Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 14. marz 1944. ALPTgUSLAgfP Otgefandi: AlþýSuHokkarinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson.' Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. •Símar afgreiðslu: 4900 pg 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan hJÍ. Bragi Slgurjónsson: Drengskapur og pólitík. 3róðnrkveðjaa!{!lns- Is fii hinna Norðnr- Iaadéiöðanaa. ÞAÐ var mjög vel til fallið, að alþingi skyldi í sér- stakri þingsályktun senda hin- um Norðurlandaþjóðunum bróð- urkveðjur og lýsa yfir einlægum vilja íslendinga til þess að vera áfram í sem nánustum frænd- semistengslum og samvinnu við þær, um Ieið og það samþykkti sambandsslitin við Danmörku og stofnun óháðs lýðveldis á ís- landi. Því að það hefur víðar en á einum stað á Norðurlöndum komið fram nokkur ótti við það, að íslendingar væru með þess- um ákvörðunum að fjarlægjast frændþjóðir sínar, enda ýmis heimskuleg orð verið látin falla um það hér heima hjá okkur, að við þyrftum að „slíta kúgunar- böndin við Norðurlörtd“ og vær- ■um „á vesturleið,“ ei-nis og ýmsum mun enn í fersku minni, sem fylgdust með blaða- deilunum um skilnaðarmálið s.l. sumar. Með yfirlýsingu alþingis hafa nú hins vegar öll tvímæli verið tekin af um það, að Islendingar líta eftir sem áður á sig sem einn bróðurinn í hinni norrænu þjóðafjölsikyldu og vilja eftir stríðið verða virkur þátttakandi á ný í hinni norrænu samvinnu. Sambandsslitin við Danmörku og stofnun óháðs lýðveldis á ís- landi þýðir enga stefnubreyt- ingu hjá okkur í þeim efnum. * En samþykkt þessarar sjálf- sögðu yfirlýsingar alþingis, sem gerð var með 48 samhljóða at- Icvæðum, fór þó ekki fram án þess, að eitt leiðinlegt og ó- smekklegt atvik þyrfti að koma fyrir í sambandi við hana. — Kommúnistar þurftu við þetta tækifæri eins og endranær að koma við einhverjum herbrögð- um til þess að sýna Rússlands- þjónkun sína og skapa sér að- stöðu til flokkslegs áróðurs út af málinu utan þings. Höfðu fulltrúar þeirra í skilnaðar- nefnd sameinaðs þings þó verið • meðflytjendur þingsályktunar- tillögunnar. Það, sem kommúnistum hug- kvæmdist sér til áróðursað- stöðu í sambandi við þetta mál, var að bera fram breytingartil- lögu við þingsályktunartillög- una þess efnis, að alþingi sendi ekki aðeins „hinum Norðurlanda þjóðunum bróðurkveðjur og óskaði þeim frelsis og farsæld- ar,“ heldur óskaði það sérstak- lega að auki „Norðmönnum og Dönum sigurs í frelsisbaráttu þeirra.“ Nú er það ekki svo að skilja, að kommúnistar hafi ekki vitað jafnvel og allir aðrir, að al- þingi óskar Norðmönnum og Dönum af alhug sigurs í frelsis- baráttu þeirra, þótt það væri ekki sérstaklega tekið fram í þingsályktunartillögunni og þar með gert upp á milli þeirra og Finna, sem einnig eiga í frelsisbaráttu, þótt það sé við annað stórveldi en það, sem Norðmenn og Danir eiga við að stríða. En kommúnistar vildu NÚ, þegar fullvíst má telja, að landsmenn taki innan skamms í orði og á borði öll sín mál í eigin hendur, er eðlilegt, að þeir staldri við og íhugi, — hvernig bezt og farsællegast verði fram haldið þeim nýja kapitula í sögu þjóðarinnar. Um tvennt ættum við þegar að geta verið sammála: Sjálf- stæði þjóðarinnar á að verða meira en nafnið tómt, það á að verða, eftir því, sem framast er unnt, sjálfstæði a 11 r a lands- manna, og það á að valda nýj- um vexti, nýrri grósku í þjóð- lífi voru, meiri grósku, ef vel á að vera, en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Hvernig verður þessu náð? Hér verður ekkert fullnaðarsvar við slíku gefið. Það er skylda allra skyni borinna manna að reyna sjálfir að gera sér sem gleggsta grein fyrir slíku, en hins vegar hverjum holt að heyra eitthvað um annarra skoðanir. Því er þetta mál reifað hér. Enn mun því óhrundið, að traustustu súlurnar, sem rennt verði undir stjórnskipulag hverrar þjóðar, séu frelsi, jafn- rétti og bræðralag. Frelsi í hugsun, efnahag og athöfnum, jafnrétti til menntunar, atvinnu og afraksturs, bræðralag eða skilningur og samstarf ein- staklinganna um þessi atriði, skilningurinn á því, að það, sem heildinni er fyrir beztu, er bezt fyrir einstaklinginn, og það, sem er einstaklingnum raun- verulega fyrir beztu, er bezt fyrir heildina — og samstarf um að ná þessum heildarhag sem fyrst og bezt. Offrelsi þeirra máttarmeiri og ríkari er þjóðfélaginu hættu- legt. Það skapar ágirnd, því að mikið vill meira. Vanfrelsi er einnig hættulegt, því að það skapar hatur. Hér verða tvö andstæð skaut, sem sífellt valda meira og minna óeðli í þjóðlíf- inu. Af sömu ástæðu er jafnréttið nauðsynlegt. Því meira ójafn- rétti, sem ríkir innan þjóðfé- lagsins, því meira ósamþykki. En hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, getur varla vænzt þess að verða vel reið- fara. * Þegar menn athuga óhlut- drægt flokksstarfsemina í land- inu undanfarin ár og á líðandi stund, getur varla farið hjá því, að þeim finnist þar margt hafa farið og fara miður úr hendi. Sú helstefna virðist nú um lengri tíma hafa verið ráðandi, að draga sem skírast fram sér- hagsmuni stétta og hópa og hvaða tjón þær og þeir bíði við þessar hinar aðgerðir eða framgang hagsmunamála ann- arra hagsmunahópa. Megin- kennisetning hvers flokks virð- ist hafa verið: Deilum og drottnum. Af þessum sökum hefur starf flokkanna oft orðið neikvætt og skapað hatur og blindni milli manna og stétta annars vegar, hins vegar óá- nægju og fyrirlitningu þeirra, Eftiiífarandi grein er kafli úr langri ritgerð eftir Braga Sigurjónsson frá Litlu-Laugum, sem birtist í nýútkomnu hefti tímaritsins „Stígandi“ á Akureyri og nefnist: „Leitað að leiðum.“ Hefur Alþýðublaðið leyft sér að prenta upp þennan þátt ritgerðarinnar. sem sjá gegnum þennan blekk- ingavef. Oánægjan með ríkjandi flokkaskiptingu og flokkastjórn- ir kemur fram í ýmsum mynd- um. Sumir telja flokkaskiptingu úrelt og óhæft fyrirkomulag í nútímaþjóðfélagi, aðrir eru ein- ungis óánægðir með þau mörk, er flokkarnir skiptast um. Og svo hafa flokkar klofnað og ný flokksbrot myndazt, án þess að nokkuð ynnist við það — nema aukinn glundroði. Vafalaust fjölgar þeim sífellt, er sjá, að meginbölið er ekki flokka- skiptingin, heldur hvernig pokkastarfsemin er rekin. Hvernig væri nú, ef flokk- arnir hæfu starfsemi sína í hinu nýja íslenzka lýðveldi þannig, að bindast samtökum, sem þeir héldu, um að reyna að yfirsýn beztu og vitrustu manna sinna að setja alltaf hag heildarinnar ofar hag stétta og yfirgangs- samra einstaklinga? Þegar allt kemur til alls, er hagur heildar innar hinn raunsanni hagur ein- staklinga og stétta í svo sam- virkum þjóðfélögum og nú- tímamaðurinn lifir 1. Einni stétt verður tæpast sýnt ranglæti og misréttur, svo að það bitni ekki á hinum í einni eða annarri mynd. Hins vegar hlýtur menn alltaf að greina á um leiðir að marki í þjóðfélagi, þar sem frjáls hugsun og athafnafrelsi eru viðurkennd réttindi ein- staklinga, hagsmunir og skoðan- ir hljóta að deilast, og því er flokkaskipting eðlileg, en ekki til að reka rembihnút á mál manna, heldur til að sækja mál og verja með drengilegum ráð- um. Hugsum okkur, hvað margt mundi breytast til betri vegar, ef flokkarnir vildu í einlægni láta svo lítið að vinna saman að því, sem þeir auðveldlega geta komið sér saman um. Sennilega munu nú níu af hverjum tíu lesendum þessa greinarstúfs hnusa við og spyrja: Er manntetiið andlegur krypplingur? Flokkarnir bind- ist samtökum um að vinna drengilega að þeim málum, sem þeir geta orðið sammála um, en sæki hin og verji með drengilegum vopnum? Hvers vegna verður þú svo forviða, lesandi góður? Af því, að í með- vitund meginhluta þjóðarinnar er drengskapur og pólitík ó- samrýmanleg hugtök. Sú skoðun ryður sér meir og melr til rúms, að það sé mann- skemmandi að fást við pólitík. einmitt koma fleyg inn í þessa þingsályktun; þeir vildu láta gera þar ósmekklegan greinar- mun á Norðmönnum og Dön- um annars vegar og Finnum og jafnvel Svíum hins vegar; og fengist alþingi ekki til að gera það, ætluðu þeir að saka það um, að vilja ekki óska Norð- mönnum og Dönum sigurs í frelsisbaráttu þeirra; og einmitt við þá iðju hefur Þjóðviljinn verið undanfama daga með þar til heyrandi smekkvísi eins og þeirri, að á alþingi hafi „Lappó- loppan“ komið í ljós við umræð urnar um þetta mál; það hafi sýnt „vatnsgrautarmiskunn- semi við Finna.“ Geta menn af slíku eftirspili einkar vel séð, ’hve heilir kommúnistar eru í hug sínum til norrænnar sam- vinnu og norræns bræðralags yfirleitt. * Það' var rétt af alþingi, að kveða hiklaust niður slíka skemmdartilraun kommúnista á þingsályktunartillögunni; og þeim verður áreiðanlega ekki kápan úr því klæðinu, að slík framkoma verðí þeim til nokk- urs framdráttar utan þings. •— Það dylst engum, hver hugur bjó á bak við breytingartillögu þeirra. Takið eftir því: það sé mann- skemmandi að fást við stjórn- mál og félagsmál, þessi mál, — sem, ef allt væri með felldu, — eru höfuðlyftistengur mannlegs þroska. Sú skoðun virðist ríkjandi meðal þeirra, sem við stjórnmál fást hér á landi nú, að megin- hluti háttvirtra kjósenda sé heimskingjar og andlega volaðir aumingjar, en illfúsir í þokka- bót. Til þess að ná valdaaðstöðu verði þeir að reka atkvæðaveið- ar; þessum veiðum verði að haga svo, að sem beztur árang- ur náist, sem flestir bíti á: þ. e. þeir miða áróður sinn og mála- rekstur við heimskuna og ill- girnina, beita blekkingunum og aurkastinu. Þessi pólitík er mannskemmandi, það er rétt, og af henni hlýtur rökrétt tvennt að leiða: Hún forheimskar al- menning, og hún forheimskar þá, er ganga erinda hennar. Það er skammt í land, stjórnmála- menn góðir, að álykta: Heimsk- ingjarnir kjósa heimskingja á þing. Því heyrist nú líka víða fleygt, þar sem beztu og vitr- ustu menn þjóðarinnar ættu að skipa sæti, sé orðin samkunda æfintýramanna og ábýrgðar- lausra loddara og kjaftaskúma. Ef Brofin Rúða er hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerðum og mann til að annast ísetningu. VerzBunin Brynja Sími 4160. Enginn, sem nokkuð þekkir tli alþingismannanna íslenzku og vill hlutdrægnislaust litast um bekki í þingsölunum, mun neita því, að þar sé margt mætra manna. Og þó er fyrr- nefnd skoðun á nokkrum rökum reist. Rökræðum um þjóðmál er oft og einatt snúið í deilur og skammir um persónur*) og £ þrátafl milli ílokka. Flokkarn- ir, sem upphaflega voru hugs- Frh. af 6. síðu. *) Jón getur ekki haft á réttu að standa, því að langafi hans lenti í fjárdráttsmáli. Pétur get ur ekki fylgt einhverju máli af alhug, þar eð föðurbróðir hans hefur orðið gjaldþrota kannske fyrir tuttugu árum. — Að ekki séu nú talin svo rökvís orð sem mútuþegi, eiðrofi o. þ. 1., sem andstæðingi er vikið. VÍSIR minnist í ritstjórnar- grein í gær á afgreiðslu lýðveldisstjórnarskrárinnar á al þingi og telur það mjög miður farið, að þannig skyldi vera frá henni gengið, að forsetinn fái ekkert synjunarvald. Vísir segin: „Ekki mun fjarri lagí að ætla að nokkur gikkur hafi hlaupið í ýmsa almenna kjósendur, er þeir heyrðu um þinglokin og endan- lega afgreiðslu stjórnskipunarlag- anna. Breytir engu þótt þau að þessu sinni séu afgreidd til bráða- birgða. Minnimáttarkennd alþingis leiddi það í þá freistni, að sýna iþjóðinni mátt sinn og veldi, en þó á þann hátt, að ágreiningi fullum kann að valda, hvort þar hafi ekki verið um misbeitingu að ræða, sem veikt gæti hið nýja stjórn- skipulag stórlega, efnt til enn frek ari ágreinings og flokkadrátta en orðið er, sem mun gæta þegar í upphafi að framfarinni lýðveldis- stofnun. Er hér átt við það ein- staka tiltæki alþingis, að treystast til að eyða með öllu neitunarvaldi forseta, eftir að alþingi sjálft hef- ir gefið þá yfirlýsingu þráfaldlega, eða trúnaðarmenn þess í umboði þess, að alþingi megi ekki hrófla verulega við stjórnarskránni og raunar alls ekki umfram það, sem beint leiðir af breytingu frá kon- ungdæmi til lýðveldis. Alþingi hef ir að undanförnu skýrt ákvæði stjórnarskrárinnar á ýmsan veg, og kann þessi skýring og fram- kvæmd að valda engu minni á- greiningi en kosningafrestunin gerði sællar minningar. Þótt alþingi hafi ekki frekar nú en oft áður borið gæfu til að fara að óskum algers meiri hluta þjóð- arinnar, og skuggi alldimmur hafi þannig fallið á afgreiðslu málsins, sem allir hljóta að fagna að öðru leyti, má það ekki leiða til þess, að spillt sé framgangi málsins á þessu ári. Hinu má heldur ekki gleyma, sem gert er og enginn friður má ríkja um ósómann við endurskoð- un stjórnarskrárinnar, og má þá svo fara, að þingfulltrúunum gef- ist færi á að svara til saka fyrir þjóðardómstólnum, þótt þeir hafi sökum minnimáttarkenndar viljað látast svo miklir, að þeir gætu virt óskir almennings að vettugi að þessu sinni. Látum í þessu efni hverjum degi nægja sína þjáningu, eins og þingfulltrúamir gera, — þá koma tímar og þá koma ráð, þótt nú hafi tekizt miður en skyldi.“ Það er mjög líklegt, sem Vísir segir, að þetta mál verði ekki látið niður falla, og að við væntanlega endurskoðun lýð- veldi^st j órnarskrárinnar verði lögð aherzla á að leiðrétta þau mistök, sem alþingi urðu á, þeg- ar stjórnarskráin var samþykkt án nokkurs synjunarvalds fyrir forsetann. Því að það er lítill efi á, að með þeirri afgreiðslu hefir það gengið í berhögg við vilja þjóðarmeirihlutans. Þjóðviljinn heldur upptekn- um hætti, að gera samanburð á forysturíkjum bandamanna í styrjöldinni og lofa eitt á ann- ars kostnað. Á laugardaginn voru það „þjóðernisvandamál- in“, sem honum þykir Rússland hafa leyst heldur höndulegar en Bretland. Þjóðviljinn segir: „Það voru rússnesku bolsevik- arnir, sem afnámu gamla rúss- neska þjóðafangelsið rveittu hverri þjóð hins forna Rússaveldis rétt til að mynda sjálfstætt ríki, gáfu þannig Finnum langþráð frelsi, af- söluðu sér sérréttindum þeim, er Rússaríki hafði áður haft í Kína, — og sköpuðu með þjóðasamstarf- inu í Sovétbandalaginu fyrirmynd ina að því, hvernig hægt er að tryggja í senn samvinnu og sjálf- stæði þjóðanna, með þeim afleið- ingum, sem nú koma í Ijós: að hin- ar mörgu og ólíku þjóðir Sovét- ríkjanna standa sem ein heild, sem bjarg gagnvart árás nazismans. Hinsvegar hefur einmitt styrj- öldin í Asíu leitt það í ljós, hve langt er frá því að svo ágætar lýð- ræðisþjóðir sem Englendingar og Hollendingar t. d. hafi kunnað að gera heimsveldi sín að samfélagi frjálsra og jafnrétthárra þjóða, — og því fór sem fór eystra, er Jap- anir réðust á.“ FYanðtáld á (I. sSflh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.