Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 6
* frá ríkissijérninnS. Brezka flotastjómin hefur tilkynnt íslenzku ríkis- stjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 tíil 750 smál. að stærð fái endumýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. marz 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka víee-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice-konsúlnum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 28. febr. 1944 Sítnanúmer verzlunar vorrar er: 1230 ___________________ Þegar jÍsleDingnr kemnr til Anerikn HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4. síðu. allt kapp á það að efla þjóðfélagið og lyfta þjóð sinn til meiri at- orku og vegs. Þeir hafa sett í landi sínu örugga stjórn — að vísu ein- ræðisstjórn, enda hentaði ekki annað, þegar þeir tóku við völd- um. íslenzkir kommúnistar beina allri orku sinni að því að skapa 1 landinu stjórnleysi og upplausn. Ástæðan til þessarar ráðabreytni er auðsæ: Það er vantrú íslenzkra kommúnista á málstað sínum. Þeir vita sem er, að íslenzka þjóðin tek ur aldrei þann kost af frjálsum vilja að afsala sér lýðfrelsi og demókratiskum stjórnháttum. Það hafa nægilega margir menn á ís- landi opin augu fyrir þeirri stað- reynd, að hér háttar öðruvísi til en í Rússlandi, þegar keisara- stjórnin og aðallinn stóð andspæn is skapadómi sínum. Almennur kosningaréttur er því ólíklegasta vopnið í höndum kommúnista. Neyðin hefur mikla yfirburði. Þess vegna auðkennist starf kommún- ista fyrst og fremst af vantrú á málstaðinn, yfirburði hans og sig- urmöguleika í „frjálsri sam- keppni“. Þannig lýkur hinni athyglis- verðu grein Þjóðólfs. Vissulega gefur hún óvenju sanna mynd af eðli kommúnismans hér á landi, og verður fróðlegt að heyra, hvernig forsprökkum hans verður við að sjá þessa mynd sína. Frh. af 5. síðu. Klukkan var orðin yfir sex, þegar flugvél okkar nálgaðist bækistöð sína, sem var allmiklu sunnar. Við vorum heldur óá- sjálegir, er við gengum til her- búðanna til þess að neyta flesks, «ggja og kældra gosdrykkja. Cleve sat við hliðina á mér. -— Hefir þú misst nokkurn spurði ég. — Loftskeytamaðurinn minn er dauður, svaraði hann. — Og þeir skutu sprengjuvarparann minn og eina vélbyssuskyttuna. Varaflugstjórinn minn hefir líka orðið fyrir barðinu á þeim, og ég ætla að sjá til þess, að hann fái leyfi. Hann þarf þess með. Þegar ég sá flugvél Cleves daginn eftir, var hann og á- höfnin önnum kafinn við að gera við skemmdir hennar. — Hún verður í lagi á morg- un, mælti Cleve. — Mér var sagt rétt í þessu, að í ráði væri að ráðast á Bordeaux á heim- Ieiðinni. Ég mun ávallt minnast þess- ara orða Cleves. Þau skýra fyr- ir mér, hvernig hægt var að gera harðfengilegar loftárásir á Þýzkaland og hæfa skotmörkin eins vel og raun varð á. Cleve hafði stjórnað lásfh’vs sveit, sem orrustuflugvélar Þjóðverja vildu helzt eiga í höggi við. I hinum mannskæðu árásum Þióðverja, þef*ar ráðizt var á Regensburg, sá ég flugvél hans. Hann missti þrjár ílugvél ar af sex í flugsveit sinni. ' Ég sá ekki, hvort hann komst yfir skotmarkið, en ég efast ekki um það, að svo hafi verið. Síðar lét áhöfn flugvélar Cleves þau ummæli falla, að það hafi einvörðungu verið stjórn hans að þakkka, að þeir komust lífs af úr mannraun þeirri, sem leiðangur þessi hafði verið þeim. Ég lá andvaka í rúmi mínu nóttina eftir og varð hugsað um Cleve. Hann hafði sannað mann dóm sinn og hugrekki með dáð- um þeim, sem hann hafði drýgt, er höfðu þroskað hann og hert. Samt sagði herbergis- félavi hans mér, að Cleve hefði verið maður tilfinningaríkur og mildur áður en hann fór að heiman. Hann hafði breytzt og gerzt vélrænn í þeirri iðju sinni að drepa Þjóðverja. En Cleve er ekkert einsdæmi í þessum efnum. Sömu sögu mun mega segja um fjöldann allan af flugmönnum þeim, sem halda uppi loftsókninni gegn Þýzkalandi. Cleve hefir brynj- að sig kaldhæðni og kæruleysi. Hjá því verður ekki komizt. Eftir þetta tel ég mig ekki hafa ástæðu til þess að hafa á- hyggjur vegna Cleves. ■ Frh. af 4. sfðuu islöndunum má nefna það. að þegar hið hryggilega atvik, sem kostaði íslendin*? lífið, kom fyrir í Hafnarfirði, var fregnin uni það birt á forsíðu undir stórum fyrirsögnum í Budapest í Ungverjalandi! * Ef við bregðum okkur suður fyrir New York, förum við gegnum borgirnar Philadelphia og Baltimore, en í beim báðum eru íslenzkir stúdentar. Skammt sunnan við Baltimore er höfnð- borgin Washington. Ef þið eigið einhvern tíma eftir að koma þangað og þurfið að finna ís- lenzku sendisveitina, skuluð bið hafa eftirfarandi vegalýs- in<m í huga. Hún er afar ein- föld. Leitið rnpi Hvíta húsið, þar'sem forsetinn býr. Það ætti ekki að vera neinum erfiðleik- um bundið, bví að allir vita hvar það er. Stillið ykkur síð- an upp á tröppum þess, og snú- ið baki að dyrunum. Gangið síðan beint áfram 2—3 mínút- ur, og þá munuð bið sjá lítið, snoturt hús til hægri við göt- una. Islenzka þjóðmerkið gefur til kynna hver staðurinn er, og ef þið gangið inn, taka laglegar íslenzkar skrifstofumeyjar á móti ykkur. Þær eru ekki í ein- kennisbúningum, en það telst til tíðinda um stúlkurnar í Washington nú orðið, því að þar er ekki hægt að þverfóta fyrir grænum, bláum eða khaki litum einkennispilsum. Þrjár skrifstofustúlkur, full- trúarnir tveir, Þórhallur Ás- geirsson og Hinrik Björnsson og svo sendiherrann, Thor Thors gegna störfum sínum í litla, snotra húsinu með þjóð- merkinu okkar. Skrifborð, rit- vélar og skjöl, arinn og mynd af ríkisstjóra, ásamt stækkaðri sígarettupakkamynd af íslenzk um togara. Allt ákaflega vin- arlegt, eins og ofurlítill íslenzk ur heimur í hinni miklu og önn um köfnu höfuðborg. Bústaður sendiherrans er við Massachus- ettes Avenue, en það er sendi- herragatan í Washington. Við hana eru nær allar sendisveit- irnar í borginni. Það er með dálítið stríðnislegu glotti, sem ég tek eftir því, að okkar sendi- ráð er stærra en danska sendi- ráðið! Fulltrúar okkar í stórborgun um eru sífellt á verði gegn hvers konar vitleysum um Is- land í blöðunum. Hvenær, sem eitthvað rangt eða villandi stingur upp kollinum, láta þeir til sín heyra og fá það leiðrétt. Þetta er auðvitað eitt af minni störfunum þeirra, en þó mikil- vægt. Yfirleitt virtust mér full trúar okkar vestra vera vinsæl- ir og vinna hið ágætasta starf. Hver einasti íslendingur, sem kemur utan, verður of- urlítill Göbbels, sem reynir að auglýsa Island og verja mál- stað þess ef rangt er með hann farið, nema hvað hann heldur sig venjulega við sannleikann (sem ekki er hægt að segja um Göbbels). Jafnvel hinir yngstu láta engan ganga á hlut gamla landsins og leiðrétta vitleysur um það. Synir sendiherrans í Washington sáu eitt sinn á al- þjóða brúðusýningu, að Lappa- kerling var sýnd sem íslenzk kona. Þeir voru hreint ekki á því og sögðu frá Vitleysunni. ■Áður en langt var liðið, var brúða í íslenzkum þjóðbúningi komin í staðinn. * Ef við bregðum okkur aftur norður eftir ströndinn' til Bost- on, þeirrar gömlu og virðulegu borgar, finnum við marga ís- lendinga. Þar eru mn 60 sjó- menn, sem flestir fóru að heim- an fyrir um 60 árum. Mun ég seinna reyna að segja ykkur nánar frá þeim, en þeir hafa tekið okkur stúdentunum opn- um örmum og opnað , okkur heimili sín. Hér í Boston eru nú fimm íslenzkir stúdentar. (Cambridge er í raun og veru útborg frá Boston, þótt hún hafi sérstök borgarréttindi.) Einn þeirra fyrstu, sem ég heimsótti hér var prófessor Francis P. Magoun, en hann er mikill vinur íslands og nor- rænna fræða. Þegar ég kom heim til hans, sá ég þar á vegg íslenzkan fána og gamalt kort af íslandi, en margar íslenzkar bækur í safni hans. Kom það mér skemmtilega á óvart, að finna slík merki um áhuga á íslandi. Bandaríkjamenn eru afar gestrisnir og öllum stúdentum kemur saman um að þeir séu vingjarnlegri en þeir nokkru sinni gerðu sér í hugarlund. Ameríkumaðurinn lifir í landi, sem að er miklu leyti sjálfu sér nógt og hann hefir öll lífs- þægindi heima hjá sér. Hann hefir aldrei þurft að hugsa mik ið út fyrir landssteinana. En síðan stríðið brauzt út og her- ■mennirnir hafa farið um öll heimsins lönd, hafa augu þeirra opnast fyrir mörgum fram- andi löndum. Það er reynsla okkar íslendinganna, að fólkið er forvitið og hlustar með at- hygli á frásagnir okkar af heimalandi okkar og spyr um margt. Við skulum taka sem dæmi skrifstofukonuna, sem tók lækn isskýrslu af mér fyrir skólann. Spurningarnar, sem rigndi yfir mig voru á þessa leið: Nafn og heimilisfang. for- eldrar og systkini. Hefir þú fengið berkla? Það er kalt á íslandi, er það ekki? Hefir þú fengið skarlatsótt? Hvernig er Reykjavík borið fram? Hefir þú fengið mislinga? Þið hafið heilmikið af hver- um, er það ekki? Hvernig er heilsa föður þíns? Hvernig eru eldfjöllin? ílvernig er heilsa móður þinnar? Hverjir eru atvinnuvegir ykk ar? Þetta er ekkert einsdæmi. Og við reynum að svala for- vitni fólksins eftir beztu getu. Atvik, sem kom fyrir mig suður í Washington, bregður góðu ljósi á hugsanir margra, sem kynnast íslendingum.' Ég og hermaðurinn, sem verið hafði á íslandi, vorum að tala við unga stúlku. Hún skoðaði mig vandlega í laumi, en sagði svo brosandi með nokkrum undrunarhreim í röddinni við hermanninn: „Hann er ekkert öðruvísi, finnst þér það?“ Bárufleygur. YMISLEGT hefir verið gert á seinustu árum til að auka öryggi skipa, hvað sem segja má um alla ofhleðslu á gömlum skipum og nýjum, o. s. frv. En þrátt fyrir allt öryggi, tel ég að eitt ómissandi örygg- istæki vanti, sem að minnsta kosti gæti orðið öllum iiinum smærri skipum til ómetanlegs Lsmið inn myndasögur b!að- anna í Myndasafn barna og unglinga Þriðjudagur 29. febrúar 1944; — !■■■! i i ... Tvöfaldar K Á P U R í öllum stærðum. H. 'TOFT Skólavörðustíg 5. Sínai 1035. Kaiepism tuskur hæsta verði. Miissagaaffiaaasíð’Áf.i BaSdursgöSu 30. | gagns á stærstu hættustundun- um, en endrarnær þarf ekki að nota þessi tæki. Á ég hér við áhald, sem ég held á góðri ís- lenzku kallist bárufleygur Ge.ta þessir fleygar verið litlir *>ða eða stórir, eftir stærð bátanna, fylltir lýsi eða olíu. Ver-;tu veðrin, sem t. d. mótorbátarnir hér við Faxaflóa fá á vetrar- vertíðum, eru vestan og norð- vestanveðrin. Er þá sjór oft vondur og á leið til lands, ým- ist undanhald eða hliðarvindur. Eru slíkar ferðir oft lífshættu- legar, jafnvel þó varlega sé far- ið. Ættu allir bátar, sem línu- veiðar og togveiðar stunda hér að vetrarlagi, að hafa góðan bárufleyg meðferðis, og aldrei að draga of lengi að nota hann. Það er engin minnkun, hitt er meiri vansæmd að láta drasla með líf sjómanna og hvernig fer um skipið. Mætti vel komast af með poka með svo sem 10— 20 kg. af tvisti í, einn eða tvo poka. Eiga um borð t. d. óhreina smurningsolíu og hella í tvist- inn áður en pokinn er látinn út. T. d. á landleið, í vondu veðri, mætti hengja hann aftan á bát- inn í lensi, en framan á kinn- ung í flatskellu. Öll fitubrák á sjó dregur úr brotsjóum, þó öld urnar lægi ekki við það, en brotsjóarnir eru hætta sjófar- endum á smáu skipunum. Þeg- ar svo hætt væri að smita úr pokanum, sem ég hygg að mundi endast í 1—2 kl.tíma, mætti láta hinn út í staðinn. Sjálfur hefi ég reynt þetta á litlum bát, og tala hér af reynslu. Ég tel hiklaust að skipaskoð- unin ætti að gera hér eftir tvær kröfur til útgerðarmanna, við skoðun hinna smærri skipa (mér vitrari menn hér um, verða að skera hér úr, hvar lín- urnar eigi að draga um stærð skipa, sem skylda á til að hafa bárufleyg). Eru þær þessar: 1. Að öll hin smærri skip (þar með taldir árabátar og trillu bátar) hafi bárufleyg eða annað, sem kemur að sama gagni og bárufleygur. 2. Að .allir þilfarsbátar hafl fullkomna talstöð og við- tæki í fullu lagi, en á því er oft mikill misbrestur. Nýlega björguðust 5 menn, einungis fyrir talstöð og við- tæki, ef þessi tæki hefðu verið í ólagi, væru hin hörmulegu slys undanfarið enn stærri og sárari. Skipaskoðunarmaðurinn á ekki að gefa haffærisskírteini fyrr en hann hefur sjálfur geng- ið úr skugga um, að talstöð og tækið sé í alqeru laqi. Og hannt á að gera meira, hann á að at- huga með ákveðnu millibili, hvort þau eru enn fullkomlega virk. Ef ekki, þá að láta tafar- laust laga þau. Úti á landi, þar sem erfitt er að ná í viðgerðar- menn, þyrftu að vera til vara- tæki, battarí, lampar o. fl. Ég vil vekja athygli skipaskoðunar- stjórans á þessum tillögum, sem og hinnar væntanlegu nefndar, sem fjalla á um ör- yggismálin nú á næstunni. Gamall sjóari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.