Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 8
0 A1 >Y«nJBLAÆ*f3 Föstudagur 18. febrúar 1944. BSTJARNARBtÖ CASABLANCA Spennandi leikur um flótta- fólk, njósnir og ástir. Mnmphrey Bogart Ittgxid Bergman , Paul Hendreid Claude Rains Conrad Veidt Sydney Greenstreet Peter Lorre. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „ÞAÐ ER alveg voðalegt hvernig hann Jósafat, skóla- bróðir minn ætlar að fara út úr lífinu,“ sagði Jóakim við vin únn, sem hann hitti á götu, „fyrst eyðir hann þrem fjórðu hlutum úr ævi sinni í að læra $mis tungumál og svo giftist hann konu, sem bannar honum att tala.“ ÁGÚST: Þér hafið bjargað Hfi mínu, hvernig get ég launað ýður fyrir það? Magnús: Með því að giftast tengdamóður minni og flytjast með hana til Ástralíu. * * * GJÖF OG GEFANDI KAUPMAÐUR nokkur átti dóttur gjafvaxta, sem var trú- lofuð málflutningsmanni. Lög- fræðingur þessi þótti hinn mesti refur og reyfari í öllum viðskiptum, og var ekki í miklu éliti hjá tilvonandi tengda- föður. Á aðfangadag jóla fær dóttir Tcaupmanns sendingu, sem var jólagjöf frá unnústanum. í henni var refsskinn, fagurt og verðmætt. Dóttirin sýndi föður sínum gjöfina og dáðist mikið að henni, en kaúpmaður hleypti brúnum, brá þremur fingrum bak við eyrað og segði: „Satt er það, oft er gjöf lík gefanda.“ * * * — SUMIR GAMLIR prestar enduðu prédikanir sínar þann- ig: „Allt hvað oftalað er eða vantalað, bið ég góðan guð að efsaka, og þar næst þennan ó- kristilega söfnuð.“ niður á götuna eins og ísstögnl- arnir í Einsiedel. Á einum stað sá ég hóp drengja, sem lágu þétt saman. Annað hvort sváfu þeir eða voru helfrosnir og snjóbreiðan huldi þá. ,Bez Pri- Zornye', sagði leiðsögumaður minn glottandi og rak fótinn í einn þeirra og vakti hann. Slíka eymd hafði aldrei borið fyrir augu mín, og ég skefldist, ekki aðeins af þessari sjón, heldur einnig af því,, hversu gerólíkt þetta var því, sem eg átti að venjast. Það var orðið áliðið Við skrifborðið í Metropole- hótelinu endurtók sig sama sagan og í Grand-hóteli. Ekkert. herbergi. Nokkur önnur hótel í borginni? Engin hótel, engin herbergi. Jæja þá, í Lenins- nafni, hvað átti ég nú til bragðs að taka? Gæti ég fengið að haf- ast við í forsalnum hjá þeim og sofa í stól? Nei, það var ekki leyft. Sofa í biðsal járnbrautar- stöðvarinnar. Hann var lokaður á kvöldin. Jæja, hvað þá? Fara aftur til Grand-hótels, s.takk skrifarinn upp á og hætti að ræða við mig. Ég litaðist um. Maðurinn í hermannastígvél- unum hafði yfirgefið mig. Vot ferðataskan mín stóð við fætur mínar á óhreinu gólfinu, og henni virtist einnig vera kalt. Jæja, hvað þá. Ekki get ég sof- ið á götunni, get ég það? Það er þó leyfilegt. Bros, afsakandi axlaypptingar, ekkert svar. Mér lá við gráti. Hér var það, að Jón Sprague kom inn í líf mitt. — Talið þér ensku? spurði hann, því að ég hafði tjáð mig að surnu leyti á þýzku og að sumu leyti á frönsku: —Ofurlítið, svaraði ég. Hann var gríðarhár maður og mikill að vallarsýn, klæddur loðfeldi úr þvottabjarnarskinni. Ég hafði aldrei séð slíka yfirhöfn áður, og mér fannst ákaflega mikið til hennar koma. Ég sagði honum allt af létta um vandræði mín og hann hlýddi á mál mitt af mikilli eftirtekt. — Segið mér, félági, sagði hann við skrifar- ann. — Getið þér ekki látið þess- ari frú í té herbergi Ferbers. Hann dvelur í Leningrad þangað til á föstudag, eftir því sem hann sagði mér sjálfur. —< Við höfum þegar tekið átta manns inn í herbergi Fer- íbers, svaraði skrifarinn. — Það er sendinefnd frá Kiev. — Hm —< — sagði Jón og neri á sér hökuna. Maður hættir að veita slíkri smáhreyfingu at- hygli, ef maður dvelur lang- dvölum með fólki, sem hafa hana að kæk. En þegar ég rifja upp fyrir mér fyrstu fundi o<kk- ar, sé ég hann ávalt fyrir hug- skotssjónum mínum á þennan hátt: standandi við skrifborð Metropolegistihússins; dauft ljós ið lék um loðfeldinn hans; hann neri á sér hökuna og velti fyr- ir sér, hvað gera skyldi til að ráða fram úr vandræðum mín- um. — Þetta eru afleitar kringum- stæður, sagði hann. —< Ef þeim er um megn að taka á móti ferða mönnum, hvers vegna taka þeir þá við peningum af manni og auglýsa Intourist um allan heim? — Komið, við skulum fá okk- ur sæti stundarkorn og athuga hvað hægt ér að gera, sagði hann og fór með mig inn í auða borð- stofu, eða hvað það nú var, þar sem nokkrár manneskjur sátu við eitt borðið og tveir þjónar sátu sofandi undir pálma án þess að sinna nokkuð um þarfir félksins. iSalurinn var gamal- dags og búinn íb(urðarmiklu og fornlegu skrauti. — Eruð þér einar yðar liðs? spurði stóri Ameríkaninn minn, þegar við vorum setzt. — Já, ég kýs fremur að ferð- ast ein míns liðs. — í hvaða erindagerðum eruð þér hér? Eða eruð þér hér að- eins til að skemmta yður? spurði hann. Ég greindi gerla kaldhæðn ina í rödd hans. — Hvort tveggja, svaraði ég. —< Ég bý til barnaleikföng. Ég átti dálítið erfitt með að skilja ameríska framburðinn hans og hálfu erfiðara með að rifja upp hálfgleymdu enskuna mína. ííann brosti. — Búið til barnaleikföng, ha? sagði hann. — í mínum augum minn- ið þér á Önnu munaðarlausu. Þjónn hrópaði hann og sló hnef- anum í iborðið. — Afsakið mig, en þeir sinna manni iþví aðeins að maður æpi. Yður er kalt. Það, sem þér þarfnist er te og vænn teygur af vodka. Það tekur okk iur klukkustund að fá þetta, en látum það gott heita. Ég litaðist um. — iÞetta virð- ist varla vera raunveruleiki, sagði ég. — En það er það, fullkominn raunveruleiki, sagði hann. — Það var þess vegna sem ég tók yður frá borðinu. Þér hefðuð hæglega getað komið manninum þar í klípu — og sjálfri yður einnig. — Sáuð þér ebki, hve óttasleginn hann var, þegar þér fóruð að deila á skipulagið? —■ Ég er ekki Rússi. Ég get sagt það, sem mér sýnist; get ég það ekki? — Jú — nei. Það er æski- legra að gera það ekki. Gleymið ekki, að G.P.IJ. heyrir sérhvert orð, sem þér talið. Þér kærið yður ekki um að koma neinum í vandræði. Það er réttara að taka þessu öllu eins og um góða skemtun væri að ræða. — Það er engin skemmtun að S5 NYJA BIÚ S \ l SS GAMLA BIO S | 1 HeS flóðinu Frú Miniver 1 (Mrs. Miniver) (Moontide) Mikilfengleg mynd. Greer Garson Aðalhlutverkið leikur franski Walter Pidgeon leikarinn Teresa Wright Jean Gabin, ásamt Ida Lupini og ™ Claude Rains. Sýnd kl 6Vá og 9. Sýnd kl. 7 og 9. 1 Baráttan um olíuna Sýnd kl. 5, (Wildcat) ÆVINTÝRIÐ í 4 Richard Arlea RAUÐARÁRDALNUM 1 1 1 Arline Judge „Cowboy“ söngvmynd meg Roy Rogers. 1 Sýnd kl. 5. jBörn innan 12 ára fá ekki 03 'bera sað garði síðla kvölds í hörku frosti og vera vísað út á götuna til gistingar. — ‘Hlustið nú á mig, sagði hann. — Þér getið fengið her- 'bergið mitt í nótt. Ég — ég var einmitt á leið út. Ég ætla að spila póker við drengina. Ég get fengið að gista hjá kunningja mínum eina nótt Það eru engin óþægindi, vissulega ekki. Við skújum ekki fjölyrða um það. Nú kemur vodka. Enda þótt Metropolegistihús- ið væri í megnustu niðurníðslu ibar það þó greinilega merki fornar frægðar. Gangarnir voru langir og breiðir. Herbergið, sem Jón lét mér eftir, var hátt undir loft. Hvarvetna var þefur úr eyðilögðum skólpleiðslum og vatnssalernin voru í hræðilegu ásigkomulagi. — Allir 'blýsmiðirnir þeirra hljóta að hafa verið Hvít-Rúss- ar sagði Jón hugsandi. — Það er að minnsta kosti engan sl'ík- an að finna í allri borginni. m/na/ma MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO ist geta ráðið það af sólarganginum, að jólin séu einmitt þessa dagana. Og Wilson hélt áfram máli sínu. Þú veizt> að hinir innfæddu eru mun skarpskyggnari á sólarganginn en við Evrópumennimir. Okkur finnst það meira að segja furðulegt, hversu skarpskyggnir þeir eru á þessa hluti. Nú fullyrðir hann, að sólarganginn sé að byrja að lengja. Við skulúm því halda jólin hátíðleg strax á morg- un. Aðfangadagskvöld rann upp. Þeir félagar borðuðu þá i beztu rétti, sem þeir áttu völ á. Því næst sungu þeir jóla- sálma. Wilson flutti bæn, og þeir félagar lyftu hugum sínum til hæða. Bálið er slokknað. Stjörnuhiminn jólanæturinnar hvelf- ist yfir jörðunni. Bob teygir úr sér í tjaldyrunum eins og árvakur varðmaður, sem er staðráðinn í því að vakna við hið minnsta grunsamlega hljóð. En inni í tjaldinu liggur danski hásetinn og byltir sér ó- þreyjufullur á beði sínum. Hann getur ekki sofnað, enda þótt það sé óvenjulegt, að hann liggi andvaka. Er það andi hinnar hlýju sumarnætur, sem rekur svefn- inn brott af brám hans? Eða er það hugsunin um það, að heima í hinni fjarlægu Danmörku, þar sem kuldinn og skammdegið hefir völdin og ungir og gamlir ganga bros- hýrir kringum jólatrén, situr einmana og aldurhnigin kona GOOP! WE'B£ / AlL PINISHEO HSRe) '‘.ARRAN •vdS THE AMERICAN"^^ ? blindpolded? 'NH£n WE'V& GONE, TWE AMSRICAN'S PRIENPS VSIILL COMS To LOOK FOR HIM... 11= M5. CALLS FOI? M5I.P„.90 MlCH TWE BEttER.s. . IAP Featuie: ViARÐMAÐUR: „Vertinn er uppi með þeim núna. Þau koma bráðum niður! — Allt í lagi. Er búið að ganga nógu vel frá Amerfkananum.“ hrópar á hjálp, þá er það bara betra. Á sama augnabliki og dymar opnast kippist í bandið, sem er í sambandi við vélaút- ibúnað sprengjunnar — og fimm mínútum síðar springur allt í loft upp.“ THE INNKE&PER IS UPSTAIRS 'NITH THEM NOW.li THEY'LL COMING POWN IN A MOMENTnm j----- TODT: „Já, allt er undirbúið.“ NJÓSNARINN: „Þegar við er- ium farnir komu vinir hans til að leita að honum. Ef hann ...TME MCMgNT Thc I<S OPENEP, R VNIRE RELEASES THE TlME BOMB MECHANISM.y ANP RVE j MlNUTES apterwards...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.