Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 5
6 Mðjndagnr 29. febrúar 1944. A»»TÍIj|BlAPm Mynd þessi var tekin á heræfingu, sem fram fór á Mitchelflugvellinum í New York. Her- ~ mennirnir eru með gasgrímur, enda var æfingin einkum til þess gerð að æfa hermennina í því hversu mæta skuli gasárás Það er flugvélin, sem dreifir gasinu. Stríðshetjan stolta. Æfing gegn gasárás. E T T A er ekki saga, sem fjallar um dirfsku. Nóg er til um dirfsku þessa dagana.. Þetta er mun fremur saga um sérkenni, sérkenni amerískra ilugmanna, sem fara til árása frá Bretlandi til Þýzkalands. Hún fjallar um ungan yfirfor- ingja, sem ég mun nefna ,,Cleve“. Hann er táknrænn fyr ir þessa menn. Ég hafði ekki veitt Cleve <eftirtekt áður en ég kynntist honum. Ég hafði flogið yfir flugvellinum og sá fjögurra hreyfla sprengjuflugvél með þrjá hreyfla bilaða, og sem virt ist ætla að steypa sér á merkja skúrinn, en skauzt upp aftur «eins og orrustuflugvél. Þegar flugvélin var komin nokkuð á loft, setti flugmaðurinn hina þrjá hreyfla sína í gang aftur hvern af öðrum og nálgaðist flugvöllinn til þess að setjast á venjulegan hátt. — Helvízkur aulinn, hugsaði ég með sjálfum mér. — Ef þetta hefði komið fyrir í minni flugsveit, hefði hann ekki fengið að fljúga í mánuð. Ég hitti Cleve þetta sama kvöld. Hann var þrekinn, breið leitur náungi, og augnaráð hans bar þess vitni, að hann væri maður einþykkur. Hann var svo ungur að sjá, að ætla mátti, að hann væri enn í mennta- skóla. Þegar hann gortaði af því, að hafa flogið lágt yfir merkjaskúrinn með einum hreyfli, reyndi ég að draga úr hrifningu hans með því að íala um. gáleysislegt flug og ónauð- synlega bíræfni. — Ég vissi, að mér var þetta óhætt, sagði hann. — Manni eru allar leiðir færar í þessum flugvirkjum. Ég er orðinn hundleiður á því, að fljúga eins og allir aðrir. Næst mun ég steypa mér yfir merkjaskúrinn með alla hreyfla bilaða. Viltu 'kannski koma með mér? Ég komst að raun um, að hinir flugfofingjarnir og skytt- urnar vom líkt skapi farnar og Cleve. Þeir létu skoðanir sínar GKEIN þessi, sem er eft- ir Beirne Lay ofursta og hér þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest, fjallar um unga og stolta stríðshetju, flugsveitarforingja, sem fer í hvern árásarleiðangurinn til Þýzkalands af öðrum og er talinn táknrænn fyrir hina djörfu og harðfengu fé- Jaga sína. í ljós hvar og hvenær, sem var, hlýðnuðust fyrirskipunum og áttu það til að ganga framhjá hershöfðingja með hendumar í buxnavösunum. Þjóðverjai- og Japanar mundu hafa talið fram komu þeirra mjög ámælisverða. Tveim dögum síðar var mér falið að fljúga með Cleve til á- rásar á olíuhreinsunarstöðina í Wesseling í Þýzkalandi. Cleve kannaði fyrst lið sitt. Hann hafði gamanyrði á hrað- bergi við hina ungu flugmenn og skyttur og athugaði hverja flugvél um sig. Hann varð ösku vondur við eina skyttuna, sem hafði gleymt súrefnisgrímu sinni á gólfinu. Hann skóp hverjum manna sjálfstraust með ummælum síhum og sagði við þá. — Það verður steik á borðum í kvöld. Þegar við kom um, voru áhafnir flugvélanna áhyggjufullar. Þegar við fórum aftur, voru þær öruggar. Við lögðum af stað nákvæm- lega á tilsettum tíma, og þá gerði Cleve sig sekan um ófyr- irgefanlegan hlut. Hann lét ekki fullfermda spreneiufJ”'T’r®i ina hefja sig á loft fyir en um það bil tuttugu metrar voru eft ir af rennibrautinni. Þá snar- hækkuðum við flugið og guð má vita hversu mikill ofurþungi hefir verið á vængjum flugvél- arinnar. Gleve sn-eri sér við í sæti sínu og brosti til mín, en ég var öskuvondur og auk þess lafhræddur. í þessum árásarleiðangri stóð Cleve sig með ágætum. Hann stjómaði flugsveitinni af skörungsskap, svo að vart varð á betra kosið. Hann lenti flug- vélinni af mikilli lagni, og mér varð öllu léttara í skapi, þeg- ar því var lokið. — Hvers vegna ert þú ekki í orrustuflugmannasveit? spurði ég- — Geðjast þér kannski ekki að flugstjórn minni? spurði Cleve. Seytjánda ágúst 1943 fór flugsveit Cléves til árása á Mess ersehmittflugvélasmiðjurnar í Regensburg, fór yfir Álpafjöll- in og því næst yfir Miðjarðar- haf til Norður-Afríku. Ég var kófsveittur, þar sem ég sat fremst í flugvélinni. Ég virti flugsveit okkar fyrir mér. Flugvirkin voru nú miklu færri en þegar við lögðum af stað, og flest þeiira voru illa útleikin af skotum. úr loftvarna byssum Þjóðverja. Sumar flug- vélarnar gengu aðeins fyrir þrem hreyflum. í þeim voru öærðir menn, sem voru mjög þjáðir og þurfti ao gefa deyfi- lyf. Auk þess höfðu allmargir menn farizt. Þegar við nálguðumst Afríku strendur, reyndum við að halda hópinn. Sumar flugvélarnar reyndust þá hafa orðið fyrir skotum og höfðu lítið sem ekk- ert brenná. — Flugvirki að farast, sagði ein vélbyssuskyttan. Flugmað- urinn og’ ég sáum flugvirki renna sér niður á sjóinn. Á- höfninni tókst að bjarga sér í gúmmíbáta. Nokkru síðar fór- ust enn tvær flugvélar. Hinar flugvélamar flugu áfram. Brátt sáum við flugvöll skammt uppi i landi og vildi hver flugmann- anna verða fyrstur til þess að lenda. Umsjónarmaður flugvallarins gerðist næsta taugaóstyrkur. Hann lét skjóta rauðum flug- eldum og gulum, en hins vegar þurftu flugvélarnar að setjast umfram allt. FraadWM á 6. sáöu. Tveir alþýðlegir fræðimenn og rithöfundar — Það sem unga kynslóðin veit ekki — Iðnsambandið og hand-bæk umar — Kirkjumyndir — Stórtíðindin og hvemig þeim var tekið. EG HEF ÁÐUR vakið athygli á starfi Gils Guðmundssonar kennara. Ég gerði það í fyrra er hann flutti erindi sín í útvarpið. Annar ungur kennari hefur komið fram í vetur sem athyglisverður. fræðimaður og rithöfundur á þjóð- lega vísu: Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri Ægis. Hann hefur á und- anförnum mánuðum flutt nokkur erindi í útvarpið um merkilegt menningarlíf við Breiðafjörð á síðustu öld, og hafa þessi erindi verið hvert öðru fróðlegra og eft- irtektarverðara. BREVTINGARNAR í þjóðlífi okkar íslendinga hafa verið svo miklar á síðustu 30—40 árum að slíks munu engin dæmi. Þegar tví- tugur — já jafnvel þrítugur, mað- ur les um líf, baráttu og siði næstu kynslóða á undan finnst honum það verá furðusagnir, svo gjörólíkt var stríð amma okkar og afa og jafnvel foreldra okkar, þegar þau voru að alast upp, því sem nú er. Ég hef oft sagt það áður, að það er mikil nauðsyn að unga kyn- slóðin þekki sögu forfeðra sinna, ekki sízt vegna þess, að nú er svo margt lagt upp í hendur unga fólksins og því hætta á, að því finnist, að slíkt sé sjálfsagður hlutur. Það er hins vegar fyrsta skilyrðið til þess að draga úr manndómi og þreki og skapa þá hugsun, að allt muni ganga af sjálfu sér og gæsirnar komi bara steiktar, fljúgandi á diskinn. MENN EINS OG Lúðvík Krist- jánsson og Gils Guðmundsson, og aðrir þeir, sem leggja stund á að lýsa lífsbaráttu fólksins, sem lifði á undan okkur, menningarvið- leitni þess og þrám eftir að skapa nýtt og betra líf, vinna því, að mínu áliti, mjög þýðingarmikið starf. Mér er kunnugt um það, að báðir þessir menn1 hafa allmikil ritverk með höndum og að ef til vill á þessu ári munu þau korna út. Ég vildi mælast til þess við lesendur mína, að þeir væru allt af viðbúnir til að styðja slíka starf semi eftir mætti. Það hygg ég að sé sjálfstæðisbarátta í verki. FORSETI Landssambands Iðn- aðarmanna, Helgi H. Eiríksson, skrifar mér af tilefni bréfs frá Iðnnema, en hann fór fram á það að sambandið gæfi út handbækur um ýmsar iðngreinar. Forsetinn segir, að á síðasta iðnþingi hafi verið samþykkt, að sambands- stjórnin leitaði fyrir sér um mögu- leika fyrir því að gefa út hand- bækur um iðngreinar. Var lagt fyrir hana að reyna að fá menn til semja slíkar bækur og safna síðan áskrifendum til að tryggja fjárhagslega aíkomu útgáfunnar. Sambandsstjórnin hefur þessi mál nú í undirbúingni og ef allt fer eftir áætlun þá er von á þessum handbókum. FRÁ ÍJTGEFENDUM Kirkju- blaðsins hef ég fengið svar við fyrirspurn „Spuruls" hér í pistli mínum fyrir nokkru. Segja þeir að kirkjumyndirnar, sem blaðið birt- ir séu ekki úr kirkjumyndasafni Jóns biskups Helgasonar. Vona ég að þetta svar nægi fyrirspyrjand- anum . ' BARÁTTAN hefur verið hörð, og margt hefur verið sagt. Menn hafa ekki verið alveg sammála um það, með hvaða hætti segja skyldi upp sambandslagasamningnum milli íslands og Danmerkur. Sætt- ir komúst þó á, og svo rann upp dagurinn, sem þau miklu tíðindi gerðust á alþingi að samþykkt var að segja samningum upp. Þetta voru mikil tíðindi, einhver mestu tíðindi, sem gerzt hafa á íslandi. EN ÉG varð ekki lítið undrandi, þegar ég sá blöðin næsta dag Al- þýðublaðið eitt tók þessu eins og stórtíðindum, Þjóðviljinn skildi að hér var um mikil tíðindi að ræða, Morgunblaðið tók þeim eins og þriðja flokks fréttum og eins Tím- inn, en Vísir, það blessaða blað, gat þeirra ekki einu einasta orði. HVAÐ VELDUR ÞESSU? Er þetta í hugum sumra þeirra manna, sem hæst hafa geypað ekki meira virði. Fylgir ekki alvara öllum þessum látum? Eða erum við bara blessaðir blábjánar, eins og krakkarnir segja? Hannes á horninu. UNGLINGA S vantar okkur frá næstu mánaðarmótum til að bera blaðið um B ræSra b©rga rstíg og SlvefisgiátM. HÁTT KAUP AlþýðublaðiH. — Sfmi 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.