segja upp samningum við atvinnurekendur. Verkamenn á Akranesi 'hafa' svo fáir sótt allsherjar- atkvæðagreiðslu að stjórn félagsins sér sér ekki fært að segja samningunum upp þar. Allsherj aratkvæðagreiðsla er nýlega afstaðin í Verkamannafé- laginu Hliff um það, hvort félag ið skyldi segja upp samningum. 550 félagar höfðu atkvæðisrétt og greiddu 324 atkvæði. 168 sögðu nei og 156 sögðu já. Allsherjaratkvæðagreiðsla er og nýafstaðin í Verkalýðsfélagi Akraness. 454 félagar höfðu at- kvæðisrétt, en aðeins 62 greiddu atkvæði. Alþýðublaðið hefir snúið sér til Jóns Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands ins af tilefni þessara úrslita í þessum tveimur stóru verkalýðs , félögum. Hann sagði meðal annars: „Menn mega ekki bera þessi úrslit í Hafnarfirði og á Akra- nesi saman við samþykkt Dags- brúnarverkamanna um að segja upp samningunum. A liðnum árum hafa verka- menn í Hafnarfirði haft lægra kaup en verkamenn í Reykjavík og takmark þeirra hefir aílt af verið að ná sama kaupi og Reykjavíkur verkamenn. Þetta tókst þeim að fá 1940. Árið 1942 settu þeir svo fram hærri kröf- ur en Dagsbrún gerði og þeir fengu þeim framgengt með samn ingum við atvinnurekendur. Síðan hafa hafnfirskir verka- menn haft hærra kaup og betri kjör en reykvískir verkamenn. Mismunurinn á kjörunum er allmikill. Raunverulegt tíma- kaup verkamanna í Hafnarfirði Frh. á 7. síðu. TiiBögur ennfremur um margháttaðar ráð- stafanir tii eflingar atvinmavegunum, þar á meðal um mikiar endurhætur á höfninni. Bærinn á að byggja ný fjölbýlishús og taka rekstur strætisvagnanna FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKUR fyrir árið l944 kemur til 2. umræðu og átkvæðagreiðslu á fundi bæjar stjórnar á morgun. Fulltrúar Alþýðuflokksins munu leggja fram veiga- miklar breytingartillögur við hana, sem flestar miða að efl- ingu atvinnulífsins í höfuðstaðnum, meðal annars með aukn- um hafnarmannvirkjum og undirbúningi hinnar fyrirhuguðu skipasmíðastöðvar við Elliðaárvog. Ennfremur munu þeir leggja til, að bærinn haldi áfram íbúaðarhúsabyggingum og taki rekstur strætisvagnanna í sínar hendur. í sérstakri tillögu Alþýðuflokksins er lögð áherzla á það, að útsvör verði á þessu ári hægt að leggja á hátekjurnar, þær sem nema meira en 200 þúsundum króna, svo og á hina stórkostlegu eignaaukningu í hænum síðan stríðið hófst. Ályktunartillögur Alþýðu- flokksins fara hér á eftir: 1. „Bæjarstjórnir samþykkir að leggja í framkvæmda- sjóð auk stríðsgróðaskatts það, sem ónotað kann að verða af fé því, sem áætlað er til framleiðslubóta og at- vinnuaukningar." 2. „Þar sem sýnt er að upphæð sú, sem taka verður með út- svörum á þessu ári verður svo há, að ókleift verður að jafna þeim réttlátlega nið- ur, ef bannað er að leggja útsvör á þann hluta tekna einstaklinga og fyrirtækja, sem er yfir 200 þúsund krónur, skorar bæjarstjórn á alþingi að nema þetta á- kvæði úr lögum. Jafnframt ályktar bæjarstjórn að beina því til niðurjöfnunarnefnd- ar, að haga niðurjöfnun út- svaranna svo, að verulegur hluti þeirra hvíli á eigna- aukningu þeirri, sem orðið hefir síðan stríðið hófst.“ 3. „Bæjarstjórnin samþykkir að fela borgarstjóra að láta tafarlaust * fram fara athug- un á því, hvað kosta mundi að byggja tveggja hæða steinhús með 50—75 eins og tveggja herbergja íbúðum ásamt eldhúsi, er síðar gætu hentað fyrir eldra fólk, er minnkað hefir við sig, eða og einhleypt fólk, er slíkar íbúðir henta.“ 4. „Bæjarstjórn ákveður að fela bæjarráði að láta nú þegar fara franv rannsókn á því, á hvern hátt lóð sú, sem Hótel ísland stóð á, verði bezt hagnýtt með tilliti til framtíðarskipulags bæjar- ins. M. a. skal athugað hvort heppilegt myndi vera að hafa þarna opið svæði eða taka nokkurn hluta lóð- arinnar til breikkunar á Að- alstræti, enn fremur sé rannsakaðir möguleikarnir á því, að bærinn fái lóðina keypta, og að fá lagaheim- ild til þess að leggja verð- hækkunargjald á lóðirnar í nágrenninu vegna þeirra verðhækkana á þeim, sem kynnu að verða af völdum þeirra skipulagsbreytinga, sem gerðar yrðu á þessum hluta bæjarins." 5. „Bæjarstjórnin samþykkir að taka í sínar hendur rekst ur almenningsvagna í um- dæmi bæjarins, og felur FA. á 7. síðu, 22 fulltrúar 9 stéffarfélaga ræða öryggis- mál sjómanna UmræSur stóöu í 4 klukkustuueSir. C ÍÐASTLIÐINN sunnu- dag komu 22 fulltrúar frá 9 stéttarfélögum sjó- manna í Reykjavík og Hafnar firði saman á fund í Reykja- vík að tilhlutun Sjómannafé- lags Reykjavíkur til að ræða öryggismál sjómanna. Að loknum umræðum, sem stóðu í 4 klukkustundir og sýndu mikinn áhuga fundarmanna fyr- ir þessu nauðsynjamáli, voru eft irtaldir menn kosnir í nefnd til þess að gera tillögur í því til fulltrúafundar: Sigurjón Á Ólafsson, frá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, Þor- varður Björnsson, frá Skip- stjórafélagi íslands, Guðbjart- ur Ólafsson, frá Skipstjórafélag inu Aldan, Jón Axel Pétursson, frá Stýrimannafélagí Islands, Þorstei'nn Árnason, frá Vél- stjórafélagi íslands, Steindór Árnason, frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi„ Jónas Björnsson, frá Skipstjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, Halldór Jónsson, frá Félagi ís- lenzkra loftskeytamanna, Krist ján Eyfjörð, frá Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar. í skrifstofu Alþýðuflokksfélagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, liggur frammi listi yfir þá félaga, er hverfisstjórar hafa stungið upp á í stj'órn Alþýðuflokksfélagsins, fyrir komandi ár. Samkvæmt 9. gr. félagslaganna skal listinn liggja frammi eina viku, og er fé- lagsmönnum heimilt að stinga upp á fleiri mönnum, sem þeir óska, að komi til greina, þegar kjörr nefnd raðar nöfnum á kjörseðil fyrir aðalfund. E' IMM hundruð króna seðl ■** ar eru að koma í um- ferð, en lengi undanfarið hef- ir verið talin nauðsyn á því að slíkir seðlar væri teknir í notkun. Frá Landsbanka íslands hefir Alþýðublaðið fengið eftirfar- andi greinargerð um þessa nýju seðla: „Stjórn Landsbanka íslands hefir samkvæmt lögum nr. 10 frá 15. apríl 1928 gefið út handa Landsbankanum 500 króna seðla með svofelldri gerð: Seðlarnix eru jafnir 100 króna seðlum Landsbankans að stærð, 10 X 15 cm. Framan á þeim er prentað gildi þeirra, og er talan tilgreind með bókstöf- um, í þrem orðum, og fyrir neð- an þau í tveim línum: „Sam- kvæmt lögum nr. 10, 15. apríl 1928 Landsbanki Isíands.“ Eru þessi orð öll með dökkgrænum lit á marglitum grunnfleti með brugðnu skrautverki, umhverf- is. hann eru tvennir grænir bekkir með skrautgreinum. Fyr ir ofan er letrað nafn bankans: Landsbanki íslands, en undir þeim stendur nafn formanns bankaráðsins og nafn eins af bankastjórunum, og eru þau nöfn með rithönd þeirra. Vinstra megin við orðin er prentuð brjóstmynd Jóns Sig- urðssonar, en hægra megin er mynd Jóns Eiríkssonar sem vatnsmerki í 'hvítum, kringlótt- um reit. Á öll horn er prentuð talan 500, er táknar gildi þess- ara seðla, og er hún með ljós- grænum lit í dökkgrænum, fer- hyrndum reit. Aftan á seðlun- um er hinn 'hvíti kringlótti reit- ur, með mynd Jóns Eiríkssonar sem vatnsmerki í, vinstra meg- in er prentuð mynd af alþingis- staðnum gamla, Þingvelli við Öxará; er myndin í kringlóttri umgjörð og upphafsstafir bank- ans, L og I, skrautlega dregnir, hvor til sinnar handar. Grunn- flöturinn umhverfis er með brugðnu skrautverki, og yzt umgjörð með skrautgreinum í, en innan við hana er talán 500 í hverju horni í kringlóttum skiidi með skrautverki um- hverfis í ferhyrndum reit. Öll bakhliðin er prentuð með græn um lit.“ .. i Gunnar Gunnarsson vill engar fjárbeiðnlr sín vegna á alþingi. Símskeyti til al- þingis. ALÞÍNGI hefir borizt sím- skeyti frá Gunnari Gunn- nrssyni skáldi á Skriðuklaustri, var sem hann lýsir því yfir í til efni af framkominni þingsálykt- unartillögu mn skáldalaun hon- um til handa, að hann óski þess ekki að alþingi sé ónáðað með fjárbeiðni sín vegna, enda sé hann fullkomlega sjálfbjarga. Þmgsályktunartillagan var flult fyrir nokkrum dögum af Kristpi Andréssyni og Barða Gumundssyni. Áður hafði Gunnar, sem kunn ugt er neitað að taka við nokkr- um skáldalaunum af úthlutunar- nefnd rithöfundafélagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.