Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 4
4 U^HJBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. febráar 1944. ^íJ>í|5nl>U&Í5 Ctgefandi: AilíýCunokkurinn. Ritstjóri: Steíán Pétmsson. Etitstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðj an h.t Benedikt S. Grðndal: Þegar íslendingnr kemnr til Ameriku. 1 Er þetta það, sem koma skai? TYISVAiR SINNUM hefir það nú komið fyrir með fárra mánaða millibili, að Al- þýðublaðið hefir orðið að halda uppi málfrelsinu innan verka- lýðshreyfingarinnar á móti kúgunartilraunum kommúnista. í bæði skiftin höfðu kommún- dstar neytt hinna nýfengnu valda sinna í stjórn Alþýðusam- ibandsins til þess að hindra, að greinar, sem skrifaðar voru fyr- ir tímarit þess, Vinnuna, fengju að birtast þar á prenti, af því að þær féllu ekki í þeirra „kram“. Og í bæði skiftin varð endirinn sá, að greinarnar voru birtar í Alþýðublaðinu. Hin fyrri þessara greina var, éins og marga mun enn reka minni til, skrifuð af Skúla Þórðarsyni sagnfræðingi og fjallaði um fé- lagsmálalöggjöfina hér á landi. Hin, sem birtist í Alþýðublað- inu síðastliðinn sunnjudag, er eftir Sæmund Ólafsson, einn af stjórnarmeðlimum Alþýðusam- bandsins og forystumönnum Sjóimanniaféiags Reykjavikur, og er efni hennar skipulagsmál vierkalýðshréifingarinnar. Menn spyrja: Hvað er hér á seiði? Frá því að verkalýðshreifing- in hófst hér á landi hefir hún verið sverð og skjöldur hvers- konar frelsis og mannréttinda, ekki hvað sízt málfrelsisins og iritfrelsisins. En nú bregður svo við, eftir að kommúnistar hafa íengið nokkur völd í verkalýðs- félagsskapnum, að hver tilraun- in er gerð eftir aðra til þess að bæla niður málfrelsið og rit- frelsið innan verkalýðshreifing arinnar sjálfrar. Verkamenn eða trúnaðarmenn þeirra eiga ekki að fá að ræða vei’kalýðs- mál í málgögnum verkalýðs- félagsskaparins Jiema á þann hátt, sem valdamönnum komm- únistaj þóknazt. Ef slík yrðu endalok málfrelsisins í verka- lýðshreifingunni sjálfri, þarf ekki að því að spyrja, hvernig það myndi verka á almenn anannréttindi í landinu. Múl- bundin verkMýðshreif ing myndi verða notuð af kommúnisturn til þess, að vega að þeim mann- réttindum, sem hún hefir sjálf barizt fyrir og fengið viður- kennd. Og í stað málfrélsisins og meðvitundarinnar um rétt einstaklingsins yfirleitt, myndi þögnin og þrælsóttinn halda tnnreið sína í þjóðlíf okkar. Því .betur erum við enn langt rá þessu lakmarki hinna komm nistísku ofstækismanna hér. h að því er stefnt með öllum eim vélráðum og kúgunar- rögðum, sem þeir hafa tileink- ð sér hjá erlendum lærifeðr- m. Þannig leynir það sér ekki, ð þeir hafa þegar komið á reinni og beinni ritskoðun fyr- Kommúnistaflokkinn við inarit Alþýðusambandsins, innuna. Og það eru ekki lökustu reinamar, sem þegar hafa fall- i fyrir kuta iþeirrar ritskoðun- CAMBRIDGE, Mass., U.S.A. ÞAÐ ER ákaflega gaman að vera íslendingur í Ame- ríku. Hvar sem við förum, er- um við skoðaðir í krók og kring með forvitni og forundrun, og spurningum rignir yfir okkur rétt eins og við værum véfrétt- in í Delfi og fólkinu hefði hlotn- * azt sú náð, að fá okkur til að ' svala forvitni þess nokkur j augnablik. Við lærum þessar spurningar brátt utanað og nú- orðið þarf fólkið ekki einu sinni að spyrja. Það er af einskærri kúrteisi, að við lofum því að gera það, en þegar við sjáum forvitnisglampa í augum þess, er það hefur mælt okkur út nokkur augnablik, byrjum við ræðustúf, sem við h"r”m tilbú- inn og inniheldur svör við nær öllum spurningum, sem fólk- inu detta í hug. Svo kinka Ame- ríkanarnir kolli, aldeilis hlessa á lýsingu okkar á landinu, og venjulega endar samtalið, eða eintal okkar, á því, að þeir „Heyrðu annars, hvé- nær fer næsta skip til íslands?“ Það kann að vera, að róman- tísk blæja setjist um gamla Frón í husum okkar, er við komum nógu lanet frá því. En við komumst brátt að því, hvað Ameríkananum þyk:~ merki- legast af því, sem við getum sagt honum um landið okkar, og brátt kunnum við utanað þulu, sem er menguð af margs konar forundrum, sem þeim hér úti þykja skaparans krafta- verk og hefðu sízt af öllu átt von á að fyrirfynndust á hólma þeim, sem ísland nefnist. Þessi krafteleksír, sem við gefum þeim inn, er allur sannleikan- um samkvæmt, og aldrei dettur okkur í hug að notfæra okkur fáfræði þeirra. Fyrsta spurningin, sem við heyrum, er nær undantekning- aríaust: „Hvernig er það þarna uppi á íslandi?“ eða „Hvers konar land er ísland?“ Ja, getið þið svarað þessu, svo að fáfróð- ur spyrjandi né nokkru nær? Við verðum að reyna, en oft er freistandi að snúa útúr. Önnur spurningin er ákaflega oft þessi: „Hvernig er Reykjavík borið fram?“ Mikill meiri hluti allra þeirra, sem ég hef hitt, karla og kvenna af öllum stétt- um, veit, að Reykjavík er höf- uðborg íslands, en stafsetning orðsins er sízt til að gera fram- burð þess auðveldan fyrir út- lendinra. En það er ekki von að Ingólfur Arnarson hafi hugs- að út í það. Einn kunningi minn, sem er doktor o" prófess- or og sprenglærður eftir því, sagði mér, að kennslukona, sem hann lærði landafræði hjá í barnaskóla, hafi fullvissað bless uð bömin um að það ætti að bera orðið fram Rí-dsje-jei-væk, og sennilega þótzt meiri mann- eskja eftir en áður. Vestur-íslendingar og jafn- vel aðrir Skandinavar hér vestra, hafa afar«aman af því, að sýna okkur stúdentana. Þeir eru miklu stoltari, er þeir kynna okkur, upp dubbaða í nýjum fötum frá Bond, og til- kynna að við séum nýkornnir frá íslandi, heldur en þeir <?ælu verið, ef þeir hefði eskimóa í bandi til sýnis. Einn norsk-ame- rískur kunningi minn lofaði einu sinni búðarstúlku, að h^nn skyldi borga henni tvöfalt ef hún gæti sagt honum hvaðan ég væri. Hún var ekki eins grá og ætla mætti, því að hún gizk- aði á að ég væri Svíi, en það er það næsta, sem menn yfirleitt komast. Svo njótum við ánægj- unnar af því að sjá kjálkana á vesalings fólkinu falia niður á bringu, er það heyrir sannleik- ann. Sjálfir höfum við afar gaman af því, að fara inn í búðir og tala fullum hálsi við vesalings afgreiðslustúlkurnar. Þær brosa venjulega og fara að pískra saman um þessa furðulegu við- skiptavini. Þegar þær eru svo búnar að segja eitthvað fallegt eða ljótt um okkur i trausti þess að við ekki skiljum ensku, segjum við þeim á reiprennandi enskri tungu, hvað við viljum fá, en þær fara auðvitað allar hjá sér og roðna þar til þær verða eins og epli frá Maine í framan. Það er aðeins einn staður í New York, þar sem lít- ið þýðir að reyna slíkar mála- kúnstir. Það er hinn virðulegi næturklúbbur „ICELAND", en þar er jafnan svo mikið af ís- lendineum, að enginn lætur sér bregða , þótt vestfirzkur sjó- maður bölvi eða stúdent taki hressilega up í sig á góðri ís- lenzku a la Hallgrímur Péturs- son forðum. Það er með mikilli forvitni, sem ég hlusta eftir þvi, hvað fólkið veit um ísland. Yfirleitt er það miklu meira en ég átti von á, enda þótt ekki séu allar hugmyndir þess réttar. Flestir halda að það hljóti að vera afar kalt á íslandi, og er erfitt að á- saka nokkurn fyrir það, þótt ekki væri nema vegna nafnsins. Engan hef ég fyrirhitt, sem átti von á að eskimóar og ísbirnir væru þar nyrðra. Ef þeir spyrja svona óbeint, hvort það sé nú á- byggilegt að við höfum enga ís- birni eða eskimóa, sem ég þeim jafnan, að ég hafi eklci séð ís- björn fyrr en ég kom í dýra- garðinn í Central Park (Mið- garði) í New York, en þá brosa þeir og hættan á því, að þeir efist lengur, er hjá liðin. ar. Grein Skúla Þórðarsonar um félagsmálalöggjöfina hér á landi var ágætt og hlutlaust sögulegt yfirlit yfir það, sem unnizt hef- ir fyrir verkalýð þessa lands á sviði löggjafarinnar. En vitan- lega komst hann ekki hjá því að segja þann sannleika, að það er Alþýðuflokkurinn, sem hef- ir fengið svó að segja allar þær réttarbætur og kjarabætur lög- festar. Og það var einmitt það, sem kommúnistar vildu ekki, að hinn uppvaxandi verkalýður fengi að vita. Þessvegna mátti grein Skúla Þórðarsonar ekki korna í Vinnunni. Grein Sæ- mundar Ólafssonar er algerlega ópólitísk, en athyglisvert inn- legg í umræður, sem uppi eru um skipulagsmál verkalýðs- hreifingarinnar. Hann varar við hinum mörgu og smáu félögum og mælir með sameiningu þeirra í færri og stærri. En þar kemur hann nauðugur viljugur við kaun kommúuista, því að þeir hafa stofnað flest hinna litlu félaga sér til framdráttar innan Alýðusambandsins og hagnast að sama sltapi á slík- um vinnuibrögðum og verka- lýðurinn sjálfur hefir skaðazt á þeim. Þess vegna mátti grein Sæmundar Ólafssonar ekki koma f Vinnunni, og kuti rit- skoðunarinnar var látinn hindra það. Þannig er jafnvel forystu- mönnum í verkalýðshreifing- unni, eins og Sæmundi Ólafs- syni, sem bæði á sæti í stjórn Alþýðusambandsins og um langt skeið hefir verið einn af for- vígismönnum Sjómannaiélags Reykjavíkur, meinað að skrifa í máígagn Alþýðusambandsins af því, að hann er ekki á „línu“ kommún|ista. tHv|erni|g íjkyldi verkamönnum og raunar lands- mönnum öllum geðjast að slík- um forsmekk hins kommúnist- íska frélsis, sem þeim er nú tooðað af svo miklum fjálgleik? Margir kunna hinar skemmti legustu en í okkar augum hjá- kátlegustu sögur um ísland. Beztu söguna af þessu tagi, heyrði ég hér í Cambridge. Ég fór með kunningja mínum í te til gamallar prestsekkju, sem Mrs. Drow heitir. Hún var fjör- mikil, ung í anda, bótt gömul væri að árum, og hafði skarpa og skemmtilega kímnigáfu. Brosandi sagði hún mér, að hún hefði heyrt, að það væri bara eitt tré á íslandi, og það væri hjá einhverju veitinga- húsi, en menn kæmu hvaða- næfa til að sjá tréð! Mér datt í hug, hvort einhver spekinmir hefði lesið um Ask Ypsdrasils og misskilið söguna litillega eða hvort hér væri um bless- aðan Hressingaskálann að ræða og hefur þá fræ^ð hans farið víða. Seinna spurði ung stúlka mig að þessu sama, og virtist hún alvarlega trúa því. * Þáð eru marvir íslendingar í New York og við hátíðleg tæki- færi koma þeir saman. Flestir munu þeir hafa verið í haust, skömmu eftir að ég kom til New York, en þá voru um 175 á dansleik íslendingafélagsins. Þess má þó geta, að þá voru tvö íslenzk skip í höfn. Gildið var hið myndarlegasta með borðhaldi, langri ræðu, dans og mörgum einkennum íslenzkra samkvæma. Ræðismannsskrifstofa íslands er að mörgu leyti miðstöð land- sem biríast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Sími 4906. anna í New York. Á 36. hæð í nýlegri skrifstofubyggingu við Madison Avenue situr Helgi ræðismaður Briem, reiðubúinn að aðstoða os* hjálpa ef með þarf, og þar er einnig að finna nýjustu (eða minnst pömlu) blöðin að heiman. Briem hefur frá mörpu að sepja frá megin- landi EvrÓDU, þar sem hann var áður en hann kom til ( New York. ísiendingar, sem þar voru staddir, vissu lengi vel ekkert hvað átt hafði sér stað á ís- landi, nema það, sem 'nazistar sögðu frá í útvarpi sínu, en það mun sízt hafa verið fegurri hlið málsins. Reyndi Briem að bæta úr þessu með bvi að senda fréttabréf til íslendinga frá Lissabon * ,þar sem hann var. Sem dæmi þess hvernm farið var með íslandsfréttir í einræð- (Frh. á 6. sföu.) ÞJÓÐÓLFUR birti í gær síð- ari hluta hins athyglisverða samanburðar síns á íslenzkum kommúnistum og rússneskum, sem í var vitnað hér í síðustu viku. Þar segir meðal annars: „íslenzkum kommúnistum er allt öðruvísi farið en kommúnist- um í Rússlandi. Þeir er óþjóð- hollir. Starf þeirra miðar að því að rífa niður, veikja þjóðfélagið, grafa undan hornsteinum þess, skapa glundroða og efla hagsmuna mótsetningar innan þjóðfélagsins. Kommúnistar í Rússlandi eru hins vegar þjóðhollir. Þeir leggja allt kapp á að efla ríkið, einbeita öll- um kröftum að þjóðlegri uppbygg- ingu og leggja höfuðkapp á sam- eíningu allra krafta að einu marki: sterku og dugmiklu Rússlandi. . . . íslenzkir kommúnistar haga ekki starfi sínu eins og þeir séu raunverulega sannfærðir um að stefna þeirra hafi þá yfirburði, er þeir predika fyrir landslýðnum. Starf þeirra ber vott um að þeir búast ekki við að erfa landið með eðlilegum hætti, ágæti stefnunn- ar geti ekki lagt þeim völdin í hendur. Þess vegna hafa þeir tek- ið upp þá stefnu að veikja þjóð- félagið, skapa sem mestan glund- roða, vinna gegn heilbrigðu at- vinnulífi og búa í hvívetna sem bezt í haginn fyrir það, að hrun og neyð geti haldið innreið sína á íslandi. Þegar því takmarki er náð, búast þeir við, að gatan verði greið upp í valdastólana. Þá verði auðvelt að sýna fram á, hvílík „blessun“ leiði af „auðvaldsskipu- laginu", og þjóðin muni þá fús til að reyna nýja leið í skipulagshátt- um sínum, leið kommúnismans. Kommúnistar hafa nú náð all- sterkri aðstöðu á stjórnmálasvið- inu. Og afleiðingarnar tala sínu máli. Síðan þingflokkur þeirra óx, hefur þeim raunverulega tekizt að skapa umsátursástand á alþingi. Þeir láta líklega við borgaralega flokka þingsins, þennan í dag og hinn á morgun. Það er þó fjarri þeim að taka upp samstarf við nokkurn annan flokk um lausn þjóðfélagsmála, svo að af nokkr- um hei'lindum væri. Hlutverk þeirra er þvert á móti að kynda á alþingi elda sundrungar og úlf- úðar, koma í veg fyrir samstarf um þjóðnytjamál og halda alþingi í óstarfhæfu ástandi. Þessi við- leitni þeirra hefur borið þann ár- angur, að jafnskjótt og kommún- istar höfðu náð áhrifum á þingi varð alþingi ófært til að gegna þeirri frumstæðu skyldu, sem stjórnlögin leggja því á herðar, að mynda stjórn. Á sviði atvinnulífsins eru spor kommúnista hin sömu.“ Þannig lýsir greinarhöfundur Þjóðólfs stefnu og starfsemi kommúnista hér á landi. En í niðUjTlagi greinarinnar kemur hann aftur inn á samanburðinn við bina rússnesku lærifeðud þeirra og segir: „Kommúnistar hafa þannig öðl- azt tvíþætta áhrifaaðstöðu innan þjóðfélagsins: á stjórnmálasviðinu og innan verkalýðssamtakanna. Hvorug þessi aðstaða er notuð til þjóðhollra áhrifa. Þeim er þvert á móti beitt til eyðileggingar, nið- urdreps og sundrungar. Kommún- istar vilja ekki styrkja þjóðfélag- ið, heldur veikja það. Þeir vilja ekki búa í haginn fyrir þjóðina og leitast við að búa henni betra líf og öruggari afkomu, heldur stefna þeir að hruni, neyð og vand ræðum. Starf þeirra er ekki þjóð- hollt, heldur andvígt þjóðfélaginu og framtíð þess. Hér skilur með kommúnistum á íslandi og rússneskum kommún- istum. Hinir síðarnefndu leggja Framhald á 6. sföu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.