Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.02.1944, Blaðsíða 5
Fösíudagur 18. febrúar 1944. «LÞmmuoiö 4 Himmler yfirböðull Hitlers. Myndin var tekin, þegar Hitler var að óska yfirböðli sínum til hamingju með hið nýja embætti, innanríkismálaráðherra- embættið, sem ráunverulega hefir gert hann alvaldan yfir lífi og öryggi hvers einasta Þjóðverja. GÍÍEIN ÞESSI, sem er eftir Alexander Abusch, f jall ar um Heinrich Himmler, yfirböðuíl íiitlers. Himmler hefir eigi alls fyrir löngu ver- ið skipaður innanríkisráð- herra Þýzkaiands og hefir það hlutverk með höndum að berja niður sérhvert viðnám gegn einræði nazistanna. Greinin er hér þýdd úr tíma- ritinu World Digest. irbúningi eða þegar hafinn. Hinn 30. dag júnímánaðar anð 1934, var Ernst Röhm og flestir leiðtogar SA myrtir. Heinrich Iiimmler, stjórnaði morð- sveitum SS-mannanna, til þess að losa Hitler við hættulega keppinauta. Á lista þeim, er hann hafði fyrir framan sig á skrifborði sínu, gat efst að líta nafn Gregors Strassers, sem hann hafði brosað við forðum daga og nefnt hafði hann ,,Hein rich prúða“. Þar var einnig von Schleicher hershöfðingi ofar- lega á blaði. Báðir guldu i>eir vanmat sitt á Himmler með lífi sínu. Þegar hinir fyrri fétagar TÍU DÖGUM fyrir uppgjöf ítalíu var foringi þýzku svartstakkanna og Gestapo, skipaður innanríkisráðherra Þýzkalands. Þetta ber þess glöggt vitni, að Heinrich Himm ler, sem er frægastur allra Þjóðverja fyrir grimmd, dýrs- eðli og blóðsúthellingar, má sín mikils meðal nazista, ef til vill flestum öðrum valdhöfum hins þriðja ríkis fremur. Um tíu ára skeið hefir maðurinn í svarta einkennisbúningnum, unnið af kappi og kostgæfni að því, að skipuleggja morð og aftökur og önnur svívírðileg hryðjuverk. Ógnaverk Gestapo hafa skapað þýzku þjóðinni slíkan ótta, að hann mun eiga eigi hvað minnstan þátt í því, að ekki hef ir þegar komið til blóðugrar byltingar í Þýzkalandi gegn kúgun og harðstjórn Hitlers og skósveina hans. Þjóðverjum er um það kunnugt, hvaða örlög þeim hafa verið búin, sem hnepptir hafa verið í dýilissur og fangabúðir nazista. En Ge- stapo og svartstakkarnir hafa ekki látið sér nægja ógnaverk sín heima í Þýzkalandi. Þeir bafa efnt til jafnvel enn ægi- legri og svívirðilegri morða og hermdarverka meðal Rússa, Pólverja, Tékka, Júgóslava, Grikkja, Frakka, Belga, Hol- lendinga, Norðmanna og Gyð- inga. Valdhafarnir þýzku hafa látið þess getið, að því fleiri menn þessara þjóða, sem teknir væru af lífi, því betra, því að þjóðflokka þessa ætti að upp- ræta af jörðunni. En nú er blóð þessa fólks að koma yíir þýzku þjóðina í heild. Nazistunum stendur ógn af ótta þýzku þjóðarinnar við loft- árásir bandamanna. Þeir óttast það, að loftsóknin verði til þess, að þegnar hins þriðja ríkis rísi upp í dirfð þeirri, sem örvænt- ingin skapar, og steypi einræði nazistanna af stóli. Með illu skalt illt út reka. Valdhafarair hyggjast sigra ótta þjóðarinnar með því, að skapa henni nvian ótta — óttann við snöruna og gálgann, ef svo mætti að orði komast. Það er Heinrich Himm- ler, sem hefir framvæmd þessa með höndum. — Því fer þó fjarri, að hann virðist v ira grimmdarseggur, en það er meira en hægt er að segja um suma skósveina Hitlers. Hann hefir aldrei vérið til strí'ðshetja talinn. Iiann var ekki sæmdur járnkrossinum í heimsstvrjöld- inni hinni fyrri. Hann gat sér heldur ekki orðstír sem víga- garpur í sjálfboðaliðasveitun- um eftir 1918. Hann tók aldrei þátt í götubardögum við þýzsa verkamenn. Himmler beitti öðr um brögðum til þess að komast til frama og valda. Ef dæma skyldi eftir iitiit- inu, gæti maður ætlaö, að Himmler væri hinn heiðvirð- asti sómamaður. Augu hans dyljast löngum bak við gler- augu í fornlegri umgerð- Gre- gor Strasser, sem skipuiagði flokkinn og varð leiðtogi hans eftir uppreisnina árið 1923, gerði Himmler, er hann nefndi venjulega „Heinrich prúða“, að einkaritara sínum. Hann uppgötvaði hæfileika þessa unga ' manns, sem verið hafði fánaberi í þýzka hérnum og síðar háskólastúdent. ARIÐ 1927 var Himinler gerður að æ'ðsta manni SS-sveitanna, og árið 1929 varð hann yfirmaður þeirra. Um þær 1 mundir voru SS-sveitirnar að- | eins lífvörður Hitlers, töldu ekki nema nokkur hundruð menn og voru aðeins hverfandi híuti stormsveitanna (SA). Himmler lagði um þ.essar mundir stund á alifuglarækt skammt frá Múnchen, og var alls óþekktur maður í Þýzkalandi. Hinn raun- verulegi frami hans hófst ekki fyrr en árið 1932 og þá í hinu fræga og íburðarmikla gisti- húsi, Keiserhof í Berlín, s».-m Hitler hafði gert að aðaíbæki- stöð sinni. Názistaflokkuri m var þá illa á vegi staddur. TTar,n hafði misst meira en tvær mill- jónir atkvæða í kosningunum, sem fram fóru í nóvember oán ■ uði sama ár. Gregor Strasser vildi að flokkurinn tæki sæti í ríkistjórn Kurts von Schleich- ers hershöfðingja, en Hitler vor því mjög andvígur. Algert cng- þveiti ríkti, og Hitler vissi varla, hvað til bragðs skyldi taka. Þá var það, sem Heinrieh 'Himmlers sveik Strasser og gekk á mála hjá Hitler og lét honum í té öll leyndarmál hins fyrra húsbónda síns, sem hann átti svo mikið upp að unna. Þannig varð hann yfirnjósnari flokks- ins. Það kom í hluta hans að afla allra leyniblaða og skjala annarra áhrifamanna hans. Hitl er hafði eignazt ómetanlegt verkfæri — mann, sem einskis sveifst við að reka erindi hans. Eftir að Hitler hafði broíizt til valda, varð Himler lögreglu- stjóri í Múnchen. Þegar Göring tiinefndi sjálfan , sig yfirmann leynilögreglunnar í Prússlandi, gerði Hitler það að skilyrði, að Himmler yrði yfirmaður Ge- stapo í Byern, Schwaben, Bad- en, Hesse og öðrum þýzkum héruðum. Ernst Röhm, sem um þessar mundir var yfirmaður SA og SS, og hafði yfir Himml- er að segja, studdi að vegsauka hans, vegna þess að hart’i taldi sér það ávinning í samkeppn- inni við Göring. Ari síðar kom til ’kasta Ilimmlers. Hitler hafði þá komizt að samkomulagi við yfirmenn Reichswehr, og mikill vígbúnaður var þá ýmist í und- hans og stjórnmálaandstaiðíng- ar voru rnyrtir, þegar aftök- úrnar í Stadelheímfangelsinu og herskólanum í Lichterfelde fóru fram, hvíldi skuggi Himm- lers yfir þeirn ógnaverkum. G ÖRING, sem var önnum kafinn í skrifstofu flughers- ins, reyndi árangurslaust að koma í veg fyrir það, að Him- ler yrði yfirmaður Gestapo í gervöllu Þýzkalandi. Árið 1938 töldu SS-sveitir Himmlers alls 270 000 manns. Allt voru þetta menn, sem voru óðfúsir þess að hlýðnast þegar í stað sér- hverri fyrirskipun yfirboðara síns. Þeirhöfðuhlotiðmiklaþjálf un í morðun og hryðjuverk- um við það að hrífa andstæðinga Hitlers og Gyðinga úr tölu lif- enda. Atburðir þeir, sem gerzt höfðu í fangabúðunum í Dachau, Buchnwalde, Oranienburg, Fúhlsbúttel og Esterwege báru þess gleggst vitni, að þeir kunnu dável til starfs síns. SS-menn skipuðu helztu tignarstöðurnar í Gestapo, og sérstök SS-sveit hafði verið stofnuð til þess að líta eftir Gestapo sjálfri. Morð- vargar leynilögreglunnar ganga þess ekki duldir, að það er haft strangt eftirlit með þeim daga og nætur. Hvenær, sem deilur risu með áhrifamönnum nazista flokksins, eða skoðanamunar gætti með Hitler og hershöfðingj unum, voru hinar vopnuðu sveit ir Himmlers jafnan reiðubúnar að ska-kka leikinn foringjanum í vil. ef með þætti þurfa. Eftir að styrjöldin hófst hefir nafn Himmlers verið tengt emhverj- um ógnlegustu fjöldaaftökum, sem veraldarsagan kann frá að greina. Nú eru hinir 700 000 SS- (Prh. á 6. síííu.) ANNEf. A Písaturn og Píslarturn. Þegar turninn hallaðist ekki, en Pall hallaSist. Tonlistarhöllin — og áhugmennimir. — Reykingar í frystihúsi. — Símanúmer og ábyrgðarbréf. PÁLI, ÍSÓLFSSON, skólastjóri Tónlistarskólans, gaf í fyrra- dag biaðamönmim ömurlega lýs- ingu á húsnæðisvandræðum Tón- listarskólans. Hann er, eins og skýrt var frá í blöðunum í gær, til húsa í Hljómskálanum, „sem enginii vill nú kannast við að hafa byjíld'S sagði Páil. „Einu sinni, er ég var að labba í skólann viríist mér allt í einu að skálinn væri farinn að hallast, og ég var farinn að hugsa um, að þá væri | hann víst á Ieiðinni með að hrynja, ! en svo koni í ljós að þetta var | rangt. Það hefer víst verið ég sjálf ur ,sem hallaðist. Ég var farinn að hugsa um að hann gæti orðið furðuverk eins og skakki turninn í Písa, en hann er ekkert slíkt furðuverk. í stað þess að geta kall- ast Písaturn, hefur hann reynzt okkur Pislarturn.“ ÞA0 ER ÖMURLEGT til þess að hugsa, að eitt tilkomumesta og bezta menningarstarf, sem nú er unnið með þjóðinni, skuli þurfa að búa við önur eins skilyrði og tón- listarfræðslan gerir nú. Verð ég að endurtaka það, að eftir að hafa kynnzt þeim skilyrðum, sem hún á við að búa, þá undrast ég þann mikla árangur, sem náðst hefur. Þar fýrir er að þakka 11 áhuga- mönnum, sem á undanförnum ár- um, af einskærri ást á tónlistinni og ódrepandi áhuga, hafa urniið að þessum málum. RAGNAR JÓNSSON sagði við blaðamennina: „Við höfum ákveð- ið að byggja Tónlistarhöll." Og ef ég þekki hann og þá félaga rétt, þá er það sama sem gert, sem þeir hafa ákveðið að gera. En þessi Tónlistarhöll verður að vera mik- ið og veglegt mannvirki, svo að hún geti uppfyllt vaxandi þarfir tónlistarlífsins í framtíðinni, og að því verðum við líka öll að vinna ' ásamt Tónlistarfélaginu. Bygging Tónlistarhallarinnar er ekki einka mál félagsins, heldur sameiginlegt menningar- og hagsmunamál allr- ar íslenzku þjóðarinnar. „KÁRI“ skrifar: „Við erum hér nokkuð margir karlar, sem vinn- um hér við frystihús. — Aðgerð, flökun og frystingu, oft nætur og daga, —,svo það er ekki að undra þótt okkur langi stundum í tóbak — og höfum oft kveikt okkur í vindling eða pípu. Nú fyrir nokkru hefur hitzt svo á, að skrifstofu- maður, sem vinnur við sama fyrir- tæki, hefur komið og gengið um vinnusal, og um leið bannað reyk- ingar, bæði í vinnusal, þar sem við flökum og pökkun fer fram, samt í sal þeim, sem frystingin fer fram og látið er í kassa.“ „NÚ VILJUM VIÐ biðja þig Hannes minn, að géfa okkur vís- bendingu um, hvort nokkuð sé til fyrir því, að við megum ekki fá okkur reyk, þótt við séum við þessa vinnu, í stórum sal, og vænt- um við að fá svar þitt hið fyrsta.“ I ÉG TEL REYKINGAR i vinnu- tíma mjög hvimleiðar — og við vandasaman iðnað eru þær hættu- legar. Hins vegar er ég ekki svo' kunnugur þessum iðnaði, að ég geti dæmt um það, hvort reyking- ar séu hættulegar fyrir hann. KUNNINGI MINN skrifaði mér bréf í gær, og kvartar hann mjög undan því, að ábyrgðarbréf skuli ekki vera borin út um bæinn. Hann heldur því fram, að alls slað- ar erlendis sé þetta gert, nema hér í Reykjavík, og telur hann það mjög miður farið. Sér hann ekki hvers vegna póstþjónar, sem beri bréf út, geti ekki haft meðferðis kvittanabækur, sem viðtakendur geti kvittað í fyrir móttöku á- byrgðarbréfa. Ég vil taka undir þetta, og vænti þess að póststjórn- in taki þetta til athugunar. ÞÁ SKRIFAR annar mér bréf, þar sem hann vill fá því fram- gengt að slökkvistöðin fái síma- númer Landssímans: 02, og lög- reglustöðin, símanúmer ungfrú klukku: 04. Telur hann þetta nauðsynlcgt, og hafi meðal annars komið í ljós við bruna Hótels ís- lands, að hver sekúhda sé dýrmæt, þegar voða ber að höndum. Þetta er rétt athugað, en ekki er mér kunnugt um, hvort betta er hægt, af tæknislegum ástæðum. Haijnes á horninn. á mánuði fáið þér vinsælasta, læsilegasta ®.g bráðum útbreiddasta dagblaðið hér á landi sent heim til yðar hvar sem er í bænum en fyrir 4 kr. hvar sera er úti á landi. \ innslaiir fyrirliggjandi. Lífsiykkjabúðin h.f. Hafnarstræti 11. — Sínai 4473.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.