Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 7
SÞriðjudagnr 14. man 1§44. lYÐlfBl ' ^IÐ 9 iBœrinn í dag.i ; Næturlæknir er í nótt í Lækna- •varðstofunni, sínii 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- téki. Næturakstur annast B. S. í., iími 1540. 12.10—130.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: de Gaulle og upp- gjöf Frakklands (Eiríkur Sigurbergsson viðski.pta- fræðingur). 21.05 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Sónata fyrir fiðlu og pí- anó eftir Debyssy. b) Rondo í G-dúr eftir Mozart. (Bj'örn Ólafsson og Árni Kristjáns- son). 21.25 Tónlistarfrseðsla fyrir ung- linga (Róbert Abraham). 21.55 Fréttir. Háskóla fyrirlestur Hjörvarðs Árnasonar. Hjiörvarður Árnason, B.Sc., M. A., M.F.A., flytur annan háskóla- fyrirlestur sinn í kvöld kl. 8.30 í hátíðasal háskólans. Efni: Frá ro- coco til realisma. Málaralist í Ev- xópu og Ameríku á 18. öld og íyrri helmingi 19. aldar. Skugga- myndir sýndar til skýringa. Öll- um heimill aðgangur meðan hús- xúm leýfir. .Árshátíð Handíðaskólans verður haldin í Oddfellowhús- inu n.k. fimmtudag. Áskriftalisti fyrir núverandi og fyrri nemend- -ur skólans liggur frammi í bóka- verzlun Sigf. Eymundssonar. Risninnarorð: Frh. af 2. síðu. 50 m. baksund karla: 1. Guðm. Ingólfss. ÍR 36,3 sek. 2. Pétur Jónsson KR 39,3 sek. 3. Guðm. Þórarins. Á 40,7 sek. Guðm. Ingólfsson var aðeins 1,3 sek. frá meti Jórm^-- dórssonar og þó er hann aðeins 15 ára. 100 m. brino/,,s''"r'd kvenna: 1. Unnur Ágústsd. KR 1:39,8 m. :2. Kristín Eiríksd. Æ 1:41,2 m. 3. Halldóra Ein.d. Æ 1:42,9 m. Tími Unnar er góður, aðeins liðl. 6 sek. frá metinu. 4X50 m. brinquboðsund kvenna: , 1. K.R. 3:07,5 mín. 2. Ægir 3:13,1 mín. Það hefir aldrei fyrr verið keppt í þessu sundi. ■é'X.150 m. þrísundsboðsund: 1. KR, A-sveit 7:43,8 mín. 2. Ármann 7:55,3 mín. 3. KR, B-sveit 8:17,0 mín. Þetta var mjög skemmtilegt boðsund, en hér hefir aldi’ei verið keppt í því áður. Þá var keppt í nokkrum sundum fyrir 15 ára drengi, og urðu þar þau úrslit, að í 50 m. írjálsu sigraði Halldór Bach- mann, Æ. á 31,7 sek., í 50 m. baksundi sami maður á 38,4 sek. og í 50 m. bringusundi Guðmundur Ingólfsson, Í.R. á 38,5 sek. Húsfyllir var í Sundhölliimi og gerði fólkið góðan róm að sundunum, og þó gerði skraut- sýningin alveg sérstaka lukku, enda vandlega undirbúin af Jóni Inga Guðmundssyni. Só. Félagslíf. Signrðnr Pálmason. F. 25. hóv. 1894 - Férst með b.v. Max PembertoB. ^Mmlív^r/iKymNGm Stúkan ÍÞAKA. Fundur í kvöld í Góðtempl- arahúsinu. Kosning fulltrúa til þingstúkunnar. Br. Felix Guðmundsson flytur erindi: „Hvað höfðingjamir hafast að“ EGAR MÉR BARST sú helfregn, að togarinn „Max Pemberton" hefði farizt og með honum hefði í valinn fallið Sigurður Pálmason neta- maður, hinn mesti dugnaðar- og atorkumaður, þá komu mér í hug þessi orð skáldsins: „Dýrt er dagsverk unnið og drengilega strítt, hlaup til himins runnið, hnossið fangað nýtt.“ Einmitt á þennan veg flutt- ist þessi góði drengur frá göf- ugu starfi til enn þá göfugra starfs á landinu handan við hel. Sigurður Pálmason var fædd- ur á Breiðabóli í Skálavík í Norður-ísafjarðarsýslu, hinn 25. nóvember 1894. Faðir hans var hinn alkunni dugnaðar- maður, Pálxni Bjarnarson frá Minni-Bakka í Skálavík, en kona hans var Kristín Frið- bertsdóttir Guðmundssonar bónda í Vatnsdal í Súganda- firði, sæmdarkcna hin mesta, eins og hún átti ætt til. Þeim hjónum varð 12 barna auðið, en af þeim eru fjögur á lífi, þrjár dætur og einn sonur, öll hin mestu dugnaðar- og sæmdarbörn, eins og þau eiga ætt til. Af börnum þeirra hjóna dóu fimm í æsku, en tvö náðu þroskaaldri, Salome, sem lézt 15 ára, og Þorvaldur 25 ára, drukknaði í Winnipegvatni í Ameríku, og nú síðast á hin aldraða móður á bak að sjá ást- kærum syni, sem vissi, hvað góð móðir er mikils virði fyrir þroska og líf barna sinna. Sigurður var Vestfirðingur að ætt, og mótaðist því strax á unga aldri af þeirri þraut- seigju, dugnaði og atorku, sem Vestfirðingnum er í blóð borin, en þessir eiginleikar hafa orð- ið vöggugjöf allra vestfirzkra sjómanna, og á það aðallega rót sína að rekja til þeirrar hörðu sjósóknar, sem þeir hafa orðið að gera að lífsstarfi sínu í fangbrögðum við hina hörðu veðráttu á vestfirzkri skamm- degisnótt á litlum og veik- byggðum bátum, sem nú orðið eru ekki taldir nothæfir nema til sjósóknar að sumri til. En það var einmitt á þessum skip- um, sem Sigurður Pálmason byrjaði að þjálfa þá eiginleika, sem honum höfðu hlotnazt að vöggugjöf: dugnað, skyldu- rækni og ábyrgðartilfinningu í hverju handtaki. Þetta gerði hann giftusaman fyrir heimilið sitt og bjargvætt þjóðar sinnar. Og nú hefur hann að lokum fórnað lífi sínu við þetta göf- uga starf. Sigurður Pálmason var um skeið formaður í Bolungavík, og átti sjálfur þann bát, en í Bolungavík er ein erfiðasta veiðistöð, sem til er á Vest- fjörðum, og hefur þar alltaf þurft, dugnað, áræði og góða stjórnarhæfileika til að bera, | svo vel færi, því oft mátti litlu I muna, og oft hefur þar margur vaskur drengur að velli hnigið í brimi sollnu fjörugrjóti. En Sigurður gekk með sigur af hólmi. En ekki lét Sigurður þama lengi staðar numið; því hugur- inn stefndi í aðra átt — að hin- um stærri skipastól, togurun- um, og leitaði hann þá hingað suður og varð háseti á þeim, og þar fór enginn meðalmaður að verki, sem hann var; félagar hans komust fljótt að raun um, að þar höfðu þeir fengið góðan félaga í hópinn, sem gott var að vera með; en jafnt því vann hann sér traust og virðingu yfirmanna sinna og varð brátt í fremstu röð á verklegu sviði og hélzt svo til síðustu stundar. Sigurður var giftur- Gróu Halldórsdóttur, hinni mestu myndar- og sómakonu, og eign- uðust þau 5 börn, og eru fjögur þeirra á lífi. Konu sína missti hann 17. janúar 1941, og var það honum þungbær harmur, þótt lítt léti hann á því bera, enda var hann hversdagslega stilltur og prúð- ur í framkomu og þrekmaður hinn mesti og hirm bezti heim- ilisfaðir, og er það mikill harm ur börnum hans, að hafa misst svo góðan föður, sem lét sér annt um velferð þeirra; en það er huggun harmi gegn, að minningin um góðan og ást- ríkan föður og elskulega móð- ur, er hin bezta leiðarstjarna í lífsbaráttunni á fullorðinsár- unum. Og þungur er harmurinn fyr- ir hina öldruðu móður hans, sem áður hafði orðið að sjá á bak svo mörgum ástvinum á undan honum, að mannlegur þróttur megnar ekki að græða slík sár; en him huggar sig við það, að senn roðar fyrir nýjum degi, þar sem hún fagnar áður horfnum vinum og sameinast þeim aftur í æðra og betra heimi, þar sem enginn skilnað- ur er lengur til. Systur og bróðir syrgja kær- an æskuvin og minnast með þakklæti liðinna samveru- stunda og gleðja sig við þá hugsun, að björt er minning eftir göfugan bróður, sem bar hátt merki hreysti, karl- mennsku, drengskapar og trú- merínsku í starfi sínu til síð- ustu stundar. Ég þakka þér góði horfni vinur fyrir að þú barst merkið hátt i okkar hraustu sjómanna- stétt í drengskap og skyldu- rækni til síðustu stundar. Fóstri þig nú lífið í föðurhúsum, sem ná sinn forðum nauðugt kvaddi, arfleiddan orðinn að auðæfum himins, frjáls og frí maður við fjötur jarðar. Blessuð sé minning þín. J. S. J. Teipan og brúðan. Það liggur vel á telpunni á þessari mynd, enda hefir hún egnast óvenjulega stóra og myndarlega brúðu, engu minni en hún er sjálf. er m ANDKNATTLEIKSMÓT- IÐ, sem hófst fyrir viku í íþróttahúsi Jónsi Þor steinssonar, er nú hálfnað og vel það. Keppni hefir nú farið fram á hverju kvöldi í fimm daga. Hefir það mjög stytt mót- ið, að í karlaflokknum er hvert það félag úr mótinu, sem tap- ar leik. Þessi aðferð er mikið tíðkuð erlendis og er sums stað- ar mjög vinsæl, þó að ekki verði hjá því komizt að sum fé- lög hljóta léttari keppinaut en önnur. í meistaraflokki karla hafa farið fram fjórir leikir, sem fóru þannig: Valur sigraði Vfli- ing með 22 mörkum gegn 18, K.R. vann Ármann með 24—23, Haukar unnu Í.R. með 19—10 og Fram sigraði F.H. með 17— 15. Leikir þessir hafa verið mjög jafnir, eins og tölurnar bera greinilega með sér, t. d. unnu K.R.-ingar á síðustu sek- úndunum. Sigur Hauka gegn I.R. er stærstur, en þó var langt frá því að hann væri auð- unninn, því að Í.R.-ingar höfðu ágætar skyttur og fengu nokk- uð jafnt út úr fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik styrktu Haukar varnirnar mjög, svo að l.R.-ingum tókst aðeins örsjald- an að rjúfa þær, og unnu Hauk- ar því glæsilega á betri sam- leik. Haukar og Valur hafa sýnt einna mesta leikni á þessu móti, enda hafa þessi félög æft handknattleik lengi, og sama er að segja um Víking og Ármann. F.H. hefir tekið miklum fram- förum og yfirleitt eru meist- araflokkanrir orðnir miklu jafn ari en áður var. Hraði er mik- ill hjá öllum flokkunum, en út- haldið er nokkuð misjafnt, enda hafa sum félögin átt erfitt með að stunda æfingar. Framarar virðast vera einna þolnastir. Tveir leikir eni nú eftir í meistaraflokki. Sigurvegararn- ir úr áðurnefndum fjórum ileikjum voru „paraðir11 saman þannig, að í gærkveldi kepptu Valur og Fram, en Haukar og K. R. í kvöld. Úrslit í meist- araflokki verða síðan á fimmtu- dagskvöld. I 1. ffokki eru 6 þátttakend- ur. F. H. vann Víking með 20 —17, Valur sigraði Ármapn með 18—12 og Í.R. vann Fram með 18—13. Félögin virðast nokkuð jöfn í þessum flokki, en leikur ekki nærri eins hraður og í meistaraflokki. í kvöld keppa í. R. og F. H. og sig urvegarinn úr þeim leik kepp- ir til úrslita við Val á föstudag. í 2. flokki eru líka 6 flokkar og hafa úrslit orðið til þessa: F.H. vann Í.R. með 12—11, Ár- mann sigraði Val með 11—9 og Haukar unnu Víking 16—6. Haukar virðast vera með lang- sterkasta liðið, en til þess að bera sigur úr býtum þurfa þeir að vinna bæði F.H. og Ármann. I flokki kvenna eru fimm lið, og eru þau ekki nærri eins ó- jöfn og stundum fyrr. Ármann hefir unnið Í.R. með 16—6 og F.H. með 23—8, Haukar hafa unnið K.R. með 17—12 og Í.R. einnig með 17—12, og K.R. hefir unnið F.H. með 13-—10. Ármann og Haukar hafa 4 stig, K.R. 2 og hin félögin 0 stig. Víst þykir að Ármann og Haukar muni berjast um sigurinn í þessum floldd, og virðast Ár- menningar líklegri til sigurs. Fimm leikir eru eftir í kven- flokki, þessir: Á mánudag keppa Haukar—F.H., á þriðju- dag K.R.—Í.R., á miðvikudag Ármann—K.R., á fimmtudag F.H.—Í.R. og á föstudag verð- ur úrslitaleikurinn milli Ár- manns og Hauka. Mótið liefir verið skemmti- legt það sem af er og alltaf húsfyllir af áhorfendum. í gærkveldi hélt svo mótið áfram og fóru þá leikar þannig: Haukar sigruðu F.H. með 15—7 og Haukar sigruðu einnig F.H. í 2. flokki með 15—8, og loks vann Valur Fram með 16—12. í kvöld heldur mótið áfram og þá keppa m. a. Haukar og K.R. í meistaraflokki. Só. LONDON er tilkynnt, að í febrúar hafi 960 rnanns farizt af völdum loftárása Þjóð verja á Bretland, en um 1700 voru fluttir í sjúkrahús. Er þetta mesta manntjón síðan í maí 1941, en þá fórust 5500 manns, en 2500 særðust. Alls hafa um 50 þúsund manns far- izt í loftárásum á Bretland síð- an stríðið hófst, en 60 þúsund særðust alvarlega. IBRETLANDI er nú mikið rætt um, hvort ekki beri að loka landamærum Noi’ður- írlands og Eire, vegna þess, að írar hafa neitað að vísa sendi- herrum möndulríkjanna úr landi. Þá hefir og komið til orða að grípa til refsiaðgerða gagn- vart Eire, en það mál mun brezka þingið taka til meðferð- ar á næstunni. Nýr skíffabikar. Sjóvátryggingarfélag Íslandí hefir afhent Skíðaráði Reykjavík- ur skíðabikar, sem keppt skal urr á Skíðamóti Reykjavíkur. Bika] þessi, sem er stór og fagur sijfur- bikar, er verðlaunabikar fyrl beztu þriggja manna sveit í svig karla, B-flokki. Var í fyrsta skipt keppt um bikar þenna síðastliðiru svmnudag og varð sveit Ármann hlutskörpust. Bikarinn verður ai , vinna fimm sinnum til eignar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.