Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 4
AUP*TQMBiJfcCSi& Miðvikudagur 15. marz 1944* Loffárás á iapanskt herskfp. Myndin er tekin af árás arnerískrar sprengjuflugvélar af gerðinni Mitchell 25 á lítið, flýj- andi japanskt herskip einhvers staðar á sunnanverðu Kyrrahafi. Á fyrri myndinni sjást sprengjurnar falla í sjóinn og springa rétt framan við stefni skipsins. Á síðari myndinni sést, þegar skipið hefir verið hitt og sprengingin verður í því. Nf þjénusta Quisiings wiS Hifler. QUISL'IíN'GAíRNIR nortsku hugðust hervæða norskan æskulýð í þágu Þjóðverja. En leyniblöðin norsku orkuðu því, að þessi ráðagerð þeirra reynd- ist óframkvæmanleg. Hins veg- ar hafa nazistarnir ekki horfið frá því ráði að g'era alls sem þeir geta til þess að fá Norðmenn til þess að vinna í þágu Þjóðverja. Hin svonefnda „þjóðlega vinnu- skylda“ og útboð á tugþúsund- uan Norðmanna til hvers konar varðstaSrfa fyrir Þjóðverja er dulbúin hervæðing. 'Síðasti þáttur þessa er það, að Quisling — skiljanlega sam- kvæmt fyrirmælum Þjóðverja, — hefir mælt sVo fyrir, að bráð nauðsynleg fyrirtæki og vöru- skemmur skuli njóta sérstakrar „verndar" gegn skemmdarverk- um. f tilskipan Quislings er lögð sérstök áherzla á, að „vernd“ þessi skuli einkum ná til þeirra fyrirtækja, sem vinni að hergagnaframleiðslu. Eru lögð þung viðurlög við því að þverskallast við þessum fyrir- mælum. En auðvitað dylst Norð mönnum ekki, hvert er stefnt með þessari „nýskipan11 og munu þeir efalaust breyta sam7 kvæmt því. (Samkvæmt frétt frá norska hlaðaf ulltrúanum). Ullarkjólaefni og silkiefni í mörgum litum. Unnur (horní Grettisgötu og Barónsstígs). Hvað biður flóttafólksins ? Frh. af 5. síðu. sá vandi verður fyrir hendi, enda þótt nazismanum hafi verið steypt af stóli og forustu- menn hans látnir standa reikn- ingsskap gerða sinna. Þýzka þjóðin verður að gera sér þess glögga grein, hverju hún hefir sjálf glatað og grandað. En ógnleg fortíð er eins og myllu- : steinn um 'háls okkar. Það er j ekki svo auðvelt að vísa henni J á bug. Það mun taka þýzku í þjoðina langan aldur að losa sig við áhrif nazismans. Þjóð- verjarnir, sem heima dvöldust, munu um fátt annað ræða en nazismann, sigra eða ósigra hinna þýzku hersveita. Við- horf þeirra verða engan veg- inn okkar viðhorf. Vissulega get ég ekki talað fyrir munn allra landflótta Þjóðverja. Við erum hvergi nærri eins lánsamir og Tékk- inn, sem hefir hér fjallað um hið sama efni og ég. Þýzku flóttafólki á Bretlandi má skipa í ýmsa hópa. Meðal þess er til dæmis aldurhnigið fólk, sem er hin auðnuríka fortíð ríkust í minni og' dreymir um það Þýzkaland, er það þekkti áður en nazisminn kom til sögu. — Því mun verða ljúft að hverfa heim aftur. Meðal þess er og fó)k lítt komið af æskuskeiði, sém dreymir um Þýzkaland, er auðvelt muni reynast að byggja upp að nýju á skömmum tíma. Því verður og Ijúft að hverfa heim. Meðal þess er og mikill fjöldi mið- aldra flóttarnanna, sem hafa fest rætur í nýju landi og una velflestir lífinu næsta vel. Þeim finnst að sér muni reyn- ast með öllu ógerlegt að byrja nýtt líf. Og svo er einnig meðal þýzka flóttafólksins menn eins og ég, sem hvorki eru ungir né gamlir. Okkur hafa útlegðarárin verið þáttur í þroska okkar, því að við unum hlutskipti, sem við völdum okkur löngu áður en við yfirgáfum Þýzkaland. Þeg- ar styrjöldin hófst, gerðust margir. þessara manna sjálf- boðaliðar í baráttunni gegn naz ismanum. Flestir þeirra eru nú í fylkingum brezka hersins. Aðrir vinna að því að framleiða skriðdreka og flugvélar fyrir bandamenn. Við mælum á brezka tungu, þegar við ræð- um hver við annan, enda þótt því fari raunar fjarri, að hún sé okkur tungutöm. Við hugs- um á ensku og stundum dreyíi- ir okkur jafnvel á ensku. Þegar við segjum hver öðrum fréttir, komumst við að orði eitthvað á þessa lund, enda þótt við högum ef til vill orðum okkar á annan hátt, er við ræðum við Breta: — Við höfum misst svo eða svo margar flugvélar, og þetta tjón fær mjög á okkur. Algert stríð er svo sem ekkert millibilsástand. Það veldur því, að þið tengist traustum tencrsl- um við samherja þá, sem þið hafið valið ykkur, eigi síður en þótt um blóðbönd væri að ræða. Það ef þetta, sem veldur því, að okkur væri kærast að verða um kyrrt á Bretlandi eftir styrjöldina, ef við ættum þess nokkurn kost. Fyrir 6 krésiyr á mánuði fáiS-þið bezta og læsilegasta dagblað lands- ins og gildir það verð í Reykjavík og nágrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAUPIÐ ALÞÝBUBLAÐIB Skýrslan ■ Þormóðsslysið. Frh. af 4. síðu lega rökstudd með tilvitnunum í einstök dómsskjöl og númer þeirra nefnd, en þeim er öllum sleppt úr skýrslu dómsmálaráð- herra. Verður það eigi rakið hér nánar, en þó er víða vísað til framburðar margra manna til stuðnings höfuðatriðum svo sem: „Langbönd voru sett í lest ina til styrktar, en bönd skips- ins, húfsýjur og byrSingur var að öllu leyti óbreytt“. Þetta er í skýrslunni, en þessu sleppt: (sjá annars nánar um þetta dómsskjöl nr. 7 og. 11 og fram- burði Friðfinns Árnasonar, Eyjólfs Gíslasonar, Daníels Vig- fússonar, Elíasar Guðmundsson ar, Peter Wigelund, Guðna Helgasonar, Jens Mortensen, Erlings Þorkelssonar og Gísla Jónssonar). Tvö sammála vitni munu vera lögsönnun og hvort þurfa menn nú fleiri vitna við en þessara 9 manna þ. á. m. G. J. sjálfs í blaðadeilu þeirra Gísla Jónsson ar og Þorvarðar hafnsögu- manns um styrkleika Þormóðs? Hvers vegna voru þessar til- vitnanir felldar niður, og ýms- ar aðrar álíka? Þurfti marga mánuði í dómsmálaráðuneytinu til þess að strika þær út? Og hvers vegna „víkur“ dómsmálaráðherra „við“ í skýrslu sinni niðurstöðu sjó- dómsins um skipaskoðun að því leyti sem hún er ekki felld nið- ur? í skýrslu hans segir: „Þessu bréfi svaraði skipa skoðunárstjóri aldrei telur það hafa mislagzt hjá sér, eins og nánar greinir í framburði hans fyrir dóminum, en kveðst ann- ars búast við því, að liann hefði samþykkt uppdráttinn, og víst er um það, að skipaskoðunar- maðurinn Pétur Ottason hafði eftirlit með aðgerðunum, og verður ekki séð, að hann hafi neitt að aíhuga við hina fyrir- huguðu breytingu eða fram- kvæmd hennar, enda fékk skip- ið haffærisskírteini eftir breyt- inguna, eins og iög standa til.“ Hið auðkennda er viðbót dómsmálaráðherra og er þar slegið föstu að Þormóður hafi féngið haffærisskírteini „eins og lög standa til“; en skýrsla sjódómsins verður að skoðast svo að ólöglegt hafi verið að gefa út haffærisskír- teini handa Þormóði, þareð skipið hafi eigi uppfyllt þær kröfur sem skipaeftirlitinu ber að gera um styrkleika slíkra skipa. Skipaskoðunar- stjóra og skipaeftirlitsmanni hafi verið þeíta kunnugt og að engin heimild sé til að gefa undanþágu frá því. Er niðurstaða dómsmála- ráðherra í þessu efni þannig þveröfug við öll rök sjódóms ins, sem studd eru af fram- burði dómkvaddra kunnáttu- manna og tilvitnunum í lög og réttarskjöl. Þá er skýrpla sjódómsins um tilraunir til að ná upp flakinu af Þormóði talsvert á annan veg en skýrsla dómsmálaráð- herra og orsakir slyssins taldar geta verið fleiri af sjódómnum en dómsmálaráðherra skýrir frá. Er einkum eftirtektarvert hvernig hann sleppir með öllu í niðurstöðunni að segja frá hin um síðasta leka skipsins sem þó var svo mikill að eina vonin var að „hjálpin kæmi fljótt“, eins og segir í neyðarskeyti skipstjóra. í annan stað er að nokkru leyti dregið úr þessu með lek- ann, framar í skýrslu ráðherr- ans, þar sem eftirfarandi klausu er bætt inn í: „Að kvörtunum um spjöll á vörum vegna leka virðist ekki hafa mikið kveðið, enda segir forstjóri Skipaútgerðar ríkis- ins, að þilfarsleki nokkur sé’- nokkuð tíður á skipum samskon ar og Þormóður var“. Og þetta þrátt fyrir það þó 13 sinnum sé getið stórleka á skipinu, þau tvö ár sem það var á floti hér við land og í 14. sinni þegar það sökk! Af framanrituðu er augljóst, og þó eigi síður af því, er dóms málaráðherra lét óbirt úr skýrslu sjódómsins, að hér er um slíka málsmeðferð að ræða, að eigi má kyrt liggja og mun ég víkja nánar að því síðar. Skýrslan um rannsókn Þor- móðsslyssins er nú eftir birting una almennings eign og þar með allrar ríkisstjórnarinnar. Bar ég fram um þetta fyrirspurn á al- þingi um nóttina þ. 11. marz en forsætisráðherra hafði „þá eigi lesið Vísi“. Þrátt fyrir þetta svar verður því að óreyndu eigi. trúað að ríkisstjórnin í heild sætti sig við málsmeðferð dóms málaráðherra og málalok þau er hann sýnilega hefir búið rannsókn Þormóðsslyssins. Finnur Jónsson. Frh. af 3. síðu. in menningarlífi, án íhlutun- ar Þjóðverja og er þeim það ' tæplega láandi. HOLLENDINGAR eru svipaðir í skapi og Norðmenn og fleiri Norðurlandaþjóðir, að þeir á- líta, að þeir geti skipað mál- um sínum sjálfir ,án íhlut- unar annarrar þjóðar. EN SAMT VAR TIL „röskur“ maður í Hollandi, Mussert að nafni, sem þurfti að reka er- indi hinna erlendu kúgara. Mussert þessi hlýtur að vera maður, sem erfitt hefir átt uppdráttar með löndum sín- um og þess vegna gerzt ó- drengur á örlagastundu. Hann er nákvæmlega i flokki með þeim Quisling, Kuusinen,. Laval, Dégrelle í Belgíu og Seyss-Inquart í Austurríki. Allir þessir menn eiga það . sammerkt, að þeir voru til einskis nýtir undir venjuleg- um skilyrðum, enginn trúði á þá, en fengu nú loks tæki- færi til þess að láta til sín taka, er Þjóðverjar hófu hina frægu „nýskipan“. HITT ER SVO ANNAÐ MÁL, hvort íbúar þessara landa, al- menningur almennt, vilji hlíta forsjá þeirra undir lok- in. Vera má, að þessir menn þyki þá ekki eins fínir og nú, enda þótt þeir séu klæddir einkennisbúningum með sér- stöku sniði, sem Berlínar- klæðskerar hafa ákveðið samkvæmt boðum frá hærri stöðum, samanber hinn hlægilega búning erkisvikar- ans Quislings, sem er mitt á milli þess að vera óperettu- hæfur og þægilegur vinnu- búningur þeirra, sem starfa að áflogum og hnífstungum í þjónustu nazista. SÍÐAR MEIR, GEFST væntan- lega tækifæri til þess að ræða um hlutdeid Belga í þessari styrjöld og sá þáttur er ekki ómerkari en annarra þeirra þjóða, sem nú berjast sem á- kafast fyrir frelsi sínu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.