Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 2
a Laugardagur 11. marz 1944. Skýrsla sjédéms nú blrt fi bellds Ótrúlegar misfellur á skipaeftir- litinu með vélskipinu Þormóði. AlHingí lýsir jtir vilja sinnm til norrænnar samvinnn. ♦------- Þingsályktunartiliagan sampykkt í gær með 48 samhljóða atkvæðum. ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA skilnaðarnefndar um þátt töku íslands í norrænni samvinnu var samþykkt í sam- einuðu þingi í gær með 48 samhljóða atkvæðum og afgreidd sem ályktun alþingis. Ályktunin er svohljóðandi: „Um leið og Alþingi gerir ráðstafanir til þess, að alda- gömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslenzks lýð- veldis rætist, ályktar þingið: að senda hinum Norðurlanda- þjóðunum bróðurkveðjur og óska þeim frelsis og farsældar og að lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fornu frændsemi- og menningar böndum, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda, enda er það vilji íslendinga að eiga þátt í norrænni samvinnu að ó- friði loknum.“ Útvarpið í Reykjavík endurvarpar alheims úfvarpssendingu. UTVARPIÐ í Reykjavík mun í dag klukkan 2 taka þátt í alheims útvarpssendingu í til efni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Roosevelt forseti und irritaði láns og leigulögin. Frá Washington tala brezki sendi- herrann í Bandaríkjunum Hali- fax lávarður; aðstoðar-utanríkis ráðherra Edward Stettinius fyr verandi yfirmaður láns og leigu laganna; Raymond Graham Swing fréttagagnrýnandi. Frá London munu tala Sir Stafford Cripps flugvélaframleiðsluráð herra og Major General C. H. Lee aðstoðarmaður Eisenhowers hershöfðingja. Milton Bracker fréttaritari New York Times mun tala frá Algier; og frá Ástralíu talar Herbert Evatt ut- anríkisráðherra. IJtvarpið hefst kl. 2 og mun verða endurvarpað af næstum öllum aðalútvarpsstöðvum heims, sem ekki eru á valdi Þjóð verja og Japana. Orðsendtng tii Algýðuflokhs manna: Árskátið flokksfélap- ins verlnr 25. @. m. A HSHÁTÍÐ Alþýðuflokks félags Reykjavíkur verð ur haldin laugardaginn 25. þ. m. Verður hún haldin í Iðnó. Til skemmtunarinnar verð ur vandað, eins og frekast eru föng á og geta flokksfé- lagar nú þegar tryggt sér að- göngumiða, fyrir sig og gesti í ískrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu,. 6.. hæð,. sími 5020. Aljringi frestað í dag Kemur saman að nýju 10. júní. FUNDUM alþingis verður frestað í dag. Hins vegar verður það kvatt saman til funda á ný 10. júní. Forsætisráðherra, Björn Þórð arson, bar fram svo hljóðandi tillögu til þingsályktunar um frestun á fundum alþingis: „Alþingi ályktar að veita samþykki sitt til þess, að fund- um þingsins verði frestað frá 11. marz 1944, enda verði það kvatt saman aftur eigi síðar en 10. júní næstkomandi.“ Nýr skíðahikar iil að keppa um á skíða- ; mófi Reykjavíkur. | i VÁTRY GGIN GARSKRIF- STOFA Sigfúsar Sighvats- sonar hefir gefið silfurbikar, til þess að keppa um á Skíðamóti Reykjavíkur, Bikarinn heitir Laugarhólsbikarinn eftir staðn- um, þar sem Skíðaskáli íþrótta- félags kvenna stendur. Verður keppt um hann í svigi kvenna og vinnur hann sú félagssveit með þrem keppendum, er nær skemmstum rástíma samanlagt. Verður keppt um bikarinn í fyrsta sinn á sunnudaginn, en til þess að vinna bikarinn til eignar, þarf að vinna hann þris- var sinnum í röð eða fimm sinn- um. alls. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför upp á Hellisheiði næstkomandi sunnu- dagsmorgun. Lagt af stað kl. 9 frá Austurvelli. Farmiðar seldir hjá Miiller í dag til kl. 4 til félags- manna, en 4 til 6 til utanfélags- mánna, ef afgangs er. Skipið fnllnægði hvergi nærri settnm reglnm nm haffæri skipa. .— .......-— Þýðingarmesta kaSla skýrslunnar var stnngið nndir stól i útdrætti dómsmáiaráðnneytisins Sér dómsmálaráðherrann enga ástæðu til aðgerða eftir skýrslu sjódóms? DÓMSMÁLARÁÐUNEYTEÐ hefir nú loksins til knúið, birt skýrslu Sjódóms Reykjavíkur um rannsókn Þor- móðsslyssins í heild, eins og dómsmálaráðherra varð að lofa við umræður á alþingi fyrir nokkrum dögum, í tilefni af fyrirspum Finns Jónssonar og Eysteins Jónssonar varðandi útdrátt hans úr skýrslunni, fyrir rúmum hálfum mánuði síðan. Sýnir skýrsla sjódómsins, að öllum veiga mestu atrið- unum úr henni hefir verið sleppt í útdrætti dómsmálaráðu- neytisins og að rannsókn sjódómsins hefir leitt í ljós ótrúleg- ar misfellur á skipaeftirlitinu með vélskipinu Þormóði, með því að það hafi verið víðs f jarri því að fullnægja settum regl- um hér á landi um haffæri skipa. Munu margir spyrja hvort dómsmálaráðherrann sjái, eftir slíkar niðurstöður sjódómsins ekki ástæðu til einhverra aðgerða á sviði skipaeftirlitisins. Hér á eftir fer sá hluti af skýrslu sjódómsins, sem dóms- málaráðuneytið stakk undir ■stól, þegar það gaf út útdrátt sinn úr skýrslunni fyrir rúmum hálfum mánuði. En eins og all- ir munu sjá, er það merkileg- asti hluti allrar skýrslunnar. Leturbreytingarnar í skýrsl- unni eru gerðar af blaðinu: „Af því, sem fram hefir komið við rannsókn þessa, verður eigi ráðið með neinni vissu, hverjar hafi verið orsakir þess, að þetta mikla sjóslys varð. Veðurofsinn og sjólagið var slíkt, að það hefði vel getað orðið skipinu að grandi. Einnig kann skipið hafa steytt á grunni, og það hafi verið orsök slyssins. Eftir því sem ráða má af síðasta skeytinu frá Þormóði, var mikill leki korninn að skipinu seint að kvöldi þess 17. fe- brúar, og kann skipið að hafa farizt af þeim sökum einum,] ) en einnig geta þessar ástæður allar, eða tvær saman, hafa valdið slysinu. Um hinar tvær fyrtöldu ástæður, sem kunna að hafa valdið slysinu, er, eins og komið var, eigi tilefni til að fjölyrða. Hins vegar þykir rétt að fara nokkrum orðum um hið síðasttalda atriði, þar sem það snertir það, hvort skipið hafi verið þannig úr garði gert, að varhugavert megi teljast, og þá sérstaklega til slíkra nota, sem um var að ræða. Rannsóknin hefir og að verulegu leyti f jallað um þetta atriði og önnur í því sam- bandi, eins og beiðni ráðuneytis ins til sjó- og verzlunardóms- ins, svo og meðfylgjandi bréf Farmanna- og Fiskimannasam- bands íslands, gáfu tilefni til. Eius og drepið hefir verið á hér að framan, var skipið 20 ára gamalt tréskip, þegar það var keypt hingað til lands á árinu 1939. Atvinnu- og sam göngumálaráðuneytið veitti samþykki sitt til að skipið yrði keypt til skrásetningar hér á landi, en að því tilskildu, að skipaskoðun ríkisins teldi það fullnægja ákvæðum um öryggi skipa, enda var og, eins og á istóð, engin heimild til undan- þágu í þeim efnum skv. 20. gr. 1) Sbr. orðalagið: „eina vonin er að hjálpin komi fljótt“. laga um eftirlit með skipum frá 11. júní 1938. Eftir þeim gögnum, er liggja fyrir og öðru því, er fram hafir komið í mál- inu, verður ekki séð, að skipa- skoðun ríkisins hafi frá upp- hafi hreyft neinum athugasemd um út af styrkleika skipsins eða öðru ásigkomulagi þess í veru- legum atriðum. Er þó ljóst, að skipið fullnægði m. a. ekki á- kvæðum íslenzkra reglna í svo þýðingarmiklum atriðum sem um styrkleika banda (þar á með al um samsetningu þeirra), byrð ings og húfsýja, en lögin um eftirlit með skipum nr. 78, 1938 verða að teljast gilda um þetta sltip, eims og áður segir, og þá einnig þar að lútandi reglu- gerð um smíði tréskipa (sbr. 2. gr. roglugerðar nr. 100, 1936, — isem einnig hefir verið látin ná til tréskipa af sömu stærð og Þormóður var, að breyttum töflum). Fyrsta aðalskoðun á trébol skipsins og búnaði hans virðist hafa farið fram 10. jan. (1940 iog samiskonar skoðun á öðr um búnaði skipsins 12. s. m. og eimvél þess 13. s. m. Auka- skoðun á eimkatli fór fram sama dag (sjá um þetta dóms- skj'öl nr. 27—30). Eins og. rekið er að fram- an, var skipið í fyrstu að- eins notað til veiða hér við land og fi'Skflutninga til Eng- land!s. Þegar á þessu tímabili (maí—júnií 1939 til nóv. 1940) verður vart nokkurs leka í skip inu (sfor. framburði Árna’ Hin- rikssonar, Sigurjóns Stefáns- sonar, Eggerts Jóhannessonar, Friðfinns Árnasonar og Ólafs B. Björnssonar), og vegna leka hætti skipið Englandsferðum í nóvember 1940 (frambiurður Ólafs B. Björnssonar). í janúar 1941 er síðan byrjað á hinum víðtæku breytinigum á skipinu, sem að framan er lýst, og aðallega voru í því fólgnar, Frh. á 7. síðu. 2) Sbr. framburði Friðfinns Árnasonar, Ólafs B. Björnssonar, Eyjólfs Gíslasonar, Daníels Vig- fússonar, Elíasar Guðmundssonar, Peter Wigelund, Guðna Helgason- ar, Erlings Þorkelssonar, Hafliða J. Hafliðasonar, Flosa Sigurðsson- ar, Magnúsar Guðmundssonar og Péturs Ottasonar. — Sbr. og upp- dráttinn á dómsskjali nr. 23. Starf milli pinna- nefndar i skóla- niálnni. Bannsahar hennsln og npp- eldismál pjóðarinnar og gerir tiilðgnr nm skipnn peirra. ■p YRIR tæpum þremur árum var samþykkt á alþtngi ályktun þess efnis að fela ríkisstjórninni að skipa milliþinganefnd skóla- fróðra manna til þess að rann saka kenslu og uppeldismál þjóðarinnar og gera tillögur um skipun þeirra. Skyldi stefnt að því að gera skólana sem hagfeldasta, samræma skólakerfið og ákveða betur en nú sé starfssvið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra í milli. Samkvæmt þessari þingsá- lyktun skipaði kennslumálaráð- herra sjö manna nefnd 30. júní f. á. Voru það þessir: Aðalbjörg Sigurðardóttir frú. Ármann Halldórsson skóla- stjóri. Ásmundur Guðmunds- son prófessor. Ingimar Jónsson, skólastjóri Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri, formaður. Kristinn Ármannsson yfirkenn- ari. Sigfús Sigurhjartarson al- þingismaður. Ritari nefndarinn ar var ráðinn Helgi Elíasson fulltrúi fræðslumálastjóra. Skömmu eftir skipun nefnd- innar voru fyrstu fundir haldn- ir og komið á verkaskiptingu með nefndarmönríum. Unnu nefndarmenn síðan um sumar- ið að viðfangsefnunum hver í sínu lagi eða tveir saman. En fyrst um haustið hófust reglu- bundin fundahöld allrar nefnd- arinnar tvisvar í viku. Um miðjan nóvembermánuð tók Ásmundur Guðmundsson við formannsstörfum í nefnd- inni sökum lasleika Jakobs Kristinssonar og var frá síðustu áramótum skipaður formaður. í stað fræðslumálastjóra, er baðst um þær mundir lausnar frá nefndarstörfum, var Helgi Elíasson skipaður. ^ Störf nefndarinnar hafa fram til þessa einkum verið í því fólgín, að áthuga núgildandi lög og reglugerðir um skóla landsins og ræða breytingar þær, er nauðsynlegar væru til bóta. Jafnframt hefir nefndin ritað þeim, er veita skólunum forstöðu eða starfa við þá, og borið undir þá ýmsar vanda- spurninga,ir. Þá hefir nefndin varið allmiklum tíma til athug- unar á því, hvernig skólakerfi landsins verði haganlegast fyr- ir komið, hver skuli skóla- skylduáriri og hvaða kröfur beri að gera til skyldunámsins. Of snemmt er þó að gera grein fyrir niðurstöðum nefndarinn- ar i þessum efnum, því að enn geta þær breytzt og margt nýtt komið til greina. Allir þeir, sem nefndin hefir leitað til, hafa brugðizt hið bezta við tilmælum hennar og skrifleg svör berast nú að við ýmsum spurningum hennar. Væntir nefndin þess að geta átt sem bezt samstarf við máls- aðilja, og treystir góðum skiln- ingi þeirra og samúð, en hvort- tveggja er mjög nauðsynlegt skilyrði þess, að störf hennar fái komið að varanlegum not- um. F. U. J. heldur dansleik í kvöld kl. 9 í húsi Alþýðubrauðgerðarinnar við Vitastíg. — Nýtt skemmtiatriði kl. 12! — Ný hljómsveit!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.