Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 3
Rússar eiga 30 km. ófarna í séknfnni tii Pskov. " ' J flngvélar rééiist á Mel@isaki i ÚSSAR halda áfram sókn sinni í áttina til Pskov, sem er mikilvægur járnbrautarbær á leiðinni til Lettlands. Eiga þeir nú um 30 km. ófarna til borgarinnar og sækja að henni úr tveim áttum. Er unnið að því að umkringja varnarstöðvar Þjóðverja í grennd við borgina. Þá berast fregnir um, að rússneskar fallhlífarhersveitir hafi svifið til jarðar eigi all-langt frá Narva í Eistlandi, að baki víglínu Þjóðverja. Rússnesk herskip á Finnlandsflóa hafa skotið á Narva úr fallbyssum sínum. í einni fregn, sem ekki hefir verið staðfest segir, að Rússar hafi sett lið á land í Vaivara, sem er um 25 km. norðvestur af borginni. “ * í fyrradag var enn ráðizt á Helsinki og tóku um 400 flug- vélar þátt í árásunum. Aðrar árárir vor einnig gerðar á ýmsa staði í Suður-Finnlandi. Talið er, að árásir þessar séu gerðar til þess að knýja Finna til sér- friðar sem allra fyrst. Samn- ingaumleitanir munu standa yfir í Stokkhólmi, en ekkert hefir verið látið uppi um þær, enn sem komið er. Sumar heimildri herma, að Finnar séu ákveðnir í því að hætta þátttöku í styrjöldinni, þrátt fyrir hótanir um gagnráðstaf- anir Þjóðverja. rveim skipum sökkt undan Krisfjánssundi. P LOTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ brezka hefir birt til- kynningu, þar sem greint er frá því, að brezk hreskip hafi ráðizt á þýzka skipalest undan Noregsströndum. Fyrir utan Kristjánssund var tveim kaup- skipum sökkt. Feykilegar sprengingar urðu í skipunum, svo gert er ráð fyrir, að þau hafi hafa skotfæri innanborðs. Útvarpið í Oslo greinir frá því, að annað skipanna, sem sökkt var, hafi verið ,,Irma“, eign Bergenska gufuskipafé- lagsins og að um 50 Norðmenn hafi farizt. Er á þáð bent í London, að Þjóðverjar sýni mikla óvarkárni um flutning skotfæra og sprengiefna og flytji oft farþega með skipum, sem hafa svo hættulegan farm innanborðs. Þá hefir það viljað brenna við, segir í Lundúna- fregn, að Þjóðverjar hafi bjarg- að sjálfum sér, er skipum hefir verið sökkt en skilið Norðmenn eftir. Á miðhluta vígstöðvann reyna Þjóðverjar öll möguleg ráð til þess að koma hinum innikróuðu hersveitum við Cherkassy til hjálpar. Mann- stein hershöfðingi hefir teflt fram brynsveitum til þess að reyna að brjóta hinum inni- króaða her braut út úr hringn- um. Er hér um 50 þúsund menn að ræða, en alls voru Þjóðverjar um 100 þúsund á þessum slóðum. í fregnum frá Moskva segir, á árásum bryn- sveitanna hafi verið hrundið jafnharðan. Eru taldar litlar líkur til að hinn þýzki her komist undan. 9 MacArthur. Undanfarið hefir verið heldur tíðindalítið af Kyrrahafs- vígstöðvunum, að minnsia kosti samanborið við bardagana á Ítalíu og á Austurvígstöðvunum. Hér sést MacArthur, hinn vinsæli yfirmaður herafla bandamanna á Suðvestur- Kyrrahafssvæðinu. Þjóðverjar hafa Lyrjað nýjar árásir á Adzío - vígstððvnnnm. Ees peÍMi er fiirancllð Off varnar- llraa banslaananna er éroffin. ÞJÓÐVERJUM hafa enn byrjað nýjar árásir við Anzio, en samkvæmt fréttum frá London í gær, hefir þeim hvergi tek- izt að rjúfa varnarlínu bandamanna. Einkum er mikið barizt við Carocetto og Aprilia. Bardagar eru jafn heiftarlegir við Cass- ino, og eru nú rústir einar eftir af klaustrinu á Cassino-fjalli, þar sem Þjóðverjar höfðu búizt fyrir. Flugvélar bandamanna eru at- hafnarsamar enn sem fyrr og hafa gert árásir á ýmsar stöðvar Þjóðverja og samgön^uleiðir, svo sem járnbrautir í grennd viS Róm. í fyrradag misstu Þjóðverjar 9 flugvélar yfir Ítalíu-víg- stöðvunum, en bandamenn 4. Sðfefandagur 18. febrúar 1944. Póiska sfjórnin í London. VIÐSJÁR Rússa og Pólverja eru enn sem fyrr eitt að- alumræðu efni blaða víða um heim. Blöð kommúnista halda víðast hvar upptekn- uin hætti og svívirða eftir föngum pólsku stjórnina í London og staæfsemi henn- ar, en liggja hins vegar flöt fyrir öllum áróðri Rússa um aukið land á kostnað Pól- verja. Eru pólsku stjórninni ralin hán hraklegustu n^fn og reynt að spilla áliti henn- ar og gera hana tortryggi- lega í augum annarra banda- mannaþjóða, en forystu- mönnum í Kreml hælt á hvert reipi. Málgagn komm- únista hér í Reykjavík hefir lagt orð í belg, svo sem við var að búast. í grein, sem birtist í „Þjóðviljanum“ í gær, og nefnist: Hvað er að gerast úti í heimi?, með und- irfyrirsögninni: Hvenær verð ur pólsku fasistaklíkunni í London sparkað? er enn þyrlað upp óhróðri um for- vígismenn Pólverja og mál- flutningur ekki sem drengi- legastur. IFÆSTIR munu verða til þess að trúa því, sem þar er á borð borið, en engu að síður er réttara og næsta fróðlegt að athuga staðhæfingar blaðs ins nokkru nánar. í fyrsta lagi: Er pólska stjórnin í London ,,fasistaklíka“, eins og ,,Þjóðviljinn“ vill vera láta? Fróðleg grein um þetta efni birtist nýlega í blaðinu „New Leader“ í New York, eftir blaðamann- inn Liston M. Oak. Þar segir m. a. svo:„Pólska stjórnin í London er fulltrúi pólsku þjóðarinnar og þeirra, sem reka leynistarfsemi gegn Þjóðverjum heima fyrir. Meiri hluti stjórnarinnar er skipaður fulltrúum lýðræðis afla, frjálslyndra manna og framfarasinna. Forysta stjómarinnar er í höndum fulltrúa bændaflokksins, flokks jafnaðarmanna og verklýðssamtakanna. Auk þeirra eiga þar sæti íhalds- menn og þjóðernissinnaðir menn, en þeir eru í minni- hluta. Allir þessir menn vinna saman gegn Þjóðverj- um.“ TIÐ SKULUM NÚ ATHUGA, hvaða menn það eru, sem „Þjóðviljinn“ stimplar sem „fasistaklíku“. Forsætisráð- herra er Mikolajczyk. Hann er foringi foændaflokksins og samvinnuhreyfingar hans. Hann hefir alla æfi barizt gegn pólsku afturhaldi. Vara forsætisráðherra er Jan Kwapinski, forseti verkalýðs félaganna. Hann var dæmd- ur til dauða af zar-stjórninni 1907 fyrir sósíalistíska starf- semi ,en dómnum var breytt í æfilangt fangelsi. Bylting- in 1917 færði honum frelsi. Þegar Rússar réðust inn í Pólland 1939 tók GPU-lög- regla Rússa hann fastan og flutti til Síberíu, en honum Norðmefln hafa grandað 150 flug- vélum Þjóðverja. RISTIAN ÖSTBY, flug- málaráðunautur við norsku sendisveitina í Washington hef ur látið svo um mælt, að var síðan sleppt tveim árum síðar, samkvæmt samningi Rússa og Pólverja. Aðrir forystumenn pólsku stjóm- arinnar eru: Jan Stanjcyk, atvinnumálaráðherra, jafn- aðarmaður og aðalritari sam- foands . . námuverkamanna Ludwig Grossfelt, fjármála- ráðherra. Hann er lögfræð- ingur og hann varði kommún ista, jafnaðarmenn og bænda leiðtoga, sem stjórn Pilsud- skis ofsótti. Banaczek, innan- ríkisráðherra bændaleiðtogi, er sat 6 ár í fangelsi á valda- tíma Pilsudskis. Stanislaw Kot, upplýsingamálaráðherra Mann er foændaflokksmaður, ALÞYÐUBLAOIÐ norski flugherinn hafi skotið niður fjórar þýzkar flugvélar fyrir hverja eina norksa flug- vél, sem farizt hafi „Nýlega hefur mér borizt til- kynning þess efnis, sagði Östby, að flugvélar þær, sem við nú höfum skotið niður fyr- ir Þjóðverjum, sé orðnar 150 að tölu. sagnfræðingur að mennt, sem missti háskólakennara- embætti sitt vegna þess, að hann skipulagði verkföll á dögum Pilsudskis. Henry K. Strassburger, óháður og Gyð- ingur. Af öðrum ráðherrum má nefna Tadensz Rommer, utanríkisráðherra. Hann var áður sendiherra í Moskva og vann jafnan að vinsam- legri sambúð við Rússa. ÞETTA ERU ÞÁ MENNIRNIR sem „Þjóðviljinn“ kallar ,,fasistaklíku“. Menn, sem meiri hluta æfi sinnar hafa barizt þrotlausri baráttu gegn afturhaldi og kúgun. Ftam. á 6. síðu. Eins og við var búizt hafa Þjóðverjar byrjað nýjar árásir á landgönguher bandamanna við Anzio, eftir að hafa dregið að sér liðsauka. Eru bardagar harðir, en Þjóðverjum virðist ekki hafa orðið neitt ágengt. Manntjón er sagt mikið í liði Þjóðverja. Við Cassino hafa litlar breytingar orðið. Heldur hefir dregið úr bardögum í ná- vígi, en stórskotalið beggja aðila látði til sín taka. Am- erískar steypiflugvélar hafa ráðizt á klaustrið á Cassino- fjalli og má það heita í rúst- um. Þjóðverjar segja í fregn- um sínum, að enginn þýzkur hermaður hafi verið í klaustr- inu og sé hér því um hermdar- árásir bandamanna að ræða. Hins vegar segja bandamenn, að enn hafist vélbyssuskyttur Þjóðverja við í rústum klaust- ursins og hafi ekki verið um annað að gera en að gera á það loftárásir, svo sem fyrr getur. í fyrradag fóru flugvélar bandamanna í 1200 árásarferð- ir á ýmsar stöðvar Þjóðverja, en flugvélar Þjóðverja í um 300 árásir. Má af því marka yfirburði bandamanna í lofti yfir Ítalíu-vígstöðvunum. Aðr- ar fregnir eru fáar frá Ítalíu. Tilkynnt er, að pólsk hersveit berjist nú með bandamönnum á Ítalíu. Herdeild þessi gat sér frægðarorð í orrustunum um Tobruk á sínum tíma. Fyrsli norski slúdenl- Ini látinn í þýzkum fangabúðum. REGNIR hafa nú borizt •E- London, að fyrsti stúdent- inn, af þeim, sem Þjóðverjar handtóku í Noregi, sé nú lát- inn í þýzkum fangabúðum. Blaðið „Aftenposten“ í Oslo skýrir frá því, að læknaneminn Gunnar Thorbjörn Larsen hafi látiza 8. þ. m. í fangabúðum í Mulhausen í Elsass. Var sagt, að banameinið hafi verið lungnabólga, en það er alvana- legt, er Norðmenn hafa látizt í fangabúðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.