Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐff} Föstudagur 18. febrúar Áusturieiðm: fiilaga um að kjósa nefnd til að rannsaka samgönguleiðir. ATTA þingmenn úr þremur þingflokkum, Sjálfstæðis- flokknum, Kommúnistaflokkn- um og Framsóknarflokknum flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um kosningu fimm manna nefndar, er geri xökstuddar tillögur um: 1. Hver þeirra aðferða, er ræddar hafa verið og ráð- « gerðar til öruggra sam- 1 göngubóta frá Reykjavík austur á Suðurlandssvæð- ið skuli höfð, hvort járn- (j*, braut beri að leggja, eða ÍJr umbæturnar miðaðar við bifreiðaveg 2. Samgönguleiðina sjálfa, er ? sé valin frá þeim sjónar- miðum sameiginlega: a. að hún verði sem styzt; b. svo örugg sem verða má j£» til fullnægingar sam- gönguþörfum á öllum árstíðum; Frh. á 7. síðu. Dagsbrúnardeilan í bæjarstjórn : Tlllaga nm að bærinn semdivið Dagsbrún náði ekki samþykki. „Viljum ekki hafa áhrif á deil- una, sagði talsmaður íhaldsins. R EYKJAVÍKURBÆR er stærsti atvinnurekandinn á fé- lagssvæði Dagsbrúnar. Fyrir tveimur síðustu bæjar- ráðsfundum hefir legið samningsuppkast það sem Dags- brún sendi atvinnurekendinn og hefir það verið rætt þar, en engin bein afstaða verið tekin til þess. Reykjavíkurbær getur stuðlað meira en nokkur annar að því að vinnufrið- ur haldist og jafn framt komið í veg fyrir að fyrirtæki hans stöðvist, með því að semja nú þegar við verkamanna- félagið. ■ — - En Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórn, ásamt Áma frá Múla, vill það ekki. Hann felldi tillögu á fundi bæjarstjómar í gær, sem stefndi að því að bærinn semdi við verkamennina og á því nú á hættu að dragast inn í stórdeilu við Dagsbrún. Hann á það jafnframt á hættu að fyrirtæki hans stöðvist næstkomandi þriðju- dag, 22. þ. m. um leið og öll fyrirtæki þeirra atvinnurekenda, sem ekki vilja semja við Dagsbrún stöðvast. Fulltrúafundur sjómanna : Þjöinganniklar sampjrkktir nm örysgisœálin á sjinum. ---- —----— - Áskoranir filríkisstjórnarinnar, útgerðar manna, skipaeftiriitsins og sjómanna. F ULLTRÚAFUNDUR 9 stéttaífélaga sjomaima hefir undanfarið rætt ítarlega öryggismál á sjónum og á fundi sínum fyrir fáum dögum gengu fulltrúarnir frá at- hyglisverðum samþykktum sínum í þessum málum. Má fullyrða að á þessum fundi hafi verið rætt af þekkingu og alvöru um þessi mikilsverðu mál. Stéttárfélög sjómanna í Rvík og Hafnarfirði hafa frá stríðs- byrjun haft samtök sín á milli um allt sem lýtur að ör- yggismálum sjómanna. Hefir sú samvinna tekist ágætlega, og hafa stéttarfélögin fengið miklum umbótum til vegar komið í þessum efnum. Sunnudaginn 6. þ. m. komu saman fulltrúar (menn úr sjó- mannafélögunum) frá 9 félög- um í Reykjavík og Hafnarfirði. Á þeim fundi voru öryggismál- in ítarlega rædd og kosin 9 manna nefnd, 1 úr hverju fé- lagi til þess að koma sér saman um tillögur í þessum málum. Nefndin lauk störfum laugard. 12. þ. rn. Fulltrúafundur var síðan boðaður þriðjud. 15. þ. m. og voru tillögur nefndarinn- ar ræddar og samþykktar að mestu óbreyttar. Fundirnir fóru fram með mestu ró og still ingu og sýndu allir, er þá sátu, mikinn áhuga fyrir þessum mál um. Allar tillögurnar voru sam- þykktar að heita mátti í einu hljóði. Fundum stýrði Sigurjón Á. Ólafsson og Þorvarður Björns- son til skiptis, og fundarritari var Þorsteinn Árnason. 22 full- trúar sátu fundina. Áskoranir til r£kis~ stjórnar. Tillögurnar, er samþykktar voru, fara hér á eftir. Fulltrúafundur stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði haldinn 15. febr. 1944, samþykkir að skora á ríkis- stjórnina að béita sér fyrir og koma í framkvæmd eftirfar- andi: 1. Að verja á þessu ári nægj- anlega miklu fé til skipaeftir- litsins, svo að það hafi nógu starfsliði á að skipa til að full- nægja þeim skyldum, sem því ber að inna af hendi og eru lagðar því á herðar. 2. Að fjórðungseftirlitsmenn- irnir verði launaðir þann veg að þeir geti gefið sig óskipta að starfinu. 3. Að skipaeftirlitið fái í þjón ustu sína sérfróðan mann í skipabyggingum og þá hæfustu menn með sjómennskuþekk- ingu, sem völ er á, til þess að framfylgja lögum og reglum í þessum efnum, og haefilega marga gæzluménn, er fylgist með hleðslu, öryggi og útbún- aði skipanna víðsvegar um land ið, enda hafi þeir þessi störf að aðalstarfi. 4. Að lög um skipabyggingar og skipaeftirlit sé endurskoðuð með það fyrir augum, að tryggt sé, að nýbyggingar og sérhverj- ar breytingar á eldri skipum fái beztu fáanlegu athugun sér- fróðra manna, og það tryggt, að byggingar og breytingar á skipum séu ekki hafnar fyrr en skrifleg umsögn þeirra liggur fyrir. 5. Að flokkun á skipum, sér- staklega þeim eldri, sé aldrei dregin fram yfir lögskipaðan tíma, og yfir tímabilið sé skip- ið vandlega athugað og leitað umsagnar skipshafnar um hvort Frh. á 7. síðu. Þessi mál voru mikið rædd á fundi bæjarstjórnar í gær. Við þær umræður kom það í ljós, sem raiunar var vitað áður, að verjkamenn í Rejýkj avtík hafa lægri laun, en stéttarbræður þeirra víð$i um land og meðal annars í Hafnarfirði og benti Jón Axel Pétursson á það, að óstætt væri fyrir atvinnurek- endur hér að halda því fram að atvinnuvegir Reykvíkinga þyldu verr að borga verkamönn um sæmileg laun en atvinnu- vegir Hafnfirðinga. Þeir Jón Axel Pétursson og Sigfús Sigurhjartarson báru sameiginlega fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin beinir því til borgarstjóra að hann beiti áhrifum sínum til þess að yf- irstandandi vinnudeila leys- ist. Jafnframt felur bæjar- stjórn borgarstjóra að semja við Verkamannafélagið Dags brún á þeim grundvelli að verkamenn í Reykjavík hafi hlutfallslega sambærilegt kaup og stéttarbræður þeirra í Hafnarfirði, eða eigi lægra grunnkaup en kr. 2,50 um klukkustund.“ Þeir Jón Axel og Sigfús mæltu báðir með samþykkt þessarar tillögu en borgarstjóri og Helgi Hermann Eiríksson maéltu gegn henni. Bar hinn síðartaldi fram svohljóðandi rökstudda dagskrá: „Þar sem eðlilegt er, enda venju samkvæmt, að verka- menn og atvinnurekendur semji sín á milli um kaup og kjör í verkamannavinnu og bæjarfélagið semji síðan við verkamenn á hinum almenna samningsgrundvelli, þá þyk- ir eigi tímabært að bæjarfé- lagið geri nú eitt út af fyrir sig samninga við Dagsbrún.“ Þessa dagskrá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn og naut til þess stuðning Árna .íónsson- ar. Dagsbrúnaríundur verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Iðnó Á fundinum verður rætt um samningsumleitanirnar við at- vinnurekendur. Er nauðsynlegt að félagsmenn fjölmenni á . fund- inn og verða þeir að sýna félags- skírteihi við inriganginn. Umræður á alþingi: Örðugleikar á öfiun veðurfregna. Ríkissfjórnin leitasl við að fá rýmkuð sfarfsskilyrði Veðurstofunnar. I> INGSÁLYKTUNARTIL LAGA Péturs Ottsen um að alþingi álykti „að skora á ríkisstjórnina að freista þess að fá því til vegar komið, að veð- urstofan fái aðstöðu til að láta landsmönnum í té veðurfregnir og veðurspár, er að haldi mega koma,“ var rædd í sameinuðu þingi í gær. Fylgdi flutnigs- maður tillögu sinni úr hlaði með alllangri ræðu. Pétur benti á nauðsyn þess, að íslendingar ættu völ sem á- reiðanlegastra veðurfregna. Fá- ar þjóðir ættu^ meir undir verðrinu en þeir. Fyrir stríð hefði þessi mál verið komin í mjög svo viðunandi horf. Veð- urstofan hefði vérið vel starfi sínu vaxin og hún hefði verið búin að tryggja sér veðurfregn- ir frá hinum nauðsynlegustu stöðum. Nú væri hins vegar svo komið, af styrjaldarástæð- um, að Veðurstofan fen,gi hvergi veðurfregnir nema frá ströndum landsins. Með svo tákmör'kuðum veðurfregnum væri ekki unnt að segja fyrir breytingar á veðurfari, svo að nokkuð væri á byggjandi. Þá væri og óviðunandi hömlur á birtingu .veðurfregna, sem tor- velduðu það, að fullt gagn yrði að þeim. Vildi Pétur að ríkis- stjórnin freistaði þess að ná samvinnu við hernaðaryfirvöld in í þessum efnum, bæði að því Frh. á 7. síðu. Sendiherra Isiands f Washiasto i heim- sæbir hðfnðborg Delawarerikís. Alþýðublaðinu hefir b«r izt eftirfarandi frá utan» ríkismálaráðuneytinu. UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefir borizt frétt um það» að sendiherra íslands í Wash- ington, Thor Thors, hafi hinn 23. nóvember f. á. flutt ræðu á vegum Rotary klúbhsins í Dov- er, höfuðborg Delaware ríkis í Bandaríkjunum. Var sendiherr anum mjög vel tekið í Dover. Ríkisstjóri Delaware og borg- arstjórinn í Dover tóku opin- berlega á móti honum, og að skilnaði gaf ríkisstjórinn hon- um fána ríkisins. Þingmaður kjördæmisins fylgdi sendiherr- anum til og frá Washington. Ræðu sendiherrans er lof- samlega getið í blöðunum £ Dover, og stjórn Rotary klúbbs ins hefir beðið um að fá hana til birtingar í „The Rotarian‘% en það blað fer til allra rotary félaga í Bandaríkjunum. Efni ræðunnar var m. a. lýs- ing á íslenzku þjóðinni. Var einnig sagt frá atburðum síð- ustu ára, hinum misheppnuðu tilraunum Þjóðverja til að koma upp flugvélabækistöðv- um á íslandi, samningum um hervernd Bandaríkjanna og lof orði Bandaríkjaforseta um að herliðið yrði flutt á brott að styrjöldinni lokinni. Gjaflr til dialarhein ilis aldraðra sjé- maitna. Alþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi skýrsla um gjafir til hins væntanlega hvíídarheimili sjómanna: MÆÐGURNAR Sigríður Ól- afsdóttir og Þórný og Gíslína Þórðardætur, Lauga- vegi 147 A.: Til minningar Úm Frh. á 7. síðu Hjáfparstarfið i striðslok: íraar leggja frai 1 rtekjiB 0 ísland, minsta rikið, varð fyrst til að greiða upphæð sína, 50 púsuod doliara* Alþýðublaðið hefir feng- ið eftirfarandi fréttatil- kynningu frá uianríkis- málaráðuneytinu. A SÍÐASTLIÐNU sumri barst ríkisstjórninni boð Bandaríkj astj órnarinnar? um að ísland taki þátt í fyr- irhuguðu hjálpar- og endur- reisnarstarfi hinna samein- uðu þjóða að stríðinu loknu, og sendi fuiltrúa til Washing- ton, er fyrir Islands hönd und irritaði stofnsamninginn um hjálpar- og endurreisnarstarf semina, og að því loknu sæti ráðstefnu um þessi mál, en hún skyldi haldin í Atlantic City. ísíenzka ríkisstjórnin tók þessu boði, samkvæmt ályktun Alþingis þar að lútandi, og valdi fulltrúa af sinni hálfu Magnús Sigurðsson, ibankastjóra, en hon um til aðstoðar Svembjörn Fins sen, verðlagsstjóra. Varafulltrúi íslands á ráðstefnunni var Hen- rik Sv. Björnsson, sendiráðsrit- ari í Washington og ráðunautair þeir Ólafur Johnsson, fram- kvæmdastjóri og Helgi Þorsteins son, framkvæmdastjóri í New York. Undirskrift samningsins fór fram í Hvíta húsinu í Washing- ton hinn 9. nóvember s. 1. og var ráðstefnan sett í Atlantic City næsta dag. Henni lauk hinn 1. desember. Aðalverkefni ráðstefnunnar var að ákveða hvers konar hjalp skyldi veitt hinum undirokuðu þjóðum eftir stríðið, hvernig afla skyldi fjár, til þess að bera Frh. á 7. astta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.