Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. febrúar 1944. ALJÞYÐUBLAÐIÐ 5 FYPtSTU kynni ferðamanns- ins af Kína eru áhrifa- rík en óþægileg. Hann flýgur í fimmtán til átján þúsund feta hæð yíir fjallatindunum og hinum djúpu, víði vöxnu döl- um, sem skilja Assam frá Yunnan. Aðeins áhöfn flugvél- arinnar og konunglegir em- hættismenn hafa súrefnis- geyma. Hinn hluti áhafnarinn- ar andar að sér hinu þunna lofti, verður altekinn máttleysi, náladofa í höndum og fótum og oft og tíðum áköfum höfuð- verk og öðrum kvillum, sem háloftsflugi fylgja. Þannig eru fyrstu kynni ferðamannsins af Kína. Og brátt blasir við hinn mikli, græni dalur þar sem Kunming liggur. Flugvöllurinn í Kunming er skiptistöð flutninga þeirra, sem fram fara loftleiðis til Kína. Á flugvelli þessum mun vera mest annríki og háreysti, sem þekkist á nokkrum flug- velli víðrar veraldar um þess- ar mundir. Meðan Burmabraut in er lokuð og Japanar ráða yfir Hainanflóa og strönd Kína verða allir birgðaflutningar bandamanna til Kínverja að fara fram loftleiðis. Til birgða- flutninga þessara teljast allar nauðþurftir kínverska hersins, kínverskra borgara og fólks af þj'óðum bandamanna, sem dvelst í Kína og ameríska flug- Íhersins þar í landi. Allir birgða flutningar þessir fara um flug- völlinn í Kunming. Borgin, sem telur þrjú hundr uð þúsund íbúa, liggur sex kílómetra suðvestur af flug- vellinum. Það eru fjögur stór hlið við borgina, norður-, suð- ur- og vesturhliðin. Þau eru leifar hins forna múrs, sem umlukti borgina. Tvö hliða þessara eru enn lukt á hverri nóttu. Þegar komið er inn í borgina, blasir við augum hið eftirminnilega kínverska hvers- dagslíf, og byggingarnar og strætin minna um margt á Frakkland, en frönsk áhrif hafa borizt hingað frá Norður- Indokína og setja svip sinn mjög á járnbrautarbæ þennan. Hér gætir og áhrifa annarrar þjóðar. Á síðustu öld settust ástralskir trúboðar að meðal trjánna, sem varpa skugga sín- um á vegina, sem liggja frá borginni út yfir dalinn í allar áttir. FERÐAMAÐURINN nemur staðar á götuhorni og virðir það fyrir sér, sem fyrir GREIN ÞESSI, sem er eftir Martin Halliwell og hér þýdd úr tímaritinu World Digest, lýsir daglángri döl í kínversku borginni Kunming, er stendur við samnefndan flugvöll, en á flugvelli þeim mun vera mest annríki á öllum flugvöllum víðrar veraldar, enda fara allir birgðaflutningar banda- manna Kínverjum til handa um hann. augu ber. Á götuhorninu stend- ur lögreglumaður með tinhjálm á höfði á þriggja feta háum stalli. Það er ráðlegast fyrir þá, sem bifreið aka, að taka sem minnst tillit til bendinga hans, þar eð skilgreining hans á réttu og röngu virðist iðulega nokkuð óljós. Næst ber kínverska konu í bláum baðm- ullarkjól og með þríhyrndan hatt á höfði fyrir augu ferða- mannsins. Þá er hann um- kringdur hópi barna, sem hrópa einum rómi Ting ho (mjög, mjög gott). Ferðamanninum verður um það hugsað, hversu mjög þessi kveðja sé geðfelld- ari og skemmtilegri en hróp indversku barnanna Sahib, backsheesh (gefðu okkur aura, herra). Háreysti getur að heyra úr verzlunum og veitingastöð- um meðfram strætinu. Til hægri handar stendur drengur með tvær skjaldbækur, sem hann býður þeim, er framhjá fara, til kaups. Til vinstri hand- ar gtur að líta konu, sem bíð- j ur hrísgrjón og aðra, matvöru til kaups. Líkfylgd fer framhjá Þeir, sem í líkfylgdinni eru, bera hvítlit föt, sem kemur Evrópumanninum undarlega fyrir augu eftir þá siðvenju, sem hann hefir af að segja í þessum efnum. ' Þegar ferða- maðurinn hefir svo virt um- hverfið fyrir sér að vild sinni og heldur áfram göngunni um borgina, munar minnstu, ,að hann stígi ofan á lágvaxinn öld- ung, sem hefir lagzt fyrir úti á gangstéttinni. Gamla mann- inum hefir runnið í brjóst og gistir nú í draumum sínum annan og betri heim. í sölubúðunum getur að líta vörur, sem ekki hafa sézt í Evrópu í mörg ár. En verðið er óhóflega hátt og gæðin eng- an veginn slík sem skyldi. Ef ferðamaðurinn ætlar að kaupa eitthvað skyldi hann ekki hafa hraðan á að láta af því verða og engan veginn gefa það í skyn, að honum leiki mikill hug.ur á því að eignast hlut þann, sem hann ágirnist. Þeir sem kunnugir eru í Kína, halda því fram, að það taki að minnsta kosti þrjá daga að fara í sölubúðir og annast innkaup. Iðulega fer svo að lokum eftir mikið málaþras, að kaupmað- urinn lýsir því yfir, að hann kjósi heldur að hafa hlut þann, sem um ræðir, til sýnis í búð- arglugga sínum til merkis um það, hversu verzlun hans sé til mikillar fyrirmyndar, en selja hana. BÆKISTÖÐVAR kínverska hersins í borginni eru fjölmargar. Vart yrði tölu kom- ið á hermenn þá, sem leggja leiðir sínar eftir strætum henn- ar. Þó er annríkið mest í æf- ingaskólunum utan við borgina, þar sem amerískir liðsforingj- ar hafa kennslu með höndum. Kínverjum hefir verið mjög á- fátt um þjálfun og útbúnað. En þá skortir ekki hug né bar- áttuvilja,i og þeir reynast hug- prúðir og mikilhæfir hermenn, þegar þeir hafa nauðsynleg vopn og njóta skeleggrar for- ustu. Ferðamaðurinn á þess ef til vill kost að ná tali af Chenn- ault hershöfðingja, yfirmanni fjórtánda flughers Bandaríkj- anna. Chennault hefir getið sér miklar vinsældar í Kína og og mun starfs hans þar í landi lengi verða að góðu minnzt. enda er maðurinn mikilhæfur og skemmtilegur. Hann hefir barizt gegn Japönum linnu- laust frá því árið 1937. Hann á því óneitanlega nokkurn þátt í því, að Japanir eiga 'nú við ramman reip að draga. Að- staða þeirra á öllum vígvöllum er nú orðin slík, að þeir munu varla verða til þes,s færir að efna til annarrar styrjaldar á næstu árum. Chennault bíður bjartsýnn þeirrar stundar, er flugmenn hans taka að gera stórárásir á Japan. En nú sem stendur gerir hann sér það ljóst, að það hlutverk að ann- ast birgðaflutninga til Kína og kínverskra landhersins, varnir flugvallanna þar í landi og öll hin margþættu verkefni, sem krefjast úrlausnar á heima- vígstöðvunum, eru meira en nóg verkefni. Frk. á 6. síðu. Um skáldalaun — Jón frá Ljárskógum, söngvarinn, tónskáldið og skáldið — Bréf frá Lauganessbúa — Um siðleysi EINN AF ÞEIM UNGU skrifar þetta bréf: „Ég var að líta yfir listann um úíhlutun styrkja til skálda og rithöfunda, og ég ætla ekki að vera margorður um þá úthlutun, því hún fær ábyggi- lega misjafna dóma og margir verða til að gagnrýna gerðir dóm- nefndarinnar. En mér finnst merki legt að jafn ágætt skáld og Jón frá Ljárskógum skuli ekki hafa fengið. skáldalaun. á .borð. við marga aðra, sem þarna hafa ver- ið teknir með.“ „JÓN ER SÖNGVINN með af- brigðum og mörg af hans ljóð- um hafa verið sungin um land allt og orðið mörgum til ánægju. En það er einmitt ekki hvað minnst hinn virkilega ljóðræna hrynjanda sem vántar í nútíma íslenzka ljóða' gerð, þannig að hægt sé að syngja kvæðin. Jón frá Ljárskógum er listamaður, hann er prýðis söngv- ari og skáld. Þjóðinni ber skylda til að búa vel að efnilegum lista- mönnum, og sízt gleyma þeim er þeir hafa við erfiðleika að etja. Svo þakka ég Jóni fyrir íjóðin.“ LAUGARNESBÚI skrifar: „Get- þú ekki sagt mér hvernig stendur á því, að mjólkursamsalan hefur enga mjólkursölubúð í Laugarnes- hverfi en lætur kaupmann hafa út- sölu á mjólkinni? Við þetta væri ekkert að áthuga ef mjólkin hefði ekki hækkað núna um áramótin úr 145 í 153 aura lítirinn“ „ÞETTA ER MIKIL HÆKKUN fyrir þá sem þurfa að kaupa mikla mjólk. Ég þarf oftast að kaupa 6 lítra á dag. Þetta lækkar dagkaup mitt um 56 aura. Hvað skildi það hækka mikið vísitöl- una? Á sama tíma, sem ríkisstjórn in er að glíma við að halda niðri vísitölunni, með því að borga bændum fleiri milljónir króna í verðuppbætur á kjöt og mjólk, þá kemur þessi mjólkurhækkun á okkur eins og skrattinn úr sauð- arleggnum.“ „VÍSITALAN hækkaði í janúar um 4 stig. Stafaði hækkunin af hækkuðu brauðverði og útlendum fatnaði. Það var ekki minnst á mjólkina. Þetta er nú ekki það í Sandgerði. versta, því síðan að mjólkurskort- urinn varð, hefur þessi mjólkur- búð sama og enga mjólk íengið, aðeins örfá heimili hafa fengið 1 lítra, fjöldinn ekki neitt. Það hef- ur verið gerð fyrirspurn til sam- sölunnar hvernig á þessu stæði, og hefur samsalan svarað því til að sér kæmi þessi mjólkurbúð ekkert við, því hún sé ekki rekin af samsölunni. Væri ekki rétt að bæjarstjórn Reykjavíkur fengi þetta til athugunar?“ SJÓMAÐUR skrifar mér eftir- farandi: „Nú um þessar mundir er vetrarvertíð á Suðurlandi kom- in í algleyming, allir komnir til sinna starfa, og oft hefur verið talað hátt um hermenn hafsins. Við skulum segja að heróp þeirra sé byrjað á móti ægisdætrum, til að sækja feng í þjóðarbúið, og sjálfum sér og sínum tií handa. Efalaust leitast flestir við að búa fley sitt sem bezt út, til að stand- ast fangbrögðin, og margir koma með fríðan feng í vör, og eru svo glaðir í huga. Það mun eðli flestra sjómanna, að géfast ekki upp þó á gefi stundum." „ÉG VAR Á FERÐ í stórri veiðistöð, sem nefnd er Sandgerði, þar var allt á iði, þó bílarnir lægju á ,,kviði“ í krapi og snjó. Hver einasta smuga er fullskipuð og meira en það, aldrei verið meiri útvegur hugsaður en nú í ár á þessum stað, svo það gefur að skilja að margt sé um manninn, já, hundruð manna hafast þarna við frá nýjári og fram á vor.“ „MAÐUR FREISTAST nú til að ætla, að hetjum hafsins, og þeim hinum,' sem vinna á bak við fremstu víglínuna væri nú aðstað- an viðunandi, frá sjálfsögðu sjón- armiði séð. — Ég efast ekki um, að leiga á þessum stað sé dýru verði keypt, enda þó þarna séu ekki til ,,kamrar“ hvað þá vatns-frá- rennsli, á þessum stað, þarna, sem mörg' hundruð manna eru saman- komin í eina kös eins og' síld væri troðið í tunnu, og menn verða að ganga þarfinda sinna þangað, sem bezt horfir hverju sinni og hvernig sem viðrar, og jafnvel veikir upp Frh. á 7. síðu. UNGLINGA vantar okkur nú þegar til aS bera blaðið í eftirgreind hverfi: Bræðrabergarstígur Ránargötu Sólvelli Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna. Alþýðublaðið. — Sími 4900. AUiLÝSIÐ I ALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.