Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 7
JMiðvikudagrur 15. mar* 1944 B’-ðTOUK - aw * mrmm i <*«* iKarlakoi íðnaðanaanaa. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðurmarapó- leki. Næturakstur annast Aðalstöðin, ,8Ími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. :20.00 Fréttir. .20.30 Kvöldvaka: a) Sigurður Nordal prófessor: Upplestur úr Flateyjarbók. b) 21.00 Kvæði kvöldvökunnar. c) 21.10 Jón Skagan prestur: Fyrir Landeyjasandi. Er- indi. d) 21.35 Sigvaldi Ind- riðason: Kvæðalög. :21.50 Fréttir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið „Ég hef kómið hér áður annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag, Vegna brottfarar frk. Arndísar Bjíörns- dóttur til Akureyrar verður þetta leikrit aðeins sýnt tvisvar hér eftir. Fríkirk jan. Föstumessa í kvöld kl. 8.15, sr. Árni Sigurðsson. Ræjarstjórn Hafnarfjarðar hefir kosið Friðjón Skarphéðins 3on bæjarstjóra í rannsóknamefnd mjólkurmála. IGÆRKVELDI fóru leikar svo, að í kvenflokki vann K. R. í. R. með 16:15, í 1. flokki vann F. H. í. R. með 12:9 og fer í úrslit gegn Ármanni, og :í meistaraflokki unnu Haukar K. R. með 20:17 í mest spenn- andi leik mótsins. í kvöld fara fram úrslit í 2. flokki milli Hauka og Ármanns lleikur milli K. R. og Ármanns ií kvenflokki. Amerískir hermenn eru alvar- lega skotnir í leikkonunni Gloria De Haven, sem þessi mynd er af. Á þremur mánuð- um hafa hermenn úr ýmsum hersveitum veitt henni hvorki meira né minna en 68 nafnbæt- ur eða gælunöfn. UM NOKKURRA ára skeið hefi ég hlustað á sam- söng Karlakórs iðnaðarmanna, og dáðst að þeim framfaraskref um, sem kórinn hefur stígið með ári hverju, þrátt fyrir mikla örðugleika hans á ýms- um sviðum; en hann hefur sigr- azt á þeim öllum og haldið ó- trauður áfram að því marki, sem söngstjóri hans og eðlilega söngmennirnir sjálfir hafa sett sér. En nú hefur orðið sú breyt- ing á högum Karlakórs iðn- aðarmanna, að söngstjóraskipti hafa orðjð síðan kórinn lét heyra til sín síðast. Ég hlustaði á samsöng kórs- ins 3. þ. m. — ekki af gömlum vana eingöngu — heldur með- fram vegna þess, hversu einn af beztu tónlistarmönnum okk- ar (E. T.), skrifaði glæsilega um söng kórsins nú, en einkanlega þó um nýja söngstjórann, hr. Robert Abraham. Af grein E. Th. er svo að sjá, sem Karlakór iðnaðarmanna hafi umskapazt við söngstjóra- skiptin — jafnvel raddir söng- mannanna hafi nú tekið á sig „menningarbrag“, sem kórinn, að áliti E. Th., virðist ekki hafa haft fyrr .en hr. Robert Abra- ham tók við söngstjórninni. Að minni hyggju býst ég við, að „menningarbragur“ kórsins sé eingöngu fólginn í því, að nú syngur kórinn svo „demp- að“, að naumast heyrist hvort raddirnar eru hreinar eða ekki. Og ef slíkt er talinn „menning- arbragur,“ þá gef ég lítið fyrir hann. Samsöngur kórsins 1. þ. m. fór vel fram og hefur eflaust verið eftir listarinnar reglum, enda er ekki við öðru að búast, þar sem söngstjórinn hefur not- ið „alhliða“ menntunar á tón- listarsviðinu. — — — Ég leyfi mér virðingarfyllst að birta hér kafla úr grein E. Th., sem kom í Mbl. 2. þ. m. Kaflinn var svohljóðandi: . . „Samsönguminn á sunnu- daginn ber vott um afburða kórstjórnarhæfileika Róberts Abrahams, því að honum hefur tekizt á skömmum tíma að gera úr Karlakór iðnaðarmanna kór, sem er fær um að leysa hin erf- iðustu verkefni af hendi með mestu prýði, og yar þetta þó áður kór, sem virtist ekki hafa nema miðlungsþróunarmögu- leika. En nú kom áhorfendun- um raunar hvortveggja í senn gleðilega á óvart, hvgrsu góð stjórnin var og hversu söng- Imönnunum sjálfum virðist hafa vaxið ásmegin síðan kór- inn lét heyra til sín síðast . Og í niðurlagi greinarinnar ritar E. Th.: „Það má óska Karlakór iðn- aðarmanna til hamingju með ‘þær gleðilegu framfarir, sem hann hefur tekið undir nýja söngstjóranum.“ Hér er markalína milli for- tíðar og nútíðar Karlakórs iðn- aðarmanna svo greinilega dreg- in, að eigi verður um villzt. Lof er gott, en hollast er það hverjum og einum í hófi. Of stór skammtur af slíku getur valdið kyrrstöðu, og þá er verr farið en heima setið. Ég vil taka það fram, áður en ég dæmi um söng og söng- j skrárverk K. I. að þessu sinni, ag ég er ekki dómbær á slíkt sem skyldi. Ég tala því máli mínu sem leikmaður beint „út úr pokanum.“ Áð mínu áliti var söngskráin ekki aðgengileg fyrir álmenn- ing. — Þrátt fyrir það þótt E. Th. teldi það „loftvert, að, flest lögin á söngskránni voru ný í eyrum reykvískra hlustenda", þá hefði að skaðlausu einnig mátt ha,fa þar þekkt sönglög, því að meðferð kórsins á þeim hefði eflaust orðið ágæt, fyrst hann á annað borð gat sýnt eitt af því „bezta, sem hér hefur Hér með tilkynnist vinum og vandamönnnum að iCrisf|ási Sigurðsson Bergstaðastræti 28 B. hefir lagst til hinstu hvíldar, 14. marz. Ingveldur Magnúsdóttir og böns. Má sendast ófrímerkt. Ég undirrit..... gerist hér með áskrifandi að HEIMSKRINGLU .....................'................ Box 2000 — Reykjavík. heyrzt af karlakórssöng“. Það er ekki nema gleðilegt að vita til þess, að K. I. hafi á söngskrá sinni fjögur kórverk, en til þess að allur almenning- ur gæti notið þeirra, hefði þurft að skýra þau í söngskránni. Sú söngskrá, sem hefur mörg og stórbrotin ,,verk“ er einungis samin fyrir þá menn, sem notið hafa ,,alhliða“ menntunar í tón- list, en ekki fvrir hina, sem eru lítið eða jafnvel ekkert mennt- aðir á því sviði. En það er ekki gott að gera öllum til hæfis — jafnt í þess- um efnum sem öðrum. Svo að ég snúi mér að sam- söng Karlakórs iðnaðarmanna að þessu sinni, þá fannst mér ,,prýðileikinn“ í söngnum í engu frexnri því sem ég hafði svo oft heyrt áður hjá kórnum meðan Páll Halldórsson var stjórnandi hans. Einna bezt líkaði mér með- ferð kórsins á tveim smálögum og einu kórverki, þ. e.: „Ég þreyti horn“ eftir Brahms, „Hornbjarg“ eftir Pál Halldórs- son og Söngur fanganna úr óperunni „Fidelio" eftir Beet- hoven. Um leið og ég óska Karlakór iðnaðarmanna til hamingju með nýja söngstjórann, vil ég mælast til þess, næst þegar kórinn syngur opinberlega, að á söngskránni verði a. m. k. 2—3 lög, sem eru sígildir vinir almennings, en þyrftu á engan hátt að skerða virðingu kórs- ins né stjórnanda hans; því að einnig í „húsgöngunum“ svo- kölluðu er hægt að sýna list, ef vel er með farið, ekki síður en í hinum stærri og erfiðari „verkum“, sem eru sjálfsögð á söngskrám allra karlakóra. Okkur væri ekki síður gagn- legt að heyra alþýðulögin okk- ar — eða „húsgangana“ sem ég kalla — sungin af þeim ísl. kór., sem að áliti E. Th. lætur okkur nú „hiklaust" heyra. það „bezta, sem hér hefur heyrzt af karlakórsöng.“ Það hefði farið betur á því, iþar sem E. T. lofar svo mjög 1 grein sinni frammistöðu Karla- kórs iðnaðarmanna „undir nýja söngstjóranum,“ og talar í því sambandi um „gleðilegar fram- farir,“ að gleyma ekki alger- lega fyrrv. söngstjóra kórsins, — einmitt þeim manninum, sem borið hefir hita og þunga dags- ins í því starfi, að koma Karla- kór iðnaðarmanna til vegs og virðingar og gera hann sam- bærilegan öðrum hérlendum karlakórum. Enda var svo kom- ið, að K. I. undir stjórn Páls Halldórssonar, hafði oftsinnis sýnt, að hann var fær um að leýsa erfið verkefni af hendi með snilld. Páll Halldórsson á miklar þakkir skyldar fyrir starf sitt 'sem söngstjóri Karlakórs iðn- armanna á undanfömum árum. Vonandi á hann eftir að ryðja söngmálajarðveginn enn á ný og skila honum með sama gró- anda, sem hann skilaði Karlakór iðnaðarmanna í hendur hr. Ró- 'berl's Aibráhams. Reykjavík, 7. febrúar 1944. Oliver Guðmundsson. \ Maður sá, er var vitni að ökuslysi hinn 29. nóveniber síðastliðinn, milli bif- reiðarinnár R. 2438 og amerískrar herbifreiðar á Hringbraut og til- kynnti lögreglunni slysið símleið- is frá háskólanum er vinsamlega beðinn að gefa sig fram við rann- sóknarlögregluna, Fríkirkjuvegi 11. Föstumessa í Austurbæj arskóla í kvöld kl. 3.15. Séra Jakob Jónsson. IfBRigigarðFð m: Haríði Saaalaags- dóttnr. IDAG verður til moldár bor- in ekkjan Þuríður Gunn- laugsdóttir, sem lengi bjó á Grettisgötu 36, en hún lézt í Elliheimilinu Grund 6. þ. m. 84 ára að aldri. Þuríður var gift Þóroddi Guð- mundssyni verkamanni. Bjuggu þau allan sinn búskap á Grett- isgötu 36. Þóroddur lézt árið 1925. Þeim varð ekki barna auðið. Þuríður var hin mesta dugn- aðar kona og samhent manni sínum. Hún var þingeysk og þrátt fyrir margra ára dvöl hér í Keykjavík bar hún allt áf svip sveitamenningarinnar. Þau Þuríður og Þóroddur voru frá fyrstu tíð mjög áhugasöm fyrir málefnum Alþýðuflokksins og léðu flokki sínum allan þann stuðning er þau máttu. Kærar þakkir og hinztu kveðjur fylgja þessari ágætu alþýðukonu héðan frá fjölda vina. VINUR. itnonnmál Hafoar- fjorðar. Frh. af 2. síðu. framHögum eða öðru slíku, en þetta er nú til sérstaklegrar at- hugunar. Hér í Hafnarfirði hefir jafn- an verið lítið um mótorbátaút- gerð, einkum nú í seinni tíð mið að við aðra útgerðarstaði hér við Faxaflóa. Nú hefir á aj^ra síðustu árium aukizt lítilsþ^ftar þessi útgerð héðan, og er rh%ill hugur í mörgum að auka starfsemi þessa. Nefndin er þessu sérstaklega meðmælt og mun heita sér fyrir að haldin verði námskeið næsta haust fyrir unga menn i bænum, þar isem kennd yrði lóðabeiting, að- gerð á fiski, netabætingar o. fl. þ. h. Þá mun nefndin beita sér fyrir því að aðbúð þessara báta í landi verði bætt frá því sem nú er, t. d. löndunarskilyrði, byggðar verbúðir, aðgerðar- og beitingarpláss o. s. frv. Þá kem- ur og til aíhugunar hvort til- tækilegt þyki að auka við hrað- frysti'húsin hér þar sem um auk inn afla yrði að ræða vegna stækkunar mótorbátaflotans hér. Einnig er nefndinni ljóst að það ber brýn nauðsyn til að hér komi beinamjölsverksmiðja ilýsisbræðsla og hráólíugeymir. Eins og kunnugt er, hefir Hafnarfjarðarbær fest kaup á nokkrum hluta af Krísuvíkur- landi, en land þetta liggur að- eiras um 20 km. frá Hafnarfirði. Er hér um að ræða mikið land til stórfeldrar ræktunar. Líka er þarna jarðhitasvæði mikið og sérlega vel fallið til igróður- hiúsa — og vermireitarstarfsemi auk þess sem kæmi til athugun- ar, hvort ekki mætti virkja stærsta gufuhverinn þar, sem geymir ómælda orku í fórum sínum. Er það því höfuðnauð- syn, að hinn svonefndi Krísu- víkurvegur komi sem allra fyrst þangað suður, enda ekki nemá herzlumunur að koma veginum þangað, sem ræktunarmöguleik ar eru fyrir hendi. Nefndin 'hefir nú beitt sér fyrir við háttvirtan atvinnu- málaráðherra að nú þegar verði hafizt handa að vinna að veg- arlagningu fram með Kleifar- vatni, með allt að 40 hafnfirsk- um verkamönnum. Þau verkefni, sem hér hafa verið nefnd, telur nefndin í raun og veru mest aðkallandi, en hinsvegar er henni ljóst að ýms fleiri verkefni bíða úr- lausnar í framtíðinni, sem og hinar venjulegu framkvæmdir 'bæjarsjóðsins, svo isem gatna- igerð, holræsagerð, lagfæring vatnsveitunnar o. s. frv. Loks vill nefndin geta þess að á þessa árs fjárhagsáætlun Hafnarfjarð arbæjar, er lagt fram fé til í- 'þróttavallargerðar, og er nú ver ið að finna því hentugan stað hér í bæ. Að iokinni þeirri at- hugun og igerð skipulags svæð- isins, má gera ráð fyrir að haf- izt verða handa að búa þar í •haginn fyrir áhugasamt íþrótta- fólk bæjarins.“ Um leið og vér sendum yður framanritaðar áætlanir vorar og greinargerð, viljum vér að lokum vænta vinsamlegrar samvinnu og ábendinga yðar. Virðingarfyllst. Atvmnumálanefnd Hafnar- fjarðar. Ásgeir G. Stefánsson Loftur Bjarnason Björn Jóhannesson derum iireinar skrifstofur yðar og íbúðir. Sími 4129. Tek að mér heingerningar fljótt og vel. Sími 4947 kl. 6—8. Gunnar Halldórsson. Útbreiðið Alþýðtibtaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.