Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 4. marz 1944. ______________________At >TÐUBtABia TJARNARBIOS I víking. (Close Quarters) Sýnd kl. , 7 og 9. Æskan vill syngja. (En trallandi jánte) Sænsk söngvamynd Alice Babs Nilsson Nils Kihlberg Anna-Lisa Ericson Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. SMÁSAGA AF STEINGRÍMI BISKUPI EITT SINN á yfirreiðum sín- um gisti Steingrímur biskup Jónsson hjá prófasti gömlum, séra Pétri Péturssyni í Staf- holti. Bar margt á góma og það með öðru, hversu lág væru laun prófasts. Hitnaði svo í prófasti, að hann kvað svo að orði, að betra væri að vera böðull en prófastur. „Það liggur þá næst fyrir“, svaraði biskup með hægð, „að yðar velæruverðugheitum þókn aðist að segja sig frá þessu og sækja um hitt“. * * * HERMAÐUR, sem sendur er út í opinn dauðann, sýnir ekki meiri hugprýði en þeir karlar eða konur, sem búa árum saman meðal fjandmannanna og geta á hverri stundu búizt við að smávægileg tilviljun leiði þau til glötunar. Winston Churchill. * * . * ANNARS HUGAR PRÓFESSOR einn í náttúru- vísindum náði froski og dró upp vasaúr sitt til að athuga og ákveða lífæðaslátt frosksins. Þegar hann hafði nógsamlega reynt þetta og rannsakað, fleygði hann úrinu út í tjörn, en stakk froskinum i vestis- vasa sinn. * * <= ÞAÐ ER SVO — ÞAÐ ER GOTT fyrir þá, sem ganga saman í sólargeislum ástarinnar að geta baðað sig í svölum bárum hjúskaparins. Þá rýkur af þeim mesti hitinn. rlaganna uppi eiginmenn sína í hinum endasalsins og héldu til hinna vel búnu gestaherbergja í fylgd þeirra. Ég var steinhissa og braut heilann um, hvort þetta fólk væri heldur svona saklaust eða gerspillt. Lögfræðingur Jóns Sprague, víðförull og fróður eldri rnaður gaf mér ofurlitla skýringu — Það er lögmál pendúlsins, sagði hann. — Það lifði kyrrlátu og sparneytu lífi fram til styrj- aldarloka. Þá var skipt um og sveiflazt heldur langt til hinnar hliðarinnar. Um flestar helgar dvald- ist ég á setri Jóns, Elmridge, sem ávallt var þéttskipað gest- um. Þeir komu með tennisáhöld sín, gólfkylfur, baðföt og glaum og gleði. Þeir þyrftust umhverf- is Jón, eins og þeir vildu sýna honum, að þeir áfelldust hann ekki fyrir hið óæskilega fram- ferði konu hans. Hann var skemmtilegur veitandi, tók þátt í öllum leikjum, hló að öllum gamnyrðum og var jafn kátur og allir hinir. Hann minnti vissu lega ekki á hinn niðurbeygða mann, sem ég hafði hitt í Lond- on. Það var aðeins einstaka sinn um, sem ég sá hann í svipuðu ásigkomulagi. Þá sat hann við eldstóna. Hundurinn hans lá sof- andi við fætur hans og vínglas- ið stóð við hægri olnbogann. Á bessum stundum hafði einmana- leikin aftur náð tökum á hon- um. Hann leit í augu mér. — Viltu ekki fá þér aftur í glas- ið, Marion? Ekki? Skemmta þér eitthvað? Synda í lauginni? Ég var eins og fiskur á þurru landi meðal allra þessa sunnudags- gesta. Ég stóð þeim ekki á sporoi í neinu. Ég gat ekki leikið tenn- is, svo að í neinu lagi væri. Mig syfjaði af sterkum drykkjum. Ég hafði aldrei haft tíma til að læra bridge, og þessi vankunn- átta mín féll mér mjög miður. Ég synti eins og mér hafði verið kennt í Vinarborg á æskuárum mínum. Ég var ekki leikin í því að koma fyrir mig orði. Ég gat ekki einu sinni fengið Jón til að hlæja eða létta af honum farg- inu. Það eina, sem ég gæti gert', væri að ganga til hans, strjúka yfir enni hans og spyrja: — Értu þreyttur? Hryggur? Einmana? Langar þig til að tala við mig um konuna, sem þú enn elskar? Mér þykir mikið til þín koma, vinur minn — og ég hefi sitt af hverju orðið að þola. Ég reyndi þetta aðeins einu sinni. — Þú ert ofur lítið einmana, Jón, ertu það ekki? spurði ég hann. Hann leit til mín, ofurlítið undrandi, jafn- vel glettnislega. — Einmana? Með sextán gesti? Hvað áttu við? spurði harrn. Finnst þér þeir ekki skemmtilegir? Ég var Evrópa og hann var Ameríka, og heilt úthaf aðskildi okkur. Jón tæmdi glas sitt, ieit til fiöskunnar og helti í glasið á nýjan leik. Svo gekk hann út á flötina og gaf sig í hóp hinna, sem höfðu kallað á hann. Andar taki síðar heyrðist glymjandi hlátur, og hann hló hæst allra. Ég læddist upp á loft, fór inn í gestaherbergið, sem mér hafði verið fengið og iagðist útaf í rúmið mitt. Mér þætti gaman að vita, hvernig Stanley hefir orðið við, þegar hann loks fann Living stone og komst að raun um, að sá síðarnefndi vildi ekki láta bjarga sér, hugsaði ég beisklega. Þú þarft ekki mig tii að bjarga þér, herra Sprague, ályktaði ég. Jæja, Marion. Þesoar sex vikur þínar eru braðum liðnar. Taktu saman farangur þinn, farðu aft- ur til Berlínar og reyndu að fá þér eitthvað að gera. Nú hefirðu verið í Ameríku. Það er stórfeng legt land. Fóllnð er stórfenglegt. Allt er stórfenglegf; Að því und anteknu, að hér þarfnast þín enginn. Kvöld nokkurt gaf kunningi minn, hinn gamli herra Farrar, sig á tal við mig. — Ég held þér fram, sagði hann og brosti í hvítt skeggið. — Gerir þú ’hvað, herra Farr- ar? — Held þér fram, skilurðu. Veðja á þig. Þú ert litla svarta hrossið mitt, og ég veðja um það, að þú munir vinna á síðasta sprettinum. — Ég vissi ekki, að ég tæki þátt í kapphlaupi, svaraði ég. — En það er einmitt það, sem það er, sagði hann. — Hlustaðu á mig Marion. Veittirðu aldrei athygli máfunum, þegar mat- sveinninn á skipinu helti úr ruslafötunni í sjóinn? Jæja. Horfðu þá bara á stúlkurnar. Þær eru alveg eins háværar, al- veg eins gírugar. Jón er bara ekki innihaldið úr ruslafötunni. Hann er verðlaunagripur. Og minnstu minna orða: Þú hrepp- ir hann. — Ég hefi ekki hugarfar am- erísku stúlknanna, sagði ég. — Þú hefir séð of margar kvik- myndir, þar sem gamli hestur- inn frá mjólkurbúinu er látinn taka þátt í veðhlaupi og vinnur. — En þér fellur Jón vel í geð, sagði herra Farrar. — Jú, svaraði ég full áköf. — Mér fellur Jón vel í geð. Skipið, sem ég hafði tekið mér fari með, átti að fara á föstudag. Á fimmtudag hringdi Jón til mín. — Hvernig væri að snæða með mér kvöldverð í kvöld? Ég get ekið þér aftur til borgarinnar í aa nyja Bið ss Hefðarfrúin svonefnda („Lady for a Night“) Joan Blondell John Wayne Bay Middelton Sýnd kL 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. i BB 8AMLA Blð SS ÁSTARÆÐI LOVE CRAZY) Sprenghlægileg gamanmynd. Aðalhlut verkin: William Powell Myrna Loy Gail Patrick Sýnd kl. 3, 5. 7 og 9 ðgöngumiðasala frá kl. 11. fyrramálið, 'þegar ég fer á skrif- stofuna. — Hverjir aðrir koma? spurði ég. — Engir. Bara þú og ég. Er það í lagi? Allt !í lagi. Ég tek þig með um fimmleytið. Það rigndi, þegar hann kom. En rétt eftir að við vorum komin yfir Queensborough-brúna stytti upp og regnbogi kom í ljós hand an trjánna. Þetta var í fyrsta skipti, sem við vorum ein allar þessar vikur. Við ókum hægt og okkur leið vel. Ég lék ofurlítinn leik með sjálfri mér og velti fyrir mér, hvort ég mundi þekkja vegvísana og rata sömu leið til baka af eigin ramleik. Jæja, hvaða gagn hefði ég nú annars af því að rata á Long Island, þegar ég væri aftur kom in til Berlínar? — Hvers vegna ertu svona þög ■ul, barn? spurði Jón. — Ó, þú þekkir mig. Barma- full af viðkvæmni Vorkenni sjálfri mér og allt það. —. Vorkennir þér fyrir hvað? — Ó — þú veizt. Ég er að MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Þegar villimennirnir géysast fram í fjórða sinn, bíða vinir vorir þess ekki, að hópurinn nemi staðar, heldur hefja örva- hríð á þá strax og þeir koma í skotmál. í þetta sinn voru þrír þeirra hæfðir örvum. Tveir þeirra hverfa brott úr orrustunni og bera sig hið versta, en hinn þriðji, sem er sjálfur höfðinginn, kastar skildinum frá sér viti sínu fjær og æðir fast að berginu og kastar spjótinu inn í hellismunann. Þeir félagar sjá blóðstrauma renna niður herðar og brjóst blökkumannsins. Spjótið straukst við höfuð þeirra, og það var mildi, að þeir skildu ekki særast af völdum þess. Spjótin eru auðsýnilega hin hættulegustu vopn. En spjótin verða ekki lengur hættuleg í höndum Ligu- vos» því að á næsta augnabliki þýtur ör hvínandi gegnum loftið. Kaliano hefir spennt bogann af öllum kröftum, og hann er þjálfaður í þessari list 1 ríkum mæli, enda missir hann ekki marks. Höfðingi blökkumanna fellur aftur yfir sig með molaða hauskúpu, án þess að gefa’ hið minnsta hljóð frá sér. Og félagar Kalianos freista þess með örvahríð sinni að bana liðsmönnum Liguvos, er dreifast í allar áttir. — Þakka þér fyrir, mælti Wilson og kinkaði kolli í átt- ina til Kalianos. — Þetta var snilldarlega af sér vikið. Hver veit nema þetta verði lí(ka til þess, að villimennirnir hverfi ÖRN: „Ég ve—eit ekki Steffi Svo ég .....“ Hann grípur STEFFI: „Guð minn góður, — langa löngu ....“ —hvo—ort ég hitti yður hana í faðm sér og .... svo en sú frekja — en af hverju nokk—ru sinni aftur! — þýtur hann burtu. gerði hann þetta ekki fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.