Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 4. marz 1944, nbla5i5 Otgeíandi: Alþý3uflokkurinn. Rltstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Slmar afgreiðslu: 4900 og 4900. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Sbytdan kallar. HAFIN er nú hér á landi fjársöfnun til styrktar dönsku fólki, er flúið hefir land og komizt til Svíþjóðar. Eru á- stæður margs af þessu fólki hin ar bágbornustu, enda þótt því sé vel tekið af frændum þeirra, Svíum. Leitast þeir við að greiða götu þessa nauðstadda fólks eftir föngiun, uppfylla brýnustu þarfir þess og sjá svo til, að engan skorti frumstæð- ustu nauðþurftir, mat og húsa- skjól. Er reynt að koma sum- um í atvinnu, en ekki er nærri alltaf hægt að leysa vandræði hins vegalausa fólks á svo giftu- samlegan hátt. Ber ýmislegt til, am. a. það, að margt af þessu fólki er konur, börn og gamal- menni, sem ekki er þess megn- ugt að vinna fyrir sér, þótt kostur væri atvinnu. ’ Um þarfír og ástæður þessa fólks fer ekkert á milli mála. Það hefir ekkert fyrir sig að leggja sjálft. Menn flytjast ekki búferlum yfir Eyrarsund með skipulegum hætti nú til <lags. Það er teflt á tæpasta vað ið og hugsað um það eitt að bjarga lífinu. Slippir og snauðir af veraldlegum gæðum stíga flóttamennimir á grund þeirra Svíanna — þegar bezt lætur. Sumir eiga ekki því láni að fagna. Krumla hinna framandi húsbænda í Danmörku hefir seilzt eftir þeim á flóttanum og svipt þá möguleika til að bjarga því einu, sem bjargað varð: líf- inu. Svíar hafa vikizt vel við skyldum frændseminnar og gest risninnar í þessu tilliti, eins og áður var sagt. Það er leyst úr brýnasta vanda þessa fólks eft- ir beztu getu. En hér þarf mik- ið til. Þarfirnar eru margar, en fjárráð nefndar þeirrar í Sví- þjóð, er annast málefni þessa fólks, em ekki svo rúm sem skyldi. íslenzkir stúdentar í Stokkhólmi hafa látið berast þau boð til okkar, að hér sé þörf fleiri frænda og vina hinn ar dönsku þjóðar. Og ekki ork ar tvímælis, að þeim em vel kunnar ástæður þessa bág- stadda fólks. Fjársöfnun í þessu skyni er nú hafin, eins og áður getur. Skal ekki að óreyndu gert ráð fyrir öðru en því, að undirtekt- ir íslendinga verði bæði skjót- ar og góðar. Sambúð Dana og íslendinga hefir verið með á- gætum hina síðustu áratugi. Standa íslendingar í margvís- legri þakkarskuld við dönsku þjóðina, bæði beint og óbeint. Frændsemi og hlýhugur hlýtur að segja til sín eins og nú stend ur á. Við emm hin eina af Norðurlandaþjóðunum, að Sví- um undanteknum, sem aðstöðu hefir til að lina þrautir bág- staddra vina og frænda. Eng- inn fjársöfnun til líknar og styrktar erlendum þjóðum hef- ir staðið okkur Islendingum nær, en þessi og söfnuðust þó hér álitlegar fjárhæðir til hjálp ar bæði Finnum og Norðmönn- um, þegar til þjóðarinnar var leitað um samskot til þeirra. Hjálp sú, er við getum veitt nauðstöddu, dönsku flóttafólki Jón Gudmundttr G. Hagalfin Magnússon skáld. ÞEGAR ég var sjö ára gam- all, lézt bróðir minn, sem var þremur árum yngri, en ég. Hann var fallegt barn, bjartur yfirlitum, augun skær og blá, í þeim ljómi undrunar, spurnar, gleði og blíðu. Hann var mjög óvenjulegt barn að greind, at- hyglisgáfu og umhyggju fyrir góðri líðan alls lifandi, sem í kringum hann var. Þegar hann var látinn, fórum við í fyrstu einförum, hinir drengirnir, ég og leikfélagar mínir. En þar kom þó brátt, að við — eins og eftir þegjandi samkomulagi — kom- um saman ó einum af leikstöðv- um okkar, þar sem ekki varð til okkar séð eða heyrt frá bæn- um. Fyrst var þögn, við allir undirleitir. Svo sagði einn af fé- lögum mínum: — Það var skrítið, að guð skyldi einmitt þurfa að taka hann. — Já, það hefði þá verið nær hjá honum að taka hann Sigurð, sagði annar. Ég var svo innilega sam- mála . . . . En síðan hefi ég stundum hrist höfuðið yfir þess um barnaskap okkar, því að hver skal hér um gerast dómar- inn? Hver mundi, ef hulin mátt arvöld gæfu þess kost, vilja taka á sig þá ábyrgð að ráða ljáförum hins slynga 'sláttu- manns, þá er hann væri á ferð í nágrenni okkar? Hver þykist sjá svo langt aftur og fram og vítt um veröld, að hann telji sig geta tekið sér slík ráð, þótt til boða stæði . . . . Og samt .... samt: Þá er mér barst með sím- anum fregnin um lát Jóns skálds Magnússonar, duttu mér í hug orðin, sem félagi minn sagði fyr- ir rúmum þrjátíu árum vestur í Lokinhömrum og þá túlkuðu nákvæmlega hugsanir okkar fjögurra drengjanna: — Það var skrítið, að guð skyldi einmitt þurfa að taka hann! . . . . Jón skáld Magnússon fæddist í Fosskoti í Andakíl í Borgarfirði árið 1896 og var að- eins 47 ára gamall, þá er hann lézt. Faðir hans var bóndi í Foss koti, og þar höfðu búið fjórir liðir ættarinnar á undan honum, en móðir Jóns, Sigríður Þorkels dóttir, var frá Goðhóli á Vatns- leysuströnd. Jón var nokkur ár í Fosskoti, en þau árin bernsku sinnar, sem mótuðu hann mest, átti hann heima í Þingvallasveit Þaðan var hann ungur lánað- ur til fjárgæzlu að bæ einum í Hvalfirði, og dvaldi hann þar nokkuð. Hann nam seinna beikis iðn í Reykjavík og átti þar síð- an heima til dauðadags. Hann stundaði fram að 1930 beykis- störf, í Reykjavík á vetrum, en á sumrum á Siglufirði, var góð- ur smiður og kappsamur verk- maður. Frá 1930 til haustsins 11943 rak hann húsgagnavinnu- stofu og húsgagnaverzlun í fé- lagi við Guðmund Helga Guð- mundsson, ágætan mann, en seldi síðan verzlunina. og mun hafa haft í hyggju að kaupa sér, þá er um hægðist, jarðarblett í nágrenni Reykjavíkur og reisa þar hús, leggja nokkra stund á jarðrækt og helga sig bók- menntastörfum meira en áður. Hann hafði um mörg undanfar- in ár verið haldinn mjög þrá- látum og illkynjuðum maga- sjúkdómi og löngum og löngum gat hann ekki á heilurn sér tek- ið. Hann var kvæntuí Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi, og áttu þau þrjár dætur á lífi, allar frábærlega mannvænlegar. Sú elzta þeirra á að fermast á vori komanda. Jón átti í æsku við allerfiðan kost að búa, og ekki naut hann verulegrar fræðslu. En hann var snemma hneigður fyrir kveð- skap og bókleg fræði alls konar, las hvað sem hann náði í, en átti litla völ á bókum, og var honum að því mikil kvöl. Hann varð snemma að byrja að vinna, var trúr mjóg og kappsar.iur, en hins vegar lítill vexti og þrótt- urinn ekki mikill. Beztu dagar hans voru við fjárgæzlu. því að þá gat hann látið hugann fljúga, gefið sér tíma til að athuga hætti dýra og jurta og notið áhrifa fossa og fjalla i firð og nálægð, lita og lína, eims og ilms. Mjóg fýsti liann að leita sér mennhinar og frama, og mun hann oft nafa fundið sárt til vanmáttar síns og vega- leysis. Hann fór snemma að iðka kveðskapariistina og kvað hatui ýmist í anda rímnaskálda — með heitum og kenningum, eða þeirra snillinga sem völdu sér orð og myndir í samræmi við hughrif sín. og þótti honum þá þegar jafnmikið koma til' kraftakvæða Gríms Thomsens, sálma Hallgríms og hinna ljúfustu Ijóða Jónasar Hallgrímssonar. Var hann í eng um vafa um það, hvern veg hann vildi ganga, og þar sem hann var í lund höfðingi og mátti ekkert aumt sjá, án þess að vilja úr bæta, og engri fegurri og raun hæfari hugsjón kynnast, svo að ekki vildi hann leggja því lið, að hún kæmist í framkvæmd, varð honum umkomuleysið og vanmátturinn ennþá þungbær- ari en ella. Hann skildi og síðar mjög vel slíka menn sem Björn á Þverfelli og Jochum í Skógum, er kusu að látast höfðingjar, sem hefðu gnægð alls, heldur en við urkenna fyrir sjálfum sér og öðr um, að þeir ættu ekki og væru ekki það, sem þeir vildu eiga og vera, en annars var Jóni Magnús syni ekkert fjarlægara en að leyfa sjálfum sér slikan sýndar munað. Þó að Jón væri jafnan lítill vexti, var hann þrekmaður bæði andiega og líkamlega, fylginn sér og kappsamur og gæddur ó- drepandi þrautseigju. Þessara eiginleika gætti sumra þegar í bernsku, en á unglingsárunum hafði hann öðlazt þá alla í ríku- legum mæli. Til þeirra ára mun hann hafá hugsað, þá er hann kvað fyrir munn Bjarnar á Reyðarfelli (Þverfelli): „Þeim lægsta hlut ég lotið ekki gat, að lifa fyrir aðeins von um mat. . “ Hann ákvað svo að ryðja sér braut til þeirrar menningar og þess frama, sem hann þráði, þó að hann kynni að þurfa að fara bratta leið og krókótta og neyta hvers þess, sem samrýmst gæti þeim höfuðdyggðum, er hann dáði jafnan mest, drengskap og mannúð. í einu hinu innilegasta og fegursta af kvæðum sínum, Gamall heimur, segir hann svo: ,,Ég leit frá taænum auðn og eyði- merkur, sem æskuljóð mitt burt í myrkv- ann dró. í Svíþjóð, kemur að notum nú þegar, er þörfin er brýnust. Féð, sem safnast, verðrn- sent til Svíþjóðar jafn óðum. Hver króna, sem safnast, er virkur þáttur í því að lina nú þegar þrautir líðandi manna, karla, kvenna, barna og garnalmenna. Skyldur mannúðar og frænd- semi knýja okkur íslendinga til að leggja hér fram okkar skerf svo ríflega og skjótt, að þjóð- irmi verði sórni að. Víkist ekki undan þessum skyldum, íslend ingar. Látið af hendi rakna til þessa mannúðarmáls hver og einn þann skerf, sem aðstæður leyfa. Almenn þátttaka tryggir miklu betur góða úrlausn móls ins en stórar gjafir nokkurra einstaklinga, endaþóttþær muni síður en svo verða vanþakkaðar. Jón Magnússon. Ég skildi þá, hve straumur sá er sterkur, sem stráin ber í fangi út að sjó. Ég rakti spor míns hugar langar leiðir um lægsta hvamm og efstu jökul- rönd. Mér fannst í vexti sérhvert afl, sem eyðir, og æðaber og þreytt þín móður- hönd. í blóði mínu dynur nýrra drauma með degi hverjum meiri og þyngri varð. Hví skyldi ég þá elska þig svo auma og einskisvirtan, snauðan kotungs- garð? . . . “ Já, í sveitinni fannst honum hver leið lokuð til þess marks, sem hann þráði að ná, enda var þetta á þeim árum, sem nýtt at- vinnulíf og aukin velmegun hafði skapazt við sjávarsíðuna, en allt stóð svo að segja í stað í sveitunum um framkvæmdir og framleiðslubætur og menning arlífi sveitaheiníilanna hrakaði meira og meira, eftir þvi sem mannfæðin varð lilfinnanlegii, straumur sá sterkari, sem stráin bar í fangi út að sjó, — þeim ár- unum, þegar sjálfstæðismálið var 'hið eina mál, sem talið væri til stjórnmála, nýsköpunin í bæj unum fór fram eftirlits- og skiptfe lagslaust og allt var látið danka í sveitunum, og mætti heimfæim upp á ástandið á þessum árum þau orð, sem prófessor Magnús Jónsson viðhafði fyrir skemmsttt í blaðagrein, að sjálfstæðismál- ið væri nú svo stórt, að það fæli útsýn mesta fyrir okkur Islend- ingum. Jón Magnússon, hið verðandi skáld góðra og íslenzkra menn- ingarerfða, kvaddi sveit sína. „En . . . enginn getur ættarböndim skorið né eðli sínu hverft á skammrÉ stund. Það lifir allt, sem er í blóðið borið, og brýtur ísinn gegnum lokuð sund. Á miðjum torgum nam ég staðar stundum, í starfsins gný og röstum borgar- flaums. Minn hugur varð sem eymsli a£ gömlum úndum við endursýn míns fyrsta bernsku- draums." Og ennfremur: „Mitt bernskuland, hví brosir þtii svo dátt með bláu fjöllin lengst í vesturátt og sólhvítt haf í suðri fyrir ströndum? Hví sveikst ég burt úr þínrnm móðurhöndum? “ Eða lýsingarnar í sumum kvæðunum á dýrð íslenzkrar sveitar — Vorið kemur — og hvar er því fagnað eins og C sveitinni? „Út göngin hlupu börnin sem lambahjörð að lind. þau léku sér um varpann á grænu spariskónum. En sunnan flugu lóur hinn létta morgunvind. Þær leituðu uppi granda, sem auðir voru í snjónum. En álftir háloft sigldu með sól í hvítum væng. Þær sigldu bláa víðátt með gylltum skýjaröndum. Þar dreymdi þær um vötnin, sem varpa klakasæng. Með vakir kringum hólmann og bláma fyrir löndum.**' Svo er kominn júní: „Hver gnípa í sól, Framhald á 6. síðu. TÍMINN flutti í gær frétta- pistil frá Danmörku þar sem dregnar voru saman ýr~ '.... nýjar upplýsingar úr „Frit Danmark“, blaði frjálsra Dana í London. Þar segir svo frá morðinu á Kai Munk: „Versta ofbeldisverkið, sem naz- istar hafa framið, er morð Kaj Munk. Það er nú talið fullvíst hvernig það bar að höndum. Kaj Munk var staddur á heimili sínu í Vedersö, þar sem hann var sóknarprestur. Þrír þýzkir her- menn og einn danskur Sehalburg- maður (þ. e. meðlimur í sérstök- um félagsskap eða stormsveit danskra nazista) sóttu hann þang- að og fluttu hann til bækistöðva, Þjóðverja í Silkeborg. Þar var hann yfirheyrður. Þrír Schalburg- menn óku honum þaðan og myrtu hann skammt utan við borgina. Líkið fannst daginn eftir, vafið í strigadruslur. Það er einnig talið upplýst, að morðingjarnir hafist við í Dan- mörku, en Þjóðverjar hafi bannað dönsku lögreglunni að handsama þá. Kaj Munk flutti seinustu ræðu sína í Vedersökirkju á nýársdag, en hann var myrtur 4. janúar. Kaj Munk var vanur því að helga nýársdeginum eina af hinum ann- áluðu ræðum sínum og lát&. skreyta kirkjuna sérstaklega í til- efni dagsins. í þetta sinn lét hann; ekki skreyta kirkjuna og hann mætti í kirkjunni hempulaus. Hann steig heldur ekki í stólinn, en gekk inn í kórinn og mælti þaðan þessi orð: „Þar sem hinir ríkari bændur og kaupsýslumenn í sókninni hafa látið hesta sína og vagna í virkja- vinnu Þjóðverja, sé ég enga á- stæðu til guðsþjónustu á nýárs- daginn. Það hefði verið skiljanlegt, ef fátæklingarnir í sókninni hefðu látið freistast af gylliboðum Þjóð- verja. En þetta, sem hefir gerzt, er ekki fyrirgefanlegt. Þeir menn, sem eru ragir við að taka þátt í baráttunni, ættu þó að geta veriffi hlutlausir. Nú getið þið farið heim og hugfeað um þetta.“ Fleira sagöi hann ekki. Þetta var seinasta áminningin, er harm veitti löndum sínum fyrir undan- hald og hvik í baráttunni. Fjór- um dögum síðar féll hann fyrir morðhendi nazista.“ Útför Kai Munks er sögð hafa verið ákaflega fjölmenn, þrátt fyrir tilraunir Þjóðverja að koma í veg fyrir það. Og þúsundir kranza þárust hvaða- næva úr landinu. bar á meðal frá konungshjottL.rurn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.