Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 8
8 mk>Twmv*m* feriðjudagur 29. febrúar 1944. TJARNARBlðSa I víking. (Close Quarters) Ævintýri brezks kafbáts. Leikið af foringjum og liðs- mönnum í brezka flotanum. Aukamynd ORUSTULÝSING (með íslenzku tali). Sýnd kl. 5, 7 og 9. BEZTA GJÖFIN, sem þú gef- ur óvini þínum, er fyrirgejning, mótstöðumanni þínum þolin- mæði, barni þínu gott fordæmi, vini þínum hjarta þitt, sjálfum þér sjálfsvirðingu og mönnun- v.m í heild góðvild. Balfour. * * « AMERÍKUMENN eru brjóst- umkennanlegir að mér finnst. Þeir voga öllu og sýna hina mestu hreysti og hetjudug í æf- intýrum efnisheimsins, en vilja helzt kaupa fyrirfram ábyrgð á öllum sínurrt andlegu tilraun- um. Mahatma Gandhi. * * * LEIKARINN FRÆGI, Edwin Booth, var maður gjafmildur og hjálpsamur, en einkum nutu stéttarsystkini hans góðs af. Alltaf hjálpaði hann þeim á þann hátt, að sem minnsta eft- irtekt vakti. Dag nokkurn var einn af vin- um Booths í heimsókn hjá hon- um og mætti gömlum leikara í forstofunni. Er þeir fóru að rabba saman, Booth og vinur hans, sagði hinn síðarnefndi: „Mér er sagt, að gamli mað- urinn sé búinn að greiða skuld, sem hvíldi á húsi hans, og hann hafði miklar áhyggjur af.“ „Já“, sagði Booth, „er það ekki dásamlegt, að hann skuli engu þurfa að kvíða í ellinni?“ Mörgum árum seinna komst vinur Booths að því, af tilvilj- un, að það var Booth, sem hafði greitt skuldir gamla leik- arans úr eigin vasa. kvöldverð, fórum í leikhús og röbbuðum saman um kvöldið í forsal gistihússins. Jón bauð mér góða nótt við dyrnar á herbergj um mínum og kyssti á hönd mína. — Ég býst við, að þú vilj ir fá morgunverðin í rúmið, sagði hann. — Nei, þökk, svaraði ég. — Ég hefi ávaílt haft megna andúð á að neyta morgunverðar í rúminu. Við snæddum saman morgunverð í gistihúsinu og fór- um því næst í dýragarðinn og horfðum á unga birni og blá- nefjaðan apa. Dagurinn leið með smá rabbi. Ég tók saman farang ur minn og bjóst til að fara yfir sundið um nóttina. Enn var mér með öllu hulið, 'hvers vegna ég hefði komið. Við drukkum te í setustofu minni Jón blandaði mér drykk, og mér fannst ég vera fullkominn bjáni. —^ Heyrðu mig, Jón, sagði ég, hvers vegna baðstu mig um að koma hingað. Ég hélt, að þig langaði til að segja mér eitthvað. Hann horfði á mig, og augu hans voru eins og augu í sjúk- um hundi. — Ég býst við, að ég hafi verið geggjaður, þegar ég hringdi til þín, sagði hann. — Ég var búinn að drekka nokkur glös með piltunum, og mér fannst þetta það sjálfsagðasta, sem hægt væri að gera. — Jæja, nú er ég hér, sagði ég, og í kvöld ætla ég fara. Hann tæmdi glasið, fylti það aftur og ruggaði sér ofurlítið í stólnum. — Hað er erfitt að tala um það, en ef ég gæti létt því af mér, mundi mér líða betur, sagði hann. — Marion, vertu svo væn að skilja mig ekki ein- an eftir nú. Vertu aðra nótt. Ég þarf að létta þessu af mér. — Er, er — er það um slysið, sem konan þín varð fyrir? spurði ég og reyndi að ryðja mér braut. —. Já, það er það, sem mig langaði til að tala um við þig, en það er ekki svo auðvelt. Þeg ar ég var í New York, rakst ég á grein um þig í tímariti og myndir af þér og drengjunum og leikföngunum, sem þú býrð til. Ég vissi ekki, að þú værir fræg, þú virtist vera svo mikið barn! Ég var mjög hreykinn af þér. Sjáið, þetta er Marion, hugs aði ég. Ef ég tala við hana, skýr- ast kannske þessir hlutir, sem ég á svo erfitt með að^ átta mig á. Hún er svo ráðug. Ég klippti greinina úr ritinu, ég hlýt að eiga hana einhvers staðar, ég ætla að sýna þér hana. Hún var víst 1 Vanity Fair------- — Jæja, Jón---------sagði ég og vissi varla, hvernig ég ætti að taka þetta. — Lofaðu mér að skipta á far- seðlinum þínum; þú getur tekið flugvélina í fyrramálið og verið komin heim annað kvöld. Hvern ig lýst þér á það? spurði hann ákafur og hófst þegar handa. Eftir mörg símtöl, bollalegging- ar og endurskipulagningu sett- umst við að kvöldverði í her- berginu mínu, og enn hafði hann ekkert sagt mér frá slysi konu sinnar. Ég horfði á hann drekka og fjörgast upp. Stúlka mín, sagði ég við sjálfa mig. Þetta eru óefnilegar kringumstæður. Ég botnaði ekki neitt í neinu. Karlmennirnir á meginlandinu, sem ég hafði þekkt til, drukku ekki eins og Ameríkanar. Ég býst við, að vínið þeirra sé öðru vísi. Ég vissi ekki, að margir Ameríkumenn þyrftu að drekka til þess að geta dansað, kom- ið fram, leitað ásta eða jafnvel til að tala um sjálfa sig. Til þess að sigrast á meðfæddri feimni sinni, hlédrægni og minnimátt- arkennd. Til þess að bæta upp óhamingju, óánægju örvilnan og ótal aðra mannlega eymd. Þarna sátum við, ekki tvær manneskjur heldur tvö megin- lönd, aðskilin af úthafi misskiln- ings. Það var ekki fyrr en eftir margra ára sambúð við hann, sem mér varð fullkomlega ljóst, að Jón Sprague, sem fékk sér duglega neðan í því á kvöldin, og Jón iSprague að morgni dags, snyrtur og virðulegur, voru tveir gerólíkir menn. —i Ég sagði þér, að Sheila hefði farizt í bílslysi, hóf hann máls síðla um kvöldið, þegar hann var orðinn málhreyfari. — En ég sagði þér ekki, hvernig það hefði viljað til. Það er ýmis- legt, sem ég get ekki skilið. Það er þess vegna, sem ég hélt, að ég vildi gjarna tala um það við þig, ég get ekki talað um það við piitana, skilurðu. Þó þori ég að fullyrða, að það er ekki tií það smáa atriði varðandi þetta mál, sem þeir ekki hafa lesið í iblöðunum. Það er heldur ekki til sá klúbbur eða blaðurtunga 1 New York, sem ekki hefir öðl- azt gómsætasta umræðuefni sitt þar sem þetta slys var. Það var það versta við þetta, allt þetta opinbera umtal. Þú ert ólík þeim konum, sem ég hefi haft kynni af. Ég gat ekki rætt um Sheilu við þær. Þær eru ómerkilegar flestar hverjar. Þú veizt, að ég er ekki handgenginn kvenfólki. Við Ameríkumenn erum ekki eins falskir og karlmennirnir ykkar í Evrópu. Þér finnst það kannske hlægilegt, en ég hefi ekki haft kynni af neinni ann- arri konu en Sheilu. Aðeins ein- staka hýrt augnatillit á háskóla- árum mínum, áður en ég kynnt- ist henni. Og einu sinni á stríðs árunum eyddi ég einni nótt í fé- lagsskap franskrar stúlku. Jæja, ég býst nú ekki við, að þetta skipti neinu máli. En allan þann tírna, sem við vorum í hjóna- bandi, gerði ég ekki svo mikið sb mm eite B i 1 BS CAMLA Blð BS |DoIlaraprinsGSsaR. Kðlskl í sálnaleil (Lacly m a Jam) James Craig I IKENE DUNNE FATRIC KNOWLRS I RALPH BELLAMY Anna Shirley Simone Simos Walter Huston Sýnd kl 9. Sýnd kl. 7 og 9. 9 Falsaða líkneskið. (Confessions of Boston Hver er morðlnginn! 1 Blackie) Eddie Bracken. g Spennandi leynilögreglu- mynd. Betíy Jane Rodes. Chester Morris Jane Preisser. Harrieí Hillard. Bönnuð fyrir böm. Sýning kl. 5 og 7. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára 1 s sem að líta til annarrar konu. Ég hefði kannske átt að gera það. Það eina, sem ég hugsaði um, var að gera hana hamingjusama, uppfylla allar hennar óskir. Þú hefðir átt að sjá gimsteinahring inn, sem ég gaf henni á tíu ára brúðkaupsafmæli okkar. Jæja, ég hefi aldrei séð fullkomnari konu en Sheilu, í fullkomnu jafnvægi, kyrrlát, glæsileg, ekki í neinu smáatriði öðruvísi en vera ibar. Nú ætla ég að segja þér, hvernig þetta vildi til. Hún hafði farið til Miami með nokkr um vinum okkar, eftir því, sem ég bezt vissi. En nótt eina hringdi lögreglan til mín að Long Island til að tjá mér, að hún hefði orðið fyrir bílslysi. Ég flaug á vettvang. Hún var enn. á lífi, en hræðilega útleikin. Þetta er það, sem skeði. Hún hafði verið í Lagoon-veitinga- húsinu. Það er staður sem hefir mjög slæmt orð á sér. Á neðri hæðinni sýnir sig nakið kven- fólk. Uppi er iðkað fjárhættu- spil og þar halda sig einkum alls konar bófar. Hún hafði ver- MEÐAL BLAMANNA EFTXR PEDERSEN-SEJERBO inum og réðist til atlögu við hina óboðnu gesti. Lætin í hundunum höfðu þau áhrif, að villimennimir hörfuðu aftur til baka sömu leið og þeir höfðu komið. Bob teygði stoltur úr sér, og það var engu líkara ep. það leyndist háð í gelti hans. — Skyldi þetta þýða það, að þeir hafi þegar misst móðinn? spurði Páll Wilson. — Varla — ég þori ekki að trúa því, að þeir áræði ekki hingað aðeins vegna Rob, því að það væri meira en lítið undarlegt. •*,’ — Þarna koma þeir aftur, mælti Hjálmar, og rödd hans virtist helzt lýsa því að honum hefði létt í skapi eins og honum hefðu verið það vonbrigði, að villimennirnir skyldu hörfa brott án þess að leggja1 til raunverulegrar atlögu. Óhljóðin í villimönnunum áttu auðsýnilega að yfir- gnæfa geltið í hundinum, og þegar Páll dró hundinn með sér lengra inn í hellinn til þess að varna því. að hann yrði hæfður ör eða spjóti, komust villimennirnir einnig hjá því að sjá dýr þetta, sem þeim stóð annars stuggur af. Þeir nálguðust óðum, en fóru þó ekki í skipulegri fylk- ingu. Hver villimaður gerði sér allt far um að komast sem næst andstæðingunum og bar skjöld sinn fyrir sig. Eigi að síður fór því fjarri, að flokkurinn væri alls stjórn- " f'r?A.t you AMJ5T BE IMTERÍIEÞ/ 'NH'LL A'AK'C 1T FOS5I3L-E FOR ,YOU( MEANWfllLE, you -HAVE -T -ANOTHER VlOiTOf?... J-=T' ’AP Feotores r icnow-how you feel/ kxj PON'T WANTTO EE OUT OF THE' FIOHTIN6/ FROAWSEMEyou y WON'T PO ANVTHLNG RA9H.„ \ ANP AAAYEE LITTLE STEFFI CAN FINPA eiAAWUOC/ X'M A GAL WITH IPEA5,REANEMGER/J T-HEN yOU ALKEAPy KTNOW THE N EWS/ ^ X'MTO 0EHELP j -HE52E IN TUFKEy/ J, FLEASE EXCUSE ME..,ER.>.ANOTHER ENSASEMENT... KED.ARI: „Já, liðsforingi. Ég er hræddur um að við verðum að kyrrsetja yður, en við munum gera yður dvölina eins létta og skemmtilega og okkur er frekast unt. — Þama kemur annar vinur yS ar í heimsókn.“ ÖRN: „Steffi! — Það er gott að þér komið. Mig hefir langað svo mikið til að sjá yður.“ KEDARI: (í dyrunum) „Þið af- sakið. Ég þarf að fara arm- að!“ ÖRN (við Steffi): „Þér vitið þá að það á að kyrrsetja mig hérna í Tyrklandi!11 STEFFI: „Verið alveg rólegur, Öm. Ég veit alveg um til- finningar yðar. Þér óskið ekki eftir þvi að losna úr sjálfum bardaganum. Lofið mér því, að þér grípið ekki til neinna óyndisúrræða. Ef tO vill getur Steffi litla fund ið upp á einhverju. Þér mun- ið að ég er fjárans ári hug- nayndarík!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.