Alþýðublaðið - 23.02.1944, Page 4
4
«U*Y©UBLAÐ5Ð
Miðvikudagur 23. febrúar 1944
^lj>i|ðttblaði5
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétnrsson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýOuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjómar: 4901 og 4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og 4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Sankonnlagið ím
VISSULEGA mun það verða
öllum góðuxn íslendingum
fagnaðarefni, að samkomulag
skuli nú loksins vera tryggt um
afgreiðslu skilnaðarmálsins og
lýðveldiss t j órnarskrárinnar á
iþví þingi, sem nú stendur yfir.
í aðalatriðum byggist þetta
samkomulag á tilboði því, sem
Alþýðuflokkurinn gerði hinum
flokkunum í upphafi þingsins.
Samkvæmt því verða bæði
þingsályktunartillagan um sam
bandsslitin og lýðveldisstjórn-
arskrárfrumvarpið samþykkt á
þessu þingi. En fallið hefir ver-
ið frá því, að láta þjóðarat-
kvæðagreiðslu um sambands-
slitin fara fram fyrr en eftir 20.
maí í vor, svo að formlega verð-
ur ekki gengið frá skilnaðinum
fyrr en heimilt er samkvæmt
uppsagnarákvæðum sambands-
lagasáttmálans, með því að þá
eru þau þrjú ár liðin frá því, að
alþingi boðaði sambandsslitin,
sem þar eru til skilin, áður en
löglegt sé, að taka einhliða á-
kvörðun um skilnað. Fallið
hefir verið einnig frá því, að
ákveða gildistökudag lýðveldis-
stjórnarskrárinnar í henni
sjálfri eða á nokkurn annan
hátt á þessu þingi. í stað þess
verður samþykkt, að hún skuli
öðlast gildi þegar alþingi á-
kveður, eftir að hún hefir verið
staðfest við þjóðaratkvæða-
greiðslu. Er öllum ágreiningi
um þetta atriði þar með að
minnsta kosti frestað fram yfir
20. maí í vor.
Með þessu samkomulagi er á-
kaflega mikið unnið, og þó fyrst
og fremst það, sem mestu máli
skiptir: að allir flokkar munu
nú beita sér af alefli fyrir því,
-að þátttakan í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um sambandsslitin
verði sem allra mest og já-
kvæðust, þannig að úrslit henn-
ar fullnægi einnig uppsagnar-
ákvæðum sambandslagasáttmál
ans og skilnaðurinn verði því í
alla staði löglegur. En, sem
kunnugt er, er það þar til skil-
ið, að þrír fjórðu allra kjósenda
i landinu taki þátt í atkvæða-
greiðslunni, og að þrír fjórðu
allra greiddra atkvæða séu
íylgjandi sambandsslitum, ef
þau eigi að vera lögleg.
Um það, hvort sambandsslit-
in skuli vera látin undir slíkum
meiri hluta komin, náðist að
vísu, því miður, ekkert sam-
komulag milli flokkanna. En
Alþýðuflokkurinn heldur fast
við, að nauðsynlegt sé að full-
nægja uppsagnarákvæðum sam
bandslagasáttmálans einnig í
því atriði, enda ætti það að
verða auðvelt fyrir einhuga
þjóð, eins og nú á að vera
tryggt, að þjóð okkar verði við
þjóðaratkvæðagreiðsluna í vor.
Slík þátttaka og slíkur meiri
hluti í. þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni er og ekki einungis þess
vegna nauðsynlegur, að þá
fyrst er réttur okkar til skiln-
aðarins hafinn yfir allan efa.
Hitt skiptir litlu minna máli,
að heimurinn fái við úrslit þjóð
laratkvæðagreiðslunnar ótvíræða
Séra Jakob Jónsson:
25.
pjóðræknisþing íslend-
inga vestan hafs.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir boð-
ið mér rúm í dálkum sín-
um til þess að minnast Þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi, er það nú heldur sitt
25. þing. Ég rita þessar línur
seint um kvöld, eða öllu heldur
snemma nætur, er hugsanirnar
ryðjast að mér — vestan að.
En þær eru sundurlausar og ó-
skipulegar. Ég rita því ekki sam
fellda' sögu. Fyrir framan mig
er mynd, sem tekin var á þjóð-
ræknisþingi fyrir nokkrum ár-
um. iSú mynd laðar fram í huga
minn ennþá fleiri myndir og
minningar. Þær eru líka tengd-
ar við andlit þessara einstakl-
inga, sem ég sé fyrir mér, og
hópinn í heild. Sumir, sem
þarna sjást, eru nú að sitja þetta
þing í tuttugasta og fimmta
sinn. Aðrir eru horfnir, og hafa
skilað arfi sínum í annarra
hendur. En hvað er það, sem
knýr þetta fólk til að koma
saman og starfa saman? Þarna
er fólk af ýmsum stigum og
stéttum. Háskólakennarar og
iðnaðarmenn, prestar og kaup-
menn, verkamenn og bændur,
skáld og rithöfundar, húsmæður
og skrifstolfufólk, l^ikarar og
læknar. Úr öllum áttum eru
menn komnir, sumir heilar dag-
leiðir á hraðlestum. Hvað er
það, sem sameinar hópinn?
. . Þjóðrækni er ofur einfallt og
óbrotið svar, en í því eina orði
felst mikið. Og ég skal fúslega
játa, að ég skildi ekki þetta orð
til hlítar fyrr en ég kynntist því
í hugsunarhætti og starfi Vest-
ur-íslendinga. Ást þessa fólks á
íslandi, íslenzkum bókmenntum
sögu og máli er alls ekki ein-
göngu sprottin af virðingu fyr-
ir gömlum minningum og horfn
um átthögum. Grundvöllurinn
er fyrst og fremst sú reynsla,
að maðurinn slitinn frá uppruna
sínum er ekki nema hálfur mað-
ur. Það, sem maðurinn er, er
hann ekki eingöngu fyrir sjálfs
sín verknað, ekki heldur vegna
uppeldis og umhverfis, heldur
einnig vegna þess, sem forfeður
hans voru, og þeirra áhrifa, sem
þeir urðu fyrir. Ég hygg, að
þótt Indverji væri fluttur barn
að aldri til íslands og alinn hér
upp, mundi hann brátt verða
eiiihvers var í fari sjálfs sín,
um augum hver á silfur sitt í
andlegum og veraldlegum skiln
ingi. En því lengra sem leið á
sögur iþeirra, því betur kom það
í ljós, að hjá flestum var hin
sama þrá undir niðri, að varð-
veita og ávaxta það, sem hverj-
um fyrir sig var dýrmætast úr
arfi íslendingsins. Og þegar
mest var í húfi, gátu fjendur
fallizt í faðma og harka barátt-
unar mildazt frammi fyrir móð-
urlegri ásjónu Fjallkonunnar
í austri. Og hin yngri kynslóð,
sem aldrei hafði augurti litið
„landið helga,“ sem oft var svo
nefnt á máli Vestur-íslendinga, i
gat líka fundið hjarta sitt slá
örar við að heyra óminn af ís-
lands rödd. Jafnvel þeir, sem
frá barnæsku, hafa elskað ann-
að land sem móður sína spyrja
sjálfa sig: „Því skyldi ég ekki
einnig elska hana ömmu?“ En
þá samlíkingu nota sumir um
landið, sem foreldrarnir kölluðu
sína móðurmold.
II.
Þjóðræknistilfinningin hefir
skapað sér mörg ytri form. Hún
hefir birzt í heimilisvenjum,
mataræði, máli, tómstundaiðju
og starfi, í námi og guðsdýrkun.
Sem sagt í öllu. Hún hefir orð-
ið miðstöð safnaða og lestrarfé-
laga, kvenfélaga og söngfélaga.
Og loks í sjálfum þjóðræknis-
deildunum víðsvegar um Vestur
heim. Þær deildir starfa með
ýmsu móti, en í rauninni með
sama markmiði. Einni deildinni
miðar ef til vill bezt í söngiðk-
unum eða leikstarfi, annarri í
skólastarfi eða bókasöfnun. Al-
mennar samkomur eru haldnar
á vegum þeirra allra. Helztar og
fjölmennastar eru íslendinga-
dagamir 17. júní eða 2. ágúst.
Enn þann dag í dag eru nýjar
deildir að verða til. Én það, sem
tengir allar þessar deildir sam-
an, er Þjóðræknisfélagið. Þar er
heildin, sem styður og styrkir
smáfélögin út um allar byggðir.
Fyrsta ársþing Þjóðræknisfé-
lagsins var haldið dagana 25.
—27. febrúar 1919. Var þar þá
staddur séra Kjartan Helgason í
Hruna, fulltrúi félagsins „íslend
ings“ í Reykjavík, og flutti hann
bæn í fundanbyrjun. Var það á-
reiðanlega að skapi Vestur-ís-
sem ekki væri hægt að rekja til í lendinga að hafa séra Kjartan
íslenzkra áhrifa. Hann mundi sem gest sinn, er verið var að
ekki skilja sjálfan sig, ekki j leggja grundvoll framtiðarstarfs
njóta sín til fulls, nema hann
vissi um og varðveitti eitthvað
af þeirri menningu, sem ýmist
hefði mótað eða verið mótuð af
þjóðbræðrum hans í nútíð og
fortíð. Þessi sannindi hafa Vest-
ur-íslendingar fundið, með til-
liti til sjálfra sín. Þjóðræknis-
starf í einhverri mynd hefir því
verið til frá því að hinir elztu
frumbyggjar settust að á vest-
lægri grund. Þeir fundu, að þeir
nutu sín ekki1 einu sinni sem
borgarar hins nýja, blandaða
þjóðfélags, nema þeir væru og
héldu áfram að vera íslending-
ar. Og þetta tengdi þá saman,
í kirkjunni og á akrinum, á
skemmtistaðnum og á veiðivatn
inu. Þeir gátu verið ósammála,
iþeir gátu barizt heiftúðlega í
ræðu og riti, engu síður en land
arndr heima. Þeir gátu litið sín-
íns. Munu fáir gestir héðan að
heiman hafa hrifið huga manna
vestan hafs sem séra Kjartan.
Og víst er um það, að þeir hafa
ekki gleymt honum, þótt sam-
veran væri ekki löng. Álít ég,
að það haf i líka verið sérstaklega
vel til fallið að kveðja prest til
slikrar farar, því að kirkjan hef-
ir áratugum saman haldið uppi
skipulögðu þjóðræknisstarfi og
meðal áhugasömustu forystu-
manna hins unga Þjóðræknisfé-
lags voru mikilhæfir prestar,
eins og dr. Rögnvaldur Péturs-
son og séra Jónas A. Sigurðs-
son. Er það skemmst af að segja
að á því tímahili, sem íslending-
ar hér heima kepotusi við að
gera presta sína að píslarvott-
um með því að rægja fólkið frá
kirkjunni og telja eftir hvem
bita og spón, sem fór ofan í þá
sönnun þess, að þjóð okkar
standi einhuga og óskipt að
kröfunni um fullkomið sjálf-
stæði.
*
Þess er að vænta, að af-
greiðsla skilnaðarmálsins og lýð
veldisstjórnarskrárinnar gangi
greiðlega á alþingi eftir það
samkomulag, sem orðið er.
Nefndirnar, sem um þessi mál
hafa fjallað, munu skila áliti
um þau innan fárra daga, og
umræðum og atkvæðagreiðslu
um þau, að öllu forfallalausu,
verða lokið snemma í næsta
mánuðf. Verður þinginu þá að
sjálfsögðu frestað þar til þjóð-
aratkvæðagreiðslan er um garð
gengin.
sjálfa og þeirra skyldtdið, lögðu
Vestur-ísiendingar allt kapp á
að halda uppi kirkjulegu starfi
og spöruðu ekkert til. Hin ís-
lenzka kirkja vestan hafs fékk
því, hvað sem öðru leið, að halda
áfram að vera það, sem hún
hafði verið hér, andleg móðir
heilla byggða og tengiliður
heimila og einstaklinga. Vestur-
íslendingar munu því fagna af
■heilum huga þeirri ráðstöfun að
nú skuli sjálfur biskup ísl. þjóð-
kirkjunnar vera kvaddur til að
flytja þeim kveðjur íslands.
Þegar í upphafi var það áhuga
mál Þjóðræknisfélagsins að
styðja að íslenzkum fræðum,
bæði með því að kenna íslenzku
um byggðir og fá íslenzkuna inn
á námsskrá æðri skóla. Nokkuð
•hefir áunnizt í þessu efni, en þó
ekki nándar nærri nóg. Hefir frá
upphafi verið um það rætt að
fá sérstakan prófessor í norræn-
um fræðum og ísl. bókmenntum
við háskólann í Winnipeg. Hér
hefðu íslendingár á ættjörðinni
fyrir löngu átt að vera búnir að
hlaupa undir bagga. Við eigum
að senda sendikennara í ís-
lenzku til háskólans í Winnipeg,
og hánn þarf að vera maður,
sem er hæfur til að styðja og
styrkja ísl. félagsstarfsemi út
Wýsiogar,
sem birtast eiga í
Alþýðublaðma,
vCTða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnar
i Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
Syrir kl. 7 að kvSiíi.
Sfmi 4906.
um byggðir með fyrirlestrum*
Helzt af öllu þyrfti hann að
vera prestvígður maður, fulltrúi
ísl. þjóðkirkjunnar, stöðugur
tengiliður milli hennar og:
beggja kirkjufélaganna vestan.
hafs. Ef til vill gætu Austur-ís-
lendingar með fáu betur þakkað-
25 ára starf en einmitt með því,
að styðja framvegis betur en ver
ið hefir þjóðræknisstarfið vestan
hafs. Starfsemi þjóðræknisdeild
anna hefir verið svo fjölþætt,
að margt getur komið til greina.
Sjónleikir, íþróttir, söngstarf-
semi tímaritsútgáfa, íslenzku
kennsla, hvert fyrir sig á langa
og merkilega sögu. Og hver veit
nema við, sem heima erum, eig-
um eftir að styðja þetta allt
saman að einhverju leyti á kom-
Framhald á 6. síðu.
LÖÐIN hafa nýlega flutt
útdrátt úr skýrslu, sem
Sjódómur Reykjavíkur hefir
fyrir löngu síðan sent ríkis-
stjórninni um rannsókn sína á
Þormóðsslysinu. Er það dóms-
málaráðherra, sem lét blöðun-
um í té útdráttinn úr skýrslu
þessari.
Tíminn gerir hann að umtals-
efni í gær og vítir það harðlega,
að skýrslan skuli ekki hafa ver-
ið birt í heild. Segir blaðið um
þetta:
„Dómsmálaráðherra hefir loks
að nokkru leyti orðið við þeim
óskum almennings að gera kunna
rannsóknargerð Sjódóms Reykja-
víkur í tilefni af Þormóðsslysinu.
Ráðherrann hefir gert þetta
mjög á aðra leið en menn munu
hafa vænzt, því að liann hefir að-
eins sent blöðunum hrafl úr rann-
sóknargerðinni, sem bersýnilega
virðist þannig úr garði gert, að
sleppt er veigamiklum eða veiga-
mestu atriðunum. Þannig koma
hvergi fram ályktanir dómsins um
breytingar þær, sem gerðar hafa
verið á skipinu, er líklegt verður
þó að telja, að þær séu í rannsókn-
argerðinni.
Þess verður að krefjast, að ráð-
herrann gefi almenningi kost á að
kynnast allri rannsóknargerðinni,
en ekki því einu, er honum finnst
sjálfum þóknanlegt. Annars styrk-
ist su grunsemd, að vissar kunn-
ingskaparástæður valdi því, að
ráðherrann óski eftir leynd um
þýðingarmikil atriði. Er slík tor-
tryggni eðlileg í framhaldi af því,
að ráðherrann hefir þrjóskazt
við það í marga mánuði, að
gera mönnum rannsóknargerðina
kunna:“
Eftir þessar alvarlegu ásak-
anir í garð dómsmálaráðherr-
ans segir Tíminn um sjálfan
útdráttinn úr skýrslunni:
„Þetta hrafl úr rannsóknargerð-
inni, sem ráðherrann hefir senfc
blöðunum, er þó fullnægjandi til
þess að upplýsa nokkur þýðingar-
mikil atriði.
í .fyrsta lagi er það upplýst, að
mjög stórfelldar breytingar hafa.
verið gerðar á skipinu fyrri hlutai
ársins 1941. Skrifstofa Gísla Jóns-
sonar, sem síðar eignaðist skipið,
tók að sér að gera teikningar af
breytingum þeim, er gerðar voru^
fá þær samþykktar af skipaskoðun.
ríkisins og síðan að háfa eftirlit;
með framkvæmd verksins. Skrif-
stofa Gísla sendi skipaskoðunar-
stjóra þessar teikningar og óskaði
eftir samþykki hans. Þessu bréfi
svaraði skipaskoðunarstjóri aldrei,
en taldi hins vegar líklegt við
réttarhöldin, að hann hefði sam-
þykkt teikninguna. Þrátt fyrir
þetta voru breytingarnar gerðar
og skipið látið hafa haffærisskír-
teini eftir breytingarnar.
í öðru lagi er það upplýst, að'
eftir að þessar breytingar voru
gerðar, hafi komið meiri og minni.
leki að því í flestum ferðum þess,
stundum mjög mikill. Þessi leki
hélt áfram, þótt stöðugt væri Verið
að taka skipið til viðgerðar.
í þriðja lagi er það upplýst, „að
ekki verði ráðið með neinni vissu,
hvort skipið hefir steytt á grunni
eða farizt af völdum ofviðrisins".
Stingur þetta mjög í stúf við hinai
fimmdálkuðu fyrirsögn á grein
eftir eiganda skipsins, sem nýlega
birtist í Morgunbiaðinu, að skipið
hafi farizt vegna þess, að siglinga-
merki vantaði á Garðskaga.
Öll þessi atriði eru þannig vax-
in, að eðlilegt er að menn krefjist
fyllri upplýsinga um rannsókn
málsins en fram koma í þeirri
hraflskýrslu dómsmálaráðherrans,
sem blöðunum hefir verið send.“
Flestir munu vera Tímanum.
sammála um það, að við þetta
mál megi ekki skiljast á þann
hátt, sem dómsmálaráðherran*
virðist ætlast til.