Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 6
 Miðvikndagur 15. umuw 1944 Madtð Oígeíandi: AlþýSHÍlekknrian. Eitstjóri: Stetán Pétnrsson. | EUtstjóm og afgreiðsla í Al- j þýðuhúsinu viS Hverfisgðta. Bímar ritstjómar: 4901 og 4902. 1 Símar afgreiSd.u: 4900 og 4906. VerS í lausasðta 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Finnnr Jónsson: Striðsmarkmið. SÚ STYRJÖLD, sem nú stendur yfir, var hafin af Þýzkalandi Hitlers, sem eitt samvizkulausasta og hrottaleg- asta árásarstríð, sem sagan get- ur um. Hugarórar þýzka naz- ismans um algert drottinvald yfir Evrópu voru svo augljóst tilefni þess og markmið af Þýzkalands hálfu, að um það varð ekki villzt. Gegn slíkum kúgunarfyrir- ætlunum tóku England og Frakkland höndum saman við hvert smáríkið eftir annað, sem ráðizt var á. Styrjöldin var af þeirra hálfu frá upp- hafi varnarstríð; markmið þeirra það eitt, að brjóta árás- arríkið á bak aftur og rétta aftur við sjálfstæði þeirra ríkja, sem í fyrstu atlögu hins þýzka herveldis höfðu verið svift því. Og á þessum stríðs- markmiðum bandamanna varð engin breyting, þó að Banda- ríki Norður-Ameríku bættust í hóp þeirra; það sýnir Atlants- hafssáttmáli þeirra Churchills og Roosevelts ótvírætt; því að í honum skuldbundu þessir for- ystumenn lýðræðisþjóðanna í stríðinu sig ekki aðeins til þess, að rétta aftur við sjálfstæði allra þeirra þjóða, sem hefðu verið sviftar því síðan styrj- öldin hófst, og skila þeim aftur þeim löndum, sem af þeim hefðu verið tekin, heldur og til hins, að Ijúka styrjöldinni án nokkurra landvinninga fyrir ríki sín. Það var á þessum árum, að blað kommúnista hér á landi kallaði styrjöldina „heimsvalda stríð“ af hálfu bandamanna! Það er engin ástæða til að ætla annað, en að 'hin stóru engilsaxnesku lýðræðisríki, Eng land og Bandaríki Norður-Ame ríku, haldi enn fast við þau stríðsmarkmið, sem þau lýstu yfir í Atlantshafssáttmálanum. En einmitt um það bil bættist nýtt stórveldi í hóp banda- manna, Rússland, sem ekki er neitt lýðræðisríki á vestrænan mælikvarða, og menn eru hvergi nærri jafnvissir um, að vilji rétta við sjálfstæði allra þeirra þjóða, sem hafa verið sviftar því í striðinu, skila þeim aftur þeim löndum, sem af þeim hafa verið tekin, eða Ijúka stríðinu án landvinninga fyrir sig. Rússland Stalins gerði í upp hafi ófriðarins vináttusamning við Þýzkaland Hitlers, þegar Pólland, England og Frakkland gripu aftur á mótí til vopna gegn yfirgangi þess. Það tók engan þátt í stríðinu gegn þýzka nazismanum tvö fyrstu ár þess, en notaði sér hlutleysið til að leggja undir sig þrjú sjálfstæð smáríki við vestur- landamæri sín, Eystrasaltslönd- in, og ,auk þeirra helming Pól- lands og væna sneið af Finn- landi. Þegar Þýzkaland réðist á það, varð það að vísu að sjá á bak þessum landvinningum sínum; en nú, þegar Rússland er komið í sókn og lítill efi er orðinn á því, að það geti að ó- friðnum loknum ráðið miklu um örlög ríkja og þjóða í Aust- Hvetjn dómsaálaráðherra „vék við“ i skjftsln sinni nm ðoimóðssljrsið. I Hann seglr haffærisskirteini „eins og log standa til,“ en rannsókn sjódóms sýnir hið gagnstæða. T-»T ' l ' t 40 fi A OV' 1» 1 .1» J. » v» ' 1 • 1 ' _ __ HIN óhæfilega málsmeðferð ríkisstjórnarinnar á rann- sókn sjódómsins út af Þormóðs- slysinu hefir vakið undrun manna um land allt. Skýrsla sjódómsins er dagsett 3. ágúst 1943. Atvinnumálaráðherra sendir hana dómsmálaráðherra nokkru síðar, svo liggur skýrsl- an í salti hjá honum þangað til loks 19. febrúar 1944 að hann lætur birta „nokkum hluta“ skýrslunnar og „sumstaðar vik- ið við“ eins og Árni Tryggva- son settur borgardómari komst að orði. Einhver athugun hafði farið fram á því hvort líklegt væri að ná flaki af skipinu, sem tal- ið var að lægi á 20 faðma dýpi út af Garðsskaga, en þeirri at- hugun var löngu lokið, og all- an tímann svaf dómsmálaráð- herrann á málinu. En hinn 25. jan. s. 1. birtist grein í dagblaðinu Vísi undir- rituð A. (Amaldur Jónsson) og var því haldið þar fram og vel rökstutt, að Þormóður hefði ekki haft þann styrkleika, er skipaeftirlitinu ber að gera til skipa af hans stærð. Hinn 28. jan. flutti ég og ann- ar Alþýðuflokksmaður þings- ályktunartillögu á alþingi um skipaeftirlit og öryggi skipa, með tilliti til nýgerðra sam- þykkta Sjómannafélags Reykja víkur og annarra atburða, en eigi var þá kunnugt nm hvert hneyksli hafði orðið uppvíst með rannsókn Þormóðsslysins. Næst gerist það að Þorvarð- ur Björnsson hafnsögumaður flutti ágæta ræðu um öryggið á sjónum á fisikiþinginu. Var ræðan birt í Vísi 3. febr. þ. á. og var þar aftur vikið að á- standi Þormóðs, en skipið þó eigi nafngreint. Þessari ræðu og grein Arn- alds svarar Gísli Jónsson all hvatvíslega í Morgunblaðinu hinn 16. og 17. febr. Ræðir hann þar ýmsar viðgerðir sem fram höfðu farið á Þormóði og telur að skipinu hafi í engu ver ið ábótavant, eins og þó hafði komið fram í grein Arnalds og ræðu Þorvarðar. Hinn 14. febr. birtist loks skýrsla dómsmálaráðherra um sjódómsrannsóknina, en þar. er ekki minnst einu orð á ástand skipsins, nema þau atriði, er fram komu í blaðagreinum Gísla Jónssonar, og öllu sleppt, sem stutt gat málstað þeirra Þorvarðar og Amalds. Skýrslur dómsmálaráðherra og Gísla Jónssonar voru ótrúlega líkar. Þá svarar Þorvarður Björns- son Gísla í Vísi hinn 23. febr. og sýnir með hógværum rök- um fram á, að hin þunga járn- yfirbygging hafi verið sett of- an á grannvaxin bönd og veik- an byrðing. Að gefnu þessu tilefni fór ég að leita hins sanna í þessu máli. Átti ég tal við sjódómsmenn- ina, sem alþingismaður, og lagði fyrir þá nokkrar spurningar, eri bæði þær og svör sjódómsmann- anna, sem ég hafði eftir þeim með þeirra samþykki, las ég upp á alþingi og var hvort- tveggja birt i Alþýðublaðinu og Vísi. Svör sjódómsmannanna leiddu í ljós þá ótrúlegu stað- reynd að dójtnsmálaráðherra hafði fellt niðuí fjkýrslu sjó- dómsins aðalatriði ÍiÖfcnar. Síð- an lagði ég ásamt Eysteini Jóns syni fram á alþingi hinn 28. febr. eftirfarandi fyrirspurn til dómsmálaráðherra: „Hversvegna hefir dóms- málaráðherra aðeins birt eig- in útdrátt úr sjódómsrann- sókn Þormóðsslyssins, en eigi skýrslu sjódómsins sjálfs um rannsóknina?“ Það var orðið áliðið þings og allt útlit fyrir að dómsmálaráð- herra ætlaði að tregðast við að svara fyrirspurn þessari. Kröfð- ust því sex þingmenn þess, að hún yrði tekin á dagskrá mánu- daginn 6. marz og átti að bera það undir atkvæði í neðri deild. Til þess kom þó ekki, því þegar dómsmálaráðherra sá sér ekki undankomu auðið lofaði hann að svara fyrirspurninni á þriðju dag. Lagði ég þá fram viðtal það við sjódómsmennina, sem áður getur. Dómsmálaráðherra svaraði að hann hefði ekki samið skýrsl- una sem send var blöðunum sjálfm-, en væri fús til að birta skýrslu sjódómsins orðrétta. Ég lét mér nægja þetta loforð dómsmálaráðherra og kom í ljós að hann efndi það trúlega og sendi blöðunum skýrsluna til birtingar föstud. 10. marz. En fyrirspuminni um það hversvégna dómsmálaráðherra birti eigi skýrslu sjódóms Reykjavíkur þegar í stað, held- ur ,hluta úr henni‘ og ,sumstað- ar vikið við,‘ er ósvarað ennþá. Og þegar nú loks skýrsla sjó- dómsins liggur fyrir óbrjáluð, kemur í ljós að þetta er enn undarlegra en ég hélt og það verða ekki einungis tveir þing- menn, sem krefjast svars held- ur allur almenningur. Hvaða ástæðu hafði dóms- málaráðherra til þess að halda leyndum þeim helmingi af skýrslu sjódómsins, sem fjall- aði um ástand Þormóðs og var um það atriði „hvort skipið hafi verið þannig úr garði gert, að varhugavert megi teljast, og þá sérstaklega til slíkra nota, sem um var að ræða“ eins og stend- ur í skýrslu sjódómsins? Það er von að menn spyrji. Rannsóknin hafði þó og að verulegu leyti fjallað um þetta atriði og önnur í því sambandi, eins og beiðni ráðuneytisins (atvinnumála) til sjó- og verzl- unardómsins svo og bréf Far- • manna og fiskimannasambands- ins gáfu tilefni til (sjá skýrslu sjódómsins). Hverskonar málsmeðferð er það hjá dómsmálaráðherra að sleppa niður úr opinberri skýrslu aðalatriði máls, sem at- vinnumálaráðherra hefir fyrir- skipað að rannsakað skuli sér- staklega og „víkja við“ niður- stöðum í rannsókn sjóréttar? Sennilega hefir dagblöðunum fundizt að ekki hafi verið miklu „vikið við“, því ekkert þeirra hefir birt fyrri hlutann af skýrslu sjódómsins heldur látið sér nægja skýrslu dómsmálaráð herra um það efni, aðeins birt síðari hlutann orðréttan. Eru í þeim hluta hinar mikilsverð- ustu upplýsingar, sem teknar verða til athugunar síðar, en að þessu sinni læt ég nægja að benda á megnið af því sem vant ur-Evrópu, dregur það litla dul á það, að það ætli sér að leggja þessi lönd undir sig á ný og inn lima þau í hið rússneska stór- veldi — og jafnvel meira en þau. Það er þessi þáttur styrjald- arinnar, sem blað kommúnista hér á landi kallar „frelsis- stríð“ í mótsetningu við „heims valdastríðið“, sem bandamenn eiga að hafa háð áður en Rúss- land bættist í hóp þeírra! * Landvinningakröfur Rúss lands vekja hvarvetna um heim hinar alvarlegustu áhyggjur allra þeirra, sem hafa gert sér vonir um það, að þessi styrjöld myndi að endingu skapa varan- legan frið og frelsi fyrir allar þjóðir. Þeir sjá ekki, að á því sé neinn eðlismunur, hvort Rússland leggur undir sig lönd og sviftir heilar þjóðir sjálf- stæði sínu, eða Þýzkaland. Á því getur ekki verið nema í hæsta lagi stigmunur. Og það er hætti við, að það yrði ótrygg ur friður, sem byggður yrði á slíku ofbeldi. Það eru allt önnur markmið, sem lýðræðisþjóðirnar hafa barizt fyrir í þessari styrjöld. sem birtast eiga í Aljjýðuhlaðiim, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofimnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir ki. 7 aS kvöldi. Sími 4906. ar og hverju er „vikið við“ í fyrri hlutanum. Felldar eru niður eftirfarandi línur í inngangi skýrslunnar: „Jafnframt því að senda hinu háa ráðuneyti eftirrit af öllu því, sem gerst hefir hér fyrir dómi í sambandi við rannsókn þessa, ásamt gögnum þeim, er dómurinn hefir aflað um þetta mál, leyfum við undirritaðir, sem skipuðum sjó- og verzlun- ardóminn, okkur að lýsa í stór- um dráttum því, sem rannsókn- in virðist hafa leitt í ljós, en vísum að öðru leyti til hjá- lagðra dómsgerða um einstök atriði þessu viðvíkjandi. — Rannsóknin hefir farið fram fyrir luktum dyrum“. Skýrsla sjódómsins er ræki- Framhald á 6. síðu. OLAÐ ÁRNA FRÁ MÚLA, ísland, birtir ritstjórnar- grein í gær, sem nefnist „Hvert horfir?“ og fjallar um hin brýnu verkefni, sem liggja fyr- ir á svo að segja öllum svið- um hjá okkur og þó ekki hvað sízt á sviði atvinnulífsins, þrátt fyrir alla velmegun og allan stríðsgróða undanfarinna ára. í greininni segir meðal annars: „Það er ótrúlegt en satt, að við íslendingar, svo að segja eina þjóðin í heiminum, sem bætt hef- ur hag sinn stiprlega síðan styrj- öldin hófst, skulum gefa okkur minna tóm til þess að ræða fram- tíðina en þær þjóðir sem verða' að beita orku sinni og hugviti í styrjaldarátökunum. Þar sgm nú að samþandsmálið hefur að lyktum fengið afgreiðslu verður að vænta þess að upp verði teknar umræSur um innanlands- málin og reynt að koma á sam- heldni og skilningi um þau innan allra flokka og stétta. Þ6 við eig- um, og höfum að undanförnu átt betra en flestar aðrar þjóðir, erum við þó verr farnir en þær að því leyti, að örðugleikarnir eru allir framundan. Stríðsþjóðimar gera sér vitanlega ljóst að þær eiga mikla örðugleika framundan við endurreisnarstarfið, en þó svo sé, er sú bót í máli, að þeir örðug- leikar eru ekki eins miklir eins og örðugleikar líðandi stundar. Hins vegar vitum við að þótt ýmislegt hafi gengið eins og af sjálfu sér að imdanfömu, þá er ekki þess að vænta eftir ófriðinn. Þegar við förum að undirbúa framtíðina verður höfuðviðfangs- efnið hvernig atvinnulífið verður bezt tryggt. Gróði stríðsáranna verður ekki nema stundarvel- gengni ef ekki verður hægt að breyta honum í ný qg hagnýt fram leiðslutæki. Það hlýtur að liggja í augum uppi að 6jávarútvegurinn ▼•rður »0*l*tvitinuregur oklnr í framtíðinni, jafnvel að miklu meira leyti en verið hefur. Það eru engin líkindi til þess, að við getum um ófyrirsjáanlega íram- tíð orðið samkeppnisfærir með landbúnaðarvörur okkar á erlend um markaði. Hins vegar eigum við einhver auðugustu fiskimið í heiminum. Það verður því höfuð- viðfangsefni í endurbyggingu at- vinnuveganna hvernig þessi náma verði bezt hagnýtt. Fyrir stríð höfðum við ónógan og úreltan skipastól. Sjávarútvegurinn var því ár eftir ár rekinn með tapi og af þessu stafaði atvinnuleysi, sem var brðið geigvænlegt. Þegar litið er til þess hvað skipastóllinn hefur gengið úr sér á stríðsárun- um eigum við yfir höfði okkar svo stórkostlegt atvinnuleysi að vel getur leitt til þjóðfélagsbyltingar ef ekki er leitað allra ráða til að auka skipastólinn og önnur fram- leiðslutæki sjávarútvegsins eins fljótt og verða má. í sjávarútvegsmálunum á tak- mark okkar að vera það að eiga beztu íramleiðslutækin. Við eig- um auðugustu miðin, duglegustu fiskimennina. Þegar þetta fer sam an eigum við að keppa að því að framleiðsla okkar verði ekki ein- ungis mest heldur og bezt.“ Um þetta ætti varla að geta verið til mikill skoðanamunur hjá okkur. En þó er það nú svo, að ekki er annað sjáanlegt, en að hinn ævintýralegi stríðs- gróði ætli allur að renna út í sandinn í stað þess, að verða afl þeirra hluta, sem við þurf- um svo nauðsynlega að gera í nánustu framtíð til þess að tryggja afkomu, efnalegt sjálf- stæði og samkeppnishæfni þjóð arinnar. Það er hætt við, að ýmsir hér á landi eigi eftir að vakna upp við vondan draum um það er núverandi styrjöld lýkur og stríðsgróðinn fjarar *t.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.