Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 8
*LWÐUBUB» ITJARNARBIO Glæfraför (DESPERATE JOURNEY) Errol FíyiiM Ronald Reagan Raymond Massey Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. TALDI RETT AÐ BIÐA. Danska útvarpið frá London segir eftirfarandi sögu: Á sl. hausti var Rommel mar- skálkur sendur í eftirlitsferð til Danmerkur. Þegar hann kom til Kaupmannahafnar þyrptist fjöldi manns út á götur til þess að sjá hinn fræga hermann aka í gegnum borgina. — Þegar mannfjöldinn var tvístraður og Rommel löngu horfinn tók lög- reglan eftir strák nokkrum, sem stóð þar á torgi og skimaði % allar áttir. „Hvað er þetta, drengur,<c sagði lögreglumaður nokkur, „eftir hverju ertu að bí&a, veiztu ekki að Rommel er löngu farinn hér hjá?“ — „Veit ég það,“ svaraði strákur, „en ég er að bíða eftir Montgo- viery, því hann kvað ævinlega ■vera á hælunum á honum.“ VOPNABURÐUR. Þegar rætt var um pólsku morðin um daginn, varð manni þessi vísa á munni: Hitler og Stalin hamast enn, hvor í sínu vígi. Eru vopnin einkum tvenn: áróður og lýgi. * * * Sá fer lífsins leið, er varð- veitir aga, en sá villist, er hafnar umvöndun. Salómon. * * * I símskeyti frá Mexikó segir, að drengur nokkur hafi skotið af skammbyssu á kennara sinn. Drengurinn fékk „nótu“. slranmi ðriaganna hælunum og heilsað og kvatt að hermannasið, og það var veru- lega skemmtilegt að sjá það, að lögreglumennirnir litu bersýni- lega á Helmuth og Andrés sem yfirmenn sína. Þeir hvöddu með afsökunarorðum, og að því búnu leiddi Helmuth Andrés upp stig ann, því að hann var ekki enn orðinn nægilega styrkur í hnjá- liðunum til að komast það af sjálfsdáðum. Svona langt hafði ég látið þetta ganga, eða hvað gat ég annað? Maður framselur ekki fólk, sem hefir leitað skjóls hjá manni, í hendur lögregl- unni — eða gerir maður það? Það er erfitt að úrskurða, hvað er rétt eða rangt í tilfelli eins og þessu. En þegar lögreglu- mennirnir voru farnir, hafði sprottið út á mér kaldur sviti, og mér fannst ég vera glæpa- manneskja. Drengirnir komu inn til kvöldverðar, og þeir voru svo æstir, að ég gat ekki hamið þá. — Hvers vegna vildu þeir taka Hellmuth frænda? spurði Mikael og stóð á öndinni. — En þeir gerðu það ekki, gerðu þeir það? Ég hefði ekki leyft þeim að taka hann. Ég hefði skotið þá með boganum mín- um. Ég er góð skytta, spurðu. Max. — Já, en ég er betri með stöngina mína, segðu honum það, mamma, er ég það ekki? Og þeir láta ekki fólk í fang- elsi fyrir að elska landið sitt, eða gera þeir það, mamma? Hellmuth frændi segir, að þeir það, en ég trúi því ekki? sagði greindarlega og rökfast, enda þótt hann væri í æstu skapi. — Hellmuth ætlar að verða hershöfðingi, og þegar ég er er orðinn stór, ætla ég að verða hermaður eins og pabbi, og við ætlum að drepa alla Frakka, hvern einasta þeirra, og — og ég ætla að bera fánann, og — og hljómsveitin leikur — og og — og — Vertu ekki að tala, Milky. Borðaðu, sagði ég þreytulega . . „Hvers vegna mynda þeir ekki hersveitir með okkur og tbáíta okkur vinna stríðið fyrir sig?“ Þessi hása, sjúka, brjóst- veika rödd barst að eyrum mín- um frá fortíðinni. Það var hættu leg blöndun: skjótræði og brenn- andi metorðagirnd Gyðingsins, ættarstolt Tillmannsættarinnar og ofstæki og skefjalaus þjóð- ernishyggja Hellmuths. Ég kenndi óljósrar illspár í þessu lilliti þetta kvöld, en það var ekki fyrr en að mörgum árum liðnum, að ég gerði mér þess fulla grein, hversu djúptæk á- hrif hin skamma og dularfulla dvöl Hellmuths í Einsiedel hafði á Mikael. Hellmuth kom niður síðar um kvöldið. Hann var stilltur í framgöngu, en honum var ekki rótt innanbrjósts — Þú ert hetja, María frænka, sagði hann. Ég þakka þér fyrir að standa með okkur. Þú hefir unnið gott verk í þágu mikil- vægs málstaðar. Andlit hans var grænt; hann var allur grænn hið ytra og innra. — Það er ekkert, sagði ég. — En nú held ég að það væri réttara að þú og þessi veiic- geðja vinur þinn farið brott héðan. — Rétt er það. Eins og þú skipar, sagði hann, kvaddi mig að hermannasið og fór upp aftur. Það er allt, sem þú get- ur, hugsaði ég, slegið saman hælunum og komið þér og öð*-- um í vandræði. Ég var á, fótum þar til mjög var orðið framorðið þetta kvöld og beið þess, að Max kæmi aft- ur heim. En hann lét ekki’ sjá sig. Ég leitaði í kjallaranum, hjallinum, peningshúsunum og alls staðar, þar sem mér gat komið til hugar, að hann væri að finna, en hann fannst hvergi, þrátt fyrir alla fyrirhöfn mína. Báturinn okkar var á sínum stað, en marghleypa Tillmanns kapteins var horfin úr skúff- unni, þar sem ég geymdi hana venjulega.. Ég reyndi að sofna, en tókst það ekki. Ég klæddi mig fyrir dögun, fór í yfirhöfn ina mína og fjallaskóna, fyllti ibakpokann minn nesti og hélt til fjalls. Hann myndi vera sár- svangur, ef hann hefði falið sig fyrir lögreglunni, hugsaði ég. Þetta var fávísleg ferð, sem bar ekki hinn minsta árangur. Dagurinn reis, og bjarmi færð- ist yfir fjallatindana og vatnið. Ég sneri aftur heim' á leið, og dögum saman beið’ ég þess, að Max kæmi, en hann lét ekki sjá sig eftir þetta. Hellmuth og vinir hans fengu hóp af ungu fólki í lið með sér og leituðu um fjöllin undir for ustu fylgdarmanns. Tveim vik um síðar fannst Andreas greifi von Elmholtz í fjallakofa nokkr um, þar sem hann hafði framið sjálfsmorð. Miði fannst hjá lík- inu, þar sem hinn látni lýsti því yfir, að hann og hann einn hefði drepið ráðherrann, og honum væri ljúft að gjalda þann verknað með lífi sínu Þetta var gert heyrinkunnugt, en per sónulega er ég þeirrar skoðun- ar, að hann hafi alls ekki verið valdur að morðinu heldur tekið sökina á sig til þess að bjarga einhverjum félaga sinna, sem talinn hafði verið meira virði ■ NÝJA BIÖ Til vígsKSvanna ,To the skores of Tripoli£ Gamanmynd í eðtileguaa litum. Jokit Pay»e Maureen O’Hara Randolpk Seott Sýnd kl. 5, 7 og 9. Miðvikudagur 9. februar 1944. I km ssm SAMLA BIÖ BS Frú Miniver (Mrs. Miniver) Stórmynd tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverk: Greer Garson Walter Pidgeon Teresa Wright * Sýnd kl. 4, 6% og 9. fyrir félagsskapinn en hann. Hellmuth var handtekinn _ í Nurnberg ásamt nokkrum fleir um. Það var efnt til réttar- ■halda yfir honum og hann dæmd ur til árlangrar fangelsisdvalar í kastala nokkrum. Hefði Hellinuth ekki orðið til þess að koma lögreglunni á spor ið hér á hinum kyrrláta stað, myndi Max hafa orðið langra lífdaga auðið. Hann hefði orð- ið gamall, virðulegur og tann- laus langafi. Nú var hann hund eltur um fjöllin. Hann var tek- inn höndum og fluttur til Munchen og dreginn þar fyrir lög og dóm. Snaran hertist að hálsi hans, og honum átti ekki að auðnast að sleppa úr dauð ans greipum. Hann var dæmd- ur til lífláts fyrir að hafa myrt tvær stúlkur. Annar þessara glæpa hafði verði drýgður fyrir sex árum, en hinn hálfu öðru ári áður en EVIEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Hann var alinn vel auðsjáanlega í þeim tilgangi að vera feitur og pattaralegur, þegar honum yrði fórnað. Samt fór því fjarrrn, að faonum liði vel þennan tíma. Liguvo, höfðingi kynflokks þessa, hafði einhverra orsaka vegna hina mestu vanþóknun á honum og hafði pínt hann og kvalið, þegar hann sá sér nokkurt færi á. Og ekki hafði honum liðið betur eftir að hann hafði reynt að flýja en ver- ið handtekinn aftur. En einmitt þeggr hann hugði að dagar sínir væru tald- ir, auðnaðist honum að flýja. Þegar mest var um að vera á fórnarhátíðinni, hafði hann skorið fjötrana af sér og flúið til skógar, þegar bezt lét. Honum var ekki einu sinni veitt eftirför. Daginn eftir hafði hann séð mannsspor sér til mikillar undrunar. Hann hafði rekið þau alla leið að tjaldinu og sannfærzt um það, að það voru hvítir menn; sem hér höfðu aðsetur. Hann hefði fyrir löngu gefið sig við þá, ef ekki hefði verið þetta hræðilega dýr, sem hann hafði verið á flótta undan, þegar hann hrapaði. Blökkumanninum reyndist erfitt að flytja mál sitt svo að vel væri, og öðru hverju fléttaði hann inn í frásögnina ó- skiljanlegum orðum móðurmáls síns. En vinir vorir skildu þó samhengið í frásögn hans. Hann lauk máli sínu með því að lúta til jarðar og endur- WE VNON'T TAUK NOW». NE'S INCREPU3LE.>s HOWEVER IT WAS NO MOSE TNAN EXPECTED/// NOTNIN& TO BE GiCTT FROM WlM/ WE'Re IN A *3PoT.i SCORCWV MAV BE UNPER OUE VER-Í FEET...AND IWNAT AKEjNE GtC>ING To OO, J UST THE TNPEE JS? m YNDA- 4 SAGA MEÐAN Steffi, Grispin og Dagur eru uppi í veitingasal kaffihússins að ræða um það hvar Örn muni vera og hafa uppgötvað að hann sé einmitt 1 þessu húsi, gerast örlagaríkir og hroðalegir atburðir í kjall- ara þessa sama húss. Við skulum skyggnast inn í þenn- . an skuggalega kjallara. TODT (brettir upp ermarnar: „Hvernig er hann?“ VÖRÐURINN: „Hann getur ekki talað núna. Hann er meðvitundarlaus“. TODT: „Ótrúlegt. ... En það er sama. Ég bjóst við þessu. Það er ekkert upp úr honum að hafa. Við höfum ekki meiri not fyrir hann. Stillið honum upp að veggnum. Ég þarf að æfa mig í því að skjóta í mark.“ STEFFI: (uppi) „Við erum bú- in að finna stöðina. Örn. hlýtur að vera hérna. Hvað eigum við þrjú nú að taka til bragðs?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.