Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 í Balkanbarónakerfið Hlutskipti rúmeníu hafa verið mönnum ær- ið undrunarefni síðan það land tók að berjast við hlið möndulveldanna. Þetta land hefir frá því, er styrjöldin hófst, haft á sér einhvern ævintýrablæ, einhvern dular fullan ,,balkanbarónablæ“, sem ekki þefir hvað sízt skap azt af persónu konungsins, Carols. Að vísu er hann ekki konungur lengur en alltaf setur maður hann samt í samband við þetta land, e'r virðist búa yfir ótakmörkuð um möguleikum á sviði at- hafnalífs og stjórnmála. ALLIR VITA um ævintýri Carols konungs í sambandi við madame Lupescu. Og út af fyrir sig skal það ekki last að í þessum dálkum, en hins vegar virðist þessi kona hafa haft allmikil áhrif á gerðir þessa þjóðhöfðingja, þótt ekki sé vitað, á þessu stigi málsins, hver áhrif hún hef ir haft á hina óheillavænlegu þróun málsins í þessu landi. CAROL KONUNGUR verður landflótta í byrjun þessa stríðs og lifir í vellystingum í Mexikó. Þar reynir hann að skera upp herör fyrir alla þá Rúmena, sem nú, af ýms- um ástæðum, eru landflótta, og reynir að gerast samein- ingartákn þessarar ógæfu- sömu þjóðar. Öllum eru kunnar hinar óskemmtilegu aðfarir í stjórnmálum Rúm- eníu undanfarin ár og verð- ur ekki sagt í bili, hver áhrif konungurinn kann að hafa haft á þessi mál. í HINU AMERÍSKA blaði „New Leadér“ er nýlega lýst aðförum þessa þjóðhöfð ingja og ekki farið mildum orðum um framferði hans. Er ekki annað að sjá, en hann sé mjög viðsjárverð persóna, sem lítt sé treystandi. Carol hefir reynt að leika á þá strengi, að hann sé einhvers konar sjálfkjörinn leiðtogi Rúmena, þeirra, sem ekki vilja styðja Þjóðverja í á- formum þeirra um nýskipun Evrópu. Bandamenn hafa hins vegar ekki viljað viður kenna hann sem hlutgengan aðila í viðleitni hinna undir okuðu þjóða til þess að ná aftur frelsi sínu og liggja ýmsar orsakir til þess. BLAÐAMAÐURINN Matthew Low bendir á það í grein sinni í nefndu blaði, að Car- ol konungur hafi þráfaldlega lýst yfir andstöðu sinni við fascismann, en hins vegar hafi Mussolini orðið til þess að bjarga honum á landmær um Júgóslavíu. Sérstök lest flutti Carol yfir ítalskt land til Sviss og enginn lagði stein í götu hans á þeirri leið. ÞÁ MINNIR blaðamaðurinn á það, að Carol tali mikið um að bjarga Rúmeníu í ávörp- um sínum, en hafi þó unnið að því árum saman að fé- fletta þjóðina á margvísleg- an hátt. Blaðamaðurinn Leland Stowe segir á þá Nýr síórsigur Rússa í Dniepr-bugnum. Tóku Nikopol eftir harða bardaga. Um 150 [þúsundir ÞJóSverja innikróaóir á þessuirs slóðum. O TALIN hefir enn gefið út dagskipan, þar sem tilkynntur ^ er mikill sigur Rússa. Að þessu sinni hefir borgin Nikopol fallið í hendur Rússum eftir geypiharða bardaga. Samtímis þessari fregn var tilkynnt, að enn hefðu þýzk her- fylki verið innikróuð í Dniepr-bugnum, svo þar eru nú að minnsta kosti 15 herfylki þýzk, sem tæpast eiga sér undan- komu auðið. Er hér um minnsta kosti 150 þúsund manna lið að ræða, sem virðist svipt Af þessum her eru um 10 her-* fylki innikróuð í grennd við Cherkassy. Norðar á vígstöðvun um hafa Rússar sótt um 160 km. inn í Pólland. Eru allar horfur á, að borgin Kovel, sem er um það bil 65 km. norðvestur af borgini Luck, sem nýlega féll Rússum í hendur, gangi Þjóð- verjum úr greipum innan skamms. Með falli Nikopol hafa Þjóð- verjar enn beðið mikið tjón, þar sem borgin var mjög mikilvæg samgögumiðstöð og þar var og mikill mangan-iðnaður, sem er einkar þýðingarmikill til styrj- aldarreksturs. Enn ráðizl á Frankfuri IGÆR réðust flugvéar Bandaríkjamanna, sem bækistöðvar hafa á Bretlandi, á ýmsa staði í Norður-Frakk- landi, svo og í Frankfurt við Main-fljót, og er talið, að tjón hafi orðið mikið í þeirri borg. Sú borg hefir áður orðið afar hart úti í loftárásum bandamanna, svo sem kunnugt er. Nánari fregnir um árás þessa hafa ekki verið birtar enn sem komið er. öllum bjargráðum. Japanar í fcflpu á Nýju Guineu. SÍÐUSTU fregnum frá Nýju Guineu segir frá því, að nú sé kreppt að Japönum frá tveim hliðum, af hálfu her- sveita Bandaríkjamanna og Ástralíumanna, einkum í nánd við Saidor. Er nú um það bil 25 km milli herjanna. Japanar hafa ekki getað lagt til meiri- háttar bardaga, en orðið að sætta sig við bardaga við fram- varðasveitir bandamanna. Á Gloucester-höfða hafa varn ir Japana einkum brugðizt og var seinast barizt um hæð, sem í fréttum er nefnd „660“. Þá hafa flugmenn bandamanna gert harðar árásir á Rabaul á Nýja Bretlandi. Japanskt kaup far, sem var um 2000 smálestir að stærð, varð fyrir sprengju og var sökkt, svo og 30 prömm um. Samtímis voru 12 flugvél- ar skotnar niður, en banda- menn misstu 5 flugvélar í þeirri viðureign. Á Marshall-eyjum gengur inrás Bandaríkjamanna að ósk- um. Hafa þeir brotið mótspyrnu Japana að fullu á bak aftur á eyju þeirri, er þeir réðust á. lund, að í samanburði við Carol hafi þeir Huey Long og A1 Capone verið hálfgerð ir smástrákar. Þetta virðist sagt með sterkum orðum, en gera má ráð fyrir, að heims- kunnir blaðamenn, sem þeir, sem að framan greinir, viti hvað þeir syngi. í GREIN Lows segir ennfrem- ur frá því, að laun Carols hafi verið um það bil sex sinnum hærri en laun Banda ríkjaforseta og að hann hafi átt mikið af hlutabréfum í sykur- og tóbaksjðnaði lands ins og þótti þetta tæpast sæma konungi landsins. Að vísu verða konungar að hafa sínar tekjur eins og annað fólk, en ekki er að öðru jöfnu gert ráð fyrir því, að þeir hafi þjóð sína að fé- þúfu. NÚ LIFA BALKANÞJÓÐIRN- AR almennt við ærið hörð kjör og hafa orðið hart úti í núverandi styrjöld. Þær hafa ekki átt því láni að fagna að eiga simvizkusama og dugandi stjórnendur eins og tildæmis Danir og Norð- menn. Iivort sem menn eru með konungdæmi eða móti, hljóta sannsýnir menn að við urkenna, að þeir bræðurnir Kristján X. og Hákon VII. hafa staðið sig afburða vel í hörmungum þeim, sem nú dynja yfir heiminn. ÞESSIR TVEIR MENN hafa sýnt með framistöðu sinni, að manndómur er enn til með Norðurlandaþjóðum, er unna lýðræðisvenjum og mannréttindum, gagnstætt hinu feyskna fyrirkomulagi sumra Balkanþjóðanna, sem hlýtur að bíða falls vgna rotnunar innan frá. Þeir hafa reynst glæsilegt for- dæmi samlöndum sínum og raunar öllum heiminum, gerzt einingartákn þjóða sinna á verstu tímum, sem yfir þær hafa gengið. Það mun vafalaust í heiðri haft, meðan dönsk tunga og norsk eru talaðar, hvernig þeir menn komu fram, sem réðu málum þeirra á örlaga- stundu. Og á hinn bóginn munu þeir, sem í hlut eiga ekki gleyma afskiptum „balk anbarónanna“ af málefnum þeirra. Bandamenn halda stöðvum sínum á Ifalíu, þrátf fyrir liðsauka Þjóðverja. Hér sést mynd af stórri sprengjuflugvél Bandaríkjamanna, svo nefndu flugvirki. Er verið að flytja sprengjur í hana, áður en lagt er af stað í árás á Þýzkaland Flugvél þessi hefir bækistöð einhvers staðar í Bretlandi, að því, er segir í textanum, sem fylgir myndinni. A undan loftárás. rxrtrvmnt. * 1800 Þjóðv. teknir síðan iandgangan Biófst. JÓÐVERJAR flytja enn óhemju liðsauka til Ítalíuvígstöðv- anna. Er hér bæði um að ræða véla- og bryn-hersveitir, sem sendar hafa verið frá Frakklandi, og hafa þær gert skæðar árásir á stöðvar bandamanna að undanförnu. Sér í lagi hafa á- rásir þessar verið harðar síðan á sunnudagskvöld. Þeim hefir samt verið hrundið, að því er tilkynningar bandamanna herma. 5 brezkir berfangar dæmdlr lil dauða á Ítaiíu. HIN opinbera þýzka frétta- stofa, DNB, hefir birt þá fregn, að fimm af sex brezkum föngum, sem sloppið hefðu úr haldi, hefðu verið dæmdir til dauða. Brezka utanríkisráðu- neytið hefir ekki fengið neinar upplýsingar um þetta mál, en segir, að ef menn þessir hafi verið dæmdir til dauða fyrir þá sök eina, að þeir hafi sloppið úr haldi, sé hér um að ræða mikið brot á alþjóðarétti. í hinni þýzku fregn segir, að hinir fimm fangar hafi verið meðal sex annarra, sem-flúðu við uppgjöf ítala og allt var í uppnámi. Samkvæmt hinni þýzku fregn voru hinir dæmdu sakaðir um að þeir væru að ógnaíbúum landsins. Cordell Kull aSvsrar Finna. CORDELL HULL, utanríkis ráðherra Bandaríkjanna, hefir varað Finna við því, að halda áfram samvinnunni við Þjóðverja. Tanner, sem nú er helzti ráðamaður finnsku stjórn arinnar í veikindaforföllum forsætisráðherrans, héfir að- vörun þessa til athugunar. í tilkynningum bandamanna er greint frá afarhörðum árás- um Þjóðverja, sem láta ekkert tækifæri ónotað til árása á bandamenn sunnan Rómaborg- ar, en fá samt ekki að gert. Hafa Bretar og Bandaríkja- menn tekið um 1800 Þjóðverja höndum síðan innrásin sunnan um Þjóðverja hefir verið beint gegn vígstöðvum bandamanna fyrir norðan Carroceto. Sam- kvæmt síðustu fregnum var ekki að sjá, að bandamenn létu neinn bilbug á sér finna og að áhlaupum Þjóðverja hefði ver- ið hrundið með stórskotahríð. Sendiráð Dana í Ar- gentínu gerisf aðill í hreyflngu Frjálsra Dana. O ENDIRÁÐ Dana í Buenos Aires hefir tilkynnt, að það hafi slitið öllu sambandi við dönsk stjórnarvöld heima- fyrir, og muni hér eftir starfa í náinni samvinnu við hreyfingu Frjálsra Dana. Var sagt í til- kynningu um þetta, að sendi- ráðið hafi gripið til þessa ráðs vegna ákvörðunar Argentínu- stjórnar um að rjúfa stjórn- málasamband við Þýzkaland og vegna þess, að Kristjáni kon- ungi sé ókleift að fara með völd og, að engin raunveruleg stjóm sé starfandi í Danmörku eins og nú standa sakir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.