Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 2
alptðubuðið Þríðjudagur 29. febrúar 1944. Sjð drnkknnð svíd finnast LÖGKEGLAN í Hafnar- firði fékk í fyrradag til- kynningu um sjórékna svína hjörð í flæðarmálinu í Foss- vogi. Fulltrúi bæjarfógeta ásamt dýralækni fór á staðinn og fann iþar 7 svín, sumt grísi, en önn- ur gömul svín. Taldi dýralækn- ir að ekki hefði verið pest í dýrunum. Enginn veit hver átt hefir svínin en undarlegt er það að drekkja skepnum. Oddur Guðmundsson bókbindari á ísafirði andaðist á sjúkrahúsi á ísafirði í gær- morgun 71 árs að aldri. Þessa mæta manns verður nánar getið síðar hér í blaðinu. Fyrirspurn á alpingi: Lýðveldisstjómarskráin at- ireidd til efri deildar i gær. Ein breyting enn: Lagafrumvarp, sem forseti synjar staðfestingar, verður ekki að iðgum fyrr enþað hefur verið sam þykkt við þjóðaratkvæðagreiðslu. Lýðveldisstjórnar SRÁIN var til þriðju umræðu í neðri deild í gær. Var stjórnarskrárfrumvarp- ið samþykkt og afgreitt til efri deildar að viðhöfðu nafnakalli með 33 samhljóða atkvæðum, en tveir þing- menn voru fjarverandi. iStjómarskrárniefnd flutti tvær smávægilegar breytingar- tillögur við frumvarpið. Voru þær þáðar samþykktar með samhljóða atkvæðum. Forsætisráðherra, Björn Þórð arson, flutti svofellda breyting- artillögu við 26. gr. frumvarps- ins: „Nú synjar forseti laga- frumvarpi staðfestingar, og skal það þá lagt svo fljótt sem kostur er á undir at- kvæði allra kosningar- bærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Verði frumvarpið samþykkt, öðlast það gildi án staðfestingar. Ef frum- varpið fær ekki samþykki, þá telst það fallið.“ 1 frumvarpinu var þessi máls liður á þessa leið: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfest- ingar, og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er und ir atkvæði allrajkosningarbærra manna í landinu til samþykkt- ar eða synjunar með ieynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ En eigi voru allir meðlimir stjórnarskrárnefndar sammála um þetta atriði, enda kom það fram við atkvæðagreiðslu um breytingartillöguna. Breytingartillaga forsætisráð herra var þó samþykkt með 19 atkvæðum gegn 11 að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu: Sigurður Þórðar- son, Stefán Jóh. Stefánsson, Ásgeir Ásgeirsson, Barði Guð- mundsson, Bjarni Ásgeirsson, Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Helgi Jónsson, Jakob Möller, Jóhann Jósefsson, Páll Zophon- íasson, Pétur Ottesen, Sigurður Hversvegna biríi dómsmálaráðherra aðeins eigin útdrátt úr henni? TVEIR alþingismenn, þeir Finnur Jónsson og Eysteinn Jónsson hafa lagt fram á alþingi fyrirspurn til dóms- málaráðherra „út af birtingu skýrslu um rannsókn Þor- móðsslyssins.“ — Mun þessi fyrirspurn ef til vill verða á dag- skrá — hvort leyfð skuli — á alþingi í dag. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvers vegna hefir dómsmálaráðherra aðeins birt eigin útdrátt úr sjódómsrannsókn Þormóðsslyssins, en eigi sltýrslu sjódómsins sjálfs um rannsóknina?“ Eins og kunnugt er gaf sjó- dómur Reykjavíkur ríkisstjórn- inni yfirlitsskýrslu um rann- sókn sína á Þormóðsslysinu, er henni var lokið og barst ríkis- stjóminni skýrslan í byrjun á- gústmánaðar. Þegar skýrsla þessi var búin að liggja hjá dómsmálaráðherra ' í marga mánuði og hvað eftir annað höfðu verið komnar fram kröfur um að skýrsla sjódóms- ins yrði birt, samdi dómsmála- ráðherra sérstaka skýrslu frá sjálfum sér, sem er aðeins út- dráttur úr skýrslu sjódómsins Margir hafa baldið að þessi útdráttur væri hin raunveru- lega skýrsla sjódómsins. Þetta er misskilningur, því að vitn- ast befir nú, að mjög veigamikl- um atriðum úr skýrslu sjódóms ins er sleppt í útdrætti ráðherr- andi: Munu margir furða sig á þess- ari framkomu ráðherrans og þykja hún næsta óviðfelldin. Af þessum ástæðum mun fyr- irspurn þeirra Finns og Ey- steins vera borin fram og má gera ráð fvrir að merkileg at- riði komi fram í sambandi við umræðurnar um hana. í greinargerðinni segir: „Hinn 19. febr. þ. á. sendi dómsmálaráðuneytið blöðunum í Reykjavík skýrslu um rann- sókn Þormóðsslyssins. Eftir því sem fyrirspyrjendur hafa feng- ið vitneskju um, er skýrsla þessi eigi hin sama og sjódóm- ur Reykjavíkur sendi frá sér til stjórnaráðsins. Er úr henni sleppt mjög veigamiklum atrið- um, svo sem áliti skipasmiða um styrkleika Þormóðs, sem þó munu hafa komið fram við rannsóknina og vera á þá leið, að skipið hafi eigi uppfyllt kröf ur þær, sem skipaeftirlitinu ber að gera um slík skip. Enn fremur mun vanta í skýrslu dómsmálaráðherra ýmis önnur atriði, er miklu máli skipta. Þar eð sj ód ómsran n cóvr. ''»csi mun vera hin eina af þessn og hin ýtarlegasta og var gerð út af einhverju hinu hörmu- legasta slysi síðari ára, í því skyni, ef eitthvað mætti af henni læra, að koma í veg fyrir sams konar atburði, verður að teljast mjög misráðið af dóms- málaráðílierra að birta aðeins ófullkominn útdrátt úr henni, sem eigi gefur rétta hugmynd um ástand skipsins, en eigi álit sjódómsins sjálfs. Getur þessi aðferð orðið til bess að tefja það, að nauðsvnle<+ar ráðstaf- anir verði nú þegar gerðar til öryggis, bæði gagnvart skipa- eftirlitinu og um traustleika gamalla skipa, sem keypt hafa verið til landsins. Telja fyrirspyrjendur, að framangreindum ástæðum at- hupuðum, að albinpi ei"i rétt á að fá að vita, hvað veldur þessari aðferð dómsmálaráð-. herra í málinu.“ Bjarnason, Sigurður Guðnason, Sig. E. Hlíðar, Sigurður Krist- jánsson, og Jörundur Brynjólfs son. Nei sögðu: Þóroddur Guð- mundsson, Áki Jakobsson, Ein- ar Olgeirsson, Eysteinn Jóns- son, Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Ingólfur Jónsson, Lúðvík Jósefsson, Ólafur Thors Páll Þörsteinsson og Sigurður Thoroddsen. Hjá sátu við atkvæðagreiðsl- una: Skúli Guðmundsson, Sig- fús Sigurhjartarson og Gunnar Thoroddsen. Þjóðaratkvæðið: Frumvarpið komið til þriðju umræðu. F unnar um RUMVARPIÐ um tilhög- un þjóðaratkvæðagreiðsl- niðurfelling sam- bandslagasáttmálans og lýðveld isstjórnarskrána var til 2. um- ræðu í efri deild í gær. Var frumvarpið samþykkt og vísað til 3. umræðu með samhljóða atkvæðum allra viðstaddra deildarmanna. Þá fór fram í neðri deild 3. umræða um frumvarpið um rétt indi danskra ríkisborgara á ís- landi. Var ' frumvarpið sam- þykkt umræðulaust með sam- hljóða atkvæðum og afgreitt til efri deildar. Félag íslenzkra hljóðfæraleikara heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 7 í skrifstofu félagsins Hverfisgötu 21. Melaskóli. Líkan Axels Helgasonar af hin- um fyriirhugaða Melaskóla eftir uppdrætti Einars Sveinssonar arki tekts er til sýnis í glugga verzl- unar Jóns Björnssonar & Co. Hlanpársdagur, 29. febrúar, er í dag. Einar Arnórsson dómsmálaráðherra. Hvers vegna birti hann aðeins eigin útdrátt úr skýrslu sjódóms um Þormóðsslysið? Slys í skiðaför: Skfðastafor stingst i asga ð maei. AÐ slys vildi til við Skíða- "^skálann í Hveradölum á sunnudag, að Jóhann Gíslason Frakkastíg 22 rakst á mann, en við það rakst skíðastafur í auga honum og særði hann mikið. Jóhann var fluttur hing- að til bæjarins og gert að sári hans, fyrst í Landspítalanum, en síðan var hann fluttur 'í Landakotsspítala. Vonir munu vera um að hægt verði að bjarga auga hans. Klukkunni flýtt- Aðfaranótt næstkomandi sunnu- dags, 5. marz, verður klukkunni flýtt um eina klukkustund. Veðmðlastarfsemi í sambandi við kapp- róðnr og bappreiðar Frumvarp flutt á alpingi af Sigurði E. Hiiðar. P IGURÐUR HLÍÐAR, þing- maður Akureyrar, flytur á alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir dómsmálaráð- herra til þess að veita leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar og kappróður: » í 1. gr. frv. segir: „Dómsmála ráðherra er heimilt að veita Hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík, Hestamannafélag- inu Létti á Akureyri og sjó- mannadagsráðinu í Reykjavík leyfi til þess að reka veðmála- starfsemi við kappreiðar og kappróður með skilyrðum, er á- kveðin verði í reglugerð. Áskilja skal í reglugerðinni, að 10% af hagnaði félaganna Fáks og Léttis ,af starfsemi þess ari skuli varið til reiðvegar Reykvíkinga og Akureyringa og 75% af hagnaði, er verður af kappróðri sjómannadagsráðs ins er fari fram á sjómannadag- inn, renni í sjóminjasafn..“ í greinargerð segir flutnings maður: „Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hefir um alllangt ára hil verið starfandi félagsskapur Kappreiðar hefir félagið haldið á sumrum, bæði á Þveráreyr- um f Öngulstaðahreppi og Gler- áreyrum við Akureyri, og hafa verið vel sóttar. Er ástæða til að ætla, að svo muni og verða framvegis. Má á það benda, að Skagfirðingar hafa nú tilkynnt bátttöku sína í kappreiðum fé- lagsins á sumri komanda. Reiðhestum heíir fjölgað á Akureyri og í Eyjafirði á seinni árum. En Hestamannafélagið Léttir þarf miklu til að kosta, svo að hestaeign og reið- mennska geti sem bezt þrifizt, svo sem kostnaður við haga- göngu, skeiðvöll, hesthús, reið- veg o. s. fr. Lagaheimild sú, sem hér er á ferðinni, yrði væntanlega þess- ari starfsemi mikill stuðning- ur.“ liklar breytiogar á nm Fiskifélais Islands. gkipa** ©fg af¥lai§iiifæk|a@ig©sidiðr fá afkvætHsréff, fJillgiiM fiBllfráa Forsetinn Ineitip framvepis fiskimálastjéri. F ISKIÞINGIÐ er hætt störium og hafði það setið í 30 daga. Á þinginu voru samþykkt ný lög fyrir Fiskifélagið. Samkvæmt þessum nýju lög- um hafa kosningarétt og kjör- o-engi til fiskiþings og fjórð- úngsþinga allir, sem eiga fiski- skip og eru 5 atkvæði fyrir hvert skip, ennfremur allir fiski menn og fiskiiðnfyrirtæki og hefur hvert þeirra 2 atkvæði. Þá hafa og æfifélagar Fiskifé- lagsins einnig sama rétt. Sam- kvæmt þessum breytingum verða 22 fulltrúar á fiskiþingi, en haía verið 12 áður. Þá er og fjölgað í stjórn Fiskifélo^ins upp í 5 úr 3. Stjórnarkosning fór fram síð- asta dag þingsins og var kosið í fyrsta sinn samkvæmt hinum nýju lögum. Davíð Ólafsson, sem nú heit- ir ekki lengur forseti Fiskifé- lagsins, var kosinn Fiskimála- stjóri með 11 atkvæðum og Þorsteinn Þorsteinsson vara- maður hans með 9 atkvæðum Meðstjórnendur voru kosnir Emil Jónsson og Pétur Ottesen með 9 atkvæðum hvor. O^kar Halldórsson með 8 atkysoðum og Ingvar Pálmason með 6 at- kvæðum. Varamenn voru kcsn- ir: Gísli Sighvatsson, Jón Sveins son og Þorvarður Björnsson með 9 atkvæðum og Einvarður Hallvarðsson með 8 atkvæðum. Endurskoðandi var kosinn Bene dikt Sveinsson, en atvinnu- málaráðherra skipar annan endurskoðendann. Tveir menn voru kjörnir heiðursfélagar, þeir Thor Jensen og Matthias Þórðarson, ritstjóri í Kaup- mannahöfn. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.