Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 2
Sr *Ki£- 2' UÞvWBLAC!r •,M4i ísmm % Laugardagur 4. marz 1944». (, i Leikhúsið. Leikfélag Reykjavíkur er í þann veginn að hefja sýningu á ný á sjónleiknum „Ég hefi komið hér áður“ eftir Priestley, sem hætta varð við um skeið vegna jólasjónleiksins, „Vopn guðanna11 eftir Davíð Stefánsson. Verður þessi sjónleikur aftur sýndur á sunnu- dagskvöldið kl. 8. Myndin er af Val Gíslasyni í einu aðalhlutverk- mu. MorguiÉlaðið dæmt fplr úM- ur ui Harald Guðmandssoíi. „ ■ ---— », Illkvittnislegar dylgjur, sem ábyrgðar- maðurinn gatekkifundið neina stoð fyrir T / ALTÝR STEFÁNSSON * hefir verið dæmdur fyr- ir órökstuddar og óvenju- lega rætnar dylgjur í garð Haralds Guðmundssonar al- þingismanns, sem birtust í greinum í Morgunblaðinu á síðastliðnu hausti. Voru dylgjur þessar í forystugrein um blaðsins, en Valtýr Stef- ánsson, er eins og kunnugt er ábyrgðarmaður Morgun- blaðsins. Hér fer á eftir dómurinn og niðurstöður hans: „Ár 1944, föstudaginn 11. febrúar, var á bæjarþingi Reykjavíkur í málinu nr. 379/ 1943 Haraldur Guðmundsson gegn Valtý Stefánssyni kveð- inn upp svohljóðandi dómur: Mál þetta, sem dómtekið var 8. þ. m., er höfðað af Haraldi Guðmundssyni, alþingismanni, Hávallagötu 33, hér í bæ, gegn Valtý Stefánssyni, ritstjóra, Laufásvegi 69, hér í bænum, út af ummælum í óundirritaðri grein með fyrirsögninni,, Róg- ur bæjarútgáfunnar“, er birtist í 246. tbl. Morgunblaðsins, er út kom þann 30. október s. 1., en stefndur Valtýr er ritstjóri og ábyrgðarmaður þess blaðs. Eru ummælin, er stefnandi telur meiðandi og móðgandi fyrir sig svohljóðandi: „Og loks var bæjarútgáfan að þvi spurð og skal enn spurð, hvort rétt sé, að æra Haraldar Guðmundssonar sé einmitt þessa dagana talsvert rædd af alveg sérstökum ástæðum“. Stefnandi hefur gert þær dómkröfur, a ð hin umstefndu ummæli verði dæmd dauð og ómerk, a ð stefndur verði dæmd ur í sekt fyrir þau, a ð stefndur verði dæmdur til að greiða hæfilega upphæð til að stand- ast kostnað af birtingu dóms í máli þessu og a ð hánn verði dæmdur til að greiða sér máls- kostnað samkvæmt reikningi eða mati réttarins. Stefndur hefur aðallega kraf izt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar sér -til handa eftir mati dómarans, en til vara, að hin umstefndu ummæli verði dæmd dauð og ómerk, en málskostnaður falli niður. Sýknukröfu sína byggir stefndur á því, að hi'n umstefndu ummæli séu á engan hátt meið- andi fyrir stefnanda, eða að minnsta kosti svo lítillega, að , taka beri vara-kröfurnar til greina. Þar sem telja verður, að í hinum umstefndu ummælum felist slíkar dylgjur í garð stefnanda, að til þess séu falln- ar að skerða virðingu hans, og þar sem ummælin hafá á engan hátt verið réttlætt, ber að dæma þau dauð og ómerk og refsa stefndum fyrir þau. Þykir refsingin hæfilega á- kveðin (sbr. 235. gr. hinna al- mennu hegningarlaga) 200.00 kr. sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan aðfarafrests í mál inu, 12 daga varðhald. Ennfremur þykir rétt að stefndur greiði stefnanda / kostnað við birtingu dóms þessa, og þykir sú upphæð hæfi lega ákveðin kr. 65.00. Þá greiði stefndur og stefn- anda kr. 125.00 í málskostnað. Árni Tryggvason, settur borg ardómari, kvað upp dóm þenn- an. Því dæmist rétt vera. Framangreind meiðandi um- mæli skulu vera dauð og ó- merk. Stefndur, Valtýr Stefánsson, greiði 200 króna sekt í ríkissjóð, og komi í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan aðfararfrests á máli þessu, 12 daga varðhald. Þá greiði og stefndur stefn- andanum, Haraldi Guðm’”-- syni, kr. 65.00 til að standast kostnað við birtingu dóms þessa og kr. 125.00 í málskostn- að. Dómí þessum ber að full- nægja innan 15 daga frá lögbirt ingu hans, að viðlagðri aðför að lögum.“ w- i f •' inr y| 'il £& | Afkrma ríkissjóðs árið sem leið: i-i ffi t í Messað , í hákólákaþelluiini á mbrgun kl. 5 e. h. Bjartmar Kristjánsson stud. theol. þrÓáikar. tekjur og giold i l^iidsins hingað til, Mijf'.skk Tekjnr urðu yfir 109 millj. eða tæpar 44 milij. lím fram áætlun mrén ©S iseiilj. eða 32 iKilij. rassgfiraiis áætluo. P JÁRMÁLARÁÐHERRA Björn Ólafsson gaf í gær á al- * þingi utan dagskrár bráðabirgðayfirlit um tekjur og gjöld ríkissjóðs á síðtstliðnu ári. Samkvæmt yfirlitinu urðu tekjurnar alls 109 milljónir 542 þús. kr., eða 43 millj. 730 þús. kr. hærri en áætlað var í fjárlögum. Eru þetta mestu tekjur, sem íslenzka ríkið hefir haft á einu ári. — Heildar- gjöldin eru samkvæmt yfirlitinu 93 milljónir 133 þús. kr.. eða 32 millj. kr. hærri en áætlað var. Tekjuafgangurinn varð því 16 millj. 409 þús. kr. Um einstaka tekjuliði sagði f j árm álar áðherrann: Tekju- eigna- og stríðsgróða- skattur gaf ríkissjóði 28 millj. 181 þús. kr., og fór þannig rúmlega 5 millj. kr. fram úr áætlun. Tollar fóru og mikið fram úr áætlun. Vörumagns- tollur varð tæpar 9 millj. kr. og verðtollurinn varð tæplega 34 millj. kr. Um fram tekjur á þessum tveimur tölum verður 15.3 millj. kr. Verðlækkunar- skatturinn náði ekki áætlun. Hann varð 6.3 millj. kr. en var áætlaður um 7 millj. kr. Ennfremur sagði fjármálaráð herra um tekjurnar: „Ríkisstofnanir eru nú stór liður í tekjum ríkissjóðs. Er að vísu aðallega um tvær stofn- anir að ræða sem verulegar tekjur gefa, Afengisverzlunina og Tóbakseinkasöluna. í fjár- lögum er áætlað að tekjur af ríkisstofnunum verði 7.761 þús., en tekjurnar urðu samtals 22,- 006 þús. eða 14.245 þús. um- fram áætlun. Tekjur Áfengisverzlunarinn- ar eru 16.250 þús. eða 12.750 þús. kr. umfram áætlun. Verð á áfengi var hækkað í miðjum septembermánuði ,um 50% og stafar hinn mikli hagnaður verzlunarinnar að sjálfsögðu að verulegu leyti af því. Sama er að segja um Tóbakseinka- söluna, sem skilar um einni milljón umfram áætlun. Verð á tóbaksvörum var hækkað í september. Aðrar stofnanir sem skila hagnaði umfram áætlun eru: Ríkisútvarpið og viðtækja verzlunin 904 þús., Ríkisprent- smi^jan 250 þús. Hins vegar eru tekjur af landssímanum 738 þús. kr. minni en áætlað er.“ Urn verðuppbætur á islenzk- ar afurðir á innlendum mark- aði sagði ráðherrann, að greidd ar hefðu verið 10.5 millj. kr. í uppbætur á kjöt, mjólk og smjör, en á útfluttar afurðir (ull, gærur og kjöt), 16 millj. 764 þús. kr. — Af útfluttri. framleiðslu ársins 1943 hafa engar verðuppbætur verið greiddar enn. Ilvernig verösiP1 saf- kcsBi5.s-.8a 1944? unum eins og þingið gekk frá þeim, með jákvæði þessara háttv. þingmanna. Ég er fylli- lega sammála þessum háttv. þingmönnum um það, að fjár- lögin voru óvarlega samin, en j skilst að orsök þess sé að leita hjá þinginu sjálfu og þess póli- I tisku erfiðleikum, því ekki veldur sá er varar. Ef ég hefði neitað að taka við fjárlögunum, eins og málum var þá háttað, hefði það að líkindum aukið erfiðleika þingsins og skapað ástand, sem fáir hefðu talið æskilegl. Eins og áður er frá skýrt, er gert ráð fyrir að verðlækkun- arframlag ríkissjóðs á þessu ári muni nema 10—12 millj. kr. Til þess að. greiða þau útgjöld hefir alþingi veitt stjórninni heimild, en ekkert fé. Stjórnin hefir leitað fyrir sér hjá stjórnmálaflokkunum um lagaheimild til tekjuöflunar til þess að standast þessi útgjöld. Undirtektirnar hafa verið á þann veg, að ekkert samkomu- lag virðist mögulegt með flokk- unum um heimildir í þessu skyni. Telur stjórnin því til- gangslaust að leggja fram frum varp um þetta eins og sakir standa. En með þeim greiðslu- heimildum, sém hún hefir, tel- ur hún sig hafa fullan rétt til að meta hvaða útgjöld fjárlag- anna skuli mæta afgangi, ef þess verður freistað að halda verðbólgunni í skefjum á þann hátt er verið hefir. Vegna þeirra merkilegu tíma móta, sem þjóðin stendur á, tel- ur ríkisstjórnin skyldu sína að verjast áföllum og forðast alla árekstra meðan undirbúningur um stofnun lýðveldis fer fram og þar til því máli er komið h°'ilu í höfn. Eflir þann tíma er líklegt að meöferð knýjandi viðfangsefna, verði ekki slegið á frest.“ Umræðnr. Þá gerði fjármálaráðherra m. a. þannig grein fyrir útliti af- komunnar á þessu ári: „Að því er séð verður nú, er útlitið þannig, að gera verður ráð fyrir mjög verulegum greiðsluhalla á fjárlögum yfir- standandi árs. Fjárlögin voru afgreidd- frá þinginu með greiðsluhalla, að vísu ekki mikl um, en þar að auki var tekju- áætlunin óvarleg. Sumir háttv. þirigmenn hafa opinberlega lát- ið t Ijós undrun síne yfir því að ég skyldi taka við fjárlög- Þegar ráðherrann hafði lok- ið yfirliti sínu voru fluttar ör- stuttar ræður af hálfu þing- flokkanná, ein af hálfu hvers flokks. Haraldur Guðmundsson mælti af hálfu Alþýðuflokksins. Lagði hann einkum áherzlu á það í ræðu sinni, að hann gæti ekki fallizt á, að ríkisstjórnin hefði í sinni hendi að ákveða, hvaða útgjöld skyldi innt af hendi og og hver ekki. Útgjöld, sem á- kveðin væri með fjárlögum væri ekk; hægt að skorast undan að inna af hendi. Ef til þess kæmi, að ekki yrðf hægt að inna af hendi að fullu þær greiðslur, sem fjár- lögin gerðu ráð fyrir, bæri að Sveinn Björnsson rikisstjóri kjðrinn heiðnrsféiagi Mor- ræna féiagsins. Virðnlegt afmæ isbó! að fiótei Borg í gær. ET ÁRA afmælishóf Nofr- ræna félagsins fór fram að Hótel Borg í gærkvöldl að viðstöddu margmenni og voru á meðal gestanna ríkis- stjóri og frú hans, sendiherrar allra Norðurlandaríkjjanna, og þrír ráðherrar. Stefán Jóh. Stefánsson, for- seti Norræna félagsins stýrði hófinu, sem fór hið virðuleg- asta fram, Dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra flutti aðal- ræðu kvöldsins, en Tómas Guð- muncLston sjkáld flutti snjallt kvæði. Sveinn Björnsson ríkisstjórí var af tilefni dagsins kjörinn fyrsti heiðursfélagi Norræna félagsins hér á landi og var honum afhent gullnæla þess, en hann var einn af stofnendum félagsins. Ríkisstjóri þakkaði þessa sæmd með stuttri ræðu þar sem hann hyllti norræna samvinnu og árnaði Norræna £é laginu allra heilla. Eftir að borð höfðu verið upp tekin og ræðuhöldum var lok- ið, var stíginn dans langt fram á nótt. flressíDgarskilÍDB i opnar aftor. \ Mihlar umbætnr bafa verió gerðar á veitliígaháslnu. JJ RESSINGARSKÁLINN við Austurstræti var 4 gær opnaður að nýju eftir að hafa verið lokaður í rúma tvo mánuði. g8í!fi| Hafa síðan staðið yfir við- gerðir og umbætur á þessu kunna veitingahúsi og má segja að það hafi tekið miklum breyt- ingum til bóta. Hressingarskál- inn hefir nú verið gerður að hlutafélagi og er formaður þess Ragnar Guðlaugsson fyrrver- andi bryti, og er hann forstjóri veitingahússins. Þegar inn £ skálann kemur sér maður strax að hann hefir tekið miklum stakkaskiptum. Þar hefir allt verið málað og ný húsgögn ver- ið tekin í notkun, afgreiðslu- skilyrði öll eru nú allt önnur og betri en áður. Nýjung ér þáð og að kælidrykkjaborð (Soda- Föuntain) verður tekið í notk- uri í skálanum. Þjónar og þjónustustúlkur annast alla framreiðslu og verð ur Sigurður B. Gröndal yíir-r þjónn. kalla saman þing til að ákveða hvað gera skyldi. Það væri ekki á valdi stjórnarinnaFað akveðar hvort einum skýldi greitt 50% öðrum 75% og 100% af áætl- aðri upphæð fjárlaganna. Ræðumenn annarra flokka tóku mjög í streng með Har- aldi í þeSsu tilliti, en hann tal- ! aði fyrstur á ■ eftitr i ráðMÍr?»n- - um. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.