Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 6
 1 Hershöfðingi og heiðursdokfor. Fyrir nokkru síðan var Clark hershöfðingi, yfirmaður 5. hers Bandaríkj amanna á Íta'líu, gerður að heiðursdoktor við há- skólann í Napoli, borginni, sem hann frelsaði úr höndum fasista og nazista. Það var gamli ítalski heimspekingurinn Benedetto Croce, hinn svarni fjandmaður Mussolínis, sem afhenti Clark heiðursdoktorsskírteinið. Myndin var 'tekin af þeim atiburðí. Felix Guðmundsson: Var pað að ásíæðnlansu ? ALÞTÐUBLAÐIÐ______________ Miðvikudagur 9. febrúar 1944, Upp koma svik um siðir... IALÞÝÐUBLAÐINU 5. þ. m. birtist yfirlýsing, eða eitt- hvað því líkt, frá Stúdentaráði háskólans út af ræðu Guðm. Sveinssonar stud. theol í út- varpinu 30. f. m. þar sem hann gerir skemmtanalífið í landinu að umtalsefni. Ræða Guðmund- ar hefir vakið mikla eftirtekt og ég veit að fjöldi fólks er honum alveg sérstaklega þakk- látt fyrir ræðuna og finnst hún orð í tíma töluð. Þess vegna undrast maðujr, að Stúdenta- ráð háskólans skuli telja hana til orðna að ást&’ðirtaus'u. Og ekki nóg með það, til viðbótar reynir það að gera G. Sv. tor- tryggilegan fyrir að flytja hana. Kallar hana „óhróður og kviksögur." Það er þessi gamla viðkvæmni þeirra, sem vilja hafa áfengið alls staðar, en svo má bara ekki minnast á áfleið- ingarnar af því. Það er nú fróðlegt að lesa þessa yfirlýsingu Stúdentaráðs ins svolítið ofan í kjölinn. Þeir segja „um sjöhundruð manns var á áramótadansleiknum — og þar voru vínveitingar eins og á öðrum stærri skemmtun- um bæjarins þetta kvöld.“ Já, samkomur stúdenta eru ekki vanar að gleyma áfenginu, þeg- ar þeir halda hóf. En það vant- ar í þessa skýrslu ráðsins, hvað mikið var notað af áfengi þessa nótt. Það nefnir ráðið ekki. Myndi það ekki gera það, ef það héldi að það styrkti sinn málstað? Vafalítið verður það að teljast. En nú er það vitað, að notað var áfengi fyrir yfir 20 þúsund krónur þessa um- ræddu nótt. Það er nokkuð sterk sönnun fyrir því að G. Sv. hafi ekki tekið of djúpt í ár- ina. Því ekki eru allir með, og misjafnlega munu þeir þola fangbrögð Bakkusar. Stúdentaráðið telur það },einsdæmi“ (miðað við hvað, veit maður ekki), að húsgögn skyldu vera óbrotin. Þarna mun vera mest af stálhúsgögn um. Og er ekki heiglum hent, að mölva þau verkfæralaust. Þá vitna þeir sömu menn til lögreglunnar. Ég hefi fulla vissu fyrir því, að hún hefir neitað að láta af hendi nokkra yfirlýsingu um þetta mál, Að öllu þessu athuguðu sýnist mér að Guðm. Sveinsson standi jafn réttur eftir þessa yfirlýs- ingu ráðsins. Enda efast ég ekki um að allt, sem hann sagði var satt. Og mér er kunnugt um, að fjöldi manns lítur eins á málið og ég; og að þess er vænst að ræðan komi á prent svo að hún sýni sig, verði lesin og geri sitt gagn. Það mun því margir mæla, að stúdentaráðið hafi farið af stað með sína yfirlýsingu að ástæðulausu. Ekki sízt fyrir það, að ræða G. Sv. varð ekki fyrst og fremst skilin sem á- drepa fyrir einstök félög eða stéttir, heldur sem hrópandi rödd um betra og i skemmtanalíf fyrir unga fólk- ið i landinu. Ræðumaður tók dæmi af þessu umrædda samkvæmi til sönnunar því, hvernig ástatt myndi vera um skemmtanalíf- ið í landinu, þegar það væri svo hjá stúdentum og mennta- mönnum, sem þó óneitanlega ættu að vera fyrirmynd í því, að halda siðsamleg og uppbyggi leg samkvæmi. Og mér sýnist að stúdentaráðið gæti verið G. Sv. þakklátt fyrir að benda á það, að þess sé full þörf, að menntamennirnir gefi betra fordæmi en þeir hafa hingað til gert í þessu efni. Ég veit um marga stúdenta, sem eru eldri og sjálfsagt reyndari, en Guðm. Sveinsson, og líta sömu augum á ástandið í þessum efnum og þó líklega heldur dekkri. Það líta t. d. all- ir sæmilega heilbrigðir og menntaðir menn á það sem for- dæmanlegt, að sú tízka skuli loða við Háskólann, að tekið sé þar árlega við nýjum stúdent- um með ,,fylliríisgildi“, „rússa- gildunum“ alræmdu. Eldri stú- dent, sem var við vígslu nýja Garðs, sagði mér frá því hófi og var ekki hrifinn af — og svo mætti lengi telja.. Að síðustu þetta, ungu menntamenn, sem nú sitjið í Stúdentaráði háskólans: . Þið væntið þess að sjálfsögðu að ykkur og menntamannastétt landsins sé virðing og sómi sýndur, og það er sjálfsögð krafa til handa öllum þeim, er Frh. af 4. síðu. semi í nefndinni árum saman. — Hinir nýju menn, ákvað svo ráðherrann, að skipa skyldu matshluta nefndarinnar. Þetta var meira en þeir djúphyggnu vökumenn hins íslenzka lýðveldis, „sósíalist- arnir“, gætu þolað. Spurningin um það, hvort Steinþór Guð- mundsson væri í nefndinni eða hvort hann væri það ekki, var orðið eitt mesta hitamál dags- ins. Yfirlýsingarnar gengu á víxl. "Bæj arstj órnina deildi á um þetta atriði. Þjóðviljinn sagði að Steinþór væri ekki í nefnd- inni, síðar, að hann teldi sig ekki vera í nefndinni, ennþá síðar að hann væri í vissum hluta nefndarinnar og síðast, að hann væri í sérstakri nefnd, sem meta ætti húsnæði í bæn- um, en væri í einhverjum, meira eða minna óákveðnum, tengslum við sjálfa húsaleigu- nefndina. Nú skyldi bæta úr þessu hróplega óréttlæti, að Steinþór Guðmundsson væri ekki í nefnd inni eða þá aðeins í henni að nafninu til. Og svo orðrétt: „Snemma á þessu þingi bar Sigfús Sigurhjartarson fram frumvarp til breytinga á húsa- leigulögunum, til leiðréttingar á því fjarstæða ákvæði laganna að ráðherra getur úrskurðað 2 af 5 nefndarmönnum út úr hinni raunverulegu húsaleigu- nefnd og falið þeim það verk eitt að met húsaleigu eftir föst- um reglum.“ * Næsta árásarefni Þjóðvilj- ans á húsaleiðunefndina var svo út af húsnæði því, sem hús- villtu fólki hefir verið fengið til íbúðar, bæði að Hótel Heklu og eins í bráðabirgðaskálum þeim, sem nefndinni hafa ver- ið fengnir til slíkra ráðstafana. Það er, þótt merkilegt sé, í'étt hjá Þjóðviljanum, að hús- næði þessu er í ákaflega mörgu ábótavant og auðvitað hrein- asta neyðarráðstöfun að af- henda fólki, jafnvel með ung börn, svo ófullkomið húsnæði til íbúðar. En það er aftur á móti hreinasti óþarfi hjá Þjóð- viljanum, að undirstinga fólk með, að þetta sé nú að ein- hverju leyti húsaleigunefnd að kenna, ef ekki að öllu leyti, hvað illa sé frá þessum hlutum gengið, hvað vanti mörg lífsins þægindi o. s. frv. -—- Þér ferst Flekkur að gelta. — Hvenær hafa komið fram tillögur af viti um það í Þjóðviljanum, hvernig eigi að bæta úr hús- næðisvandræðunum? Bærinn á að byggja. Ríkið á að byggja. Það á að taka stóríbúðirnar og skipta þeim upp á milli hinna húsvilltu. — Gjörið þið svo vel. Hér eru bjargráðin. Ekki er nú verið að hugsa um það, hvort efni fáist í landinu til þess að byggja úr. Ekki er nú verið að muna eftir reynslunni af bæj- arbyggingunum á Melunum. Ekki er nú verið að athuga það, hvort nokkrir möguleikar séu á því að skipta stóríbúðunum upp á milli margra fjölskyldna, né þeim óútreiknanlegu árekstr um og vandræðum, sem af þessu kynni að leiða. — Hitt er annað mál, að þessi síðastnefnda leið er ef til vill fær, en hún verður ekki farin sýna sig þess verðuga. Og það verður varla annað með sanni sagt, en að íslenzka þjóðin hafi sýnt fullan skilning í því efni. — Þarf ekki annað en benda á háskólann sjálfan og bygging- arnar, sem honum fylgja og fjölmargt annað. En ávöxtur- inn af lífi og starfi þeirra manna, sem svo er um búið, verður alltaf að samsvara þeirri virðingu og tiltrú, sem þeim er sýnd. Það er alltaf lítið upp til menntamannanna; þeir eru teknir til fyrirmyndar. — Þess vegna hafa þeir öðrum á þann hátt, sem þeir Þjóðvilja- menn eru vánir að haga yfir- reiðum sínum, með frekju, of- forsi og bægslagangi, ásamt til- heyrandi tilvitnunum í komm- únistaávarpið og tilvonandi lífláti þeirra, sem þeir eru að taka húsnæði af. — Ef til vill væri ráð, í fullri auðmýkt auðvitað, að benda þeim háu ,,sósíalistum“ á, þeim sem komust, þrátt fyrir ráð- stafanir húsaleigunefndarinn- ar, inn í hið háa alþingi, að bera þar fram frumvarp, sem fæli í sér fjárveitingu til handa húsa- leigunefnd til þess að hún gæti látið búa þannig að bráðabirgða húsnæðinu í bænum, að talizt gæti lífvænlegt þar. Éins og nú standa sakir, hefir nefndin ekki yfir neinu fjármagni að ráða, sem hægt væri að verja í þessu skyni. * Þá fundu þeir það út, „sósíal- istarnir“, af vísdómi sínum, að húsið nr. 19 við Þórsgötu stæði autt að mestu. Brezka setuliðið hafði haft húsið á leigu, sögðu þeir, það hafði látið íslenzkar fjölskyldur búa þar, sem setu- liðið, af hernaðarástæðum, hafði flutt úr íbúðarhúsum, sem síðar voru rifin. Þetta var 17. desember s. 1. — í sömu grein segja þeir: „Verður að gera þá kröfu til húsaleignnefndar, að hún taki leigunámi þau hús, er nú standa lítt notuð á vegum setu- liðisns. Enda hefir nefndin lagalega heimild til þess.“ Sannleikurinn um Þórsgötu 19 er sá, að hinn 17. desember s. 1. var húsið áð öllu leyti í leigu setuliðsins. Samningur- inn um afhendinguna er dag- settur 1. janúar s. 1., en undir- ritaður eitthvað 2. eða 3. þess mánaðar. Samningar milli ís- lenzkra leigutaka og eigandans komu til húsaleigunefndarinn- ar þann 10. janúar og voru staðfestir (m. a. af Steinþóri Guðmundssyni athugasemda- laust) þann 17. janúar s. 1., þótt á hinn bóginn úttekt á húsinu sé ennþá ekki lokio, þótt hún sé vel á veg komin. Hvað viðvíkur Bankastræti 6, sem Þjóðviljinn minnist á, þá mun vera eitthvað álíka ástatt um það hús, svo og Laugaveg 86, enda hefir setuliðið orðið að snúa sér til borgarfógeta og biðja um útburð á fjölskyld- um, sem ennþá eru í tveimur ofangreindra húsa, væntanlega til þess að geta staðið við samn inga sína og skuldbindingar um afhendingu. En það er allt upp á sömu bókina lært hjá þeim Þjóðvilja- mönnum. Ekki verið að eyða dýrmætum tíma í að athuga hlutina og komast eftir því rétta og sanna í hverju máli, heldur er hrokinn og uppskafn- ingshátturinn svo mikill, að þusað er með hvað eina fyrir sjónir almennings, hvort sem nokkur fótur er fyrir eða ekki. $ Árásunum á húsaleigunefnd- ina mun eflaust verða haldið áfram í dálkum Þjóðviljans. Eitthvað verður blaðsnepillinn að taka sér fyrir hendur til þess að fylla rúmið. Og þegar ekki lætur betur, hellir blaðið úr skálum reiði sinnar yfir menn persónulega, sem þeir eiga meiri ábyrgð úm framgöngu og siði. Og verið nú hreinskilnir og ærlegir: Játið það hrein- skilnislega með Guðmundi/, Sveinssyni og öllum heilbrigð- um og góðum drengjum, að það er langt frá því, að samkvæmis- líf ykkar sé til fyrirmyndar. — En þið getið fljótlega breytt því í það horf, að það verði það. — Og því ekki að gera það, þegar þið hafið gott af því sjálfir, og það er lífsnauðsyn fyrir þjóð- ina, að þið gerið það? Felix Guðmundsson. * . | Kanpnm tasknr í hæsta verði. sHiisgagnavinnastQ' \ BaMnrsp' * Úfbreiðið álþýðubiaðið. ekkert útistandandi við, svo vitað sé, og það jafnvel um þeirra einkamál, sem annars hafa verið látin liggja milli hluta í umræðum um opinber mál eða mál, sem varða al- mennipg nokkru. Slik blaða- mennska er þeim Þjóðvilja- mönnum mjög sæmandi, þó» þeir ættu á hinn bóginn að gæta allrar varúðar, því svo langt getur ósóminn geng- ið, að einhverjum þætti ef til vill ástæða til að skygnast inKi í glerhús þeirra. HVAÐ segja hen blöðin? Frh. af 4. síöu. \ Einum hinum merkasta manni í lögfræðingastétt varð að orði við sessunaut sinn, að slík ræða sem þessi kæmi sér til að efast um, hvort þjóðin væri í raun og veru fullfær um að vera sjólfstæð. Bæðl ræðan og hinar einkar hlýlegu undirtektir, sem hún hlaut hjá fylgiliði þeirra fóstbræðra Einars Olgeirssonar og Bjarna borgar- stjóra, veita nokkuð gllögga hug- mynd um, hvers æðsti maður hins fullvalda íslenzka ríkis má vænta í framtíðinni, ef svo ber undir. Fundarstjóri fann af sjálfsdóð- um enga hvöt hjá sér til þess að víta ummæli þessa ræðumanns um herra ríkisstjórann, og þegar fram kom tillaga um það, lýsti hann því ofur rólega yfir, að nú væri fund- urinn ekki ályktunarfær. Verður það vart skilið á aðra lund en þá, að vegna þess að nokkrir voru farnir af fundinum, er tillaga þessi kom fram, hafi hann verið hrædd- ur um, að hún kynni að verða samþykkt. Forseti sameinaðs alþingis,, herra Gísli Sveinsson, talaði síð- astur manna, fallega og slétt eins og hann kann manna bezt, og ut- an við efnið sjálft eins og hanrt líka kann manna bezt, þegar hann vill það við hafa. Hann vildi held- ur ekki gera mikið úr þessari smán, sem herra ríkisstjóranum var sýnd af hinni konunglegu byssuskyttu, byrsti sig þó að vísus- lítið eitt, er hann gat þess að menn skyldu varast að rita alþingi bréf, því þá gæti þeim farnast illa. Hvort hann átti með þessu við herra ríkisstjórann eða 14-menn- ingana varð ekki ráðið, og tekur þá væntanlega hver til sín, eftir því sem hann hefur skilning íil, þessa furðulegu ábendingu hins mæta allsherjargoða.“ Þannig segist íslandi frá stúdentafundinum um skilnað- armálið. Það er ekki að íurða, þótt Morgunblaðið geri mikið- úr þýðingu hans! DaglangtíKina Frh. af 5. síð<u. Þegar ferðamaðurinn heldur aftur brott, til Indlands, renn- ur öðru sinni upp ógleyman- leg stund í lífi hans. Aftur er flogið í sex þúsund feta hæð. Brátt svífur flugvélin yfir Kunmingvatninu. Þar eru fiski tmennirnir í önnum við iðju þá, sem hefir verið hlutskipti forfeðra þeirra um ár og aldir. Og eftir allar þær fögru sýnir, sem borið hafa fyrir augu og hina unaðslegú óma, sem eyr- un hafa greint, mun mörgum ferðamanninum verða það á að finnast heimur sá, sem hann hverfur nú til, teekrurnar í Assam. Bengal-fljótið og ör- birgðin og skorturinn í Kal- kútta, yndissnauður staður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.