Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 6
u Frh. af 4. síðu. í' ^ INNHAIÍÍIIAANIR Getum aftur tekið aS okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Viiaduð TÍnna. Héðinshöfði h.f. Aðalatrætá 6B. Sími 4958. Níonða stríðsmisser Frh. af 5. síða. ir búast því við, að einnig verði gerðar innrásir í Danmörku eða Suður-Frakkland. Til mála kæmi einnig innrás á Balkan- skaga, þar sem í rauninni eru þegar fyrir hendi vígstöðvar í Júgóslavíu og skæruliðarnir ráða yfir vel skipulögðum her- sveitum. Þaðan væri hægt að ráðast á þá bandamenn Þjóð- verja, sem eru veikastir fyrir og knýja þá'til uppgjafar. Það væri í samræmi við, hina gömlu meginreglu í hernaði að ráðast á óvinina, þar sem þeir eru veikastir fyrir. Þannig fóru bandamenn að í fyrri heims- styrjöldinni. Úrslit þeirrar styrj aldar voru ákveðin, er banda- menn Þjóðverja, í suðri gáfust upp, þó að enn væri þá barizt á vesturvígstöðvunum. Verður rás viðburðanna svipuð í þess- ari styrjöld? Þetta veit enginn enn. Það eitt er víst, að næsta miSseri mun verða fcarizt enn [harðvítugar en á misserinu sem leið. flappdrætti I O.fi.T. UNDANFARNA daga hefir verið til sýnis í sýningar- glugga húsgagnaverzl. Kristjáns Sigurgeirssonar, Laugaveg 13, munir þeir sem eru í happ- drætti þingstúku Reykjavíkur og Umdæmisstúkunnar nr. 1, en þeir aðilar standa að happ- drætti þessu. Þingstúkan vegna landnámsins að Jaðri og Um- dæmisstúka Suðurlands vegna barnaheimilissjóðs G. T.-regl- unnar og hvorttveggja þessi mál eru hin þörfustu. Starfsemi sú sem G. T. reglan hefir nú um 5 ára skeið haft að Jaðri, en Jaðar er eins og kunn- ugt er hluti úr Heiðmörk vænt- anlegum Þjóðgarði Reykjvík- inga, er flestum höfuðstaðarbú- um kunn og hafa þeir áður sýnt að þegar þessi starfsgrein G. T. reglunnar hefir hafið fjársöfn- un að hún nýtur velvilja þeirra og skilnings í ríkum mæli. Með eflingu barnaheimilis- sjóðs síns vill G*. T. reglan ger- ast liðtækur aðili á þeim vett- vangi sem margir góðir menn og mikilsvirt félög hafa að unnið og vinna að, af mikilli ósérplægni og einlægni, að hlúa sem best að ungum og verðandi þjóðfélagsborgurum á uppvaxt- arárum þeirra. Þetta happdrætti samanstendur af 22 dráttum, sem er hver öðrum betri og geta menn sannfært sig um það með því að líta í sýningar- gluggan á Laugaveg 13. Úlbreiðið Alþýðublaðið. ! / hvert gras í döggvahjúp og gnoð við gnoð i | um loftsins bláa djúp ..... En skýjaflotinn sigldi sína leið með seglin rauðu þanin, skeið við skeið . . . . . . í austri fjallið rís sem bylgja blá, en byggðin vestur akurgræn að sjá . . . . . . Um varpann fíflar opna augu sín, en út við móann hrafnaklukkan skín . . .“ Það var alls engin tilviljun, hve vel og hjartnæmt Jón Magn ússon orti til Vestur-íslendinga og til vinar síns, sem heim kom eftir langa dvöl erlendis. Heima á Islandi var Jón útlagi „í röst- um borgarflaums11. Burtför hans úr sveitinni til erfiðisvinnu og síðan tímafrekra kaupsýslu- starfa er eitthvert hið ljósasta dæmi þess, hvernig kómið var á fyrsta fjórðungi þessarar aldar um trúna á möguleikana í sveit- um íslands, og hve gersamlega yar vanrækt að gera þær ráðstaf anir, sem gera þurfti til þess að menn gætu öðlast nokkra von um að fá aðstöðu til þess að lifa þar menningarlífi í framtíð- inni . . . . En hjá Jóni Magnús- syni var burtförin af slóðum grænna grasa ávallt sá broddur, sem ýfði gamlar undir, olli hon- úm alltaf sársauka og var, ásamt ástinni á íslenzkri náttúru, á jhreiðurmóum og hólmabliki* og öllu gróandi og græðandi, höfuð aflvakinn í skáldskap hans; og aldrei mundi honum hafa þótt að fullu 'bætt sú skuld, sem hon- um fannst hann hafa komizt í, þá er hann flutti burt úr sveit- inni. A hverju sumri hin síð- ustu ár ævi sinnar fór hann aust ■ur í Þingvallasveit og gróður- setti þar fjölda af trjáplöntum, sparaði ekkert til, að sem tryggi legast væri um búið skilyrðin til vaxtar þeirra og viðgangs, og eins og áður er getið, hugðist hann flytja út í ríki gróandinn- ar og gerast hennar maður til fulls, ekki aðeins í andlegu, ’held ur og líkamlegu starfi, Þeita var alls ekki hjá honum nein hug- sjónaleg sef jun eða menningar- leiði. Ég hefi engan mann þekkt, hvorki fyrr né síðar, sem af svo djúpri einlægni sem Jón, í svo fullkomnu samræmi vitsmuna og tilfinninga, stefndi að því marki að verða með huga og höndum þjónn hins skapandi og græðandi máttar í tilverunni. í hinu nánasta samræmi við þetta var svo sk.'.idsksTjar Jóns en einnig viðhorf öll og frarn- koma. Jón var innilegur trúmaður, en enga kreddu vissi ég honum kæra. Trú hans virtist af þrem þáttum: af lotningu fyrir hin- um skapandi mætti, föður feg- urðar og g. :r.rdi. af þakkláts- semi fyrir þegnar gáfur til að njóta hins dásamlega í heimi anda og efnis — og af tiginni auð mýkt, sprottinni af meðvitund um eigin óendar.iega sir.æð gagn vart skapara sólar og bláklukku, sólkerfa og duftkorna. Islenzk tunga og menning og við horf hins látna skálds. . . Margan mann hefi ég þekkt, sem hefir haft mætur á bókum, en fáa þó svo bókelska sem Jón Magnússon. Hve augu hans gældu við bækur hans, hve annt honum var úm, að þær litu sem allra bezt út, færu sem bezt á sínum stað. Hann hag- ræddi þeim iðulega, meðan hann talaði við mig, var stundum bara eins og að fullvissa sig um það, að vel færi nú ixm þessa eða hina bókina. Hvernig hann hand lék bók, sem hann átti viðtengd ar ljúfar minningar frá bernsku og æsku! Höfundurinn, — Snorri, Hallgrímur, Jónas, Grím ur, Matthías, Þorsteinn, Stephan G. Stephansson .... þegar hann nefndi þessi nöfn! Hvílík úthlut un skáldalauna af hrifni og því nær tilbeiðslu .. . . Og orðið, hið íslenzka orð, málandi liti og línur, flytjandi eim sævar og angan jarðar, táknandi hin göfg- ustu eigindi, minnandi á hinar saelustu og sárustu tilfinning- ar! . . . . Bókin á íslenzku máli hafði í bernsku Jóns Magnús- sonar sýnt honum himininn op- inn, vakið honum þor til flugs úr hreiðri hversdagsleikans, tómleikans. í kvæðinu Sigurður skáld á Öndverðarnesi segir hann svo: „Norrænn andi norrænni tungu nam frá dauða land sitt og þjóð.“ Hinn norræni andi, klæddur • skrúði norrænnar tungu, hafði numið Jón sjálfan frá ánauð vanþekkingar og getuleys- is , og hann skildi það manna bezt, að þjóðina hafði þessi sami andi varðveitt frá tortím- ingu í þrengingum kúgunar og bjargarleysis, og það skorti ekk ert á þakklátssemi hjá Jóni Magnússyni. Sjálfur vandaði hann hugsun sína, mál sitt og framsetningu svo sem hann bezt gat, og hann náði meiri og meiri þroska í þessum efnum. Ég þori að fullyrða, að þótt honum hefði orðið langs lífs auðið, þá hefði hann sífellt sótt á brattann, þok- ast hærra og hærra, gæddur ó- metanlegri seiglu og þjálfun vilja, heillaður djúpri fegurðar- þrá, aðdáun og þakklátssemi. Og engan mann vissi ég gleðj- ast innilegar yfir fögru kvæði, snjöllum setningum eða heill- andi persónum, sem voru verk íslenzkra nútíðarskálda. Hvert listaverk orðsins manna hér á íslandi var í augum J'óns verð- ugt og dýrmætt djásn í kórónu hinnar tiignu dþottriingar, íis- lenzkrar menningar, kynborins erfingja þess hásætis í viðhafn- arsal norræns anda, sem for- móðir hennar skipaði fyrr á öld- um. Af þeim málmn, sem vana- lega eru kölluð opinber mál, hafði Jón engin afskipti út á við, en hann fylgdisí samt ná- kvæmlega með gangi og afdrif- um allra hinna meiri hátlar þjóðmála — og einnig því, sem fram fór erlendis. Hann vildi rétt lítilmagnans og þeirra, sem bágt áttu, var íhaldssamur á gömul verðmæti, og tók beim nýjungum fagnandi, sem hon- um virtust horfa til hins betra. Honum sveið ákaflega, þá er hann sá, að beitt var bíekking- um, ósannindum og rógi á vett- vangi opinberra mála, og á- byrgðarleysi, tómlæti og pex um persónulega smámuni voru honum ávallt þyrnir í augum. Varð hann gripinn heitri vand- lætingu og sárri beizkju, þá er hann vék að slíku. Eins og skáld skapur hans sýnir glögglega, fannst honum ekkert hörmu- legra en mannvíg og styrjaldir, og það var nú síður en svo, að hann leiddist út á þær götur, að telja það helztu björgina, að á kæmist einræði í einhverri mynd. Nei, hann taldi einmitt, að hernaðarböl veraldar stafaði fyrst og fremst af því, að lýð- ræðið væri enn ekki orðið það, sem það ætti að verða stafaði af því, að „hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnaS af fám.“ Sendisveinn óskast strax. — Upplýsingar í afgreiðslunni. Alþýðublaðið. — Sími 4900. Og það var sannfæring hans Laugardagur 4. tnarz 1944. vantar okkur nú þegar til áð bera blaðið um Bergþórugötu og Hverfisgötu. HÁTT KAUP AlþýSublaSiS. - Síteii 4900. að styrjaldir yrðu plága ver- aldar, unz svo væri komið þroska almennings, að engan yrði hægt að fá til að vinna að framleiðslu vopna — og eng- inn léti siga sér í stríð, hugði, að það yrðu að lokum verka- mennirnir, sem þarna segðu hingað og ekki lengra. Hin hversdagslegu skyldu- störf sín rækti Jón með gerhygli, natni og grandvarleik, svo að varla munu þeir, sem hafa slík störf að höfuð-viðfangs- og hugðarefni, gera þar betur, enda kunni hann flestum fremur að meta mikilvægi hvers þess manns, er rækir skyldur sínar af alúð og sýnir framtak og dáð á sínu sérstaka sviði, hvert sem það svo er. í daglegri fqhmkomu sinni átti Jón fáa sína jafningja. Konu og þörnum var hann svo ástrík- ur og nærgætinn, að slíkt er ekki á annarra færi en þeirra, sem eru prúðir menn og hlýir að eðli og hafa lagt sérs-taka rækt við að aga skap sitt, gera sér far um að skilja aðra, 'til- finningar þeirra og skoðanir, og hafa það ávalt í huga, að lít- ið atvik eða ógætilegt orð get- ur haft langæari og alvarlegri afleiðingar en sumt hvað, sem meira gæti virzt og þyngra á m-etum. Gagnvart hverjum þeim, sem hafði reynzt honum vel, fyrr eða síðar, var hann 'sérstæður að ræktarsemi í orði og verki, en vék góðu að hverj- um manni og vildi hvers og eins va-ndræði leysa, og lítt fékkst hann um það, þó að ein- hverju misjöfnu væri vikið að honum sjálfum, hló við, ef á það var minnzt og stóð jafnrétt- ur eftir. En væri vinum hans eða þeim, er hann mat mikils af vdrkum þeirra, haillmælt eða þeim g-ert rangt til, og væri ó- mannlega vikið að góðu mál- efni, vatzt hann við hart og all- óvægilega. og var honum jafnt í hundnu máli sem óbundnu létt um v-opnaburð. En ekki flíkaði hann þeim stökum sínum, þar sem oddi var snúið að einstök- um mönnum, og ég tel vafa- samt, hvort hann hefir nokkra þeirra fært í letur. Aldrei voru þó slíkar vísur Jóns Magnús- sonar klúrar eða mengaðar rætni eða getsökum, enda er fátt mér minnisstæðara frá samveru-stundum okkar, heldur en sú undrun, gremja, hryggð og meðaumkun, sem hann varð gagntekinn af, þá er hann fyrir nokkrum árum hafði lesið ný- útkomna ljóðabók, þar sem öðr- um þræði eru hin fegurstu smákvæði, listræn, hjartnæm og sérstæð — en að hinum níð- kvæði, flest langlokur -miklar, þar sem -uppistaðan er gróusög- -ur, en ívafið beizkja, rætni, ill- kvitni og öftrnd. Ég tók bókina fletti hénni og las síðan smá- kvæði, þar sem við sjáum höf- undinn standa sem máttarvana og vegarvilltan einstæðing og útlaga framandi á jörðinni. Að loknum lestrinum leit Jón á mig og mælti: — Guð hjálpi þeim, sem svona eiga bágt, því að hver get-ur það annar? — Ékki hjálpar þarna lær- dómur, ekki metorð, ekki pen- ingar, sagði ég, — nei, ekkx í þessum efnum. Svo varð þögn. Jón stóð á fætur og gekk um gólf/en var venjulega allra manna róleg- astur. Nú hægði hann á sér, og ég heyrði, að hann var farinri að raula með sínu sérkennilega hljóðfalli og lestrarlagi þetta erindi úr kvæði Matthíasar um Hróarskeldudómkirkju: „Nú er hálfs-þumlungs smáblómið himninum nær báðum háturnum þínum við ský; nú er hjartaslag barnsins ei hæðunum fjær en þeir hásöngvar kór þínum í.“ . . . Jón Magnússon var mikill alvörumaður, en þó var hann manna glaðastur í umgengní, þegar því var að skipta, kím- inn og gamansamur og hafði yndi af að skilmast í orði við vi-ni sína, en gætti þess jafnan vandlega, að höggva ekki þar, sem hlífa skyldi. Enginn, sem átti hann að vini mxm gleyma þeirri birtu, er stafaði úr augum hans á stundum gleðinnar. Hann var manna -bezt eygur, og þá..x;r hreyfing komst á hug hans, urðu þau ýmist dulskyggð éða svo skær, að heita mátti, að þau ljómuðu, oftast af hýru og hlýju, en stundum svo sem hið fægða stál. Þá var það, að þau hrukku honum af vörum, þau: erindin, sem voru „hvöss sem byssustingur“ — og flest munu vera týnd. Og nú er hann horfinn, ein- mitt þá er h-onum og þeim, sem þekk-tu hann ibezt, mun hafa virzt, að hann hefði ’iokið að mestu undirbúningi undir hið raunverulega lífsstarf sitt, hinaJ algeru þjónustu við það í til- verunni, sem hann unni heit- ast og dáði mest. Konan hans og börnin, — þau hafa mikið mi-sst. En sú er bót- in næst og nærtækust, að það, sem flestum verður varanlegust eignin, minningarnar, þarf ekki þarna um að bæta. Og þegar ég hugsa nú til við- skilnaðar þessa hollvmar míns, detta mér í hug orð, sem hann viðhafði um annað Skáld, er vígði skáldskap sinn lífinu: „Hóf hann gegnum helskýin þungu hjartað móti sumrinu ungu.“ Guðm. Gíslason Hagalín. 2. kynnikvöld Gnðspekifélagsins. Sunnudaginn 5. marz (annað kvöld) tala þrír ræðumenn um guðspekileg efni. Hljómlist á und- an og eftir ræðunum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. samkoman hefst kl. 9.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.