Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 2
 XfiSvikudagur 15. man 1944 Atvinnumál i Hafnarfirði: Hátt á annað hunðr- að púsnnd krónnr hafa safnazt f Baraasgitala. Ulai gjafti til spitalaus eiu skattfijðlsai. KONUR, sem skipa Kvenfé- lagið Hringinn starfa nú af miklnm ötulleik að því að isafna fé til þess að koma upp barnaspítala hér í bænum. Hefur mönnum lengi verið Ijós nauðsyn þess að komið væri upp sjúkrahúsi fyrir börn, því að ekkert slíkt sjúkrahús er til á landinu og mun það næsta einsdæmi um menningarþjóð. Á einu og hálfu ári hafa Hringkonur safnað hátt á ann- að hundrað þúsund krónum og berast þeim stöðugt gjafir, enda hefur alþingi nú sýnt í verki samúð sína með þessu máli, því að það samþykkti einróma frumvarp fjárhagsnefndar neðri deildar um að gjafir, sem gefn- ar væru til barnaspítalans mætti draga frá við framtal til skatts. Hefur og þetta orðið til mikils góðs fyrir málefnið^ og á þó enn eftir að verða því til enn meira góðs. Barnaspítalanum mun vera ætlaður staður á Landspítala- lóðinni og er nú unnið að und- irbúningi teikningar að sjúkra- húsinu. Hringkonur hafa mikinn hug á því, að hraða framkvæmdum þessa máls eins og frekast er unnt og þær liggja ekki á liði sínu. Ber almenningi og að vinna með þeim af fremsta megni svo að veglegt sjúkra- hús fyrir börn geti risið upp sem fyrst. Áukin, útgerð vaxandi Iðnaðnr og f ramtíðarræktun I Krísuvík Bréf atvinnumálanefndar Hafnarfjarð- ar tii skipulagsnefndar atvinnumála. ASÍÐASTLIÐNU hausti kaus bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar atvinnumálanefnd til þess að athuga og gera tillögur um atvinnumál í Hafnarfirði, sérstaklega með tilliti til vandamála eftirstríðsáranna. Eins og kunnugt er, er nú starfandi á vegum ríkisins skipulagsnefnd atvinnumála og hefir hún leitað sér upp- lýsinga og álits manna víða um land. Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar, sem er skipuð þeim Ás- geiri G. Stefánssyni, Bimi Jóhannessyni og Lofti Bjamasyni hefir ritað sldpulagsnefnd atvinnumála um framtíð atvinnumála á Hafnarfirði og fer aðalefni bréfs hennar hér á eftir, en það hefir skipulagsnefnd atvinnumála látið Alþýðuhlaðinu í té: „Oss hafa borist frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar 2 bréf yð- ar, hið fyrra dags. 28. nóv. f. á. , hið síðara dags. 11. jan. þ. á. ásamt skýrslu Björns Björns- 'sonar. Um leið og við tjáum yður þakklæti vort fyrir virisamlegt tilboð yðar um væntanlega samvinnu um vandamál eftir- iS’tríðsáranna, leyfum vér oss að skýra yður frá stofnun og hingað til starfsemi Atvinnu- málanefndar Hafnarfjarðar. Hinn 22. des. s. 1. voru eftir- taldir menn kosnir í anefndina af hálfu ibæjarstjórnar Hafnar- fjarðar: Ásgeir G. Stefánsson, fram- kvæmdarstjóri, Hafnarfirði. Lioftur Bjamason, forstjón, Hafnarfirði og Sofnunin til danskra flóttamanna: pnsnnoir safnazt á einni vikn. Fjórir karlakórar efna til sðngskemmt- unar tii stuðnings fjársðfnuniimi. P JÁRSÖFNUNIN til danskra flóttamanna hefir nú staðið í viku og gengur hún vel. Eru sífellt fleiri og fleiri sem leggja sinn skerf fram. Böm í barnaskól- um hafa byrjað söfnun og pokkur hreyfing er komin á. starfsfólk á vinnustöðvum. Alls hafa nú safnazt um 40 þúsundir króna. Verður reynt að koma fénu út til Svíþjóðar jafnóðum og það saínast svo að það geti komið flóttamönn- unum að liði, sem allra fyrst. Fjórir karlakórar bæjarins hafa orðið við tilmælum fjár- söfnunarnefndarinnar um að halda samsöng í fjáröflunar- skyni fyrir söfnunina og fer hann fram sunnudaginn 19. þ. m. kl. 2Vá síðdegis í Gamla Bíó. Kórar þeir, sem hér er um að ræða eru Karlakórinn Fóst- bræður, söngstjóri Jón Hall- dórsson, Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri Sigurður Þórðarson, Karlakór iðnaðarmanna, söng- stjóri Robert Abraham og Karlakórinn Kátir félagar, söng stjóri Hallur Þorleifsson. Er hér um mikla fórnfýsi og velvild af hálfu kóranna að ræða, með því að senn líður að þeim tíma, er þeir halda söng- skemmtanir sínar á ári hverju. Mun marga fýsa að heyra Bjöm Jóhannesson, fulltrúi, Hafnarfirði. Nefndin hefir skipt með sér störfum þannig: Formaður: Ásgeir G. Stefáns- son. Ritari: Loftur Bjarnason og Varaform.: Björn Jóhanries- son. Nefndin hetfir ráðið sér að- stoðarmann, Óskar Jónsson út- gerðarmann, Hafnarfirði. Þá hafa stéttarifélögin í hæn- um mefnt fulltrúa, hvert fyrir sig, sem nefndin getur haft sam- ráð við í starfi sínu. Nefndinni var þegar Ijóst, að hið fyrsta, sem gera þyrfti, væri að athuga hversu margir störf- uðu í hverri starfsgrein í hæn- um og hóf þegar skýrslusöfnun .innan allra starfsgreina í bæn- um. Stendur nú skýrslusöfnun yfir, sem er all víðtækt starf og mun verða unnið mjög ná- kvæmllega, þannig að þá fáist upplýsingar um hversu margir eru 'starfandi menn (og konur) í bænum, hvort vantar til ein- hverrar starfsgreinar starfs- krafta og þá hversu sú þörf er mikil. Að lokinni þeirri skýrslu- söfnun verður svo aðalúrhótar- tillögum hagað samkv. því. „Við fyrstu athugun nefndar- innar á framtíðar verkefnum til atvinnuaukningar í bænum, kom nefndin fyrst og fremst auga á aukningu útgerðarstarf- semi með byggingu nýrra tog- ara og smærri skipa (mótorbáta ... . 45—50 smiál.). Og í því sam- ÍI L rarmr frU megnUglr bandi taldi nefndin nauðsyn IZfl fSameigm eg?’ en ?am: legí að hér verði reist beina- og lýsi, HitaveitBDiðlðia greiðast mjðg vel. Siatfalislega ems vel og rafmagnsreiitninBarnir. SAMKVÆMT upplýsing- um, sem Alþýðublaðið fékk í gær í skrii’stofu borg- arstjóra gengur innheimta heitavatns gjaldsins mjög vel. Hafa gjöldin greiðst við fyrstu framvísun reikninganna prósentvís jafnvel og til dæmis raifmagnsreikningar og er þar þó um miklu lægri upphæðir að ræða. Þetta sýnir ljóslega, hvað vænt bæjarbúum þykir um hitaveiituna og ennfremur að óánægjan en ekki jafn mikil með reikningana í bænum og orð hefir verið á gert. Þesis skal getið að gefnu til- efni að ef menn telja sig þurfa að fá upplýsingar um reikninga sína eða skýringar á þeim þá geta menn fengið þær í skrif- stofu hitaveitunnar. Ðm 300 vörnbifreiða stjðrar ganga i I- Mðnsamband ls- lands. Sambands íslenzkra karlakóra. Að þessu sinni mun hver kór syngja þrjú lög, en að lokum syngja aliir kórarnir sameigin- lega þjóðsöngva íslands og Dan merkur. Eigendur Gamla Bíó hafa jafnframt sýnt þá rausn að láta húsið í té endurgjaldslaust, og láta sýningu falla niður í hús- inu á. þessum tíma dagsins. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymund- sen, Bókav. Lárusar Blöndal og í Verzlun Sigríðar Helgadóttur. Frá 6. þ. m. hafa eftirgreind- ar greiðsíur borizt til aðalskrif- stofu fjársöfnunarinnar: A & D kr. 100, Leif & Finn kr. 1000, J. Þ. kr. 10, María Hallgríms- dóttir læknir kr. 1000, G. & S. kr. 500, Sam. kr. 10, safnað af Alþýðublaðínu kr. 1275, Jón Jónsson Grg. 66 kr. 100, Starfs- fólk Verzl. Áfram kr. 40, Snorri Bessason kr. 10, safnað af Morgunblaðinu kr. "14.294, Friðrilc Brekkan kr. 400,, Theo dóra Thoroddsen kr. 50, Svafa Þórhallsdóttir kr. 50. Samtals hafa þá verið greidd ar inn til þessa dags rösklega fjörutíu þúsundir króna. þræðsla. Ennfremur annar und- irbúningur til hagræðis fyrir istóra og smáa útgerð hér í bæ. Þá taldi nefndin að rétt væri að frarn færi athugun á því hvort tiltækilegt væri að fjölga hér í ibæ hraðfrystihúsum, en þau eru nú tvö hér fyrir. Nefndinni er ennfremur ljóst, að þegar Krísuvíkurvegurinn er orðinn akfær suður fyrir Kleifarvatn, þurfi að hefja stór- felda ræiktun í Krísuvíkurlandi. Viijum vér skýra þessar á- ætlanir vorar lítilléga um ofan nefnd atriði hvert um sig. Það er vitað að Hafnarfjarð- arbær er fyrst og fremst útgerð- arbær, hefir verið og mun verða í náinni framtíð, þess vegna mun nefndin leggja höfuð áberzluna á aukningu úitgerðarítarfsíem- innar. Telur hún að nauðsyn iberi til að framlög til nýbygg- ingarsjóða séu efld mjög frá því sem nú er, því það myndi flýta mjög fyrir eflingu og endurnýj- un, meðal annars togaraflotans hér í ibæ. Hins vegar skattar allir til ríkissjóðs svo gífurleg- ir að á engan hátt getur tæp- 'lega auknimg og endurnýjun togaraflotans fram farið, —■ Stærstu og stórvirkustu tækin í íþjónustu atvinnurekstrar landsmanna eru einmitt togar- Félag ííeirra var tekið í sam- bandlð m siðasíu helgi. IÐSTJÓRN Alþýðusam- bandsins samþykkti á fundi sínum fyrir helgina upp- tÖkubeiðni í sambandið frá Vörubílstjórafélaginu ,Þróttur‘. Stjórn vörubílstjórafélagsins er skipuð þessum mönnum: Friðleifur Friðriksson for- maður, Einar Ögmundsson ritari, Pétur Guðfinnsson gjald keri, Jón Guðlaugsson og Svein björn Guðlaugsson meðstjórn- endur. í félaginu eru nú rúmlega 300 bifreiðastjórar. Áður fyrr var Þróttur deild í Dagsbrún. Poul Reumerl á hvíta Ijaldinu í Tjarnar Bíé. ANÆSTUNNI tekur Tjarn- arbíó til sýningar sænska mynd úr lífi sænska hershöfð- ingjans von Döbeln, þar sem Poul Reumert leikur mikið hlutverk, Karl Johan Berna- dotta prins, hinn franska mar- skálk, sem Svíar kusu sér sem konungsefni 1810. Kvikmynd þessi er fyrir margra hluta sakir merkileg. Hún er fyrst og fremst ein allra bezt leikna sænska kvik- mynd, sem hér hefir nokkurn- tíma sézt. Hún skipar Svíum ennþá framar á bekk hinna stóru kvikmyndaþjóða, en þeir áður hafa komizt, þótt þeir hafi allframarlega staðið. Hún færir okkur heim sanninn um Dað, að Svíar eiga kvikmynda- leikara, sem hægt er að jafna til þeirra beztu, er við áður þekktum með öðrum þjóðum. Maður sá, Emst Adolphson, sem leikur aðalhlutverkið, von Döbeln hershöfðingja, þann er Runeberg kvað um (í þýð. Matt. Jochumssonar): „Nei, Döbeln, hann er heiðinn, mælti prest- ur, og hann fer illa sjálfsagt, ef hann deyr“, gjörir alveg ó- gleymanlega persónu úr hlut- verki sínu og mun óhætt að skipa honum á bekk með Emil Jannings, Charles Laughton, Henry Baur og Poul Reumert, svo einhverjir hinna frægustu séu nefndir. Einhver stórbrotn- asti leikur, sem hér hefir sézt. Þá er leikur Poul Reumert með afbrigðum góður, eins og við mátti búast af þeim snilldar- leikara. Hjálpar það ekki held- ur svo lítið, að hann mun tala frönsku eins og málvöndustu Frakkar sjálfir, enda líklega einn af þeim fáu eða einasti útlendingur, sem fengið hefir að léika sem gestur við franska þjóðleikhúsið. Önnur hlutverk eru smærri, en prýðilega af hendi leyst og er heildarsvipur kvikmyndar- innar einkar heilsteyptur og sannur og ekki ætti það að spilla fyrir henni, að hún er mjög ,spennandi“ frá upphafi til enda. G. S. jarfflr, Þeir hafa fæsjt melsta 'björg í bú frá upphafi lands- 'byggðar og verður því að búa alveg sérstaklega traust og vel að þessum fengsselu atvinnu- tækjum. Þegar ríkisstjórnin auglýsti að hægt myndi vera að fá minnst 45 mótorbáta smíðaða í Svíþjóð fyrir milligöngu sænskra stjórnarvalda, ritaði nefndin atvinnumálaráðuneyt- inu- bréf með beiðni um að fá keypta hingað' til bæjarins 6— 8 slíka mótqrbáta, 45—50 smál. að stærð. Hafa yfirvöld foæjar- sjóðs ákveðið að gefa nefnd- inni umhoð f. h. bæjarsjóðs til að láta af hendi greiðslur og setja greiðslutryggingar, sem krafizt kann að verða í sam- bandi við skipakaup þessi, svo tryggt verði að skipin náist hingað heim þeirra hluta vegna. Munu svo skip þessi verða seld hlutafélögum eða samvinnufé- lögum. Óákveðið er ennþá hvort t. d. Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar myndi styrkja slík væntan- leg félög t. d. með hlutafjár- Frfc. á 7. sxðu Afnælisfagnaðnr HvenréttiBdafðlags- VENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS efnir til skemmt unar í Tjarnarcafé á fimmtu- dagskvöld af tilefni afmælis síns. Verður þar margt til skemmtunar, þar á meðal kvik- myndasýning, einsöngur, tví- leikur (á guitar og mandolin) o. s. frv. Félagskonur eru beðnar að fjölmenna á þennan afmælis- fagnað. liðnr drakknar við briegjn á Uellissandi ÞAÐ SLYS vildi til á Hellis sandii fyrrakvöld, að Dag- bjartur Þorsteinsson verkamað- ur féll út af bryggju, er hann var þar við vinnu sína um kl. 11, o>g var örendur, þegar hann náðist. Háskólafyrirlestur. Mme. Brézé flytur annan fyrir- lestur sinn í 1. kennslustofu há- skólans í dag kl. 6 e. h. Talar hún um Charles Peguy. Fyrirlesturiim verður fluttur á frönsku. öllura heimill aðgangur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.