Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. febrúar 1944. ALÞTÐUBI " WÐ Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Næturakstur , annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 2Ö.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Enduruppeldi (dr. Símon Jóh .Ágústsson). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í G-dúr eftir Smetana. 21.25 Tónlistarfræðsla fyrir ungl- inga (Páll ísólfsson). 21.50 Fréttir. Aðalfundur Blindrafélagsins: Féiagið hefur keypl hfei Grundarstfg 11. 53 nýir sfyrkfarfélagar. Blœmdravinafélagið hélt aðalfund sinn 6. febrúar s. 1. á Skólavörðustíg 19. Á fundinum var ársskýrsla rædd af framkvæmdastjóra fé- lagsins. Hefir félagið aukið allmjög starfsemi sína á árinu og í sam- bandi við það keypt húsið Grundarstíg líl, þar sem komið verður á f ót f ullkominni vinnu- :stofu á komandi vori. Félagar voru í árslok 85. Á fundinum voru samþykktir 53 nýir styrktarfélagar, sem gerðust ævifélagar. Árgjald var samþykkt kr. 5,00, en ævitillag kr. 100,00. 4 'Stjórn félagsins skipa nú: Af hálfu blindra: Benedikt K. Ben- ónýsson, Guðmundur Jóhanns- son og Margrét Andrésdóttir. Af styrktarfélögum voru kos- in: Ragnheiður Kjartansdóttir og Hannes M. Stephensen. Fundurinn kjörði Sigurð Jón Guðmundsson forstjóra sem heiðursfélaga Blindrafélagsins. jiiK/mmm wm— Stúkan ÍÞAKA Fundur í kvöld. Kosning full trúa í húsráð. Br. stórtemplar les upp. — Að funai loknurn, kaffi- og spila-kvöld. Getuna aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiösla. Vönduö vinna. HéSinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. Sísai 4958. Hnndrnð manna ð sbíðnin Gm’helgina Ánnann og K R. bafa innan félagskappmót MIKILL FJÖLDI pilta og stúlkna fór. í skíðaferðir um síðustu helgi og má gera « ráð fyrir að um 600—r hafi á sunnudag verið á skíð- um á fjöllunum í nágrenninu. Tvö félog, Ármann og K. R. efndu til innanfélagsmóta og fóru bau fram eins og "ð um lætur við skála félacpnna, Ármannsmótið í Jósepsdal og K. R.-mótið við Skálafell. Á Ármannsmótinu var fyrst keppt í svigi og var fyrst keppt í flokki, sem áður hefir tekið bátt í opinberum kappmótum. Fyrstir urðu þeir ° ánsson, Stefán Kristjánsson og Erik Eylands. Keppendur voru 9. í B-flokki voru og 9 þátt- takendur. Fyrstir urðu Halldór Sigurðsson, Hörður Hafliðason og Gísli Jónsson. í flokki ung- linga, en þar voru 10 þátttak- endur, urðu fyrstir Ólafur Nielsen, Ásgeir Eyjólfsson oCT Kjartan Sigurjónsson. 7 kepp- endur voru í svigi kvenna og urðu þessar fyrstar: Margrét Ólafsdóttir, Ingibjörg Árnadótt ir og Sigríður Theódórs. K. R.-mótið stóð bæði á laug- ardag og sunnúdag. Á laugar- dag var keppt í 7 km. göngu og voru 7 þátttakendur . Urslit urðu þessi: Björn Röcd 26,04 mín., Lárus Guðmundsson 26.09 mín. og Hjörtur Jónsson 26.17 mín. Á sunnudag var keppt fyrst í ibruni. Þáttlakendur voru 22 að tölu. Úrslit urðu þessi: Björn Blöndal 2.56 mín., Ragnar Ingólfsson 3.15 mín. og Magnús Gíslason 3.25 mín Far- in var sama vegalengd og á Reykjavíkurmótinu í fyrra. í svigkepnni voru A- og B-Hr>w_ ar saman og var brautin um 300 m. Þátttakendur voru 6. Úrslit urðu þessi: Björn Blönd- al 57.5 sek., Jón M. jónsson 66,3 sek. og Þórir Jónsson 69.4 sek. Þá var keppt í svigi C-flokks og var brautin 250 metrar. Úr- slitin urðu á þessa leið: Hjört- ur Jónsson 64.3 sek., Magnús Þorsteinsson 50.2 sek. og Einar Sæmundsson 51.9 sek. í svigi kvenna kepptu þrjár stúlkur. Úrslit urðu þessi: Maja Örvar 44.2 sek., Hallfríður Bjarnadóttir 46 sek. og Ragn- heiður Ólafsdóttir 55.2 sek. Þá var keppt í bruni fyrir unglinva. Úrslit urðu þau að Flosi Ólafsson, Benedikt Guð- þjartsson og Jón Atli urðu allir jafnir á 25 sek. Æskan, barnablaðið 1—2 hefti kom út í gær. Á forsíðu er mjög fögur mynd: í ríki vetrarins. Að öðru leyti er efni blaðsins þetta: Góð- templarareglan 60 ára, eftir Krist- inn Stefánsson, Unglingareglan á íslandi, eftir Hannes J. Magnús- son, Á æfintýraleiðum (framhalds saga), Konungslund, saga, Hann var syndur. Sjóarasaga Kára skip- stjóra, Herra Pétur og mjög margt fleira. Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað lands- ins og gildir það verð í Reykjavík og nágrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAUPIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ nöararA nm: Horleif Jóíianneison bóMrð í Síykkis- hámi. Þ.AÐ HEFUR dregizt lengur en ég ætlaðist til, að minnast látins vinar míns hér ar í blaðinu, Þorleifs Jóhannes- sonar í Stykkishólmi, sem lézt í sjúkrahúsinu þar 22. janúar síðastliðinn. En með honu.m hné í valinn gagnmerkur mað- ur af gamla skólanum, sem unni þjóðleoum fræðum af lífi og sál og starfaði fyrir þau, en var þó hugsiónaríkur framfara- maður, sem studdi um áratugi að umbótum.á kjörum alþýð- unnar, bæði menningarlega og efnalega, tók þátt í verkalýðs- hreyfingunni og gegndi þar trúnaðarstörfum og tók virkan þátt í baráttu Alþýðuflokksins, með vini sínum Guðmundi Jónssyni frá Narfeyri, en hann lézt skömmu áður en Þorleifur. Má því segja að alþýðan í Stykkishólmi, og þó að víðar væri leitað, hafi beðið mikið tjón á skömmum tíma, að missa þá báða. Þorleifur Jóhannesson var fæddur 20. desember 1879 að Seli á Skarðsströnd. Var hann því rúmlega 65 ára gamall er hann lézt. Þriggja vikna gamall fluttist hann til fósturforeldra sinna í Stykkishólmi, Ólafs 111- ugasonar og Guðveigar Guðna- dóttur, en foreldrar hans voru Ragnhildur Jónsdóttir, ættuð af Skarðsströnd og Jóhannes Sig- urðsson, Höfða í Eyrarsveit. Árið 1899 giftist Þorleifur eft- irlifandi konu sinni Önnu F. Guðmundsdóttur. Eip"”^”"t þau 6 börn, en fjögur þeirra lifa: Kristín og Ólafur, bæði gift hér í Reykjavík og Ólöf og Guðveig, báðar giftar og búsett- ar í Grundarfirði. Þorleifur var mjög vel gef- inn maður, en fékk litla skóla- menntun eins og titt var um al- þýðubörn á þeim tíma. En hann mentaði sig sjálfur eftir föng- um og varð vel menntaður maður á alþýðuvísu. Sýnir það og álit manna á honum, að hon- um var falin barnakennsla snemma, en meðfi-am kennsl- unni, sem hann stundaði á vetrum, stundaði hann alla al- genga vinnu, bæði á sjó og í sveitum á sumrum. Barnakenn- ai'astarfi hætti hann, er hann gerðist verkstjóri hjá Sæmundi Halldórssyni, þeim mikla fram kvæmdamanni og gegndi Þor- leifur bví starfi í 28 ár sam- fleytt. Þegar Sæmundur Hall- dórsson varð Pialdþrota hætti Þorleifur vex'kstjórastarfinu og gerðist þá ráðsmaður spítalans í Stykkishólmi og jafnfi'amt bókavörður bókasafnsins í Stykkishólmi, en hann var alla tíð ákaflega mikill bókamaður. * Þessi störf stundaði hann til j hins síðasta. | Þorleifur hafði alxa tíð ákaf- ji lega mikinn áhuga fyrir forn- minjum og var hann flestum mönnum kunnugri fornminjum, örnefnum og siðurn og háttum liðinna kynslóða. Var hann oft ■■fenginn til þess að aðstoða Móðir mín Guðný Sæmundsdéttir andaðist að heimili sínu Smiðshúsxxm, Miðnesi, aðfaranótt 27. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Ólafur Vilhjálmsson. Móðir og tengdamóðir okkar Unnur Sveinsdóttir, frá SkárastöÓum verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, miðvikudag- ’inn 1. marz. Athöfnin hefst með bæn kl. 2 eftir hádegi á Skúlaskeiði 40. Bjami Jóhannesson. Guðmundur Jóhannesson. Sveinn Jóhannesson. Ása Stefánsdóttir. 2 m Jarðarför konunnar minnar Marfaa Jéusdóttur fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. marz n. k. — Hefst með húskveðju að heimili okkar, Ránargötu 9, kl. 1.30 e. h. Stefán Filippusson, frá Brúnavík. H Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og dóttxxr Önnu Guémundsdéttur. Lárus Jónsson og börn. Júlíana Sveinsdóttir. Guðniundur Jónsson. fornminjavörð í leit að forn- minjum og við útgröft og reynd ist hann þar allt af hinn glögg- skygnasti. Þorleifur var alla tíð fátæk- ur maður, enda greiðvikinn, jafnvel úr hófi fram. Hann hafði mikla löngun til að safna fágætum hókum, en fátækt hans hamlaði þar eins og í svo mörgu öðru. Þó átti hann all- gott rímnasafn og sumar rím- ur í safni hans munu. vera næsta fágætar. Hann hélt og dagbækur yfir síðustu 40 ár og hygg ég að þar sé mikinn fróð- leik að finna. Þorleifur var allt af að auka menntun sína fram í andlátið, enda allt af ungur í anda. Hann kunni Norðnv. landamálin og ég vissi til þess að hann lagði milda stund á að læra grísku og ýms önnur mál. Þorleifur Jóhannesson var viðkvæmur í lund og ekki her- skár. Þó lánaðist honum oft að fá mál sitt fram, þó að hann berði þau ekki fram með frekju. Hann var svo barngóður að af bar og virtist fyrst vera í essinu sínu þegar hann stóð í miðjum barnahóp. Munu mörg reykvísk börn, sem verið hafa á dvalar- heimilinu í Stykkishólmi minn- ast hans, en þaú kölluðu alltaf vinarorð til hans, er þau sáu hann og kölluðu þau hann allt af afa. Sá ég oft að það líkaði Þoi'leifi vel. Ég veit líka, að það eru ekki aðeins kveðjuorð okkar hinna eldri, sem fylgja Þorleifi Jó- hannessyni yfir í fyrirheitna- landið, íxeldur og fögur bless- unar- og kveðjuorð fjölmarrr-n saklausra og góðra barna. Slík- ar kveðjur eru góðar að afloknu dagsverki, þegar maður leggst þreyttur til hvíldar. Vinur. Tímamét 1 styrjSldinni. Frh. af 3. síðu. sem var orðinn nær daglegur viðburður, heldur hefja flug- virki og Liberator-flugvélar sig til flugs frá Ítalíu og ráð- ast á ýmis héruð Suður- Þýzkalands og AustuiTÍkis úr suðri. ÞÁ ER OG NÆSTA eftirtektar vert, að nú er svo komið, að amerískar flugvélar varpa nú niður meira sprengjumagni en flugvélar Breta. Sagt er, að í síðastliðinni viku hafi verið varpað niður um 17.000 smálestum srengna á Þýzka- land, en þar.af vörpuðu flug- menn Bandaríkjamanna um 9400 smálestum, aðallega að degi til, en Bretar fara jafn- an til árása að nóttu. Bendir þetta til þess, að Bandaríkja- menn séu nú komnir svo langt í fjöldaframleiðslu flugvéla, að þeir geti bæði sent ógrynni flugvéla til Evrópu og einnig til víg- stöðvanna við Kyrrahaf, þar sem þeir hafa greitt Japön- um þung högg og stór nú undanfarið. SAMT VIÐURKENNA Bretar, að tjón hafi orðið verulegfc í árásunum á London og fyrir nokkrum dögum var þess getið, að vinsæll maður, Winston Churchill, hafi sézt með vindilstúf í munnvikinu London og látið þá þau orð falla, að þetta væri alveg eins og í gámla daga, þ. e. a. s. haustið 1940 og vorið 1941. MÁ AF ÞVÍ MARKA, að Þjóð- verjar beiti öllum kröftixm sínum til þess að ráðast á London, enda þótt þær árás- ir verði að teljast barnaleik- ur einn á móts við árásir Breta og Bandaríkjamanna á Þýzkaland. En nú koma Þjóðverjum í koE aðfarir þeirra, er þeir lögðu í rúsfc ýmsar borgir, sem óvíggirtar voru, svo sem Rotterdam, Belgrad, Varsjá og smábæ- inn Molde í Noregi, auk fjöldamargra annarra bæja og þorpa, sem ekki höfðu hið minnsta hemaðarlegfc gildi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.