Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 3
Mlðv ikudagtir 15. ««* 1944 « Heimsökn í konungsgarði. Mynd þessi var tekin í höll Ibn Saud konungs í Saudi-Arabíu (maðurinn í miðið), þegar bann veitti Ralph Royce hershöfðingja, sem er yfirmaður hersveita Bandaríkjamanna við austanvert Miðjarðarhaf, móttöku. Ræddu þeir fjármál og hernaðarmál á þessari ráðstefnu sinni. Mennirnir á myndinni eru (talið frá hægri til vinstri): William A. Kalif, liðsforingi í ameríska hernum, Royce hershöfðingi, Ibn Saud, konungur, túlkur og James S. Moose, sendiherra Bandaríkjanna í Saudi-Arabíu. Eitt mesta vandamálið: Hvað bíður flóttafðlksins? SPURNINGIN um það, hvað verða eigi af þeim milljónum flóttamanna, sem nú eru föðurlandslausar, verð ur bersýnilega eitt af mestu vandamálum þjóðanna eftir , síríðið. Um þetta mikla vandamál skrifa þrír menn í eftirfar- andi grein, tveir ónafngreind ir — Tékki og Þjóðverji, og einn þekktur brezkur ritböf- undur og stjórnmálamaður — Vernon Bartlett. Greinin er þýdd úr The Listener. Tékki skflfar: EG ER TÉKKI, og ég er tal- inn til hinna dauðu. Fyrir fjórum árum barðist ég á Frakk landi, og Þjóðverjarnir tjáðu fjölskyldu minni þau tíðindi, að ég hefði fallið. Konu minni og syni, móður minni, föður og hræðrum hefi ég verið dáinn i fjögur ár. Þau ætla mér eng- -an þátt framtíðar sinnar. Hvað þau bezt vita, er ég ekki lengur meðal lifenda. Ég hefi orðið að sæta sömu örlögum og þúsund- ir félaga minna. Tengsl mín "við land mitt og fortið eru svo gersamlega rofið, að einsdæmi mega heita. Ég á ekkert eftir nema nafn og þó ekki mitt rétta nafn, því að ég hefi orðið að velja mér nýtt heiti eftir at- hurði þá, sem þegar hefir ver- ið frá skýrt. Það er myndað úr þrem upphafsstöfum, upphafs- stöfum konu minnar, sonar míns og sjálfs mín. En við erum ekki landflótta. Við erum aðeins hingað komnir til þess að berjast. Við lögðum ekki léið okkar hingað vegna þess, að við teldum okkur ekki við vært í heimalandi okkar. Við hurfum ekki af landi brott til þess að skapa okkur betri lífskjör né aukið öryggi. Við fórum fyrst tíl Júgóslavíu, þá til Frakklands og loks til Bret- lands. Það land varð hverju sinni fyrir valinu, þar sem skemmst var til móts við óvin- ina. Ástæðan fyrir því, að við kvöddum heimkynni okkar, var Bimmitt sú, að okkur lék um- fram allt hugur á því að eiga þess kost að geta borið vopn á óvini okkar. Jafnvel eftir hrun Frakklands, þegar mest svrti í álinn eftir að ófriðurinn hófst, hugðumst við ekki leita hælis 'heldur efna til viðnáms. Þsð ljós kom frá Bretlandi, o" bess vegna lögðum við þangað leið okkar. En ætlun okkar er sú að hverfa aftur heim. En að hverju mun þá verða að hverfa? Við hugsum okkur fjöl- skyldur okkar eins og þær voru fyrir fimm árum. En þó vitum við, að heima fyrir hlýt- ur mikil breyting að hafa á orðið. Um fimm ára skeið hafa mér engar fregnir borizt af fjölskyldu minni. Sonur minn varð tíu ára í sama mánuði og ég hvarf að heiman. Nú er hann senn uppkomínn maður. En hvaða sögu skyldi vera af hon- um að segja? Hvað skyldi hann hugsa um mig? Hvaða mennt- unar skyldi hann hafa notið? Ef til vill vinnur kona mín um þessar mundir í Þýzkalandi. Sé sú raunin, hvar skyldi þá sonur minn ala aldur sinn? Hafa Þjóðverjarnir kennt hon- um að hata og fyrirlíta allt það, sem ég kenndi honum að dá og J elska? Og hvernig tekst fjöl- i skyldu minni að sjá sér far- j borða? Þegar ég fór að heiman, hafði ® fjölskylda mín aðeins lífeyri til eins árs handa milli. Hvað hef- ir þá tekið við? Hafa þau nægi- legt að bíta og brenna? Hefir Gestapo hlíft þeim við ofsókn- um sínum? Hvað hefir fyrir þau borið næturnar, sem fjölda- aftökurnar fóru frarn? Þessar spurningar eru okkur ríkar í huga. Að hverju munum við hverfa, er við höldum aftur heim? Verður land okkar bjarg arlaust? Háfa börn okkar teldð trú nazista? Eða finnum við böm okkar alls ekki fyrir? Við erum engar hetjur. Finnst mönnum furðulegt, þegar alls þessa er gætt, þótt okkur verði það á stundum að telja það bezt farið, að við hefðum ekkert af framtíðinni að segja? En heim raunum við hverfa, enda þótt við munum verða sem framandi menn í fyrstu, framandi menn, sem hafa rofið öll tengsl sín við land sitt og þjóð. Við verðum að hverfa aftur heim og endurreisa lýð- veldi okkar traustara og betra en nokkru sinni fyrr. Við mun- um ekki gleyma Bretlandi né hinni hugumstóru og góðgjörnu brezku þjóð. Ég el þá von í brjósti — ásamt raunar ýmsum fleiri — að sonur minn muni hljóta þess kost að koma til Bretlands og ljúka þar námi sínu. En hann verður ekki land flótta sem betur fer. H&JóðverJI skpifðp: EG ER LANDFLÓTTA. — Ég er þýzkrar ættar. Ég hefi enn þýzkt vegabréf í fórum mínum. En kærast væri mér raunar að dveljast á- fram á Bretlandi. Ég geri þar með engan veginn ráð fyrir því, að állt sé fengið með því að hafa búsetu á Bretlandi. Ég geri heldur ekki ráð fyrir því, að ég eigi þess nokkurn kost. Ég læt þessa aðeins getið, til þess að skýra það fyrir mönn- um, hvers vegna ýmsum okkar myndi verða það kært að ger- azt brezkir þegnar. í þessu sambandi ber tvenns að gæta. Að hverfa aftur heim til Þýzkalands er að hverfa aftur á slóðir, sem okkur er skapi nær að hata en elska. Ég hefi alið aldur minn í Berlín. Ég hefi elskað Berlín. En það er ekki vegna þess, að Berlín hefir verið lögð í rústir, sem mér er óljúft að hverfa þangað aftur. —1 Það skiptir ekki mestu máli, þótt borgir hafi verið brotnar og sögufrægum minjum grandað. Ástæðan fyr- ir því, að okkur væri skapi næst að fara hvergi heim aftur, er sú, að land okkar hefir verið saurgað. Þegar við gistum hin- ar fornu slóðir, hljótum við að minnast hinna grimmilegu of- sókna, sem við höfum annað- hvort verið vitni að eða orðið að þola sjálfir. Ég hefi sjálfur dvalizt í fangelsi. En þótt okk- ur auðnaðist að vísa þessum dapurlegu og ógnlegu endur- minningum á bug, hljótum við eigi að síður að óttast og skelf- ast komandi framtíð. Ættingjar okkar og vinir kunna annað- hvort að vera dánir eða að hafa beðið tjón á sálu sinni. Óhjá- kvæmilega hljóta öll tengsl að hafa rofnað með þeim Þjóð- verjum, sem flýðu land og hinna, sem heima dvöldust, og FramhaM á 6. siðu. Guð og íslenzlca þjóðin. — Þeir, sem hjálpa sér sjálfir. — Skáld og fjármálamenn. — Við búum okkur undir framtíðina. — Rjúpan okkar og við. MIG MINNIR að forseti sam- einaðs þings hafi beöið guð að blessa ákvarðanir hins nýaf- staðna alþingis og ég vil af allri auðmýkt taka undir það. Síðasta alþingi tók mjög þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð þjóðarinn- ar, sjálfstæði hennar og stöðu í framtíðinni. En ég vil minna á þaö, að guð hjálpar aðeins þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Hinir, sem ekki hjálpa sér sjálfir, verða útundan — og er það gott og blessað! EF ÍSLENZKA ÞJÓÐIN, þess vegna, hjálpar sér ekki sjálf, þá hjálpar guð henni ekki, enda á hún þá ekki skiliS hjálp annarra. Það er nauðsynlegt að þú og ég skiljum þetta, því að þetta er grundvöllur lífsins, lífsins speki, og eftir henni verðum við að haga okkur, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. PENINGAÆÐIÐ er að réna. Það er að færast í gamla horfið. Mér líkar það ákaflega vel. En ég ók með bifreiðastjóra í fyrra- dag, sem sagði ,,að því væri helv. . . . verr og miður!“ Hann sagð- ist helzt vilja, að sama ástandið héldist von úr viti, eða að minnsta kosti, meðan hann væri að borga upp bifreiðina sína, sem hann spara! Við kunnum að haga okkur hafði keypt fyrir hálfum mánuði fyrir 38 þúsundir króna, SKÓLABRÓÐIR MINN frá forn öld, heimsótti mig í gær. Hann er bóndi fyrir norðan og ákaflega vel gefinn og raunhygginn. Hann spurði mig: „Er það satt, að það hafi verið keypt áfengi fyrir 22 milljónir króna síðastliðið ár?“ Hann sagði, að bændur í sínu hér- aði drykkju alls ekki. Hann sagði: ,,Er það satt, að þið haldið sam- kvæmi svo að segja á hverju kvöldi í gildaskálunum og eyðið tugum þúsunda króna?“ Það er ur menntuð en flestar aðrar þjóð- bara einu sinni á ári haldin sælu- vika hjá honum! MÉR DATT ÞETTA ALLT í hug, þegar vinur minn, erlendur, kom til mín í gær. Hann sagði: „ís- lenzka þjóðin er dásamleg. Húii er gáfuð óg hún er menntuð, bet- ir, sem ég hef kynnzt. Fólkið er gott og hugsjónit þess eru mínar hugsjónir — en mér líst ekki á fjármálin! Þið verðið að hugsa meira um fjármálin og atvinnu- málin. Ég er ekki íslendingur, en ég veit, að í framtíðinni, hvar sem ég dvel á hnettinum, þá kennir mig til í hjartanu, ef ég heyri að illa hafi farið fyrir íslenzku þjóð- inni.“ ÉG BROSTI. Ég er íslendingur. Ég sagði: „Þú hefur verið hér á versta tíma. Þú hefur ekki séð okkur spara! Við kunnum að spara! Við kunnum að haga okkur eftir aðstæðunum! Rjúpan skiptir lit eftir árstíðum! Eins erum viðl Við vitum, hvað í vændum er.“ Ég var ákaflega rogginn — og var ánægður með svarið! EN ÞÁ MINNTIST ÉG líka orða, sem annar erlendur maður sagði í fyrrasumar. Hann var sendur hingað af erlendri ríkis- stjórn. Hann var menntaður mað- ur á sviði fjármála, atvinnulífs og viðskipta. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Þið ættuð að yrkja minna en hugsa í þess stað .meira um tölur.“ EINS OG VIÐ VITUM þetta ekki sjálf! Við erum hvorttveggja í senn, skáld og fjármálaspeking- ar. Við erum núna að búa í hag- inn fyrir framtíðina. Einstakling- arnir búa sig imdir það að taka á móti erfiðari tímum! Eða hvað finnst þér? Ríkisvaldið gerir það líka! Eða hvað finnst þér?! ANNARS VERÐA MENN að víð- urkenna það, að það er ákaflega erfitt að vilja lifa eins og stór- þjóð, en vera smáþjóð! Ef við vilj- um lifa eins og stórþjóð, þá verða líka einstaklingarnir að fórna1 tí- földu á við það, sem þegnar ann- arra þjóða fórna — og erum við ekki albúin til þess? , Hannes á horalnu. vantar okkur nú þegar til að bera blaðið ura Bergþórugötu Hverfisgötu. Meiana. HÁTT KAUP állfliiteSi. — Sfsni 4909. AUGLÝSIÐ í ALÞÝDUBUÐINO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.