Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 7
man 1944. A’frTPHÉI mVMÐ t Íftœrinn í dag. | JÉPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Gunnar Ósk- arsson syngur. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Leikrit: „Máninn líður“, eftir John Steinbeck (Leik- stjóri Þorsteinn Ö. Stephen- sen). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Messur á morgun: Fríkirkjan. Kl. 2, barnaguðsþjónusta, sr. Árni Sigurðsson. Kl. 5 síðdegis- messa, sr. Árni Sigurðson. Xaugarnesprestakall. Messur falla niður á morgun (einnig barnaguðsþjónustan) vegna (einnig barnaguðsþjónustan). Hallgrímssókn. Kl. 2 e. h. messa í Austurbæj- arskólanum, séra Jakob Jónsson, kl. 11 barnaguðsþjónusta, séra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 10 f. h. sunnudagaskólinn. Kl. 8% e. h. heldur Kristilegt ungmennafélag fund í Handíðaskólanum Grund- arstíg 2. Sýnd verður talmynd frá lífi Vestur-fslendinga. Nesprestakall. Messað í kapellu Háskólans kl. 2 á morgun. Séra Jón Thoraren- sen. Hafnarfjarðarkirkja. Messað á morgun kl. 5 s. d. Sr. •Garðar Þorsteinsson. Blaðamannafélag íslands heldur aðalfund að Hótel Borg ó morgun kl. 2. Allir félagar verða að mæta. Hjálp til danskra flóttamanna. Frá H. Þ. kr. 100.00 Alls komið til Alþýðublaðsins, kr. 1275.00 Xeikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið „Ég hef komið hér áður“, annað kvöld kl. 8. — Aðgöngumiðasala hefst kl .4 í dag. „,Óli smaladrengur" verður sýnd- ur á morgun kl. 4.30. Upplýsingaskrifstofa Bandaríkj- anna. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Ólafur J. Ólafsson er viðskiptaf ulltrúi Bandaríkj anna hér, en ekki starfsmaður upplýs- ingaskrifstofunnar. Hjörvarður Árnason tekur við forstöðu henn- ar, er Porter Mc Keever hverfur héðan. Skíðaferð Ármanns. f Jósefsdal verða ferðir í dag kl. 2 og kl. 8. í fyrramálið verður farið á Reykj avíkurmótið að Kol- •viðarhóli og lagt af stað kl. 9. — Farmiðar í Hellas. Skíðaferð kl. 8 í kvöld og kl. 8,30 f. h. á morgun'frá Arnar- hvoli. Farmiðar í Herrabúðinni. Tvöfaldar K Á P U R í öllum stærðum. H. I0FI SMMM *• Sðsai 19B3. Skýpsla sjédómst Þormóðsslysið. Sendisveinn óskast strax. — Upplýsingar í afgreiðslunni. Alþýðublaðið. — Sími 4900. Frh. af 2. síðu að ný og miklum mun stærri yfirbygging úr járni var sett á skipið (sbr. uppdrættina á dóms skjölum nr. 20 og 25, svo og vottorðin á dómsskjölum nr. 26), nýrri „diesel“-vél ásamt öllum búnaði var komið þar fyrir og hvalbakur settur á skipið. Þess er áður getið, hverjir voru í ráð um um þessar breytingar á skip inu, að því undanteknu, að Peter Wigelund, skipasmiður, gerði teikningar af hvalbaknum og hafði umsjón með smíði hans. Það var aðeins teikningin af hinni nýju yfirbyggingu (dags. 5. febrúar 1941), sem send var skipaskoðunarstjóra, með bréfi, eins og áður er lýst (dkgs. 1. marz 1941). í því sámbandi ber að benda á, að umrædd teikning var gerð „án þess að hliðsjón væri höfð af styrkleika innviða skipsins eða skipsskrokksins að öðru leyti“ en „á þeim for- sendum að ríkisskoðimin teldi skipið svo sterktbyggt, að þess- ar. breytingar. mætti. fram- kvæma,“ eftir því sem Erlingur Þorkelson hefir borið hér fyrir dómi. Gísli Jónsson hefir bor- ið það, að þyktir á plötum í yfir byggingunni og vinklunum, svo og festiboltar hafi verið ákveðn ir í samræmi við alþjóðlegar reglur flokkunarfélaga, en um- rædd teikning sé annars gerð án tillits til styrkleika banda skipsins eða annarra máttarviða en þeirra, sem staðið hafi í beinu sambandi við yfirbygginguna (þ. e. langbanda undir yfirbygg ingu og bverbita þar út frá.) Þess er og áður getið, hvernig fór um teikningu þessa hjá skipa skoðunarstjóra og afstöðu hanis til hennar þ. e. að hann býst við, að hann hefði samþykkt hana, og það þrátt fyrir að hann hefði í höndum gögn (skýrslu um að alskoðun frá Akureyri, dóms skjal nr. 27.), sem sýndi, að skipið fullnægði ekki ákvæð- um íslenzkra reglna um styrk leika tréskipa Ber og að benda á, að skipa- skoðunarstjóri hefir jafnframt lýst því yfir fyrir dóminum, að hann feli yfirleitt skoðunarmönn um á tré alla úrlausn í þessum efnum, enda hafi hann ekki sér- þekkingu um trésmíði skipa, og teiur hann sig þó eiga að gagn- rýna gerðir skoðunarmanna, ef svo ber undir.3 * * * * *) Skipaskoðunarmaðurinn Pét- ur Ottason fylgdist síðan með framangreindum aðgerðum á þanin hátt, sem segir í framburði hans. Sá hann aldrei umræddar teikningar af hinum fyrirhug- uðu breytingum, eða vissi hvað ætlast var fyrir í þeim efnum, heldur sá hann það jafnóðum og það var framkvæmt. Ilefir hann borið það fyrir dóminum, að þrátt fyrir það, að honum hafi virzt skipið grannbyggt, frekar gisbent og höndin fremur lítið á misvíxl (með öðrum orðum, honum var kunnugt um að það fullnægði ekki gildandi ákvæðum um þetta), hafi hann „talið skip ið nægilega sterkt fyrir þá yfirbyggingu, sem sett var á skipið og aðrar breytingar, sem á því voru gerðar, þar sem allir viðir hafi virzt ó- fúnir og óskemmdir“. 3) í þessu sambandi þykir rétt að vekja athygli á, að af íslenzkum skipum, sem tilgreind eru í sjó- mannaalmanaki þessa árs, eru að- eins 73 úr stáli eða járni, en 452 úr tré. í sambandi við þéssar breyt- ingar vár skipið og ekki styrkt að því er fyrrgreind atriði snerti, nema' hvað ný eikarlangbönd voru sett í lestina, sitt hvoru megiin, einn planki undir „bjálka vegarann“, svo og skipið seymt upp. (Sjá um þetta dómsskjal nr. 7 og framiburði Eyjólfs Gíslason ar og Peter Wigeíund). Hafliði J. Hafliðaison, skipasmiður og skipateiknari („Konstruktör) og Magn.ús Guðmundsson skipa- smiður hafa hins vegar látið uppi það álit, að styrkja hefði þurft skipið frekar vegna þess- ara breytinga, sem á því voru gerðar, og vísast til framburðar þeirrar um það efmi. Festingu hinnar nýju vélar- reimar („kei'ss“l og annarar yfir byggingar var fyrir komið á þann hátt sem greinir í dóms- skjali nr. 25 (sjá annars nánar um það dómsskjöl nr. 7 og 1,1 og framburði Guðmundar Gísla sonar, ,Friðfinns Árnasonar, Eyj ólfs Gíslasonar, Elíasar Guð- •mundsBonar, Peter Wigelund, Guðna Helgasonar, Erlings Þor- kelssonar og Péturs Ottasonar). Vitnin Eyjólfur Gíslason, Peter Wigelund og Pétur Ottason, telja, að hér hafi verið um venjulega festingu að ræða, og skipaskoðumarstj óri, Gísli Jóms som og Pétur Ottason telja hana hafa verið fullnægjandi. Á hinn bóginn þykir rétt að benda á framburð Friðfinns Árnasonar, sem lætur gagnstæða skoðun í ljósi, en þó sérstaklega á álit Hafliða J. Hafliðasonar og Magnúsar Guðmundissonar, eins og það kemur fram í vitnisburð- um þeirra. Telja þeir, að um- rædd festing yfirbyggingarinn- ar hafi verið ófullnægjandi, enda má og ibenda á, að 29. gr. tsk. nr. 100, 1936 gerir ráð fyrir annars konar og traustari fest- ingu að þessu leyti. Greinin virð ist að vísu gera ráð fyfir, að reisnin sé úr tré, en sé hún úr járni, eins og hér var, virðist enn ríkari ástæða til að ganga irySgil&Sa frá þessu. Það er og til stuðnings áliti hinna síðast töldu manna, að samkvæmt framburði margra vitna lak með yfirbyggingunni, enda þótt til- raunir væru hvað eftir annað gerðar til úrbóta (sjá nánar um þetta atriði framburði Guðmund ar Gíslasonar, Axels Sveinsson- ar, Sigurjóns Stefánssonar, Frið finnls Árnasonar og Elíasar Guð mundssonar). Eftir framangreindar aðgerð- ir, sem lokið var í júlí 1941, gáfu skipaskoðunarmenn skýrslur um aðalskoðun á skipinu: Pétur Ottason um trébol og búnað hans (dags. 25. júlí 1941), Jón Högna- son um annan búnað (s. d.) og Ólafur Einarsson um vél skips- ins. Vísast um þetta efini til dóms skjala þessara og sérstaklega ber að vekja athygli á hér að lútandi framburðum skoðunarmanna, svo og skoðunarvottorð dags. 25. iúlí 1941 (dómsskjal nr. 38). Skipið var skoðað sem óflokkað fiskiskip og hafskip, en ekki sem skip til flutninga á farþegum — sjá framburð Jóns Högnasonar o:g Ólafs Sveinissonar. Haffæris- ■skírteini mun hafa verið gefið út í samræmi við skoðunarvott orðið. Eins og áður er lýst fór skip ið eftir þetta margar ferðir með fisk til útlanda, svo og annaðist vöru- og farþega-iflutninga fyrir Skipaútgerð ríki'sins 1 (haustið 1941, júlí-nóv. 1942, svo og í árs bynjun 1943.) Auk þess sem leki kom að skipinu við ýms af áföll um þeim, sem að framan er get- ið, þykir sýnt, að þilfars leki hafi aukist eftir að skipið var tekið til flutningaferða hér við land og farmur var hafður á þil- fari, eins og áður segir (sbr. vitn isburði Garðars Jónssonar, Guð- mundar Gíslasonar, Axels Sveinssonar, Si.gurjóns Stefáns- sornar, Elíasar Guðmundssonar og Erlings Þorkelssonar.) Virð- ist þessa þilfarsleka hafa gætt allt þar til skipið var tekið í Slipp í des. 1942, en ekki verður séð hvort borið hafi á þeim leka síðan. Annars leka varð og vart á skipinu eftir umræddar breyt- ingar árið 1941 og ávallt síðan, að því er virðist. Má í ,því sam- bandi -benda á framburði Guð- tmundar Gíslasonar, sem var 1. vélstjóri á skipinu frá því um miðjan júní þar til 11. des. 1942,4) Axels Sveinssonar,;-,) Sig urjóns Stefánssonar, sem var á skipinu í sept. 1940 og frá því í júlí 1941 þar til 11. des. 1942,0) Friðfinns Árnasonar, sem var 2. og síðar ii. vélstjóri á skipinu lengst af því um haustið 1940 og þar til í júní 1942,7) Elíasar Guðmundssonar, sem var skip- stjóri á Þormóði frá iþví í ágúst 1941 og þar til í des. 19428), Ingva Samúelssonar, sem var 2. vélstjóri á skipinu í fyrri ferð þess til Húnaflóahafna í byrjun ársins 1943,,), Erlings Þorkels- sonar10), Péturs Bjarnasonar, Bíldudal tí), og Magnúsar Guð- jónssonar, 2), auk síðasta skeytis inis frá Þormóði. Dómsskjöl nr. 7, 8 og 9 sýna og, að ávailt var verið að hampþétta skipið. — Sum vitnanna telja, að orsök lekans hafi verið sú, hve skipið hafi verið veikbyggt (sbr. fram- burði Guðmundar Gíslasonar, iSigurjóns Stefánssonar og Elí- •asar Guðmundssonar), og þykir í því isaimbandi, til viðbótar fram anrituðu, rétt að benda á, að Guðmundur Gíslason, Friðfinn- ur Árnason og Elías Guðmunds son (skipverjar frá í júlí þar til í des. 1942) hafa borið það, að olíugeymarnir í vélarrúmi hafi undist til í veltingi, og Guðmund ur Gíslason og Ingvi Samúelsson (2. vélstjóri í næst síðustu ferð skipsins) segjast hafa tekið eftir því, að klossarnir milli geym- anna hafi viljað losna við velt- ing. Um þetta atriði þykir rétt að vekja athygli á framburði Ólafs Sveinssonar og þeim um- mælum Erlings Þorkellssonar hér fyrir dómi, að hefði hann 4) „leki kom að skipinu, er það erfiðaði á móti sjó og vindi, ón þess að vitað væri um það, hvar lekinn var“. 5) Varð var annars leka en þil- fars á síðastliðnu hausti. 6) Leka varð vart „er skipið erfiðaði á móti sjó og vindi“ .... nokkurn veginn óbreytt allan tím- ann“. 7) Skipið hafi lekið „ . . . leka- staðir . . . . á víð ag dreif“. 8) „Þormóður hafi almennt lek- ið, er hann erfiðaði í vindi og sjó, sérstaklega, ef hann var tómur eða létt lestaður“. — Rétt þykir að benda á, að Þormóður virðist hafa verið létt lestaður í síðustu för, sbr. dómsskjal nr. 12 og fram- burði Sigríðar Ágústsdóttur og Páls Hannessonar á dómsskjali nr. 13. 9) „komið fram nokkur leki á skipinu, þegar það erfiðaði sem mest. Ekki hafi þó verið vitað hvaðan sá leki kom“. 10) Umsagnir Elíasar Guðmunds sonar, skipstjóra eftir fyrri ferð- ina í byrjun 1943, — sjá þó hins vegar framburði Pálma Loftsson- ar og Gísla Jónssonar. 11) Umsögn sonar hans, Björns, þann 16. febrúar 1943, en Björn var háseti á Þormóði. 12) Verkamanns, er vann um borð í Þormóði á Hvammstanga 14. febrúar 1943. „heyrt þessa getið, mundi“ hann „aldrei hafa látið skipið fara úr höfn, án þess að láta ríkisskoðun armann athuga málið“. Um athuganir skipaskoðunar manna á v/s Þormóði er þess að geta, að eftir viðgerðina vegna grunnsteytingarinnar á. Djúpavogi haustið 1941, fram- kvæmdi Pétur Ottason aukaskoð un á skipinu (skýrslan dags. 17. des. s. á., shr. dómsskjal nr. 33) og Jón Högnason framkvæmdi aukaskoðun á búnaði þess 3. fe- ibrúar, 4942 (sjá dómsskjal nr. 35 skv. þeirri skýrslu voru :þá 2 bjarghringir og 27 bjargbelti á skipinu); sbr. og skipaskoðun arvottorð dags. s. d. (dómsskjal nr. 40), þar sem skipið var enn skoðað sem óflokkað fiskiskip og hafskip, en eigi sem skip til flutninga á farþegum (sbr. sér- staklega hér að lútandi fram- •burð Jóns Högnasonar og Ólafs Sveinssonar og haffærisskírteini mun hafa hljóðað í samræmi við það (sbr. dómsskjal nr. 27). Loks ber að benda á skýrslu Péturs Ottasonar um aðalskoðun á tré bol og búnaði skipsins 28. jan. 1943 (dómsskjöl nr. 37), skýrslu Ólafs Einarssonar um sams kon ar skoðun á hreyfli skipsins (dags. s. d. dómsskjal nr. 36), skýrslu Jóns Högnasonar uxn sams konar skoðun á öðrum bún aði skipsins (dags. s. d. — dóms skjal nr. 38. Skv. þeirri skýrslu voru þá 2 bjarghringir úr korki á skipinu og 15 bjargbelti), svo og skipaskoðunarvottorð þess- ara þriggja manna (dags. s. d. — dómssskjal nr. 41.), og var skip- ið þá skoðað sem óflokkað skip í vöruflutningum við ísland. Haffærisskírteini var og gefið út í samræmi við það, og vill dómurinn í þessu sam bandi sérstaklega vekja at- hygli á framburði Jóns Högna soriar, þar sem hann kveðst beint hafa sagt það við skip- stjórann á Þormóði, að lok- inni skoðun, að hann mætti ekki flytja farþega með þeim björgunarbúnaði, sem á skip inu var. Sömuleiðis vill dómurinn vekja aihygli á öðru héráðlút- •andi framburðum skipaskoðunar mannanna og skipaskoðunar- stjóra m. a. um skipaeftirlits- menn í landsfjórðungum skv. 8. gr. laga um eftirlit með .skipum frá 11. júní 1938). Þá ber þess að gæta, að það virðist hafa komið fram við rann sókn þessa, að ákvæði laga nr. 38, 1942, svo og þar að lútandi reglugerðar (nr. 167 frá 21. okt. 1942), hafi verið hrotin (sbr. t. d. framburði Garðars Jónssonar, Sigurjóns Stefánssonar, Elíasar Guðmundssonar, ' Ingva Sam- úelssonar og Pálma Loftssonar). 'Eins og getið var í upphafi iþessarar skýrslu, er hér aðeins getið helztiu atriða, sem rann- sóknin á Þonmóðsslysinu hefir leitt í ijós, en um öll nánari at-' vik leyfum við okkur að vísa til dómsgerðanna, sem við vænt um að verði athugaðar gaum- gæfilega. Við þá áthugun, svo og við lestur þessarar skýrslu okkar, væntum við og að ljóst verði talið, að ýmissa umbóta sé þörf í skipateiknings- og skipa smíða- og skipaeftirlitsmálum okkar íslendinga, hvort sem úr 'því kann að verða bætt með nýrri og breyttri löggjöf um þessi efni, framkvæmdavaldsat- höfnum, eða hvort tveggja.11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.