Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. marz , 19#4. AUÞYÐUaLAPJO Norska kirkjan. M SKEIÐ hefir verið til- tölulega fátt tíðinda frá Noregi. Svo hefir virzt, sem Terboven, hinn illræmdi er- indreki Hitlers og ,Gauleiter‘ í Noregi, svo og Réiess, lög- regluforingi, umboðsmaður Himmlers hafi tekið sér nokkra hvíld frá ofsóknar- störfunum og böðulshandverk inu. Þetta er og eðlilegt, menn þurfa hvíldar og hress- ingar við eftir „vel unnin störf“. Það hlýtur að reyna eitthvað á taugarnar að of- sækja menn og drepa, jafnvel þótt nokkur leikni hafi þeg- ar náðzt í þeirri iðju. Svo er það og alkunna, að nístings- kuldinn, sem þessi leiguþý verða varir við, hvar sem þeir fara, er lýjandi, og það er jafn an erfitt að vi'nna verk, sem vitað er, að unnið er fyrir gýg- EN NÚ virðast þessir dánumenn haf fengið nóga hvíld og nú hafa þeir enn farið á stúfana til þess að gera enn eina til- raunina til þss að lama mót- stöðukraft menntastéttar landsins, en að þessu sinni hafa þeir þó ekki beitt eins harðfengilegum ráðum og böðlar þeirra virðast atvinnu lausir í bili. FYRIR ÖRFÁUM dögum bárust fréttir um það, að Þjóðverj- ar hefðu enn tekið til óspiltra málanna, þar sem frá var horfið síðast og beina þeir enn spjótum sínum að klerkastétt inni norsku, sem einna djarf- ast hefir barizt gegn myrkra öflunum. í Noregi voru 7 biskupar, sem allir höfðu lát- ið af embætti, eins og al- kunna er, en þár af var for- ystumaður þeirra Berggrav í haldi í húsi sínu, skammt frá Osló, umsetinn lögreglu- mönnum og öðrum sporhund- um nazista. Þrír aðrir bisk- upar hafa um langt skeið ver ið hundeltir af flugumönnum nazista, flæmdir hús úr húsi og bannað að dvelja í biskups dæmum sínum. NÚ SÍÐAST barst fregn um það, að biskupinn í Kristjánssands biskupsdæmi, Maroni, hefði verið komið fyrir á „örugg- um“ stað, honum var gert að setjast að í afskekktri byggð í Vest-Agder-fylki. Þá hefir þótt hlýða, að koma Skage- stad, Stafangurbiskupi fyrir á álíka afviknum stað í Roga- landi. Báðir þessir biskupar urðu að flýja biskupsdæmi sín með mjög skömmum fyrir- vara. Aðeins einn biskup, Fleischer, hefir fengið að dvelja heima í Bergen, en hins vegar er honum strang- lega bannað að flytja ræður eða hafa hátt um sig. AUK ÞESSARA manna hefir þýzka leynilögreglan tekið höndum prestinn Alex Jons- son í Oslo, hvers vegna, vita menn ekki. Þá hefir annar prestur, Kvaase að nafni ver- ið dæmdur í hálfs árs fang- elsi fyrir að hafa farið lítils- virðingarorðum um quislinga. Má af þessu marka, hvernig umhorfs er í kirkjumálum i Noregs um þessar mundir. En Hý sðkn Rðssa i Hafa tebið samgðnga Komnir norðar inn í útiiverfi Tarnopol RÉTTIR frá austurvígstöðv unum í gær greindu frá nýrri sókn og sigrum Rússa. Hafa þeir náð á vald sitt hinrii nikilvægu samgöngumiðstöð Uman suðaustur af Kristinovka. Stalin gaf út dagskipan í gær og lét þess getið, að hersveitir Konievs hershöfðingja hefðu rofið varnir Þjóðverja á 180 km. víglínu í Vestur-Úkraníu, sptt fram nær 50 km. og hertekið nær þrjú hundruð bæi og þorp. Sókn Rússa við Krivoi-Rog held ur áfram og barizt er af miklu harðfengi á götunum í Tarnopol Póllandi. Hin nýja sókn Rússa í Vest- ur-Úkraínu er í senn hröð og hörð eins og bezt sést af því, að þeir hafa þegar sótt þar fram um 50 km. á um 180 km. breiðri víglínu og náð á vald sitt um 300 bæjum og þorpum þar á meðal Uman, sem er mjög vel víggirtur bær og mikilvæg samgöngumiðstöð. Hafa Þjóð- verjar goldið mikið afhroð í bardögum þessum, og hefir mikið herfang fallið í hendur Rússum, meðal annars um 500 skriðdrekar. Sókn hersveita Malinovskys heldur áfram á vígstöðvunum við Krivoi Rog. Eru hersveitir Þjóðverja í Nikolaev og Kher- son taldar í mikilli hættu. Hafa Rússar unnið þýðingar- mikla sigra á þessum vígstöðv- um síðustu dægur og áttu í gær kvöldi um 65 km ófarna til Ni- kolaev. Miklar aurbleytur valda því, að her Malinovskys á við tilfinnanlega flutningaerfið- leika að etja. Rússar sækja einnig fast fram vestast á hinni löngu víg- línu í Suður-Rússlandi. Harð- fengilegir bardagar eru háðir á götunum í Tarnopol, og er aðstaða Þjóðverja þar talin næsta vonlaus. Einnig er talið, að þess muni skammt að bíða, að Proskurov og fleiri mikil- vægar samgöngumiðstöðvar og herstöðvar falli Rússum í hend- ur. Rússar hafa uiftkringt borg- ina Smerinka, sem er suður af Winnitza. Sóknin í Vestur-Ukrainu Vígstaðan á suðurvígstöðvunum í Rússlandi áður en Rússar hófu sókn sína í Vestur-Ukrainu á tveimur stöðum — í vesturátt til Tamopol, sem er lítið eitt austur af Lwow (lengst til vinstri á kortinu neðarlega) og í suðurátt til Uman (neðst á kortinu til hægri). Verður sendisvettar- sbrtfsfofum S>jóð- verja og Japana í CORDELL HULL, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, átti í gær viðræðu við blaða- menn. Staðfesti hann þar þá fregn, að sendiherra Bandaríkj anna í Dublin hefði farið þess á leit við stjórn fríríkisins írska, að sendisveitarskrifstofum Þjóð verja og Japana í Dublin yrði lokað. Þessi tilmæli Bandaríkj- anna eru fram komin vegna ör- yggis amerískra herflutninga. Kvaðst Cordell Hull vona, að hann gæti birt yfirlýsingu um mál þetta í dag. Ólafur ríbiiarii Noregs á ferð í Bandaríkjunum. ¥ ITLAR fréttir bárust frá vígstöðvunum á Ítalíu í gær. Var þó blíðviðri og sól- skin, en Þjóðverjar gerðu eng- O T OKKHÓLMSFRÉTTIR ^ greindu frá því í gær, að mikil loftárás hafi verið gerð á Tallinn, höfuðborg Eistlands, í fyrrinótt. Komu flugvélarnar í hópum inn yfir borgina og sá- ust eldarnir, sem upp komu í árásinni, alla leið til Helsing- fors. ar tilraunir til gagnárása. Bandamenn hafa látið þess getið, að þeir hafi skotið niður 115 þýzkar flugvélar og senni- lega 58 að auki eftir að þeir gengu á land við Anzio. allt þetta, ofsóknir og eigna- missir, lítilsvirðing og hrak- yrði, hefir einungis orðið til þess að skipa kirkjunnar- mönnum enn þéttar saman í baráttunni gegn ofbeldinu og stigamennskunni, enda er vit- að, að hefðu norskir þrestar ekki tekið þá afstöðu, sem raun hefir á orðið, hefði veg- ur kirkjunnar ekki staðið með þeim blóma sem nú. Kirkjan hefir sennilega aldrei staðið fastari fótum í Noregi en í dag, aldrei verið í eins nánu og innilegu sambandi við hina stríðandi líðandi norsku þjóð. ANDI Kai Munks og Berggravs lifir enn í Noregi og það bál trúar og sannfæringar, sem þeir hafa tendrað með hetju- skap sínum, verður ekki slökkt, þótt hrakmenni fari nú með völd um stundarsakir. ^feLAFUR ríkisarfi Noregs er um þessar mundir stadd- ur í Bandaríkjunum. Þetta er í þriðja sinni, sem hann sækir Bandaríkin heim eftir að Nor- egur varð styrjaldaraðili. Hann hefir, ásamt Mörtu konu sinni, dvalizt vikulangt í hafnarborg- unum New Orleans og Mobile, en er nú kominn aftur til Was- hington. Ríkisarfahjónin heim- sóttu hafnirnar og skipasmíða- stöðvarnar þar, og í Deltaskipa smíðastöðinni flutti Ólafur ræðu, er átján þúsundir verka- manna hlýddu á. Gerði hann þeim grein fyrir þætti Noregs sem einna hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, svo og baráttu Norðmanna heima fyr- ir. Hann flutti og ræður á tveim öðrum skipasmíðastöðv- um, sem þúsundir verkamanna hlýddu á. Ríkisarfahjónin heim sóttu þau norsk skip, er lágu á höfninni, svo og norska sjúkl- inga í sjúkrahúsum. Ríkisstjórinn í Louisiana og borgarstjórinn í New Orleans, Vörn Finnlands von- laus fyrir Hitler, ef Rússar Segja finnskSr her- far5ng|ar. LUNDÚNAFRÉTTIR í gær 'hermdu, að fréttir hefðu borizt af þvþ að háttsettir finnskir herforíngjar hafi gert Hitleúgrein fyrir þeirri skoðun sinni, að hernaðaraðstaðan í Finnlandi væri með öllu von- laus, éf Rússum tækist að ná Narva á vald sitt. í útvarpi á finnsku frá Lenin grad hefir verið þannig að orði komizt; að því fari alls fjarri, að Finnar séu frjálsir meðan þýzkur her dveljist þar í landi. Einnig var þar fullyrt, að allt' það, sem sagt hefði verið um hætíu þá, er Fínnum stafaði af Rússum, væri einber áróður, sem hefði við engin rök að styðjast. "S3 REZKAR Lancasterflugvél- ar gerðu í fyrrinótt harða Ioftárás á flugvélaverksmiðjur skammt frá Marseille í Suður- Frakklandi. Brezkar Mosquito- sprengjuflugvélar réðust og á stöðvar í Vestur-Þýzkalandi. Ástæðan fyrir því, að banda- menn leggja nú svo mikla á- herzlu á að gera loftárásir á flugvélaverksmiðjur í Frakk- landi og raun ber vitni, er aug- Ijóslega sú, að Þjóðverjar þurfa nú meira á þeim að halda eri nokkru sinni fyrr eftir spjöll þau, sem loftárásir banda- manna á flugvélaverksmiðjur í Þýzkalandi hafa valdið. í flug- vélaverksmiðjunum, sem ráðizt var á í fyrrinótt, voru fram- leiddir sexhreyfla flugbátar, svo og varahlutir í flugvélar. Tunglskin var á, er árás þessi var gerð, og flugu hinar brezku flugvélar lágt inn yfir árásar- svæðið. Engrar flugvélar er saknað úr árásarleiðangri þess- um. ákváðu að halda hinn 29. febrú ar hátíðlegan sem Dag Noregs. Var borgin skrýdd fánum til heiðurs hinum norsku ríkis- arfahjónum. Lðndganga bandamanna á eyjunni Lizza úíi fyrir Júgóslavíu. ÞJÓÐVERJAR létu þess getið í fréttmn sínum í gær, að fimmtán hundruð manna hrezkt og amerískt landgöngu lið væri komið til eyjarinnar Lizza úti fyrir ströndmn Júgó- slavíu og heiti yfirmaður þess Churchill. Létu þeir þess og getið, að þess myndi mega vænta, að lið þetta efndi til árása á aðrar eyjar áður en langt um liði. Spá ýmsir því, að yfirmað ur liðs þessa sé ef til vill Randolph Churchill kapteinn, sonur Churchills forsætisráðherra, en hann var fyrir skemmstu staddur í Júgóslavíu og átti þá m. a. viðræður við Tito hers- liöfðingja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.