Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 6
AU>YOMBLACI£* Laugardagur 11. marE 1944«- Þýzk rakettubyssa. Rakettubyssurnar eru eitt af ,,leynivopnum“ Hitlers, sem öllu hafa átt að snúa aftur til hins betra fyrir hann í stríðinu, en ekki hafa megnað það. Myndin var tekin, þegar verið var að hleýpa af þýzkri rakettubyssu. vísitölunnar. Grundvöllur Frh. af 4. síðu. Rökstyður meiri hluti nefnd- arinnar þessa tillögu með þeirri niðurstöðu sinni (sbr yf- irlitið) „að launþegar teknir sem heild fái ekki fullar bætur fyrir raunverulega húsaleigu- hækkun með þeirri hækkun á húsaleigu, sem nú er reiknað með í framfærsluvísitölunni,“ Hins vegar telur meiri hluti nefndarinnar „að óframkvæm- anlegt er að leysa málið viðun- anlega með ákvörðun einnar og sömu vísitölu fyrir alla laun- þega.“ Kauplagsnefnd er samrhála meiri hluta nefndarinnar um aðalniðurstöður herinar viðvíkj andi húsaleigunni, að ekki verði bætt úr því misrétti, er þeir eiga við að búa, sem verða að leigja í nýjum íbúðum með háa húsa- leigu, með því að endurskoða eða breyta grundvelli vísitöl- unnar. (í þessu sambandi vill Kauplagsnefnd geta þess, að hún hefir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, mjög litlar upplýsing ar getað fengið hjá húsaleigu- nefnd um húsaleigu í nýjum húsum). Hins vegar telur lagsnefnd það fyrir utan verka- hring sinn, að bera fram tillög- ur til úrbóta í þessu efni. Meiri hlutinn bendir á ákveðna leið, en telur þó ekki sitt verkefni, að bera fram tillögur um nán- ari tilhögun um það efni. Auk þess getur hann um grein eftir Gylfa Þ. Gíslason dósent í Kaupsýslutíðindum 1942 um þetta mál, og mætti að lokum benda á frumvarp, sem fram hefir komið á alþingi um miðl- unarsjóð húsaleigu. Kauplags- nefnd sér ekki ástæðu til að taka afstöðu til þessara til- lagna, en vill fyrir sitt leyti benda á, að búast megi við all- mikilli óánægju ýmissa laun- þega, sem búa við háa húsa- leigu, með vísitöluna, á meðan ekkert er gert til þess að leið- rétta það misræmi, sem skap- ast við hina háu húsaleigu í nýjum húsum. Að lokum vill Kauplags- nefnd taka það fram, vegna þess sem meiri hlutinn segir (bls. 6—7) um grundvallar- tímabil vísitölunnar, þ. e. fyrsta ársfjórðung 1939, að hún telur ákvæði 2. greinar gengislag- anna frá 4. apr. 1939 um þetta efni alveg ótvíræð, þar sem beinlínis er tekið fram í grein- inni, að Kauplagsnefnd skuli „gera yfirlit yfir framfærslu- kostnað í Reykjavík 1. dag hvers mánaðar frá ársbyrjun 1939“. Þær efasemdir, sem meiri hluti nefndarinnar lætur þar í ljós um það, að ekki hafi verið byggt þar á réttum grund velli, eru því ekki á rökum reistar, enda viðurkennir meiri hlutinn sjálfur, að þetta atriði sé umdeilanlegt. Skekkja sú, sem meiri hlutinn telur að af þessu geti hlotizt er % úr stigi, sem vísitaTan ætti að lækka af þessum ástæðum, ef réttar væru, svo að hér er ekki um þýðingarmikið atriði að ræða. Reykjavík, 28. jan. 1944. KAUPLAGSNEFND (sign) Björn E. Árnason, (sign) Eggert Claessen, (sign) Jón Blöndal. Samkvæmt ósk Kauplags- nefndar hefi ég verið með við samning framanritaðrar álits- gerðar, og er ’henni því algjör- lega samþykkur. d. u. s. (sign) Þorst. Þorsteinsson. rí^AÐ SEGJ.A HIN BLÖÐTO7 Frh. af 4. síðu um. Menn hafa spurt: Hvers vegna hafa sjómennirnir, er sigla skip- unum, ekki kvartað fyrri? En það er ekki siður sjómanna að kvarta fyrr en í fulla hnefana. Vökurnar á togurunum höfðu valdið mörg- um hraustum dreng heilsuleysi eða tjóni og dauða, fyrir aldur fram, áður en sjómenn fóru að kvarta. Og löggjöfin varð loks að skerast í leikinn. Samtök sjó- manna eru miklu sterkari nú en þá, en þrátt fyrir það verður varla leyst úr þessum málum á viðun- andi hátt, nema með öflugu sam- starfi löggjafans, stéttarfélags sjó- manna og löggæzlunnar eða skipa- eftirliti ríkisins. Sjómenn eru van- ir að fylgja fast vinsælum og dug- legum skipstjóra, en fari svo að kappið og vinsældirnar beri fyrir- hyggjuna ofurliði, verður rögg- samt skipaeftirlit að kveða upp óhlutdrægan úrskurð, með öryggi skipshafnar og hag þjóðfélagsins fyrir augum.“ Hér er í sannleika orðið um svo alvarlegt mál að ræða fyr- ir þjóð okkar alla eftir hin mörgu og tíðu sjóslys, að engin vetlingatök mega þolast lengur. Hollendingar bafa lært að hata. Frh. af 5. sí&u. að minnast, að bæði í Hollandi og Noregi hafa Þjóðverjar kom ið á borgaralegri stjórn sjálfra þéirra auk hernámsins, en sú hefir raunin hvorki orðið í Frakklandi né Belgíu. Og sú stjórn mun oss lengi rík í minni. Hefðu Þjóðverjar farið öðru vísi að, kynni svo að hafa farið, að hernumdu löndin myndu ekki hafa efnt til við- náms gegn þeim, enda þótt Þjóðverjum hefði aldrei tekizt að fá þjóðir þeirra til þess að játast hina þýzku trú. Og mér er næst að ætla,, ,úð þeir hafi hvarvetna freistað þess. Þeir freistuðu þess að minnsta kosti í Hollandi, og ég' tel mig hafa ástæðu til þess að ætla, að þeir hafi reynt slíkt hið sama meðal allra annarra hernumdra þjóða, að Rússum og Pólverjum und- anskildum. En þegar það brást að Hollendingar viðurkenndu Þjóðverja sem ofurmenni, en fyrirlitu þá og báru hinn þyngsta hug til þeirra, urðu þeir æfir. En ég hygg, að Þjóð- verjar fái ekki að þessu gert. Tilraunir þessar voru vonlaus- ar vegna lasta þeirra og óhæfni til þess að skilja aðrar þjóðir. Hollendingar óskuðu þess mjög, að Bretar og aðrar þjóðir hefðu fylgzt betur með viðnámi þeirra en raun var á lengi vel. Það er stðareynd, að hvork i fólk né fréttir komst þaðan auðveldlega af landi brott. Við hörmuðum það, að allsherjar- verkfallinu í Hollandi í aprílmánuði í fyrra skyldi ekki meiri athygli veitt en raun bar vitni. Það varð þó til þess, að Þjóðverjar höfðu hamskipti, enda þótt það kostaði það, að meira en tólf hundruð Hol- lendingar voru teknir af lífi. ❖ EG HEFI mjög orðið þess var, að orðið „hatur“ nýt- ur lítilla vinsælda á Bretlandi. Bretum er ósýnt um að hata, Það er alkunna um gervállan heim. Brezka þjóðin er umburð arlynd. Henni er skapi næst að gleyma jafnan og fyrirgefa hið versta og trúa hinu bezta. Ég tel mér einnig óhætt að full- yrða það, að hollenzku þjóð- inni hafi verið ósýnt um að hata fyrir styrjöldina. Hún hataði alls engan. En nú hefir hún lært að hata. Hún hatar hina þýzku kúgara. Þegar úrslit hildarleiksins hafa verið ráðin, mun hún ekki láta það henda sig að vaða í villu meðaumkun- arinnar. Hún veit, að Þjóðverj- ar myndu líta á það sem van- mátt eða heimsku. Hollending- ar telja Þjóðverja verðskulda allt annað fremur en meðaumk- un. Það er öðru nær en Þjóð- verjar hafi reynzt Hollending- um miskunnsamir. Mér er næst að ætla, að fangar þeir, sem horfið hafa frá Þýzkalandi heim til Bretlands muni orka miklu í því efni, að Bretum sé enn skapi næst að auðsýna Þjóðverjum nokkurt umburðar lyndi. Sumir þeirra kveða jafn- vel svo að orði, að Þjóðverjar séu engan veginn eins bölvaðir og þeir skéu sagðir vera. Því verður heldur ekki neitað, að það er mikils um það vert hvaða dóma þeir menn fella um Þjóðverja, sem hafa alið þar aldur sinn og orðið að lúta boði þeirra og banni. En þess er skylt að minnast, að Þjóð- verjar taka allt með í reikning- inn. Þeir muriu telja sér það mikils virði, að þeir brezkir þegnar, er hverfa heim frá Þýzkalndi, beri þeim sem skásta göguna, ekki hvað sízt stríðsfangarnir. En ég fullvissa tilheyrendu mína um það, að ég er forlögpnum innilega þakk látur fyrri það að hafa ekki þurft að dveljast sem rússnesk- ur eða pólskur fangi í Þýzka- landi. Bretar skyldu minnast þess, að sú var tíðin, að Þjóð- verjar æsktu þess mjög að ger- ast samherjar þeirra. Ef dæma skal eftir síðustu ræðu Hitlers, virðist hann ekki enn vera úr- kula vonar um það, að til þessa kunni að koma. En mjög hlýtur maðurinn þó að vera orðinn vonsvikinn. Hollendingar munu engan veginn telja styrjöldinni lokið, þótt þýzki herinn gefist upp, fremur en Bretar. Við viljum endurheimta jsiðvenjur okkar, frelsi okkar og hennar hátign, drottninguna, sem er tákn alls þess, er við dáum og berjumst fyrir. Þá bíður okkar og að endurheimta hollenzku Austur- Indíur og sigrast á Japönum. Og að lokum setla ég að segja sögu, sem ég hygg, að Bretar kunni vel. Árið 1940, þegar Frakkland hafði gefizt upp og allt virtist leika í lyndi fyrir Hitler, en Bretar fóru hvar- vetna hrakfarir og áttu fárra nótta næði, var fjölmörgum há- tölurum komið fyrir á friðar- höllinni í Hag. Við gátum ekki varizt þess að minnast járn- brautarvagns Fochs. Hitler og Göbbels eru mjög gefnir fyrir það að vanda leiksviðsbúnað allan svo sem alkunna er. Þess- ir hátalarar Þjóðverja voru svo þarna langa hríð, En svo hurfu þeir eina nóttina með mikilli leynd. Það færði okkur heim sanninn um það, að Bretar létu ekki bjóða sér allt. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) „EN HVORT sem þarna hefir verið um að ræða „sniðugheit hjá fátækrastj. til að koma stúlkunni af sér, brá svo við að eftir þetta 1 ár hefir stúlkan engar örorku- bætur fengið, þótt hún hafi sótt um þær. Heilsan betri en áður? Öðru nær. Um það mun hjálpar- stöð Líknar, sem hún er undir stöðugu eftirliti hjá og læknir sá, er á sínum tíma framkvæmdi á henni uppskurðinn og reynst hefir henni hjálplegastur síðan, getað borið vitni um. Svo og fólk það, sem oftast hefir skotið yfir hana skjólshúsi, þegar hún stundum hefir orðið að liggja svo vikum og jafn\/el mánuðum skiptir, með háan hita.“ „ÞAÐ SIÍAL tekið fram, að stúlkan hefir margoft reynt að vinna á þessum árum, en ávallt með þeim afleii'íingum, að hún hefir að skammri stundu liðinni orðið lémagna og veikari en áður.“ „KEM ÉG ÞA AÐ kjarna máls- ins„ og hann er þessi: Hverjum bera örorkubætur ef ekki svona fólki? Getur það skeð að Trygg- ingarstofnun ríkisins (eða trúnað- arlæknir hennar) hafi einræði um veitingu örorkubóta? Væri það ekki hliðstætt því, að brunatrygg ingafélag t. d. metti sjálft tjónið eftir eldsvoða, í stað þess að kveða til þess fleiri en 1 óvilhalla, sérfróða menn? Hvernig mætti það ske, að 1 læknir (þótt óvilhallur væri) væri að afstaðinni skyndi- rannsókn, dómbærari um styrk- hæfni sjúklings en læknar þeir, sem stöðugt fylgjast með líðan hans? Væri ekki verið að ómerkja læknastétt landsins með því að slá slíku föstu? Hvert eiga óstarfs- hæfir sjúklingar, sem synjun hafa fengið hjá T. R., að snúa sér með kvartanir sxnar? Til heilbrigðis- málaráðuneytisins e. t. v.“ INNRAMMANIR Getum aftur tefcið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Héðinshöföi h.f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958. Ullarkjólaefni og silkiefni í mörgum litum. Unnur (homi Grettisgötu og Barónsstígs). Dregfð var í L flokkf happdrættlsios í gær DHappdrættis Háskólans I) REGIÐ var í fyrsta flokkí gær og voru dregnir út 35® vinningar. - Kr. 15000.00 3321. Kr. 5000.00 4728 og 19157 (aukavinningur). Kr. 2000.00 8858. Kr. 1000.00 679 2638 5560 6076 8981 11046 12228 12512. 17008 23873 Kr. 500.00 4162 4424 7996 11072 13471 13686 14718 15833 19091 20064 20823 22837 Kr. 320.00 450 545 718 1054 1061 1701 2375 2490 2493 2666 2801 3900 4042 4176 4182 4528 4653 4894 5229 5387 5645 5785 6000 6007 6087 6237 6268 6290 6330 6708 6920 7078 7122 7928 8023 8167 8603 8676 9200 9910 10872 11855 12474 12484 12925 12994 13443 13537 13931 14214 14580 14842 15224 15651 15726 15901 16014 16589 16727 16759 16765 17432 17621 17811 18343 18663 18736 18860 19157 19191 19257 19302 19589 19899 19901. 20050 20758 21163 21596 21601 21613 21861 21946 22581 23130 23216 23436 23773 23806 23850 23906 24223 24269 24516 24938: Kr. 200.00 117 149 168 332 402 713 936 943 947 1209 1256 1480 1579 1600 1660 1889 1938 1965 2081 2127 2132 2190 2234 2261 2455 2587 2603 2664 2754 3082 3170 3554 3636 3667 3772: 3811 3864 3899 4147 4253 4707 4782 4889 4926 5235 5252 5323 5392 5596 5597 5759 6084 6545 6559 6598 6619 6731 7098 7216 7423 7438 7522 7723 7866 7924 8108 8245 8344 8438 8524 8548 8656 8743 8915 8961 9320 9863 9990 10067 10106 10190 10274 10394 10838 10982 11100 11443 11455 11594 11665 11720 11847 11906 12087 12461 12463 12760 13007 13013 13097 13282 13371 13559 13828 13966 13982 14015 14144 14281 14445 14678 14802 14888 14934 15103 15155 15297 15345 15508 15649 15663 15776 15881 16146 16190 16251 16314 16332 16351 16426 . 16505 16536 16564 16575 16578 16658 Í6713 16766 16783 17388 17762 17958 17962 17974 17999 18020 18072 18265 18357 18420 18542 18564 18825 19061 19071 19073 19543 19555 19560 19605 19658 19878 20021 20168 20174 20258 20364 20381 20467 20533 20634 20662 20848 20886 20945 20956 20959 20971 20989 21030 21046 21333 21391 21563 21688 21917 22001 22080 22088 22306 21760 21765 21804 21832 21898 22386 22471 22806 22852 22970 23020 23062 23272 23332 23338 23367 23388 23403 23464 23504 23549 23640 23730 23572 23882 23938 23982 24065 24117 24148 24266 24276 24281 24615 24929 Aukavinningar á 1 þús kr. féllu á nr. 3320 3322 og 23850.. (Birt án ábyrgðar.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.