Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 5
JÞriðjudagur 14. marz 1944. Flotaforinginn hjá kvikmyndaleikurunum. VVilliam F. Halsey aðmíráll er yfirmaður Bandaríkjaflotans á Suður-Kyrrahafi. Hér er mynd af honum (lengst til vinstri) í orlofi hjá kvikmyndaleikurum Warner Bros í Hollywood. Við hlið flotaforingjans situr Ann S eridan, þá Robert Montgome:y, sem nú er í sjóhernum, og lengst til hægri frú Halsey. Styrjöldin á Kyrrahafinu. ) A.NDARÍKJAMEJM N kreppa alvarlega að Japönum, er þeir senda herskip til þess að skjóta á Kúrileyjar, sem eru nyrztar í Japanseyjaklasanum og hertaka mikinn hluta Mar- shall-eyja, sem Japanar hafa verið að víggirða undanfarin 25 ár. Ef til vill gæti þetta orðið til þess að storka Japön- um svo, að þeir sendu flota sinn til atlögu við Bandaríkja- flotann, en það myndi útkljá Kyrra'hafsstyrjöldina. Hins veg- ar er það fávíslegt mjög að láta sér detta slíkt í hug, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf meira til en hern- aöaraðgerðir á Kúríl- og Mar- shall-eyjum til þess að knýja japanska flotann til meginorr- ustu. Japan hefir annað á prjónunum. Ýmsir blaðamenn vaða elg- inn og gera of mikið úr þvi, sem nú gerist á Kyrrahafi. Menn verða að hafa hugfast, að hin raunverulegu átök þar eystra eru enn ekki hafin. Kyrrahafsstyrjöldin er á at- hyglisverðu stigi, og atburðir ársins, sem leið, gefa banda- mönnum aukna vissu um fulln- aðarsigur, en sá sigur er hvergi nærri unninn enn. Japanar unnu að fyrirætlunum sínum í full tvö ár, áður en þeir réðust á Pearl Harbor og beittu mik- illi slægð og undirferli. Þeir hugðust lama herveldi Breta og Bandaríkjamanna með árásum af sjó og úr lofti og gerðu ná- kvæmar áætlanir um að gera skyndiárásir á löndin í Suð- austur-Asíu og eyjarnar á Suð- vestur-Kyrrahafi. Við vitum, að það sem Jap- anar gerðu á tímabilinu milli desember 1941 og apríl 1942, hefði verið ókleift, nema með markvissum undirbúningi um lengri tíma. Síðan hafa þeir sýnt sömu kænsku og 'hæfni í ráðagerðum um það, sem koma skyldi. Þegar Japanar réðust á Pearl Harbor, byggðu þeir von- ir sínar á því, að Þýzkaland myndi brátt sigra í styrjöld- inni hinum megin á hnettinum, en þá yrði hlutverk Japana á Kyrrahafi tiltölulega auðvelt. Að minnsta kosti álitu ráða- menn í Tokio, að slíkt tækifæri byðist ekki um margar aldir. Þegar herveldi Þýzkalands tók að hraka seint á árinu 1942, varð Japönum ljósty að þeir REIN ÞESSI, er fjallar um styrjöldina á Kyrra hafinu og fyrirætlanir Jap- ana, er eftir R. W. Robson og var upphaflega flutt sem er- indi í brezka útvarpið. Hér er hún þýdd nokkuð stytt úr útvarpsíímaritinu „The List- ener“. yrðu eftir allt saman að taka á öllu sem þeir ættu til þess að halda ■ ránsfeng sínum. Japanar höfðu komið sér upp miklu veldi á meginlandi Asíu og í Austur-Indíum, og yzta varnar- lína þeirra var á fjölmörgum eyjum víðs vegar á Kyrrahafi. Það, sem fyrir Japönum vakir nú, er að halda yzta varnar- belti sínu eins lengi og unnt er, meðan hin mikilvægari lönd inna nþess eru búin undir lokaátökin, bæði hernaðarlega og viðskiptalega, þ. e. a. s. loka- sennuna við sameinað herveldi Breta og Bandaríkjamanna, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma. I dag berjast Japanar á Mar- shall-eyjúm, Norður-Salomons- eyjum, Bismarcks-eyjum. Nýju Guineu og Vestur-Burma. Þessi lönd hafa ekkert fjárhagsgildi fyrir þá. Löndin, sem þeir girnt- ust og þeir nú hafa á valdi sínu eru: Austur-Kína, Indó-Kína, Thailand, Filippseyjar, Austur- Indíur, Karólin-eyjar og Mar- shall-eyjar. Japanar ætla að halda banda- mönnum eins lengi og auðið er á hinum verðminni eyjum um- hverfis hið stolna nýlenduveldi, meðan þeir vígbúast af kappi heima fyrir og í nærliggjandi löndum. Meginátökin hefjast er bandamönnum tekst að brjót- ast gegnum ytri varnarbeltið á Nýju-Guineu, Salómons- og Marshall-eyjum. Ýmislegt bend ir til þess, að varnir Japana á þessum eyjum séu farnar að bila. Bandaríkjamenn hafa iðu- lega fundið japanska hermenn klæðlitla og aðframkomna af hungri í frumskógum e.yja þess ara. Þetta stafar af því, að ár- vakrir flugmenn Bandaríkja- manna eru sífellt á sveimi og granda birgðaskipum Japana ANN^i ÓeJÖ? ■m) v Vinnuheimili berklasjúklinga. — Svipa þjóðarinnar — og baráttan gegn berldunum. — Urn leikritaflutning £ útvarpinu á laugardagskvöldin. hópum saman. Þá koma æ færri japanskar flugvélar til móts við amerísku flugvélarnar, þeg- ar loftárásir eru gerðar. Má vera, að það stafi af því, 'hversu margar japanskar flugvélar hafa verið skotnar niður upp á siðkastið. Þá getur það einnig komið til af því, að yfirher- stjórnin japanska hafi sent þeim mun fléiri flugvélar til varnar á Marshall-eyjum, og loks getur ástæðan verið sú, að Japanar séu farnir að draga sig í hlé frá ytri varnarlínunni. Ef svo er, munum við brátt sjá, hvort þeir hafa einhverju öðru og betra fram að tefla en reynd in varð á Nýju-Guineu, Saló- mons-, Gilberts- og Marshall- eyjum. Með öðrum orðum: Hvað er það, sem Japanar hafa til hag- ræðis í innri varnarlínunni, sem ekki var til í þeirri ytri? Beztu hermenn Japana hafa ekki í fullu tré við Ástralíu- og Bandaríkjamönnum, þegar þeir berjast við jöfn skilyrði í frumskógunum eða á kóralrif- unum. Það er ekki nóg með það, að Bandaríkjamenn hafa nú fleiri flugvélar á þessum slóðum heldur en Japanar, heldur eru flugmenn þeirra mörgum sinnum snjallari. Á sjó hafa Bandaríkjamenn bor- ið sigur af hólmi í nær öllum orrustum fram til þessa, en þó er munurinn ekki eins mikill á þeim vettvangi eins og á landi og í lofti. Þá er rétt að hafa þetta í huga: Þegar Japanar reyndu, árið 1942, að taka ein- hverja vel víggirta varnarstöð bandamanna, mistókst þeim jafnan, en síðan í ágúst 1942 hefir bandamönnum aldrei brugðizt, er þeir réðust á ein- hverja varnarstöð Japana. Jap- anar Hafa reynzt ofstækislega fúsir til að láta lífið, og voru búnir nýtízku tækjum, en samt hafa bandamenn borið sigur af hólmi, hrakið þá úr Lverri herstöð, sem þeir reyndu að verja, og reynzt þeim að öúu leyti snjallari, Allt þetta er að vísu fróð- legt og athyglisvert, en þó smá- munir einir í samanburði við það, sem síðar verður. Herirn- ir, sem átzt hafa við, eru hé- gómi á móts við þann her, sem Japanar geta teflt fram. Japan- Framhald á 6. síöu. AÐ HEFUR leng-i verið draum ur margra manna, að liægt væri að koma á fót vmnuheimili fyrir fólk, sem hefur verið útskrif- að af berklahælunum, en er þó enn í hættu og verður að fara varlega með sig lengi á eftir, til þess að varna því að talta veikina aftur. Mikill fjöldi af berklaveiku fólki kemur frá fátækum heimil- um, sem ekki geta veitt því þá að- hlynningu, sem það þarf. Fyrir þetta fólk er það nauðsynlegt að komið sé uiíp heimili, þar sem það getur fylgt ákveðnum lækn- isreglum og unnið þó fyrir sér. EFTIR AÐ félagsskapur berkla- sjúklinga var stofnaður, var hafin almenn fjársiöfnun til þess að koma upp þessu heimili, og nú er málið komið svo langt, að bú- ið er að safna meira en hálfri milljón króna og búið er að kaupa land á ágætum stað. Hafizt verð- ur handa um bygginguna á hæl- inu á þessu ári, þrátt fyrir geypi- lega dýrtíð og vonandi geta fyrstu vistmennirnir flutt inn ó næsta ári. Þetta er merkilegur atburður í sögu baráttunnar gegn berkla- veikinni, en hún hefur hér á landi verið langvinn og hörð, enda má segja, að berklaveikin hafi lengi verið svipa íslenzku þjóðarinnar. ÞJÓÐIN HEFUR fylgzt af lif- andi áhuga með því starfi, sem unnið hefur verið í þágu þessa málefnis og áhugi hennar fyrir því, að hægt væri að lcoma upp þessu vinnuheimili, hefur komið fram í verki. En iþó að mikið sé áunnið, þá verður enn að halda áfram, svo að heimilið geti kom- izt upp og að rekstur þess geti verið fullkominn. Hygg ég að það muni koma i ljós, að stofnun þessa heimilis verði eitt stærsta skrefið, ósamt stofnun Vífilsstaðahælisins og Kristnesshælisins — sem stig- ið hefur verið í baráttunni gegn berklaveikinni. ÖLL RÚM eru skipuð á heilsu- hælunum og fjöldi sjúklinga bíður eftir rúmi. Það er hræðilegt til þess að vita, að vegna sjúkrarúms- leysis skuli menn í tugatali þurfa að hafast við á heimilium hér í Reykjavík og víðar út um land, menn, sem eru haldnir veikinni og ganga jafnvel með smit. Sjá allir sjálfir, að slíkt óstand verður til þess að stöðva baráttuna gegn þessum vágesti og opna heimilia fyrir honum. P. B. — 13 skrifar mér of langt bréf um leikritaflutning í útvarp- inu á laugardagskvöldum. Hefur oft áður verið minnst ó þetta mál hér í pistlum mínum, en það hef- ur ekki borið árangur. Eftir lang- an formála segir bréfritarinn: „ANNARS ÞÝÐIR sennilega ekki mikið fyrir mig, að vera með neinn barlóm út af þessu. Þab er búið að minnast það oft á þetta efni, bæði í þessu blaði og öðrunv án þess að nokkrar breytingar hafi átt sér stað, ég veit ekki hverju helzt er hægt um að kenna: stífní eða vana. Hvers vegna í ósköpun- um ekki að taka önnur kvöld, t. d. föstudagskvöld eða þriðjudags- kvöld? Hver tapar við það? Eng- inn. Plver græðir við það? Fleiri hundruð, ef ekki fleiri þúsund. manns. Rök útvarpsmanna, að laugardagskvöld séu valin vegna þeirra, sem ekkert geta skemmt sér á laugardagskvöldum, eru svo heimskuleg, að . engu tali tekur. Hvers konar eymdarstofnun er út- varpið, ef það getur ekkert skemmtiefni haft á boðstólum handa þeim, sem einhverra orsaka vegna kjósa helzt, að útvarpið sjái þeim fyrir því þessi kvöld, annað en leikrit?“ „ÞAÐ ER EITT, sem útvarpsráð verður að taka til greina, þ. e. að leikrit er ekki aðeins skemmtiat- riði, heldur miklu fremur, að minnsta kosti í mjög mörgum til- fellum, menningar- og fræðslu- efni, sem sé þáttur, sem hefur mjög mikið bókmenntalegt gildi. Og það er sú hlið leikritanna, sem. flestum er verst við að missa. Það væri allt í lagi með það, að á laugardagskvöldum væri leik- inn í útvarpið gamanleikjaþáttur, eins og oft er gert. Það sæi enginn eftir því, að missa af þessháttar, þótt á hinn bóginn, þeir sem hlust uðu á annað borð hefðu gaman að. Þeir myndu svara tilgangi sínum: að skemmta fólki.“ „EN LEIIIRITUM eins og „Mán- inn líður“, „Mýs og menn“, „Veizl an á Sólhaugum“ o. fl. o. fl. mega menn helzt ekki missa af. En með- an ekki er breytt um leikrita- kvöld, verður fjöldi manna, sem fer á mis við oft perlulr bókþ menntanna að meira eða minna leyti.“ vaxitar okkux nú þegar til að bera blaðið Bergþórugötu HverfSsgötu. Melana. UBt HÁTT KAUP Alþýðublaðið. - Sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.