Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 6
ALPYPUBLAÐIÐ Föstudagfiu: 18. febróar 1944. Gndorfaodir í vernleikanam. Ingrid Bergmann, hin fræga sænska leikkona og kvikmynda- stjarna í Hollywood, fékk nýlega heimsókn, sem henni þótti gaman að. Það var Carl Sandburg, skáld og sagnfræð- ingur. Þau ihöfðu einu sinni leikið í einni og sömu kvik- mynd, en þó aldrei sézt fyrr en nú. HVA£> SEGJA HEN BLÖOtN ? Fnh. af 4. sfðu. gréiningur vefrið um gildistöku- daginn. Með því að taka gildis- tökudaginn úr stjórnarskránni, var tryggt, að það ágreiningsatriöi tor veldaði ekki jákvæðan árangur átkvæðagreiðslunnar um hana. Að framangreindum samkomu- lagsatriðum standa Alþýðuflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn og (Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýðu- flokksmenn hafa lýst yfir, að þeir myndu vinna einhuga að jákvæð- um árangri atkvæðagreiðslunnar, ef þessum atriðum yrði fullnægt. Kommúnistar hugðust hins vegar ætla að leika hina skeleggustu sjálfstæðismenn með því að sfanda gegn þessu samkomulagi og sýndu |>ar einu sinni enn, að þeir meta flokkshagsmuni sína meira en einingu um málið.“ Já, halda menn ekki yfirleitt, að það sé mikill áhugi, sem slíkir menn hafa á einhuga og farsælli lausn sjálfstæðiis- Baálsins, eða hitt þó heldur? Pólska stjórnln I London Frh. af 3. síðu. Þessir menn berjast nú jafn- ótrauðlega gegn hinum naz- istiska óaldarlýð, sem ráðizt hefir inn í land þeirra. En nú er ekki annað sýnna, en starf þeirra sé torveldað af ósanngjömum landvinninga- kröfum ráðamanna í Möskva. SVO SEGIR „Þjóðviljinn“: En hvað eiga þessir fasistar lengi að fá að reka erindi iþýzka nazismans í London? Ósvífnin er er svo mikil, að ekki tekur nokkru tali. Ekki er annað vitað en að pólska stjórnin í London hafi rækt störf sín eftir beztu getu. Hún hefir skipulagt her, flota og fluglið, sem þegar hefir tekið virkan og öflugan þátt í baráttunni gegn naz- ismanum þýzka, og nú ný- verið berast þær fregnir, að pólsk herdeild berjist á Ítalíu herdeild, sem gat sér mikinn orðstír í orrustunum um Tobruk á sínum tíma. Er þessi. herdeild, sem skipu- lögð hefir verið af pólsku stjórninni í London, að reka erindi þýzka nazismanns? Yfirbððnll Hiílers. (Frh. af 5. síðu.) menn Himmlers morðher Ev~ rópu. Það er hlutverk Himmlers að láta framkvæma hryðjuverk in í hernumdu löndunum og 'heima í Þýzkalandi. 'RkT AZISTAR hófu styrjöldina í þeirri trú, að sagan frá 1918 myndi ekki endurtaka sig. Þeir hugðust halda þjóðinni í skefjum með linnulausum áróðri og miskunnarlausri harðýðgi gegn hverjum, er risi gegn þeim og va'ldi þeirra. En þeir reiknuðu aldrei með hinum geipilegu af- hroðum, er þeir myndu gjalda á austurvígstöðvunum né því, að bandamenn myndu efna til loft- árása á borgir ættlands þeirra. Nokkrum dögum áður en Himmler var skipaður inn- anríkisráðherra, viðurkenndi málgagn SS, Das Schwarze Korps, að örvænting og ótti ríkti með þýzku þjóðinni með því að ráðast hatrammlega á þá, sem héldu því fram, að aðeins krafta verk gæti bjargað iþriðja ríkinu. Nazistarnir trúa ekki á krafta- verk, en þeir trúa á ægimátt hryðjuverka og grimmdar. Nú er Himmler æðsti dómari í land- inu, og viku eftir viku eru menn og konur dæmdir til dauða í sérhverri borg Þýzkalands fyr- ir glæpi slíka sem þá, að skapa þjóðinni kvíða, vinna skemmda verk og dreifa út fréttum banda manna. Himmler kom í veg fyrir það að af því yrði, að Hitler yrði steypt af stóli og ný stjórn mynd uð þar sem Göring og Keitel væru mestir áhrifamenn og freistaði iþess að ná friðarsamn- ingi við bandamenn. Himmler hvorki vill né getur orðið annar Darlan. iHarrn leggur sig óskipt- an fram um það að reyna að viðhalda ógnarstjórn nazista í Evrópu. Það dylst ekki, að nokk ur breyting hefir orðið á í skipt- um 'Hitlers og Himmlers. Himm ler er ekki lengur /þjónn, sem á allt sitt ráð undir húsbóndan- um. Hins vegar treystir Hitler Gestapoforingja sínum og lítur á hann sem styrkasta lífakkeri sitt. Himmler má sín nú mun meira en áður var eftir að hann hefir verið skipaður innanríkis- málaráðherra. Hann er einhver valdamesti maður Þýzkalands, jafnframt því, sem hann er ein- hver mest hataði og verst þokk- aði áhrifamaður nazistanna. En vegsauki ihans er glöggt vitni þess, hvaða augum forustumenn Þýzkalands, og þá fyrst og fremst Hitler, líta framtíðina. En það á auðsýnilega að þrauka til þrautar. , ,...; Æ ■ Johan Falkbergef. Frh. af 4. síðu um. Þá er hann kom heim í syeit sína, voru þar allmiklir erfiðleikar um atvinnu, og var svo lengstum frá því eftir hina fyrri heimsstyrjöld og þangað til skömmu áður en sá hildar- leikur hófst ,sem nú stendur yf ir. Sveitungar Falkbergets fengu þegar á honum hið mesta traust, og varð hann oddviti sveitar sinnar og erindreki hennar við stjórnarvöldin. Fékk hann allmiklu áorkað um það, að námavinnslan í Reyrósi var ekki látin niður falla, heldur aukin. Þá var hann árið 1930 kosinn á þing fyrir Alþýðu- flokkinn í Suður-Þrændalög- um. Hann tók ekki oft til máls á þingi, en þótti annars hinn snjallasti og skörulegasti ræðu- maður, og hann reyndist mjög duglegur og ótrauður fulltrúi sinna heimahaga, fékk því til leiðar komið, að atvinnuskil- yrðin voru þar bætt að miklum rnirn með aðstoð ríkisins. Hann varð og brátt mjög eftirsóttur ræðumaður á stjórnmálafund- um Alþýðuflokksins, þótti mjög vænlegur til áhrifa, hafði það lag, sem formælandi stefnu sinnar að fullyrða sem minnst, en leggja spilin þannig á borð- ið, að menn læsu sjálfir úr þeim, það sem hann taldi það rétta. Við þingkosingar 1933 gaf hann ekki kost á sér til þingmennsku. Þó að Falkberget flytti heim í átthagana, hefði með höndum framkvæmdir á bújörð sinni og sinnti opinberum málum æði mikið, lagði hann þó ekki skáld skapinn á hilluna. Nei, eimnitt síðan 1922 hefir hann skrifað sín mestu skáldverk. Árið 1923 kom út skáldsagan Den fjerde nattevakt, sem ger- ist í Reyrósi á fyrstu tugum 19. aldar. í hinum eldri skáld- sögum Falkbergets frá fyrri öldum, Eli Sjursdótter, Björne- skytteren og Sol, var ekki svo mjög leitazt við að gæta sam- ræmis við forna háttu og aldar- anda, en í Den fjerde nattvakt hefir höfundurinn lagt mikla rækt við þetta, og þykir mönn- um honum hafa tekizt þar með afbrigðum vel. En það, sem gef ur bókinni óvenjulegt skáld- skaparlegt gildi, er hvort tveggja í senn: Frábær hæfi- leiki höfundarins til að gefa henni listrænan og hrífandi heildarsvip — og meistaralega gerðar og áhrifamiklar mann- lýsingar. Þarna hefir Falkberg- et tekizt að sameina rökvísina og hin föstu og nákvæmu lista tök, sem' komu fram í Lisbet paa Jarnfjeld, við hinn heil- andi yl og innileik og hið bjarm andi glit sumra af hinum sög- um hans. Den fjerde nattvakt fjallar einkanlega um prestinn Benjamin Sigismund, sem kem ur til Reyróss, sem hofmóðug- ur, sjálfumglaður og harður dómari, en fær þar þá fræðslu í skóla tilverunnar, að hann hafi ekki þvílíkt vald á eigin ástríðum, hugsunum og verk- um, að hann geti sjálfur ráðið sínum sköpum, og svo verður hann þá að lokum að viður- kenna, að hann sé einungis veikur og vesall maður, sem valdi ekki hörmum sínum, svo að vitnað sé til íslenzks ljóð- skálds. Vegurinn til þroska er ekki vegur sjálfbirgingsskapar, sjálfselsku og dómgirni, — þessum orðum eða þvílíkum talar skáldið til okkar með hinni áhrifaríku sögu. En þess ari gömlu lífsvizku er svo sem ekki haldið að okkur með ber- yröum og frekju áróðurs- mannsins. Síður en svo. En mál og stíll, náttúran, siðir og hættir — og mennirnir, sem við mætum og fáum að kynnast af hugsunum þeirra, orðum og gerðum — allt verð- ur þetta lífrænt, verður veru- leiki, ytri og innri — veruleiki, sem hefir sterkari áhrif í þjón- ustu ákveðins markmiðs en líf- ið sjálft — vegna þess, að þarna hefir hinn skapandi andi miðað tjáningu veruleikans við það, sem við getum skynjað og skilið. Sjálfur kemur hann ekki fram nema í áhrifum verks síns, en að lestri þess loknum segjum við: Sá, sem er höfund- ur þessarar skáldsögu, hann er mikið skáld — en hann hlýtur líka að vera mikill og góður maður. Ég er alls ekki viss um, að hið frægasta, stærsta og raunar fjölbreyttasta skáldverk Johans Falkberget, Christian Sextus, sé í rauninni meira listaverk en Den fjerde nattvakt, en samt sem áður er það voldugt, hríf- andi, sérkennilegt og persónu- legt, en þó sann- og sammann- legt. Þetta skáldverk kom út í þrem bindum á árunum frá 1927—1935, og bindin eru geipi stór, enda hefir sagan síðar ver ið gefin út í sex bindum, hverju hinna upphaflegu skipt í tvö. Með sama lesmáli á hverri blaðsíðu eins og í Skími yrði þetta skáldrit 1238 blað- síður. Sagan gerist á fyrri hluta 18. aldar í Reyrósi og nágrenni þess bæjar. Nafn sitt dregur hún af námu, sem fannst árið 1723 og byfjað var að vinna í nokkru síðar, en náma þessi var skírð í höfuðið á Kristjáni sjötta, konungi Danmerkur og Noregs. Skáldið notar þessa námu sem eins konar miðdepil sögunnar, atburðarásin er meira og minna tengd, og það fólk, sem frá er sagt, safnast saman á þessum slóðum vegna málmfundarins og málmnáms- ins. Það er eins um þessa bók eins og Den fjerde nattvakt, að aldarandinn, siðir og hættir, vinnulag og lífskjör kemur þarna fram með sínum ákveðna og sennilega blæ, og þeir, sem til þekkja, segja, að frá menn- ingarsögulegu sjónamiði sé sag an mjög áreiðanleg, enda varði Falkberget miklum tíma í alls konar rannsóknir á margvísleg um heimildum, áður en hann réðst í það stórvirki að skrifa þetta skáldrit. Lýsingarnar á auðnunum, starfsháttum fólks- ins og hinu daglega lífi yfirleitt eru með afbrigðum snjallar, verða umgjörð, sem auka mjög áhrif þeirra örlaga, sem þama eru rakin. Persónur sögunnar eru afar margar, yfirmexm og undirgefnir, fólk frá ýmsum löndum, en þó mest Svíar og Norðmenn. Og öllu er því lýst af skilningi, nærfærni og rök- vísi, varpað yfir hverja mann- eskju því skini þroskaðs hugar og hlýs hjartalags, sem yfirleitt vekur samúð — og alltaf kem- ur í veg fyrir heimskulega dóma. Og lífið, fyrst og fremst líf fólks af tveimur þjóðum, sem hafa áður borið vopn hver á aðra, en starfa saman að því að vinna verðmæti úr berginu, það líf birtist okkur þarna fjöl- þætt og ríkt af harmi og gleði og talar til okkar máli friðar og einingar. Elskið hver annan — þá fyrst tekst ykkur að vinna góðmálminn úr bergi eðlis ykk ar. .. . Elskið hver annan! Hve fátæklegt, hversdagslegtí En það verður það ekki þegar sam kór hinna óskyldustu manna á öllum aldri syngur það inn í hug okkar og hjarta í hinni miklu kirkju stórbrotinnar nátt úru í þessu skáldverki Johans Falkberget, þar sem ljósið að ofan glitar bergið, svo að við sjáum æðar góðmálmsins. Johan Falkberget hefir gefið út margar bækur, sem hér hafa ekki verið nefndar, kvæði, af- brigða falleg ævintýri, sagnir, lýsingar á heimahögunum o. s. frv. Og einmitt í sumum þess- ara bóka eru einhverjar hinar ÞÚSUNDID VITA að gæfa fylgir hring- unum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti. Félagslíf. , ÁrsnennisigarS Skíðaferðir verða í Jóseps- dal á laugardag kl. 2 og kl. 8, og sunnudagsmorgun kl. 9. Far miðar í Hellas til kl. 4 á laug- ardag. Svigkeppnin verður um næstu helgi. A Skátar. Skíðaferð í Þrymheim Jaug- ardaginn kl. 2, ekið að Lög- bergi. Farmiðar í kvöld kl. 6—6V2 í Aðalstræti 4 uppi. Skíðadeildin Skíðaferð að Kolviðarhól á laugardag kl. 2. Ekið eins langt og fært er. — Farseðlar:í. R,- húsinu í kvöld kl. 8—9. Á sunnudag kl. 9 f. h. ekið eins langt og fært er. Farseðl- ar seldir í Pfaff Skólavörðustíg á morgun frá kl. 12—3. Guðspekifélagar Aðalfundur Septímu í kvöld kl. 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stutt erindi. Freyjufundur í kvöld kl. 8,30 ( G. T.-húsinu niðri. Inntaka nýliða. — Ný, aðkallandi verk- efni liggja fyrir til ákvörðun- ar stúkunnar. — Gunnar Andréw: Sjálfvalið efni. — Áríðandi að félagar fjölmenni stundvíslega. — Eftir fund: Kvikmyndasýning og dans. — Allir á fund. Æðstitemplar. fegurstu myndir,semFalkberget hefir málað af norskri náttúru. Hvar er Johann Falkberget nú? Því get ég ekki svarað. En hann Bör Börson er hjá okkur í heimsókn, og leiðsögumaður hans um borg og bý er Helgi Hjörvar. Ég veit, að Johan Falkberget mundi gjaman vilja, að sem flestir íslendingar kynntust fleiri af börnum hans en hinum skrítna og skemmti- lega náunga, Bör Börson, og mundi ekki Helgi Hjörvar vera fáanlegur til fyrirgreiðslu — svo vel sem þeim mun orðið til vina, honum og Birgi Birgis- syni frá Valshamri? Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.