Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 6
«H8Sp AuADIVA RUSSIA ÁTTU \ kiskaj aleutian. Pf \ / ISLANDS, ;.' MANCHUKUO HmONGOUA JAPAN ICHINA TIBETta MIDWAV/ Limit of Jap Control Today HAWAIIAN] ÉÉS IS. . .;. V > KtJ>ifiep Pacific: I. Océán f BURMAli INDIA WÁKE\% marshall\ PHILIPPINE IS. GAUM & ^ NEW ■ TRUK' £:-a»ARabaul. GILBERT !S, EQUATOR NETHERLANDS^á EAST INDIES SOLOMON IS, Indian Ocean TÚAMOTU IS.. . AUSTRALIA 1000 MILES AT EQUATOR Lönd og eyjar, sem eru svartteiknaðar eru á valdi Japana, og svæðið umhverfis þær, sem Held byJaps OneYear Ago Þriðjudagur 14. marz 1944*. KynsBóSir koma - kynslóir fara. ‘Tí ÍMINN heldur áfram ó- mælisveg sinn inn í'djúp- ið mikla: framtíðina, en sagan endurtekur sig. í aldaraðir hefir brezka þjóðin orðið að heyja baráttu sína fyrir frelsi og sjálfstæði sínu, engu síður en aðrar þjóðir. Aldrei síðan á dögum víkingaferðanna hafa þó erlendar þjóðir eða veldi reynt til landgöngu á Bret- landseyjum, nema ef telja skyldi „flotann ósigrandi“, sem Filippus Spánarkonungur sendi á hendur Elísabetu Englands- drottningu árið 1588, en um það leyti hefst hinn sögulegi þráður kvikmyndærinnar, rem Gamla Bíó mun sýna nú á næst- unni. Við hverfum- aftur til ársins 1940, þegar loftárásirnar voru sem æðisgengnastar á London og allár Bretlandseyjar. i-cgar íbúarnir á hvaða augnabiiki sem var gátu búizt við því, að sprengja félli á hús þeirra, þá sjálfa eða þeirra nánustu. — Þegar loítið var þrungið púð- urreyk, þórdunum vítisvél- anna, snarki í logandi mannabú- stöðum eða ef til vill ópum og kveinstöfum særðra og lim- lestra vina eða frænda. Allt þetta stóðst brezka þjóðin, stóðst eins og hetja einhverja þá ægilegustu mannraun, sem sagan getur um. — Ættaróðulin hrundu til grunna, ættirnar sundruðust, feður og bræður og eiginmenn féllu, lífið allt virtist helvíti á jörðu, en hinn magnþrungni kraftur og kjark- ur brezku þjóðarinnar bar sig- ur úr býtum. — Og *það er þetta, sem kvikmyndin á að> færa okkur heim sanninn um, að brezka þjóðin fær staðizt hverja þá raun, sem að hönd- um kann að bera, og bað ekki hvað sízt, þegar henni hefir bætzt riýtt blóð frá bræðrunum handan hafsins, íbúum Amer- íku. — Hinni mestu gleði fylg- ir oft á tíðum hin dýpsta sorg, en karlmennið eða konan, ef svo ber undir, bítur aðeins á jaxlinn og ber harm sinn í hljóði. Það er aðeins á ein- verustundunum, sem tilfinn- ingunum er gefinn laus taum- urinn. Jafnvel móðirin, sem misst hefir einkason sinn á víg- vellinum, reisir höfuðið hátt og gerigur upp stigann teinrétt og brosir við manni sínum, sem talar við hana um hina hvers- dagslegustu hluti. — Valdiö yfir tilfinningunum, undirgefni undir vilja þess, er ræður tíma og rúmi, er einkennandi fyrir lyndiseinkunn þeirra Bretanna. „Kynslóðir koma — kyn- slóðir fara“ er framúrskarandi. vel leikin mynd, enda hlýtur maður að gera töluverðar kröf- ur til hennar, þar sem ekki færri en 78 meira og minna þekktir leikarar leika í henni og hún hefir orðið til fyrir mjög náið samstarf allra kvik- myndafélaganna í Hollywood. Ekki færri en 5 leikstjórar hafa unnið saman við töku myndar- innar og handritið er útbúið af þremur þekktum mönnurn, sem eingöngu fást við samningu leikrita til kvikmyndagerðar. Að lokum skal þess getið, að kvikmynd þessi er t ekin tií ágóða fyrir Rauðakross Banda- ríkjanna, og fara 35 af hund- raði, sem inn kemur fyrir sýn- ingu hennar hér, til hans, 35 af hundraði til Rauðakross ís- lands, en 30 af hundraði fær kvikmyndahúsið upp í kostnað við sýninguna, en erigan skemmtanaskatt þarf af henni að greiða. Eins cg áður er sagt er ekki kastað höndum til þessarar kvikmyndar og þar sem ágóð- inn af sýningu hennar fer til svo þarfra stofnana sem Rauði- kíossinn er, þarf ví$t engan að hvetja til þess að sjá myndiriá. l , G. S. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. Hér er nú margs að gæta, sem Þjóðviljinn hefir lítinn gaum gefið. Það er allt annað að verja Rússaveldi, sem er ein óskipt heild í Evrópu og Norð- ur-Asíu, á einum vígstöðvum, en Bretaveldi, sem dreift er úti um víða veröld, á mörgum víg- stöðvum; og er þó ekki annað sjáanlegt., en að Bretavelcji hafi sýnt fullkomna samheldni og staðizt eldraunina alveg eins og Rússaveldi. Það má vel vera, að sovétstjórninni hafi tekizt að ráða betur fram úr þjóðern- isvandamálunum, en Rússa- keisara sællar minningar og víst viðurkenndi hún undir stjórn Lenins frelsi Finnlands, Eystrasaltslandanna og Pól- lands. Það var virðingarverð lausn þjóðernisvandamálanna á þeim slóðum. En svo einkenni- lega brá við í byrjun þessa ó- friðar, að Stalin byrjaði að leggja þessi lönd undir sig á ný og gerir nú ákveðið tilkall að minnsta kosti til Eystrasalts landanna, helmingsins af Pól- landi og nokkurs hluta af Finn- landi. Það er líka „lausn þjóð- ernisvandamálanna“ á sína vísu þó að erfitt muni reynast, að lofa hvorttveggja: stefnu Len- ins gagnvart þessum löndum, pg þá nýju eða réttara sagt gömlu stefnu — gagnvart þeim, sem nú hefir verið upp tekin! i Auglýslngar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnáF í Álþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 1 aH kvöEdi. Sítui 4506. Úlbreiðið Alþýðublaðið. Uestaœaunafélagið Sðrli í Hafnarfirði. ÞANN 7. febr. s. 1. stofnðn nokkrir hesteigendur í Hafnarfirði með sér félag, og gáfu því nafnið „Sörli.“ Stofnendur voru 35 að tölu. Engin stórtíðindi geta það heitið, þó að stofnað sé hesta- mannafélag, en skoðun mín er að þau séu þó of fá á landi hér. Það er velflestum kunnugt um að gefin hafa verið út lög frá alþingi, þar sem sveitafélögum er lögð skylda á herðar um að rækta hross, samkvæmt kyn- bótastarfsemi. Mér er kunnugt um, að brestasamt muni vera á um hlýðni við þau lög. Einnig myndi ekki vanþörf á, að gleggri athugun en nú ríkir, væri höfð með uppeldi og með- ferð hrossa, sem á sinn ríka þátt í því, hvað úr efnum, á öllu stigi, getur orðið. Það ætti að vera, og er á s'tefnuskrá hestmanna- félaga, að hafa gát á að þessi atriði leggist ekki í vanrækslu. Á vegum Búnaðarfélags ís- er nú í uppsiglingu stofnun meiri-háttar hrossa-kynbótabús að Hólum í Hjaltadal. ■ Þetta meðal annars sýnir að því opinbera er ekki alveg sama um, hvort hesturinn gengur til þurrðar, eoa vex og þroskast þjóðinni til bjargar og sóma. Stofnun slíks -bús er tvímæla- laust nauðsynleg, og vel sé þeim sem því hrundu fram, og senni- lega má gera sér glæstar vonir um að þaðan fáist með tíman- um hross, sem dreifð út um byggðir hafa áhrif á vöxt og hæfni hesta. Þrátt fyrir þegnskap yfirleitt og löghlýðni manna, þá tel ég að hestamannafélög yrðu heppi- legri til umsjónar hrossræktar- mála en sveitastjórnir, því að öft'vill það til, að í sveitastjórn- ir skipast menn með ósamstæð- ar skoðanir á þes-sum málum, en það getur vart orðið í hesta- mannafélögum, sem hafa hest- ræktina á stefn-u-skrá sinni. Búast má við. að einhverjir séu þeir, se-m sýnist fráleitt að Hafnfirðingar leggi hug að þess um málum, og viðurkennt er, að erfitt hefir verið ýfirleitt að hafa ög.eigá hesta hér í Hafan- firði, og hefi ég heyrt raddir andstæðar því, að menn í kaup- stöðum,- einku-m hér í hraun- bænum, ættu hest og jafnvel hefi.ég heyrt að réttast myndi að bann-a hestéign hér. Sem bet- ur fer hefi ég ekki heyrt neinn alþýðlega hugsandi mann láta skoðun þessa í ljósi, sem að mín-úm dómi felur í sér, ef til framkvæmda kæmi, skerðingu á einstaklingsfrelsi og ber ég þá von í brjósti, að slíkar skoð- anir hjaðni, fyrir öðrum rétt- látari sk-oð-unum. Flestir mu-nu þó sammála um, að þjóðlegt sé að taka hest með öllurn týgjum og svífa á honum um vegi og vegleysur, og þeim, sem lítið reyna á sig hversdags- lega, -gæti orðið það drjúg heilsUvernd, af þeir iðkuðu það. Óþjóðlegra hygg ég það, sem of mikið tíðkast, þó þægilegt þýki að setjast í bi-freið og bruna um bikaðar götur, án þess jafnvel að líta til hægri né vinstri, að- -eins láta fara letilega um sig í dúnmjúkum bílsætum. Ekki er hes-turinn svo hættu- -legt farartæ-ki að fyrir þá sök þurfi að amast við honum, né að hann sé yfirleitt farartálmi -öðrum farartækjum, þess vegna get ég ekki séð, að hægt yrði að banna mönnum í kaupstöð- um að eiga hesta, þó einhverj- um dytti það í hug, fremur en hvað annað, sem ætla má að menn hafi sér til ánægju. Mér er kunnugt um, að í Rvík nýtur Hestamannafélagið Fák- ur vinsælda og verðugs skiln- ings ráðandi manna þar. Hins sama væntum við féla-gar í „Sörla,“ af ráðamörinum þessa bæjar. H. H. Frh. af 5. síðu. ar eru samtals nær 100 nidnv’n- ir að tölu og geta teflt fram 8 — 10 milljónum æfðra hermanna, og þeir eiga þriðja stærsta her- skipaflota heims. Nú búumst við ekki við, að hermenn Jap- ana reyirist betur i innri varn- arlínunni en þeiri'i ytri, en hins vegar má búast við öflugri víg- girðingum og fjölmennari her, ekki ósvipað því, sem er í Evr- ópu. Fjölmennir herir hafa ef til vill ekki sömu þýðingu í Kyrrahafsstyrjöldinni og í Evr- ópu, en hins vegar hefir styrk- leiki herskipaflotanna öllu meiri þýðingu þar. Styrkleiki Japana er fyrst og fremst fólginn í raannafla, í öðru lagi í öflugurii flöta og í þriðja lagi i lofthernum, en hann er greinilega lakari en lofther bandamanna. En Japan- ar höfðu tæpast reiknað með gífurlegum yfirburðum banda- manna í lofti, er þeír * gerðu hernaðaráætlun sína, og þeir yfirburðir komu greir.iiega í ljós í átökunurn um G'ilberts- og Marshall-eyjar. Randaríkjamenn hafa sýnt, hvað fyrir þeim vakir, þeir hafa sýnt styrk sinn og her- \ kænsku. Þeir munu leggja und- \ ir sig IVIarshall-eyjar, þeir • munu reisa flugvelli og flota- stöðvar til þess að ráðast á Karólin-eyjar, sem eru um 1300 km. vestar, en þær eru mjög mikilvægur hlekkur í varnarkeðju Japana. Þess ber að gæta, að Karólin eyjar eru ekki lágar kóraley jar, eins og Marshall-eyjar. þær eru yfir- leitt fjöllóttar og ná yfir 30 lengdarstig frá vestri til aust- urs. Er svo að sjá, sem Japan- ar hafi þar komið fyrir mörgum virkjum, rammgerum mjög, eftir sérstöku kerfi, og er talið, að hvert þoirra sé öflugra en allar varnárstöðvanar á Mar- shall-eyjum. Öflugustu virkin eru á Truk, Panape og Kusae, austast í eyjaklasanum. Þangað geta Bandaríkjamenn farið til loftárása frá Marshall-eyjum. Ef austurhluti Karólin-eyja væri á valdi Bndaríkjamanna, lægi beint við að ná hinum eyj- unum á vald sitl og ráðast síð- an á Filippseyjar. Þá er einnig; sá möguleiki fyrir hendi að ráðast á Marian-eyjar, norður af Karólin-eyjum, en þaðan eru um 1700 km. til Japans sjálfs. Ástralíu- og Bandaríkj amenn halda áfram sókninni á Nýju Guineu og Norður-Salomons- eyjum, hægt og bítandi. Ógern- ingur er að gizka á, hvert þeir snúa vópnum, er þeir hafa náð þeim eyjum á vald sitt, hvort þeir ætla norður á bóginn til Karólin-eyja eða í vestur, til Austur-Indía. Má ætla, að það sé undir því komið, hverju fram vindur eftir hertöku Mar- shall-eyja, eða hvað Japanar grípa til bragðs. Vera má, að meginátökin verði hvorki í Austur-Indíum, né á megin- landi Suðaustur-Asíu, heldur við eða í Japan sjálfu, en síðan yrði unnið að því að uppræta hersveitir Japana í Austur- Indíum, Malakkaskaga, Filipps eyjum og Borneo. Brengskapur og pólltík. Frh. af 4. síðu aðir sem sóknarlið kjósendanna til að vinna að íramgangi mála, eru orðnir að valdi, sem leitast við að tjóðra þingmenn og kjós- endur á klafa sinn og beitir eins og allt einræði forheimskunni og einsýnum áróðri til að ná markmiði sínu. En svo grátbros- lega skammsýn eru oftast „hin viturlegu flokkssjónarmið,“ að sú flugumennska og moldvörpu- starfsemi, sem flokkarnir hafa rekið hver gegn öðrum, hafa engu síður bitið bakfiskinn úr og grafið undan þeim sjálfum heldur en andstæðingunum. Ef flokkarnir taka ekki brátt upp þroskavænlegri starfsað- ferðir, verður sá vegur, er þeir nú ganga, helvegur þeirra um það er lýkur. Öllum, sem finnst það eðlilegt að menn skiptist í flokka eftir ólíkum viðhorfum, og telja það æskilegt, að mál séu rædd með rökum frá ýmsum hliðum, hlýtur að vera það áhyggjuefni, hvernig um slíkt horfir nú. ís- lenzkum stjórnmálum hefur um sinns, sakir svipað mest til v knattspyrnuleiks, þar sem bæði lið hafa glatað von um sigur, en spyrna knettinum sitt á hvað út af vellinum.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.