Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 2
 ÞriðjadagTir 14. marz 1944. Vfirvofandl matvæla- og kolaskortur á ísafirði. ——.......... Vegna mikilla samgðaguerfiðleika. AÍSAFIRÐI — og jafnvel víðar á Vestfjörðum er uú yfirvofandi skortur á kolum og ýmsum nauðsynlegum fæðutegundum. Eins og kunnugt er hafa verið lengi undánfarið erfið- leikar með það að fá nægiíegan skipakost til flutninga með ströndum fram. Hafa ísfirðingar hvað eftir annað reynt að hvetja til t»ess að nægilegt af kolum og matvælum væri flutt vestur, en það hefir ekki borið árangur og nú er svo komið að ef ekki rætist úr, þá er skorturinn genginn í garð. K.R. vann prjár sveitarkeppnir af fjórum SKÍÐAMÓT Reykjavíkur hófst á sunnudag að Kol viðarhóli. Var keppt að þessu sinni í svigi og bruni og tóku 11 flokkar þátt í keppninni. Fjórar sveitakeppnir voru háðar og vann K. R. þrjár, en Ármann eina. — Allmikill mannfjöldi sótti mótið, eða um 600 manns. í sveitakeppninni urðu úrslit þessi: í svigi (A-fl.) vann K.R. á 311,2 sek. (samanlagður tími). Önnur varð sveit Skíðafélags stúdenta á 322,3 sek. í sveit K. R. voru þessir menn: Björn Blöndal, Jón M. Jónsson og Georg Lúðvígsson. í B-fl. svigi sigraði sveit Ármanns á 323,5 sek. (samanl. tími). Sveit Skíða félags stúdenta var næst á 340,2 sek. í sveit Ármanns eru þeir Eyjólfur Einarsson, Stefán Stefánsson og Hörður Þor- gilsson. í C-flokks svigi vann sveit K.R. á 345,1 sek. Önnur varð sveit Ármanns á 406,7 sek. og þriðja sveit Í.R. á 425,7 sek. I sveit K.R. voru Lárus Guð- mundsson, Hjörtur Jónsson, Magnús Þorsteinsson og Bragi Brynjólfsson. I svigi kvenna (C-fl.) vann sveit K.R. á 137,5 sek. Önnur varð sveit Ármanns á 151,1 sek. í sveit K.R. voru Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Þórðar- dóttir og Kristín Pálsdóttir. í einmenningskeppnunum urðu úrslitin þessi: Brun kvenna: B-flokkur: Hallfríður Bjarnadóttir (K.R.) 29,2 sek., Maja Örvar (K.R.) 29,8 sek., Sigrún Sigurðardótt- ir (Í.R.) 33,2 sek. — C-flokkur: Sigrún Eyjólfsdóttir (Á.) 23,9 sek,, Margrét Ólafsdóttir (Á.) 26,7 sek. Brun karla (35 ára og eldri): Ólafur Þorsteinsson (Á.) 52,5 sek., Zóphónías Snorrason (í. R.) 61,6 sek. og Steinþór Sig- urðsson (Skf. Rv. 74,3 sek. Brun drengja (13—15 ára): Pétur Guðmundsson (K.R.) 25,6 sek., Ingvi Guðmundsson ÍK.R.) 26,1 sek. og Grímur Sveinsson (Í.R.) 29,4 sek. Svig: A-flokkur samanlagt: Jóhann Eyfells (Í.R.) 92,9 sek., Björn Blöndal (K.R.) 93,0 sek., Magnús Árnason (S.S.) 94,7 s. B-flokkur: Eyjólfur Einarss. (Á.) 95,5, Magn. Guðmundss. (S.S.H.) 95,6, Þórir Jónsson (K.R.) 98,4. C-flokkur: Lárus Guðm.ss. (K.R.) 77,4. Hjörtúr Jónsson (K.R.) 82,2. Magnús Þorsteins- son (K.R.) 86,2. 13—15 ára: Guðni Sigfúss. (Í.R.) 51,7. Flosi Ólafss. (K.R.) 54,4. Pétur Guðmundss. (K.R.) 55,0. Svig kvenna: B-flokkur: Sig- rún Sigurðard. (Í.R.) 57,8. Hall- fr. Bjarnad. (K.R.) 58,9. Ásta Benjamínsd. (Á.) 59,4. C-flokkur: Sigríður Jónsd. (K.R.) 44,3. Guðbjörg Þórðard. (K.R.) 46,0. Kristín Pálsd. (K. R.) 47,2. Svig karla (35 ára og eldri): Ólafur Þorsteinsson (Á.) 78,1. Steinþór Sigurðss. (Sk.R.) 96,5. Þorgr. Jónsson (Í.R.) 111,5. Á laugardaginn kemur fer fram skíðaganga, en á sunnu- daginn-verður keppt í stökki og bruni karla. Hætta á að verlfð s SoBidrtnót KR: Siefán Jénssen og Sig- SUNDMÓT K.R. fór fram í Sundhöllinni í gærkveldi. Var höllin þéítsetin ahorfend- um og fór mótið prýðilega fram. Var keppt í fjölmörgum sundum, sem flest voru mjög skemmtileg, en á eftir var skrautsýning undir stjórn Jóns Inga Guðmundssonar, þjálfara K.R. Helztu úrslit urðu sem hér segir: 100 m. frjálst karla: 1. Stefán Jónss. Á 1:06,2 mín. 2. Óskar Jensen Á 1:08,5 mín. 3. Rafn Sigurvinss. KR 1:09,4 min. í þessu sundi var keppt um sérstakan bikar, sem Stefán nú vann í þriðja sinn og til fullrar eignar. 200 m. bringusund karla: l.Sig. Jónsson KR 3:03,2 mín. 2. Einar Davíðss. Á 3:10,0 mín. Sigurður vann einnig bikar í þessu sundi í þriðja sinn og til fullrar eignar. 300 m. frjálst karla: 1. Ari Guðm.s. Æ 4:17,4 mín. 2. Sigurg. Guðj.s. KR 4:30,3 m. 3. Óskar Jensen Á 4:32,6 mín. Ari og Sigurgeir syntu sinn í hvorum riðli. Frh. á 7. «íðu Stórkostlegt veiðarfæratjón um‘ helgina hjá Vestfjarðabátum. Wiðfafi wIH E®ifs®fa Fiskffélagsins DawiH ðlafsson. SVO milíill skortur er á veiðarfærum í verstöðv unum um þessar mundir að líklegt er að margir bátar verði að hætta veiðum þá og þegar, ef ekki rætist úr. Forseti Fiskifélags íslands, Davíð Ólafsson, skýrði Alþýðu- hlaðinu frá þessu í gær. Ekkert slys rná koma fyrir svo að vertíðin stöðvist ekki al- veg víða um land. Um síðustu helgi, eðá nánar tiltekið aðifaranólt síðastliðins laugardags misstu vélbátar víða á Vestfjörðum mikið af lóðum sínum. Gátu vélbátarnir ekki náð þeim. Vitað er um þrjá vél- báta af ísafirði, sem misstu á þriðja hundrað lóðir, einn vél- bátur af Dýrafirði niissti einn um 100 lóðir og bátar frá Súg- andafirði misstu mikið af veið- arfærum. Standa Vestfjarðabátar því verst að vígi nú eftir þetta mikla tjón, enda höfðu þeir fyrr í vetur orðið fyrir miklu veið- arfæratjóni En ástandið hjá ibátum hér á Suðurlandi er held ur ekki gott. í fyrsta lagi höfðu þeir mjö,g lítið af veiðarfærum og svo hafa þeir misst mikið í vonzkuveðrum í vetur. Alþýðublaðið spurði Davíð Ólafsson hvort ekki væri útlit fyrir að úr þéssu rættist. Ilann kvaðst hafa rætt við viðskiptamálaráðherra fyrir helgi og spurzt fyrir um þetta, en fengið þau svör að enn hefðu engar nýjar leiðir opnazt. Ei-ns og menn muna bar Finn- ur Jónsson fyrirspurn fram á alþingi um miðjan síðasta mán- uð viðvíkjandi veiðarfæraskort inum. Fékk hann þau svör þá 'hjá viðskiptamálaráðherra, að ríkisstjórnin hefði reynt marg- ar leiðir til þess að fá úr þessu bætt, en ekkert hefði dugað. Hefði t. d. innflutningur á hampi verið skorinn niður í stað þess að auka hann. Sagði viðskipta- málaráðherra að nú væri ver- ið að reyna að fá málið leyst eftir stj órnmálaleiðum. Samkvæmt upplýsingum for- seta Fiskifélagsins hafa þessar tilraunir heldur ekki borið neinn árangur. Bandaríkjamenn og Bretar leggja á það mjög ríka áherzlu að við veiðum og látum þá fá sem allra mest af fiski. Hinsveg ar stöðva þeir sölu á veiðarfær- ■um til okkar. Ætti að liggja í augum uppi hvaða áhrif það hefir fyrir stríðsrekstur ófriðarþ j óðanna, að ekki sé á það minnzt að þess ar tvær þjóðir hafa skuldbund- ið sig til þess að uppfylla nauð- synlegar þarfir okkar. Konur í bazarnefnd Kvenfélags Frjálslynda safnað- arins eru beðnar að mæta í Kirkju stræti 6 þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 8y2 e. h. Anglia heldur fund að Hótel Borg á fimmtudagskvöld (inngangur um suðurdyr). Fundurinn hefst kl. 8,45. Vigfús Sigurgeirsson Ijós- myndari sýnir kvikmyndir sínar í litum, en dr. Cyril Jackson út- skýrir myndimar. Fundurlnn er aöeins fyrir félagsmenn. Lýðgelfli'sstofnmiin; BiMsstjérnio hetar sklpað nefnð til að nnðirbna hátiðahölðin Eftirfarandi tilkynning barst Alþýðublaðinu í gær frá forsætisráðherra. AALÞINGI var fyrir nokkru borin fram tillaga til þings ályktunar um kosningu fimm manna nefndar til þess að und- irbúa bátíðahöld í sambandi sið stofnun lýðveldis á íslandi. Til- lögunni var vísað til stjórnar- innar. Hefir forsætisráðherra nú skipað fimm manna nefnd til að undirbúa hátíðahöldin, — fjóra nefndarmennina samkv. tilnefningu stjórrumálaflokk- anna, en hinn fimmta, formann- inn, án tilnefningar. í nefndinni eru: 1) Dr. phil. Alexander Jó- hannesson, prófessor, formaður. 2) Ásigeir Asgeirsson, alþing- ismaður, tilnefndur af Alþýðu- flokknum. 3) Einar Olgeirsson, alþingis- maður, tilnefndur af Samein- inganflobki alþýðu, — Sósíal- istaflokknum. 4) Guðlaugur Rósinkranz, kennari, tilnefndur af Fram- sóknarflokkum. 5) Jóhann Hafstein, lögfræð- ingur, tiln-efndur af Sjálfstæðis- flokknum. vekur fðgnuð í Is- lendingabygg&un Tilkyning frá utanrikismálaráðuneytinu. AÐ lokinni afmælishátíð Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi ferðaðist Sigurgeir biskuþ um helztu íslendingabyggðirnar í Banda- ríkjunum. Um þetta hefir utan- ríkismálaráðuneytinu borizt svohljóðandi símskeyti frá pró- fessor Richard Beck, forseta Þjóðræknisfélagsins í Vestur- heimi: „Biskup hefir lokið heimsókn sinni til Manitoba og North Dakota. Ferð hans hefir verið óslitin sigurför. Persóna hans og ræður vakið almenna hrifn- ingu og aðdáun. Hefir treyst bræðraböndin ómetanlega. — Hjartans þakkir og kveðjur rík- isstjórn og þjóð. Þ j óðræknisf élagið. ‘ ‘ Leiðréttig. í sambandi við fregn um sykur- seðlafölsunarmálið, sem birtist í blaðinu á laugardag, skal það tek- ið fram, að Páll Finnbogason og Eymundur Magnússon áttu ekki þátt í máli þeirra J-óns og Adolphs og að Páll, Eymundur og Einar Jónsson hafa ekki notað eða látið af hendi falsaða sykurseðla, eins og réttarskjðl eýn*. Fjármáláráí fapar húsaleigumáli. Strsðið om mötooeyt- ið að Gimii. HÆSTIRÉTTUR kvað í fyrradag upp dóm í máli fjármálaráðherra gegn Magn úsi Björnssyni. Magnús Bjömsson er formað- ur mötuneytisins Gi-mli, og hef- ir hann sj-álfur á leigu húsnæði það sem mötun-eytið starfar í, en ríkissjóður er eigandi þess. Nú hefir ríkissjóður hvað eftir annað reynt að fá leigumálann. við Magnús Björnsson upphaf- inn og nú hefir hæstiréttur dæmt mál um þetta efni gegn ríkissjóði. í niðurstöðum og dómi Hæsta réttar segir: „Áfrýjandi fjármálaráðherra, sem skotið hefir máli þessu til hæstaréttar með stefnu 2. des. f. á. krefst þess að hinn áfrýj- aði úrjskurður vierðji úr -gildi felldur o-g lagt verði fyrir fó- geta að framkvæma útburð þann, sem í málinu greinir. Svo krefst og áfrýjandi málskostn- aðar úr hendi stefnda bæði í . héraði og fyrir hæstarétti eftir m-ati dómsins. Stefndi Magnús Björnsson krefst þesis að úrskurðurinn verði staðfestur og að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi áfrýjanda fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Það verður að telja að lög nr. 39/1943 u-m húsaleigu taki yf- ir leigumála aðilja máls þessa. Ástæður þær, sem áfrýjandi hefir flutt fram til stuðnings máli sínu og greindar eru í hér- aðsdómi, hafa ekki stoð í lögun- um, og verður krafa hans því ekki tekin til greina, þykir því mega staðfesta úrskurð fógeta að niðurstöðu til. Eftir þ-assum úrslitum er rétt, -að áfrýjandi greiði stefnda máls kostnað fyrir hæstarétti, sem ákvaðst kr. 600,00. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, fjiármálaráðherra f. h. ríkissjóðs greiði stefnda, Magn-úsi Björnssyni, 600 krón- ur í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Dómnum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum.“ Iðalfngdor Blaða- Btaonafélags íslaads AÐALFUNDUR Blaða- Æa mannafélags íslands var faaldinn í fyrradag. Skúli Skúlason, sem verið hefir formaður félagsins í tvö ár, baðst undan endurkosn- ingu. Var orðið við þeirri beiðni þó að félögunum væri það ekki ljúft, því að Skúli hef- ir ætíð starfað af miklum á- huga fyrir félagið. Var honum og þakkað hið ágæta starf hans. Valtýr Stefánsson var kos- inn formaður félagsins nær einróma, en með honum í stjórnina voru kosnir Jón Magn ússon, Hersteinn Pálsson, Sig- urður Guðmundsson og Jón Helgason. í Blaðamannafélaginu eru nú 31 félagar. Ýmis hagsmuna- og meimingarmál blaðamanna voru rædd á fundinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.