Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. febrúár 1944. Bœrinn í dag. | Næ1;urlæknir er í nótt í Lækna- ■varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. ■ 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Bör Börs- son“ eftir Johan Falkberg- et, VII (Helgi Hjörvar). 21.00 Tríó fyrir klarinett, viola og píanó, eftir Mozart (klarinett: Viðhjálmur Guð jónsson; viola: Indriði Boga son; píanó: Fritz Weiss- happel). 21.15 Erindi Fiskiþingsins: Sjáv- arútvegurinn í þjóðarbú- skapnum (Davíð Ólafsson, forseti Fiskifélagsins. 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfúss.) 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): Symfónía nr. 1 eftir Bruck- ner). F. U. J. heldur dansleik sunnudagskvöld ið 20. febrúar kl. 8.30 e. h. í húsi Alþýðubrauðgerðarinnar við Vitastíg. Sigríður Guðmundsdóttir, verkakona, Bárugötu 6 verður 65 ára á morgun. AastarleiðiB. Frh. af 2. síðu. c. að allt í þessum efnum sé ákveðið og fram- kvæmt í sem beztu sam- ræmi við vaxandi um- ferðar- og flutningaþarf ir og hraðfara þróun beggja megin fjallgarðs- ins. 3. Hvort hinar gagngerðu sámgöngubætur, sem mið- að er við í tölulið 1. og 2. geti talizt á þann hátt full- nægjandi, að eigi þurfi að fullgera án undandráttar varaleiðir til vetrarflutn- inga, svo sem áformað hef ur verið. Þurfi að gera slíka vetrarvegi, skal lega þeirra, framkvæmd verks- ins og kostnaður áætlað af nefndinni jafnframt því er varðar aðalbrautina. Samkvæmt tillögunni skulu fjórir nefndarmanna kosnir af alþingi en vegamálast j óri sé formaður nefndarinnar. Nefnd- in skal hafa lokið störfum fyr- ir lok maímánaðar. I INNRAMMANIR Getum aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. HéöÉnshöfösh.f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958. s&anpum tnskear hæsta verði. 0f Baldursiö » _____________ALÞYÐUBLAÐIÐ Örjrggismálin á sjónum. Frh. af 2. síðu nokkrar veilur í bol eða vél skipsins hafi komið í ljós, og fullt tillit sé tekið til umsagn- ar þeirra í þessu efni, en full- komlega tryggt að þeir missi einskis í, ef upplýsingar þeirra eru á rökum byggðar. 6. Nákvæm rannsókn fari fram á þeim skipum, sem settar ’hafa verið í sterkari, en léttari vélar, vfirbyggingum breytt og þær stækkaðar með tilliti til styrkleika sjóhæfni og stöðug- leika. 7. Að fullkomin rannsókn fari fram á nýbyggðum skipum og hlutfallinu milli yfirbygg- ingar, bols og botnþunga skips- ins, og þá tekið tillit til þess, að þau eiga að stunda ferðir á fiskimið og landa á milli við þau veðurskilyrði, sem þekkt eru hér. 8. Að stækkanir á farrými togara séu þeim takmörkum háðar, að öruggt sé að þau hafi nóg rúm fyrir forsvaranlegan eldsneytisforða til ferða þeirra, sem þeim eru ætlaðar, og ör- ugglega frá þvi gengið, að rúm af farrýminu sé autt fremst í skipunum, svo öruggt sé, að skipin liggi sem jafnast og séu ekki ofhlaðin. Og fullt tillit sé einnig tekið til þess að skipin séu ekki vanhlaðin. Núgildandi hleðslumerki séu ekki rýrð, þótt um lokaðan hvalbak sé að ræða, enda séu merkin svo Ijós og áberandi, að allir megi sjá þau. Athugun fari fram á því, hvort ekki beri að hafa sumar- og vetrarhleðslu merki. SjómeEin snúa sér til útgerðarnsarana. Fundurinn samþykkti og að beina eftirfarandi til Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda og ann- arra útgerðarmanna, sem hlut eiga að máli. 1. Að útgerðarmenn beiti á- hrifum sínum í þá átt, að hleðsla skipanna á hafi úti við allar veiðar sé ávallt hófleg eins og lög mæla fyrir um. 2. Að leggja svo fyrir, þegar skip er að veiðum á hinum ýmsu fiskimiðum, að kolabirgð- ir í hliðarboxum verði ekki hreyfðar nema í ýtrustu nauð- syn með það fyrir augum fyrst og fremst að skapa meiri jafn- hleðslu á skipið. 3. Að ávallt sé autt rúm að framan í farrými skipsins, er jafngildi nokkrum hluta þess rúms, sem myndast hefir við stækkun farmrúmsins aftar í skipinu og að aldrei sé látinn fiskur i netalest. 4. Að koma fyrir lýsisgeym- um niðri í skipinu eftir því sem unnt er. 5. Að loftskeytamaður, sem ekki hefir önnur störf á hendi en þau er tilheyra loftskeyta- mannsstarfi, sé ávallt um borð í skipinu á fiskiveiðum eins og lög mæla fyrir um á leiðum milli landa. SkoraH á skipasboð> raraarstjórra 03 trún« aðaFmenn Seaats. Fundurinn sendi eftirfarandi áskorun til skipaskoðunarsíjóra og trúnaðarmanna hans við skipaeftirlitið; 1. Að framfylgja til hins ýtr- ast settum lögum og reglugerð- um um öryggi mannslífa á sjón- um svo og þeim reglugerðum er gilda um hleðslu skipa. 2. Að skipaeftirlitið noti þann rétt, sem því er heimilt að lögum, að beita viðurlögum án nokkurrar vægðar eða til- hliðrunarsemi gagnvart þeim, sem annað tveggja brjóta eða sniðgánga lög og reglugerðir eða fyrirmæli, sem skipaeftir- litið hefir gefið. 3. Að forðast í lengstu lög, að láta dæla úr botngeymum skipanna til þess að létta þau áður en þau leggja úr höfn til útlanda. 4. Að sjá svo um að ávallt sé nægilega mikið eftir um borð í togurunum af togvírum þeirra i Englandsferðum til öryggis mönnum og skipi á hafi úti, éf skipið þarf hjálpar með eða til hjálpar öðru skipi. 5. Að sjá svo um að kolaforði til Englandsferða sé það mik- ill, að ávallt sé um 25 tonn í hliðarboxum, sem ekki séu hreyfð, nema þegar nauðsyn krefur. ®pynv«5*rair á. stjérra- pstiM. ■ Fundurinn gerði eftirfarandi álvktun nm brynvarnir stjóm- palla: Fundurinn lítur svo á, að þeir timar séu ekki liðnir hjá svo lengi sem styrjöldin varir, að Táðist verði á íslenzk skip á líkan hátt og áður hefir ver- ið gert. Brynvarnir á stjórnpöll um skipanna voru og eru enn skoðaðar sem nokkur vörn til verndar mannslífum og þar af leiðandi lítt verjandi að afnema þær. Hins vegar er þegar ljóst, að fenginni reynslu, að einstök skip bera ekki brynvörnina eins vel og sum önnur. Allmörg skip bera hana ágætlega. Fundurinn beinir þeim því þeim tilmælum til skipaeftir- litsins og stjórnarvaldanna að athuga hvort nægileg botn- festa myndi ekki koma að liði á þeim skipum, sem bera illa núverandi brynvörn eða að leita allra ráða til þess að koma fyrir brynvörn, sem væri það létt að stöðugleika skips væri í engu hætta búin. Birfirag veðnrfregna. Þá var eftirfarandi ályktun gerð um birtingu veðurfregna: 1. Birting veðurfrétta fyrir atvinnulíf landsmanna hefir um langt skeið verið viður- kennd nauðsyn, en fyrst og fremst voru þær einn veiga- mesti þátturinn í vörnum til ör- yggis fyrir lífi manna á sjón- um. Nú um skeið hefir sjófarend- um ekki gefist kostur á veður- fréttum, og hefir sú ráðstöfun haft i för með sér margvísleg- ar afleiðingar. Síðustu atburði á hafinu má að nokkru rekja til þess. Fundurinn skorar því á al- þingi og ríkisstjórn að þau nú þegar beiti sér af alefli fyrir því við hernaðaryfirvöldin er dvelja í landinu, að fá því framgengt að útvarpa megi á dulmáli veðurfregnum til skipa og verstöðva. 2. Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja á yfirstandandi þingi, að fram fari endurskoð- un á lögum um eftirlit með skipum og bátum og um öryggi þeirra, svo og tilskipanir og reglugerðir, er settar hafa ver- ið um þessi efni. Ályhtim beirat tll sjé- manna. Loks gerði fulltrúafundurinn eftirfarandi ályktun: Um leið og fundurinn æskir hinnar fullkomnustu löggjafar um allt það, er lýtur að öryggi mannslífa á sjónum og full- komins eftirlits með því, að sú löggjöf sé framkvæmd í einu og öllu, þá er ljóst að fullur árangur í þessu efni næst ekki nema því aðeins, að sjómanna- stéttin, sem lögin eiga að vernda, stuðli að því eftir fylsta t Raf ketill ínn er eimketill framtíðarinnar. — Við höfum sœíðað og sett upp nokkra slíka eimkatla með þeirri reynslu, að þeir: 1. Spara vinnukraft. 2. Spara húsrúm. 3. Auka öryggið, með þvf að engm sprengihætta stafar af þeim. 4. Stórauka hreinlætið. Þeir, sem kynnu að óska upplýsinga viðvíkjandi gjöri svo vel að snúa sér til Vélavsrksl. Sigorðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6. Sími 5753. l \ I mætti, að gera sitt til að halda í heiðri öllum þeim bjargráð- um, sem fyrirskipuð eru og aldrei að ljá liðsinni sitt til þess að sniðganga þau eða brjóta. Hjáiparstarfið. Frh. af 2. síðu. hinar fjárhagslegu byrðar er starfseminni væri samfara. , Náðist samkomulag um öll þessi atriði. Ákveðið var, að legja til við þær þjóðir, er að starfseminni standa, en eigi hafa orðið fyrir innrás óvinahers, að þær leggi í sameiginlegan sjóð, x eitt skipti fyrir öll, einn af hundraði af þjóðartekjunum, miðað við tímabilið frá 1. júlí 1942 til 30. júní 1943. Greiðslur þessar skyldu inntar af hendi þannig, að minnst einn tíundi hluti upphæðarinnar skyldi lát- inn í té í erlendum gjaldeyri, en afgangurinn í vörum eða þjónustu. Fyrir ráðstefnunni vakti, að hjólp sú, er veitt yrði, skyldi fyrst og fremst miðast við það, að þær þjóðir, sem hjálparþurfi eru, gætu sem fyrst orðið sjálf- bjarga. Var meðal annars sam- þykkt, að þær hinna undirok- uðu þjóða, sem teljast mega tiltölulega vel stæðar, skuli greiða fyrir þá aðstoð; sem þeim er veitt. Hjálp sú, er hugsuð er að veitt vérði, er í aðalatriðum þessi: Matvæli, lyf og læknis- hjálp, vélar og hverskonar efni- vörur til endurreisnar landbún- aði, vélar og veiðarfæri til end- urreisnar fiskveiðum og fisk- iðnaði, vélar og efni til endur- reisnar ýmsum iðnaði, og aðstoð til endurreisnar opinberra fyr- irtækja, er lögð kunna að hafa verið í rústir. Enfremur fær stofnunin það erfiða hlutverk, að flytja til heimkynna sinna þær millpdnir manna, sem heim- ilislausar eru, en dvelja nú í óvinalöndum. Til þess að sjá um fram- kvæmd þessara mála, var kos- inn aðalframkvæmdarstjóri, með mjög víðtæku valdi. Er gert ráð fyrir að hann velji sér aðstoðarmann og starfslið, er sé þannig skipað, að þær þjóðir, er að starfseminni standa, leggi allar til hina hæfustu menn. Ætti því að vera til, er styrj- öldinni lýkur, fjölmennt alþjóð- legt hjálparlið Hugmyndin er, að stofnun þessi stárfi þar til einu eða tveim árum eftir að lokafriður er saminn, og að ráðstefnur verði haldnar tvisvar á ári. Hlutur íslands í kostnaðinum við framkvæmdastjórn Hjálp- ar- og endurreisnarstofnunar- innar fyrir tímabilið síðari árs- helming 1943 og allt árið 1944, sem er 5000,00 $ var greiddur aðalframkvæmdarstjóra Hjálp- ar- og endurreisnarstofnunar- innar í desembermánuði. Jafnframt var aðalfram- kvæmdastjóranum send fyrsta afborgunin í þátttöku íslands í hjálparstarfinu, að fjárhæð 50000,00 $ og var Ísland fyrsta ríkið er það ;#3rði. Vakti það' töluverða athygli í Bandaríkj- unum að minnsta þátttökurík- ið skyldi verða fyrst til að inna þessa greiðslu af hendi, og var skrifað lofsamlega um Island vestra í því sambandi.“ Veðurfregnirnar. Frh. af 2. síðu. er lyti að öflun veðurfregna og birtingu þeirra innanlands. Utanríkisráðherra, Vilhjálm- ur Þór, tók til máls næstur á eftir flutningsmanni. Hann kvað herstjórnina afla sér ítar- legra veðurfregna og gera veð- urspár. En hún væri fastheldin á að láta þetta ekki í hendur annarra. Styrjaldar þjóðir væri mjög aðgætnar í því tilliti. Veð urfregnir væri hættuleg vopn í þessari styrjöld. Ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherzlu á að fá úr þessu bætt og rýmkaðan- starfsgrundvöll Veðurstofunn- ar, Hún hefði lagt fram við herstjórnina ítarleg rök máli sínu til stuðnings. En öllum málaleitunum í þessa átt hefði verið synjað. Málið hefði núi verið tekið upp aftur og gerðar. einbeittar kr.öfur, rækilega rökstuddar. Ég mun, sagði ráð-' herrran, ganga fast eftir svör- um í þessum efnum. Og það mun ekki verða látið neins ó- freistað til að ráða bót á þessu og ná einhverjum árangri eins fljótt og hægt er. Umræðu um þingsályktunar tillöguna lauk í gær. Var hún samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum og afgreidd til rík- isstjórnarinnar. GJAFIR TIL DVALARHEIM- ILIS SJÓMANNA. Frh. af 2. síðu. Þórð Erlendsson, er drukknaði' 22. febrúar 1912, en hefði orð- ið áttræður 10. febrúar s. 1. kr. 1.000.00 Einar Andrésson 20.00 Safnað af Sigurði bryta á m.s. Esju 826.00. Karl Einarsson, Túnsbergi 50.00. M.B. Sjöfn, Akranesi 300.00. Gestur, áheit 100.00.-Afhent af Jóni Maron, Bíldudal 410.00. Safnað af Franch Michaelsen, Sauðár- krók 235.00. Kaupfélag Beru- fjarðar, Djúpavogi 400.00. Ein- ar Þorgilsson & Co. minningar- gjöf 10.000.00. Skipstjórafélag íslands 1.000.00. Thor Jensen Lágafelli 20.000.00. Kveldúlf- ur h.f. 150.000.00. S.R.S. 300.00. Til minningar um Elísabetu Hafliðad. 70.00. Skipshöfnin B.V. Belgaum 3.325.00, og er þetta í annað sinn, sem skip- verjar á b.v. Belgaum senda dvalarheimilinu gjöf. Með kærum þökkum til allra gefenda. Björn Ólafs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.