Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 5
4LPYÐMBUOW 5 l*angardagur 4. marz 1944. Menn, sem ætlað er mikið hlutverk í stríðslok. Myndin sýnir Herbert H. Lehman, forstjóra hjálpar- og viðreisnarstofnunar hinna samein- uðu þjóða (lengst til vinstri), sem ætlað er mikið hlutverk í ófriðarlok. Með honum sjást á myndinni amerísku stjórnmálamennirnir Sol Bolom ( í miðið) og Charles A. Eaton (til hægri), sem báðir eiga sæti í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar á þingi Bandaríkja- manna. Siðari greín: stríðsmisserið. Köld og dimm borg, hálfsoltið, skapvont og hóstandi fólk — Þekking á rafmagnsfræði — Niður með sólgler- augun — Skrök um hlaupársdaginn og svar til stúlku, sem vantar hlýju. Níunda EF VÉR nú víkjum aftur til Evrópu og athugum hlut lausu löndin, kemur í ljós, að aðstaða þeirra hefir lítið breytzt á yfirborðinu. Nýlega var gerð loftárás á .ísland. Manntjón varð þó ekki. Að- staða Danmerkur, sem að vísu var hernumið land, en þó hlut- laust samkvæmt alþjóðalögum, hefir stórversnað. Þjóðverjar meðhöndla nú Dani sem her- numda óvinaþjóð. Morðið á Kaj Munk og fleiri Dönum sýna, að Danir hafa misst allt frelsi og sjálfstæði í innanlandsmálum, því- að morðingjunum hefir ekki verið refsað. Svíþjóð og Sviss hafa haldið sjálfstæði sínu, en verða að hafa öflugt lið undir vopnum til að verja landamæri sín. Spánn er einnig hlutlaus, en Spánverjar hafa hjálpað Þjóðverjum eftir megni. Portúgalsmenn hafa aft ur á móti hallazt að banda- mönnum og látið þeim í té bæki stöðvar á Azoreyjum, svo sem fyrr er getið. Tyrkir er einnig vinveittir bandamönnum. Þeir geta þó tæplega horfið frá hlut leysi síriu, meðan Þjóðverjar hafa fjölda eyja við strendur landsins á valdi sínu, og Búlgar ar ógna landamærum þeirra í Evrópu. Búlgaría er einnig að nokkru leyti hlutlaus. Búlgar- ar hafa engan her sent til Rúss lands, eins og hinar leppþjóðir Hitlers. En þar sem Búlgarar hafa tekið þátt í hernámi Grikk ands og Júgóslavíu, og ríkið er raunverulega stríðsaðili, hafa bandamenn hvað eftir annað gért loftárásir á höfuðborg landsins. Á næstu mánuðum mun koma í ljós, hvorn hern- aðaraðilann Búlgarar styðja í úrslitaátökunum. Ef litið er á ástandið í heild, v^rður ljóst, að aðstaða banda- manna hefir batnað á síðasta misseri, en aðstaða möndulveld anna versnað. „Möndullinn“ hefir brotnað við uppgjöf ítala. Þjóðverajr standa nær einir í Evrópu. Smáþjóðirnar, sem eru bandamenn þeirra, eru orðnar dauðþreyttar á stríðinu. Japan- ir eru langt í burtú og geta enga beina hjálp veitt Þjóð- verjum. Það er nú enn ósenni- legra en áður, að þeir hefji stríð gegn Rússum í Síberíu. Aðstaða Þýzkalands virðist því vonlaus, og margir hafa talið, að Evrópustyrjöldinni myndi verða lokið á árinu 1944. Höf- undur þessarar greinar getur ekki fallizt á þá skoðun. Þýzka hernaðarvélin er sem sé enn ákaflega öflug. Þetta kom m. a. í ljós, er ítalir gáfust upp. Þjóðverjar hernámu þá á fáum dögum öll þau svæði á ílalíu og Balkanskaga, j;ar sem ítalir voru áður til varnar og halda enn flestum þessara svæða örugglega. Og það kom í ljós í innikróunarorrustunni við Tsjerkassi, að baráttuþrek þýzkra hermanna er enn óbil- að. Hin tíu innikróuðu herfylki höfnuðu tilboði Rússa um upp- gjöf með sæmd og börðust til hinzta manns. Fangar þeir, sem Rússar tóku þar, munu flestir hafa verið særðir. En hvers vegna halda Þjóð- verjar áfram vonlausri baráttu? Þannig spyr margur. Fyrir misseri síðan ræddi greinarhöf. þessi mál rækilega og er litlu við það að bæta. Þjóðverjar vonast eftir kraftaverki, nýju leynivopni, stríðsþreytu og sundurlyndi bandamanna. Þjóðverjar hafa tekið í notk un nýtt' leynivopn, sem sé „ragettusprengjurnar", sem einkum koma að haldi í loft- bardögum. En hvorki þetta vopn né aðrar nýjungar hafa valdið neinum straumhvörfum í styrjöldinni. Segja má jafn- vel, að baráttuaðferðirnar lík- ist nú meir því, sem var í fyrri heimsstyrjöldinni heldur en því, sem tíðkaðist 1939—1940. Steypiflugvélar og skriðdrekar hafa ekki lengur úrslitaáhrif eins og í bardögunum í Pól- landi og Frakklandi, því að menn hafa fundið upp áhrifa- mikil varnartæki gegn þeim. Árangur þann, sem Rússar hafa náð í sókn sinni, eiga þeir mest að þakka stórskotaliði sínu, sem ryður fótgönguliðinu braut með ákafri skothríð. Bardagarn ir milli Neapel og Rómaborgar líkjast að ýmsu leyti kyrrstöðu hernaöinum í fyrri heimsstyrj- öldinni. Mjög er hæpið, að gera ráð fyrir nýjum vopnum eða hernaðaraðferðum, er ráði úr- slitum. Þá er aðeins eftir vonin um stríðsþreytu og sundurlyndi meðal bandamanna. Deila Rússa og Pólverja, sem enn er óútkljáð, gefur þessum vonum byr undir báða vængi. Þjóðverj ar búast ef til vill við því, að Rússar taki aftur svæði þau, er þeir tóku af Pólverjum 1939 og hætti þá styrjöldinni eða hætti að beita sér í henni, og láti vest urveldin ein um að berjast, gegn Þjóðverjum. Þetta myndi gera Þjóðverjum kleift að safna miklu liði á vesturströnd Evrópu, svo að innrás væri ó- gerleg. Úrslit styrjaldarinnar yrði þá jafntefli. * Áreiðanlegt er, að banda- menn munu skapa nýjar víg- síöðvar í Vestur-Evrópu. For- ustumenn vesturveldanna hafa einum rómi lagt áherzlu á það, að ráðizt verði á Þýzkaland að vestan, austan og sunnan. Enn þá vantar vesturvígstöðvarnar. Menn eru að brjóta heilann um, hvar og hvenær þær verði myndaðar. Iiér verður ekki drepið á hinar ýmsu tilgátur um þetta efni. Aðeins skal þetta tekið fram: Árás á norðurströnd Frakklands virðist liggja næst. Vesturveldin eru þar alls ráð- andi á sjó og í lofti. Flotar og flugherir bandamanna eiga svo stutt að fara frá meginstöðvum sínum, að þeir gætu veitt inn- rásarhernum injög öflugan stuðning. Á hinn bóginn eru auðvitað varnir Þjóðverja lang öflugastar á Ermarsundsströnd Frakklands. Þjóðverjar hafa víggirt alla vesturströnd Ev- rópu frá Nordkap til landa- mæra Spánar. Það er hinn svo- nefndi ,Atlantshafsvarnaveggur‘ Þessi veggur er auðvitað ekki jafn sterkur alls staðar. Hann er auðvitað traustastur, þar sem innrósarhættan er mest, þ. e. a. s. á norðurströnd Frakk- lands. Ekki er allt unnið, þó að bandamenn nái „brúarsporði“ á meginlandinu, eins og reynsl- an frá Salerno og Anzio sýnir. Á bak við varnarlínuna á ströndinni eru aðrar varnar- línur, sem hægt er að hefja gagnárásir frá. Öðru máli er að gegna, ef bandamenn setja um líkt leyti lið á land á mörgum stöðum og neyða þýzku herstjórnina til áð dreifa kröftum sfnum. Marg Framhald á 6. síðu. VITANLEGA er ég fyrir löngu örðinn alveg grallaralaus, eins og þið, yfir rafmagnsvand- ræðunum. Fyrr má líka rota en dauðrota. Borgin var köld og dimm, fólkið var úrillt í skapi, hálf soltið og hóstandi í stybbunni af olíuvélunum og primusunum, og hrósuðu þeir þó liappi, er áttu slík apparöt til þess að hita sér kaffi- sopa eða velgja mjólkursopann ofan í börnin, því að varla var hægt að stinga upp í þau mjólk- urmola, en svo frosin var mjólk- in, þar sem hún var geymd yfir nóttina í kæliskápum. ÉG HELD að allir hafi tapað á rafmagnsskortinum, nema Ríkið. Menn leiddust út í það að fá sér neðan í því, enda voru einkenni- lega margir fullir þessa dimmu og köldu plágudaga. Þið vitið líka, að menn verða stundum ótrúlega upp fyndingasamir, þegar þeir fá sér neðan í því, enda bar nú sérstak- lega mikið á slúðursögum og flúgufregnum. Innrás var gerð í Frakkland og önnur í Noreg — og Finnar sömdu frið. Þetta var al- talað — og ekki gátu blöðin leið- rétt, því að þau voru bundin við kaldar prentsmiðjurnar. ÉG HELD að þrátt fyrir illt skap manna og allmikinn drykkjuskap, hafi ég aldrei orðið var við jafn- mikla þekkingu á rafmagnsfræði, og þessa hræðilegu tvo daga. All- ir vissu ráð — og í munnum manna var rafmagnsstjóri og allir aðstoðarmenn hans mestu aularn- ir í þessum rafmagnsmálum. Ég heyrði ákaflega mörg ráð og ætti eiginlega að skrifa þau upp og spyrja Helga Hermann, hvort ekki væri hægt að fá þau gefin út sem handbók Iðnsambandsins í rafmagnsfræði. Það er svo sem von, að menn reyni að gera sér grein fyrir ástæðunum og leggi höfuðin í bleyti til að finna leið út úr vandræðunum, þegar önnur eins ósköp dynja yfir. BLESSAÐUR SKKIFAÐU, sögðu allir —■ og ég er að skrifa. En ef ég ætti að skrifa allt, sem við mig var sagt, þá yrði það allt of langur pistill, en líkast til skemmtilegur. Ég nenni þó ekki að skrifa það allt upp, því að ég er enn vondur í skapi og mér er enn kalt. ÉG SÉ að bæjarstjórnin hefur verið að samþykkja að láta sér- fræðinga rannsaka þessar plágur okkar. Hvaða sérfræðinga? Standa ekki sérfræðingar við hvert ein- asta apparat í rafmagninu — og hvernig er reynslan? Ætli að það sé ekki bezt að láta allt veltast og kútveltast. Við skulum hugga okkur við það, að við verðum þá áreiðanlega við og við ofaná! EF TIL VILL undrist þið yfir því, að ekki séu sagðar fréttir sem ef til vill gerast og telja verður til tíðinda jafnvel hér — og þó að þau hafi ekki verið talin nein sér- stök tíðindi hér fyrrum, en svona er allt öfugsnúið hér um þessar mundir — og allt verður maður að sætta sig við. ÞEGAR ÉG FEKK tilkynning- una um það, að við ættum að fara að breyta klukkunni, fannst mér einhvern veginn að það væri farið að vora, ég fór því að leita að sól- gleraugunum mínum, sem búin eru að liggja niðri í skrifborðs- skúffunni minni í ólund og svarta myrkri síðan i fyrra sumar. Ég fann þau og lagði þau á skrif- borðið mitt og leit hlýlega til þeirra við og við. Nú hef ég stungið þeim aftur niður — og guð má vita, hvort ég tek þau aftur fram næstu þrjá mánuðina. Á HVERJU sem gengur er mann leg náttúra allt af eins. Ég fekk í miðju rafmagnsleysinu, bréf frá ógiftri stúlku, sem er skrifað af fullri og blákaldri — og saklausri alvöru. Það er svona: „í dag er hlaupársdagur. Mig langar til að spyrja þig um svolítið, góði Hann- es minn, og ég vona að þú sért ekki eins merkilegur með þig og Víkverji, þó að bréfið sé kannske illa samið. í allan dag hef ég heyrt fólk vera að segja, að þetta sé eini dagurinn, sem stúlkur hafi rétt til að biðja sér manns. Það er sagt að þetta sé eini dagurinn sem þetta sé leyfilegt samkvæmt lögum. Ef við notum ekki tækifærið nú, þá komi það ekki aftur fyrr en eítir 5 ár.“ „MÉR FINNST ÞETTA vera ó- réttlæti — og ég skil ekkert í því að hafa lögin svona. Ég hélt líka að það væru kvenréttindi. En hvaða jafnrétti er svona lagað? Piltarnir mega alltaf vera að biðja sér stúlku, en við megum ekkert gera nema bíða, bara þennan eina dag á 5 ára fresti. Mér finnst satt að segja, að við ættum að hafa rétt til að biðja okkur hvaða manns sem er og hvenær sem er. Góði Hannes minn segðu mér hvort lögin eru svona vitlaus." ÞÚ ERT SAKLAUS og góð stúlka, væna mín — og það er sjálfsagt að svara þér. Lögin eru alls ekki svona-. Þetta er bara plat. Þú mátt biðja þér hvaða stiáks sem er og hvenær sem er — og láttu ekkert aftra þér í því. En reyndu bara að velja vel, því að margir strákar eru svoddan gal- gopar — og ekkert að marka þá. Það er von að þú sért gröm yfir þessum skröksögum um hlaupárs- daginn. Hann er annars fjórða hvert ár, elskan, en ekki fimmta hvert ár. Það er von að þú sért kvíðin í kuldanum og rafmaghs- leysinu. Það er engin furða, þó að þú viljir reyna að útvega þér hlýju og yl einhvers staðar — og hlýjan er miklu meiri þegar við erum tvö. Svona er nú það — og Hannes skrökvar ekki að þér. Hannes á horninw. Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað lands- ins og gildir það verð í Reykjavík og págrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAIIPIÐ ALÞÝÐUBLAÐH)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.