Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 5
Xangardagvr 11. mai* 1944. AU»YmiBLAnW s Á mynd þessari sést Jósef Stalin kyssa sverð það, er Winston Churchill afhenti honum á ráðstefnunni í Teheran sem gjöf frá Georg VI. Bretakonungi í viðurkenningarskyni fyrir hina hetjulegu vörn Stalingrad. Winston Churchill snýr baki við myndavélinnj. Myndatöku- menn ameríska hersins kvikmynduðu athöfn þessa. » ‘ I Stalin kyssir Stalingradsverðið. rzt að hata. ÞEGAR ríki maðurinn kvald ist í logum vítis, bað hann þess, að Lazarusi yrði leyft að íara til ættingja hans og skýra þeim frá því, hversu ill vistin í víti væri og tjá þeim, að þeir Mytu að hafna þar, ef þeir Ixyrfu ekki frá villu síns vegar. Minnizt þið þess, hverju ríka manninum var svarað? Hann var fullvissaður um það, að ættingjar hans myndu ekki láta sannfærast jafnvel þótt ■einhver risi upp frá dauðum. Þaim okkar, sem komizt hafa Ibrott úr þeim löndum Evrópu, ,er Þjóðver-jar drottna yfir, er líkt farið og mönnum, sem risið hafa upp frá dauðum. En leggið þið trúnað á mál okkar? Við berum allir Þýzkalandi söguna ;á eina lund. En það virðist ekki iná tilætluðum árangri. Ef til vill verður fleira til að koma en sögusögn ein. Saga Evrópu síðasta áratug gefur vissulega 'tilefni til þess að ætla það. Hinar frjálsu þjóðir gerðu sér þess engan veginn glögga grein, meðan þær nutu enn frelsisins, hvað yfirdrottnun nazista raun- verulega þýddi. Það er engu líkara en að þær hafi orðið að kynnast kúgun 'og harðstjórn þeirra af eiginraun til þess að láta sannfærast. En þá er um seinan að hefjast handa um raunhæfar aðgerðir. Þá hafa þjóðirnar Iátið tækifærið til þess að þreyta styr við nazist- ana með sigurvon í huga fram hjá sér fara. Þá verða þær að heyja viðnám sitt með sama hætti og hinar hemumdu þjóð- ir eins og Frakkar, Norðmenn, Belgíumenn og Hollendingar gera. Sú var tíðin, að okkur var næst að halda, að Bretum yrðu ,sömu örlög búin og okkur. Hollendingar gerðu sér litla grein fyrir því allt þar til í maímánuði árið 1940 hvers þeir mættu vænta af hálfu Þjóðverja. Frakkar hefðu þó átt að vera okkur framsýnni í þessum efnum. Þeir höfðu hlot- ið eftirminnileg kynni að Þjóð- verjum 1870. Belgíumenn hlutu eftirminnileg kynni af þeim í heimsstyrjöldinni hinni fyrri. Af Hollendingum var allt aðra sögu að segja. Við höfðum ver- ið sjálfstæð, auðug og friðunn- andi þjóð ár og aldir. Við töld- um okkur ekkert hafa að ótt- ast. Bretum og Hollendingum er um margt líkt farið. Báðum þessum þjóðum er ósýnt um það að berast á, hvað sem því veldur. Báðar þjóðirnar eru GREIN ÞESSI, sem er efíir hollenzkan liðsfor ingja, er komst eigi alls fyrir löngu brott frá Hollandi og yfir til Bretlands,, lýsir vel viðliorfunum þar í landi og ahrifum hernáms Þjóðverja og miskunnarleysi því, sem hollenzka þjóðin hefir átt að sæta af þeirra hálfu. Greinin var upphaflega flutt sem er- indi í brezka útvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstíma- ritinu The Listener. mun gjarnari á það að draga úr hlutunum en ýkja þá. Þær vilja ganga hreint að hverju verki og jafnan tjá hug sinn allan. Það fer því vel á því, að ég sé skor- inorður og hreinskilinn í þessu erindi mínu. — Ég tel það líka skyldu mína að vera hreinskil- inn og skorinorður, því að ég hefi ástæðu til þess að ætla, að margir landa minni muni hlýða á mál mitt. Hefðuð þið spurt Hollending þess fyrir styrj- öldina er nú stendur hvað hon- um fyndist um Þjóðverja, myndi hann efalaust hafa svar- að þeirri spurningu mjög á- þekkt því, sem Bretar myndu hafa gert og sumir gera því miður enn þann dag í dag. Hann hefði sagt sem svo, að þeir Þjóðverjar, sem hann hefði kynnzt, væru beztu drengir, kannski helzt til gjarnir á það að skipa hverjir öðrum meira en góðu hófi gegndi, en raunar kæmi það þeim einum við. Margur maðurinn handan Ermarsunds hafði látið stór- yrði falla um Þjóðverja, en þó mun hann í raun og. veru hafa talið okkur alla hverja öðrum líka, hvorki mjög góðan né mjög slæma. Mikill áróður hafði verið rekinn og þar fram eftir götunum. * EN NÚ skal ég segja ykkur dálítið í fyllstu hrein- skilni. Þegar ég les eða heyri um grimmd Þjóðverja, þá kem- irr mér ekki til hugar að efast um, að þær frásögur séu sann- ar. En því þá ekki það? Vegna þess að ég hefi kynnzt hátt- erni Þjóðverja af eiginraun Það hefir verið dýrkeypt reynsla. Spyrjið hvaða IIol- lending sem ykkur sýnist, hvað honum finnist um Þjóðverja nú orðið. Okkur finnst engan veg- inn, að við séum að hreyta skammaryrði framan í óvin okkar, þegar við nefnum Þjóð- verja villimenn. Við erum raun verulega þeirrar skoðunar, að Þjóðverjar séu villimenn. Þeir fjölyrða um Herrenvolk og Kultur. En það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt, að sem menningarþjóð hafa Þjóð- verjar staðið i stað eða jafnvel munað aftur á bak síðustu öld. Enginn neitar auðvitað hinum frábæru afrekum þeirra á vett- vangi tónlistar, heimspeki og vísinda. En hæfni þeirra á þeim sviðum fyrnir engan veg- inn skort þeirra á ýmsu öðru. Það, sem Þjóðverjar skortir svo tilfinnanlga, er mannúð. Þá skortir það, sem aðrar þjóðir nefna menningu. Við vitum, að Þjóðverjar eru næsta viðkvæmir á stundum. En jafnframt þekkjum við hroka þeirra, sem er einsdæmi. Og þeir eru gersamlega óhæfir til þess að skilja rétt og sið- venjur annarra þjóða. Það er einmitt þetta, sem veldur því, að sérhver þjóð, er þeir ráðast á, veitir þeim viðnám, enda þótt hún hafi neyðzt til hernaðar- legrar uppgjafar. Hinar ýmsu þjóðir heyja viðnám sitt sam- kvæmt skaphöfn sinni og land- fræðilegum aðstæðum. Noreg- ur er til dæmis dreifbýlt land. Þar er óralöng strandlengja, I víðáttumikil fjöll og skógar og j afskekktir firðir. Þessir stað- i hættir veita Norðmönnum ýmis tækifæri, sem Hollendingar hafa ekkert af að segja. Hol- j land er mjög þéttbýlt. Þar eru ! hvorki f jöll né skógar. Við gæt- I um ékki efrtt til skæruhernað- | ar eins og Júgóslavar, Grikkir ! eða Savoyenbúar. Við verðum að Veita viðnám sem óbreyttir borgarar og beita þeirri þraut- seigju, sem ég tel þjóðarein- kenni Hollendinga, hvernig svo sem hún er til komin. Hollend- ingar eru gæddir þroskuðum skilningi á frelsi og réttlæti. Þeir hafa aldrei tekið stjóm- málatrú nazista alvarlega. Þetta e.r svo sem ekki í fyrsta sinn, er Hollendingar þreyta inn rásarher. Við þreyttum Spán- verja einu sinni í baráttu, er ' galt líf eða dauða og tók átta- tíu ár. Guði sé lof fyrir það, að baráttan kemur aldrei til með að verða langvinn í líkingu við það að þessu sinni. Þess er skylt Framhald á 6. síiu. Fáum vi^ ekki hrognkelsi í vor — Grásleppukarlarnir og stríðið — Um teikningar, húsabyggingar og svalir. — Saga um veika stúlku og örorkubætur. RÁ SLEPPUK ARL ARNIR hafa nokkrar áhyggjur um ; pessár mundir. Stríðið er á móti iieim og þeir eru hræddir við i»að eins og ég. Skothríð hótar að eyðileggja atvinnuveg þeirra, sem að sjálfsögðu er þeim dýrmætur, eins og okkur öllum. Ég fékk þetta bréf frá einum þeirra í gær: „NÚ NÁLGAST óðum sá tími, sem hrognkelsaveiði hefst hér við Reykjavík, því venjulega byrja menn að leggja hrognkelsanetin frá 15—20 marz, en okkur sem þessa atvinnu stundum liggur þungt á hjarta skotæfingar setu- liðsins, sem fara nú daglega fram einmitt á því svæði, sem við leggj- um netin okkar á og er sennilega bæði skotið af rifflum og vélbyss- um. Veiði þessa stunda að jafnaði frá 10-—20 bátar og eru venjulega 2 menn á hverjum bát. Veiðitíma- bilið á hrognkelsaveiðum er að jafnaði frá 15. marz til júlímán- aðarloka. Á því álitlegur hópur manna lífsafkomu sína undir að atvinnuvegur þessi heppnist.“ „NÚ ERU ÞESSIR sömu menn búnir að búa sig undir þessa ver- tíð af kappi allan veturinn og leggja mikið í kostnað, bæði hvað báta, vélar og veiðarfæri snertir, t. d. kostar aðeins eitt rauðmaga- net kr. 60.00 nýtt. Nú er það svo, að flotamálastjórn hins erlenda setuliðs hér lætur okkur í té vega- bréf á sjóinn er gildir til 6 mán- aða, þar sem okkur er leyft að að fara um sjóinn í björtu, og eru vegabréf þessi undirrituð af full- trúa flotamálastjórnarinnar hér.“ „ÞESS VEGNA trúum við ekki öðru en að setuliðið færi sig til með skotæfingar sínar af þessu svæði — á annan stað, sem engin umferð er á — jafnskjótt og við ‘ hefjum róðra á sjóinn, því að öðr- um kosti er lífshættulegt að fara um þetta svæði ef skotæfingar halda þar áfram, enda óverjandi þegar fyrst er farið að átta sig á hlutunum þegar slys hefur átt sér stað.“ „SIGGI Á SJÓNARHÓL skrifar: „Heldur finnst mér vera dauft hljóðið í fólki um samkeppnis- teikningarnar að Neskirkju. Lang- flestir segja, sem ég hef heyrt um þær tala, að skársta teikningin sé sú sem fékk þriðju verðlaun. Á henni sé þó eitthvert kirkjulag, þó forkirkjuklumpurinn óprýði hana mjög. Mér virðist að sú yfir- lýsing hafi vakið undrun meðal fólks að „sóknarnefnd Neskirkju og aðrir hlutaðeigendur séu mjög ánægðir yfir þeim hugmyndum, sem fram hafa komið.“ „FRÁ MÍNUM bæjardyrum séð, sýna teikningarnar það eitt — því miður — að enginn keppendanna getur teiknað fagra kirkju. Berið þessar teikningar saman við kirkjuteikningar Vestur-Islendinga í Winnipeg, er hér voru sýndar s. 1. sumar, og mun engum dyljast mismunurinn." „ÞÁÐ ER DÁLÍTIÐ öðru máli að gegna um teikningarnar af Melaskóla, en teikningarnar af Neskirkju. Hún er verulega glæsi- leg, eins og stórbyggingar bæjar- ins á Melunum eftir sama húsa- meistara. Og alveg furðar mig á því, að sjá elzta og reyndasta manninn í byggingarnefnd bæjar- ins hafa á móti svölunum á skól- anum, skóla, sem byggður er yfir æsku höfuðstaðarins um margar aldir.“ „AF MÖRGU sjálfsögðu við skóiabyggingar eru svalir eitt hið sjálfsagðasta. Það skyldi engan undra þó byggingarnefnd leyfi að byggðar séu steinhallir þriggja hæða háar nærri alveg svalalausar (svalir aðeins á hornum) ef margir í nefndinni eru sömu skoðunar um svalir og fyrrgreindur nefndar- maður. Ekkert tveggja hæða hús — eða hærra — ætti að byggja svalalaust, svo nauðsynlegar eru þær íbúum húsa á efri hæðum.“ „MIKIL ER DEILAN um sam- gönguleiðir inn á Suðurlandsund- irlendið og undraverður bægsla- gangur sumra manna. Sem betur fer ætlar réttur málstaður að sigra í þeirri deilu. Krísuvíkur- leiðin er sjálfsögð, ekki aðeins sem vara-samgönguleið, heldur og leið til að opna mikla framleiðslumögu leika, svo sem við jarðhitann, og nýtningu hins mikla graslendis £ Krísuvík, útgerð í stórum stíl í Herdísarvík, og blómleg byggð aftur í Selvogi, þegar sandfokið er yfirunnið.“ „VEGNA ÞESSA — þó ekki væri annað — er sjálfsagt að leggja veg um Krísuvíkurleiðina. Stuttu eftir lok ófriðarins, geri ég ráð fyrir, að mest af mjólkur- 1 flutningum fari fram í loftinu, frá flugvöllum á Rangárvöllum, KaR- aðarnesi, og ef til vill fleirum.“ S. S. SKRIFAR mér þetta bréf: „Má ég Hannes minn biðja þig fyrir svolitla sögu. Ekki þó skáld- sögu, heldur alveg sanna sögu um snauða og heilsulausa stúlku, sem ég og fleiri, sem til þekkja teljum óverjandi órétti beitta. Skal ég reyna að vera stuttorður, því rúm þitt er vitanlega takmarkað." „UMRÆDD STÚLKA var fyrir 7—8 árum tvívegis dkorin upp (annað skiptið stórskurður). Hún hefir verið og er berklaveik og hjartveik, og þjáist auk þess a£ kalkleysi o. fl. Nokkurn tíma eft- ir uppskurðinn varð hún óumflýj- anlega „að þiggja af bænum“ eins og það er nefnt. (Fjárhæðinni skulum við sleppa, enda sæti ég ekki hér við, að skrifa þessa sögu, ef aðrir hefðu ekki, án nokkurrar lagaskyldu hlaupið ríflega undir bagga). Síðan fékk hún örorku- bætur í 1 ár. Auðvitað ekki allt of háar, en þó svo miklar að Jap- ani t. d. hefði e. t. v. getað dregið fram lífið á þeim. Ja, það er að segja í sín heimalandi." Frh. af 6. síðu. Þráff fyrir kauphækkanir, aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrenni. G»rist áskrifendur. Sími 4906 og 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.