Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 18. fcbrúar 1844«. P_Í|)í}5líblöMb Otgefandi: Alþýðnflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjóm og afgreiSsla í Al- þýSuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Simar afgreiSslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.l Niðurlagf á grein Guðm. G. Hagalins: Höfundur útvarpssögunnar. Johan Faikberget - isorsM laámamaðnrinn, seœa warffr bæM sftérskáld ©i stJórismálaœiiafliBr. * I; Samkomnlsð eða ðíramhaldaDdi SQDdmg ? ÞAÐ er búið að segja og skrifa mörg falleg orð um nauðsyn þjóðareiningar við af- greiðslu skilnaðarmálsins. En það er ekki nóg, að ræða um hana og rita; það verður eitt- hvað til hennar að vinna. En það virðast margir þeir, sem hæst hafa galað, því miður hvergi nærri hafa gert sér nægi lega ljóst. * Ef þjóðareining á að nást um skilnaðarmálið, þá verður að fást um það samkomulag. Það hefir Alþýðuflokkurinn alltaf sagt, síðan deilurnar hófust um afgreiðslu málsins. En hann hefir ekki aðeins sagt það; hann hefir einnig sýnt það í verki, að hann vill mikið til samkomu lags og þjóðareiningar vinna um þetta viðkvæma mál. Alþýðuflokkurinn var og er þeirrar skoðunar, að það væri langöruggast og sómasamlegast fyrir okkur, að fresta formleg- um samibandsslitum og lýðveld- isstofnun, þar til hægt hefði verið að ræða málið í fullu frelsi við sambandsþjóð okkar, og útkljá það í bróðerni við hana. En tíl samkomulags við hina flokkana, sem af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum telja ófært, að bíða þess, að sambandsþjóð okkar verði aft- ur frjáls, bauðst Alþýðuflokkur inn til þess, eftir að þingið kom saman í vetur, að vera með um afgreiðslu málsins og hjálpa á þann hátt til að skaþa þjóðar- einingu um það, ef farið yrði í fyrsta lagi í öllu að lögum, — þjóðaratkvæðagreiðslan um sam bandsslitin,ekki látin fara fram fyrr en eftir 20. maí, þegar fyrst er löglegt, samkvæmt uppsagnarákvæðum sambands- laganna, að við slítum sam- bandinu einhliða, og sambands- slitin jafnframt látin vera undir bví komin, að sá meiri- hluti þjóðarinnar, sem þar er til skilinn, greiði atkvæði með þeim ; og í öðru lagi, ef fallið yrði frá því að ákveða í lýðveld- isstjórnarskránni, að hún skyldi öðlast gildi 17. júní í vor, svo að við yrðum ekki neyddir til lýðveldisstofnunar þann dag, hvernig sem á stendur, og gæt- um einnig fengið svigrúm til þess að sýna konungi þá sjálf- sögðu kurteisisskyldu, að ræða við hann eftir samhandsslitin og gefa honum tækifæri til að segja af sér, áður en lengra yrði haldið. Þetta var og er samkomulags- tilboð Alþýðuflokksins í skiln- aðarmálinu. Með því hefir hann teygt sig svo langt til samkomu lags um hað við hina flokkana, að vilji hans til að skapa þjóð- areiningu um löglega og sóma- samlega lausn málsins ætti að vera hafinn yfir allan efa. 'í- Því hetur virðist nokkur-von til hess, að samkomulagsviljinn sé nú einnig að sigra í Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- ílokknum. Þeir hafa nú, sem EELDRI en Brændstoffer er skáldsagan Lisbet paa Jarnfjeld. Hún kom út árið 1915. Hún er mjög á annan veg en öreiga- sögurnar, sem nú hefir verið um getið, og með henni vann Falkberget sinn fyrsta mikla sigur sem skáld og listamaður. Hún var af öllum viðurkennd sem ágæt saga. Hún er fyrst og fremst sálfræðilegt skáldrit, lýsir baráttu tveggja persóna. Þeim eru gerð full skil sem einstaklingum, en um leið eru þær þó sýndar sem fulltrúar ó- líkra menningarerfða, mótunar og lífskjara. Þessar persónur eru hjónin Lisbet og Björn á Jarnfjeld. Hún er barn heiða og auðna, hann hinnar breiðu byggðar; með óyggjandi rökvísi og hárnæmum skilningi rekur höfundurinn örlagaþræði þess- ara hjóna, lætur hvergi leiðast til að draga úr þeim ógnum, sem skapanornirnar hafa þeim búið. Meitluð, máttug og sann- færandi er hún, þessi saga og þá er við athugum þá rökvísi og það listræna jafnvægi, sem þar kemur fram — minnumst síðan ylsins og innileikans í hin- um fyrri sögum Johans Falk- berget og lítum á það glit, sem þar fellur jafnvel yfir hinn öm urlegasta veruleika, þá verður okkur það ljóst, að þarna er höfundur, sem muni geta form að margslungið og voldugt skáldverk, ef honum tækist að samræma og sameina til list- rænnar sköpunar alla þá hæfi- leika, sem með honum búa. Bækurnar Eli Sjursdotter (1913), Sol (1918) og Björne- skytteren 1919 ,eru sérstæðar meðal skáldverka Johans Falk- berget, þó að þær raunar eigi sér sitt hvað sameiginlegt við þær. Þær fjalla að nokkru, eins og flestar aðrar bækur höfund- arins um það þol, sem hatrið veldur, en þær eru hvorki fyrst og fremst sálfræðilegar skáld- sögur né spegill þjóðfélagslegr ar ranghverfu. Hin djúpa og innilega tilfinning skáldsins fyr ir mikilíeik og fegurð stór- brotinnar náttúru heimahag- anna, frásagnargleðin, litríki stílsins og safi málsins er það, sem sérstaklega gefur þeim gildi. Annars er Eli Sjursdotter í rauninni „ástands“-saga, seg- ir frá ástum Elíar og sænsks hermanns. En þó að sagan ger- ist á þeim árum, sem Norð- menn, einkum í' landamæra- sveitunum, hötuðu Svía, þá er höfu'ndiurinn auðsæilega á bandi elskendánna. 5. Nokkru eftir að Falkberget hafði hætt ritstjórn í Álasundi fékk hann ritstjórastöðu við blað eitt í Suður-Noregi. En svo þóttist hann ekki geta helg- að sig skáldskapnum nægilega, og þess vegna sagði hann upp stöðunni eflir stuttan . tíma. Hann bjó síðan fjöldamörg ár í nágrenni Osloar. Þó að bækur hans seldust vel, hafði hann samt ekki af þeim nægilegar tekjur. Hann skrifaði svo ýmsar greinar í blöð Alþýðu flokksins norska, og auk þess mikið af smásögum og neðan- málssögum. Skáldsagan Sol var t. d. fyrst birt sem neðanmáls- saga. Sumar af neðanmálssögun- um skrifaðiFalkberget jafrióðum og ritstjórnin þurfti á þeim að halda, og slíkar sögur leit hann ekki á sem listaverk, heldur sem skemmtilestur handa þeim, sem ekki gerðu háar kröfur til stíls og listrænnar mótunar. Og þannig er Bör -Börson, jr., vinur okkar, til orðinn. Sú saga kom fyrst neðanmáls í gamanblaði, og Falkberget gerði sér ekki um hana háar hugmyndir. En brátt komst hann að því, að Bör var orðinn æði vinsæll og það jafn- vel meðal þroskaðra lesenda. Já, menn töluðu um Bör, hvar sem þeir hittu Falkberget, töl- uðu um hann eins og kunningja, sem þeir raunar gerðu gys að, en væri þó vel við. Og það var ekki nóg með, að sagan væri birt neðanmáls í einu hlaði, held ur í mörgum, og peningarnir streymdu til höfundarins. Þrem- ur árum eftir að Falkberget hafði skrifað Bör Börson, lét hann undan áskorunum vina sinna og kunningja, tók sig til og lagði eitthvað smávegis í máli og stíl sögunnar og lét gefa hana út sem sérslaka bók. Það var árið 1920. jOg bókin seldist igeipilega, kom út í mörg- um útgáfum. kunnugt er orðið, fallizt á að fresta þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um sambandsslitin fram yfir 20. maí og að taka ákvæðið um gildistöku lýðveldisstjórnar skrárinnar 17. júní út úr stjóm- arskrárfrumv., og verður að ó- reyndu ekki öðru trúað enn að þeir standi við það samkomulag, þótt það veki víssulega illan bifur, að þeir skuli síðari, þvert ofan í það, hafa átt þátt í því, að flytja þingsályktunartillögu um lýðveldisstofnun 17. j-úní, og verði að sjálfsögðu að falla frá samþykkt hennar, ef þeir ætla ekki að gera sér leik að því, að ganga strax aftur á hið gerða samkomulag. Eftir er þá ekki annað ágreiningsmál í sam- bandi við afgreiðslu skilnaðar- málsins á þessu þingi, en það, hvort þrír fjórðu allra kjósenda í landinu þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðjslunni um sambandsslitin, og þrír fjórðu allra greiddra atkvæða að vera með þeim, eins og sambandslögin ákveða, til þess að þau geti talizt lögleg. í Alþýðuflokkurinn heldur fast við þá skoðun. Hinir flokkarn- ir vilja hinsvegar ekki fallast á það. En með því, að Alþýðu- flokkurinn telur, að með sam- komulaginu um frestun þjóðar- atkvæðagreiðslunnar fram yfir 20. maí sé nokkurn veginn full trygging fyrir því, að sá meiri- hluti, sem til skilinn er í sam- bandslögunum, fáizt hefir hann ekki viljað láta samkomulagið standa á þessum ágreiningi, og þar með enn sýnt einlægan vilja sinn til þess að skapa þjóð- areiningu um afgreiðslu máls- ins. En þó að nokkrar vonir séu nú, eins og sagt hefir verið, til þess, að samkomulag verði milli Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins um afgreiðslu skiln- aðarmálsins á þessu þingi, þá vantar enn einn flokk í það og það eru kommúnistar. Og svo einkennilega hregður við, að þeir hafa nú snúizt öndverðir gegn því, að samkomulag yfir- leitt verði gert um málið! Hvað slíkir menn hafa meint með hjali sínu um nauðsyn þjóðar- einingar 1 því, hlýtur að verða mönnum ráðgáta eftir slíka framkomu. Því að þeir virðast nú sannarlega ekkert annað vilja en áframhaldandi sundr- ung og ófrið um þetta við- kvæma og örlagaríka mál. Falkiberget xelur ekki Bör Börson meðal þeirra sagna sinna, sem í rauninni geti kall- azt fagrar hókmenntir. Til þess þykir honum of lítill listrænn hragur á stílnum og persónulýs- ingarnar fullöfgakenndar og nokkuð igrunnfærnislegar. En hvað sem þeim skoðunum hans líður, þá er það víst, að harm hefir þarna dregið upp kostu- lega mynd af manntegund og tíðaranda, mynd sem allir kann- ast við og haía skemmtun- af að kynnast. iSkáldið hefir náð þeim dráttum, sem sérkenna og öllum hafa orðið minnisstæðir. Bókin er líka þrungin hressilegri gam- ansemi, góðlátlegri glettni, og það er fjör og hraði og frásagnar gleði í stílnum. Og þó að jFalk- berget liti ekki á Bör sem af- kvæmi, er hann hafi eignazt í lögformlegu hjónahandi sínu og listarinnar, þá hefir króginn ekki reynzt föður sínum ónýtur. Það hefir stundum orðið svo um óskilgetin börn, enda segir mál- tækið, að enginn viti, að hvaða harni gagn megi verða. Falberg- et græddi sem sé1 stónfé á Bör Börson og eignaðist. fyrir hans aðgerðir fjölda marga vixxi og velunnara. Og árið 1922 gat Mýsingar, sem birtast eiga í Alpýðublaðintt, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) kl. 7 ii kvöidi. Siml 4906. hann látið það eftir sér, sens: hann hafði lengi haft í hyggju. líann fluttist til átthaganna og settist að á Falkíberget. Hann reisti þar nýtt íbúðarhús og hóf mikla ræktun. Síðan hefir hann reist ný og allstór útihús, og þá er ég vissi seinast, bjó hann á Falkberget, hafði komið sér þar upp smiðju og vann að jám- smíði öðruhverju sér til hress- ingar, og Magnús sonur hans, sem er leikari, hafði umráð yfir gamla íbiúðarhúsinu og dvaldi þar löngum, þegar honum gafst tóm til. 6. Þjóðmálaáhugi Johans Falk- berget hafði ekki dvínað, og; ekki hafði hann elzt í skoðun- Framhald á 6. síðu. TÍMINN gerði samkomulags- umleitanirnar í skilnaðar- málinu að umtalsefni í athygl- isverðri grein í gær. Þar segir: „Á alþingi hefir um skeið ver- ið unnið mjög kappsamlega að því af mörgum þingmönnum að ná samkomulagi í skilnaðar- og lýð- veldismálunum, svo að þjóðin gæli staðið einhuga í atkvæða- greiðslunni um þessi mál. Hefir þetta kostað meira starf en flesta grunar, sem ekki hafa getað með því fylgzt, því að svo virðist, sem ýmsir þingmenn hafi talið sér politískt hagkvæmara að viðhalda óeiningunni um málið en að sam- fylkja þjóðinni í atkvæðagreiðsl- unni. Einkum virðist þessa hafa gætt hjá kommúnistum. Um síðustu helgi náðist sam- komulag, sem á að tryggja, að all- ir flokkar vinni einhuga að þjóð- aratkvæðagreiðslunni sem raun- verulega er það eina, sem nokkru skiptir hér eftir fyrir íslendinga í þessum málum, og að atkvæða- greiðslan sýni sem eindregnaatan vilja þjóðarinnar, Aðalatriði samkomulagsins eru þessi: 1. Atkvæðagreiðslan fari fram eftir 20. maí. Til þess hafði verið ætlazt, að atkvæðagreiðslan færi fyrr fram og þess vegna var þingið kvatt saman 10. janúar í stað þess að það kæmi saman á venjulegum samkomudegi sínum í febrúar. Framsóknarflokkurinn hafði í haust reynt að ná samkomulagi um, að atkvæðagreiðslan færi fram eftir 20. maí, en um það náð- ist 'ekki samkomulag. Af hálfu nokkurra Alþýðu- flokksmanna hefir verið lögð á það mikil áherzla, að atkvæða- greiðslan færi ekki fram fyrr en eftir 20. maí, því að með því móti telja þeir fullnægt ákvæðum sam- bandslaganna um uppsagnarfrest- inn: Þá eru liðin þrjú ár síðan Dönum bárust ályktanir alþingis 1941, en Danir hafa viðurkennt, að þær fullnægðu endurskoðunar- ákvæðum sambandslaganna. Jafnaðarmenn hafa lagt svo- mikla áherzlu á þetta, að þeir hafa talið, að atkvæðagreiðslan full- nægði ekki fyrirmælum sambands: laganna, þótt tilskilið atkvæða- magn fengist, ef atkvæðagreiðslan- færi frám fvrir 20. maí. Þótt ekki væri gengið inn á þetta sjónarmið þeirra, var fallizt á að fresta atkvæðagreiðslunni. fram yfir 20. maí. Við nánari at- hugun þótti líka vart fært, vegna sveitanna, að hafa atkvæðagreiðsl una fyrr, og auk þess tryggði þessr frestur aukna einingu um málið. 2. Gildistökudagurinn 17. júnf 1944 yrði tekinn úr sjálfu stjórn- arskrárfrv., en sett í hanS stað, að stjórnarskráin skyldi öðlast gildi, þegar alþingi ákvæði það. Jafnaðarmemi lögðu áherzlu á þetta með tilliti til þess, að kon- ungi ynnist með þessu nokkur frestur til að segja af sér eða frá atkvæðagreiðsludegi og þar til þingið kæmi saman til að ákveða gildistökuna. Hafa þeir jafnan tal- ið æskilegt, að konungi yrði ekki vikið frá völdum fyrr en búið væri tað sýna honum vilja þjóðarinnar og gefa honum nokkurn frest til afsagnar. Af meirihluta þingmanna var á þetta fallizt, en það þó skýrt tek- ið fram, að þetta breytti ekki þeirri ákvörðun, að lýðveldið yrði stofnað 17. júní. Alþingi ei ætlað að koma saman aftur um miðjan júní til að leggja fullnaðarsam- þykkt á skilnaðartillöguna, og tek- ið var fram, að þá yrði lýðveldis- stjórnarskráin líka endanlega sam- þykkt með gildistölru 17. júní. Af hálfu þeirra meirihluta- manna, er vilja sem jákvæðastan árangur atkvæðagreiðslunnar, var þessi tilslökun að ýmsu leyti ekki óaðgeingileg. Allir hafa lýst sig fylgjandi lýðveldisstofnun, en á- Frh. á 6. wöu. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.