Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 5
Miðvíkudagux 15. marz 1944 MMmw&umw Rússnesk Landamæradeila Rússa og Pólverja. Kortið sýnir Pólland og Eystrasaltslöndin. Breiða gárótta línan sýnir landamasri Póllands fyrir stríðið, en brotna línan Curzonlínuna svonefndu, sem Rússar vilja gera að landamærum milli sín og Pólverja. Allan þann hluta Póllands, sem er fyrir austan hana (til hægri á kortinu) vilja þeir leggja undir Rússland, en það er ásamt svartlituðu svæðunum tveimur, sá hluti landsins, sem þeir fengu með samningnum við Hitler 30. sept 1939. Svæðin sem svart- lituð eru, kveðast þeir vilja sklia Pólverjum til samkomulags aftur. RÚSSAR halda áfram sókninni í Suður-Rússlandi og fá Þjóð- verjar ekki rönd við reist. Hersveitir þær, sem tóku borg- ina Kherson eiga nú aðeins um 30 km. ófarna til Nikolaev. Raun- ar eru þeir komnir nær borginni, þar eð sumar hersveitir þeirra, sem koma úr norðri eru aðeins 23 km. frá henni, en þar mun um smærri herflokka að ræða. Líklegt er talið, að Rússar muni taka Nikolaev þá og þegar. Þá sækja Rvissar að borginni Vinnitsa og voru, er síðast fréttist um það bil 20 km. þar frá. Finnar verða að senja frið, segja Svíar. Þáliur Niðurlanda. ATHYGLI MANNA hefir, öðru fremur beinzt að Noregi og öðrum Norður- löndum í frelsisbaráttu þeirra og er það að vonum Þá hafa menn hér á íslandi veitt Frökkum athygli, sem nú hafa verið hlekkjaðir í fjötra kúgunarinnár og ó- frelsisins um þriggja ára skeið. Við höfum ótal hetju- sögur af frönskum gislum, sem voru teknir af lífi, án þess, sem við köllum dóm og lög. Við höfum dáðzt að hetjulegri baráttu þeirra manna, sem áttu vísan dauða dóm, ef þeir hreyfðu hönd eða fót. Og endurminningin um gislana í Nantes mun lifa meðan frjálsir menn eru til. Það er vitað mál, að að Frakkar, þótt þeir nú um stundarsakir, hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir villi- mönnum Himmlers, eru samt sama menningarþjóðin, sem heimurinn þekkti áður fyrr. Vdð íslendingar þekkj- um þá að góðu einu. Menn eins og Dr. Charcot og Pierre Loti munu vafalaust lifa lengur í endurminningu hinn ar íslenzku þjóðar en Alfred Rosenberg, Baldur von Schirach, sá er átti að alla upp þýzkan æskulýð sam- kvæmt fyrirskipunum Hitlers og annarra forystumanna nazista. MINNA HEFIR frétzt um hetju baráttu Niðurlanda, eða Hollands og Belgíu. Þar er sömu sögu að segja: Menn neita að fallast á „nýskipan" Hitlers, hvað svo sem í boði er. Hollendingar börðust af harðfengi og hreysti gegn innrásarhernum, meðan unnt var. Þeir voru þess albúnir að opna flóðgáttir landsins, eins og áður hafði verið gert þegar Spánverjar æddu yfir landið, blindaðir ofstækis- fullri trú á hinn kaþólska óskeikuleika. En þá kom annað til skjalanna. Þýzkir hermenn, klæddir hollenzk- um einkennisbúningum, að því er sagt er, svifu til jarð- ar í fallhlífum, og ónýttu allar varnaraðgerðir Hollend 'inga. FORNFRÆGAR borgir eins og Rotterdam og fleiri, sem geymdu ýmis mestu listaverk þeirra van Goghs og Rem- brandts voru lagðar í rústir, samkvæmt áætlun „bláu strákanna hans Görings“, sem skemmtu sér svo mjög, er logana bar við himin að afloknu dagsverki. Þjóðverj- ar ætluðu sér með einni skyndiárás að sannfæra Hol- lendinga og Belga um það, að mótspyrna væri þýðingar- laus. Þeir væru hlutgengir menn í hinni „germönsku þjóðafjölskyldu“, en hins vegar virtust Hollendingar ekki bera nægilegt skynbragð á þessa náðargjöf. Þeir reynd ust svo skyni skroppnir, að þeir veittu viðnám, alveg á sama hátt og Norðmenn og Pólverjar. Þeim fannst einna affarasælast að lifa sínu eig- i FA. é 7. tíðu. Enn verjast Þjóðverjar í Tarnopol og virðast þeir verjast af hinu mesta harðfengi. Fyrir austan Vinnitsa hafa Þjóðverj- ar dregið að sér mikið lið og búast til gagnsóknar til þess að stöðva flóttann. Er ekki annað að sjá en að hersveitir Þjóðverja verði að hörfa inn í Rúmeníu svo til alls lausar og er mikill uggur ríkjandi meðal almennings í ilandinu vegna þess. Fregnir hafa borizt um, að Þjóðverjar flytji nú verksmiðj- ur sínar frá Lwow (Lemberg) vegna sóknar Rússa í vesturátt. Upplýsinigaskrifistoifa Pólverja í London hefir upplýst það, að Rússar hafi tekið af lífi fjölda manns í .Lwow. Samkvæmt fregnum þessum 'hafa Þjóðverj- ar tekið af lífi 10,000 manns, Pólverja, Rússa, Gyðinga og í- talska hermenn, sem ekki vildi taka þátt í bardögum með Þjóð- verjum. Ankarafregnir herma, að rúm enskir áhrifamenn hafi setið á fundi í Ankara í gær. Þá er talið, að fyrrverandi rúmensk- ur ráðherra sé væntanlegur til Kairo og muni hann ræ§a við fuUtrúa bandamanna um frið- arskUmála. Ekkert markvert hefir frézt af norðurvígstöðvunum í Rúss- landi og virðist sem 'herirnir ;þar nyrðra bíði átekta og sjái hvað gerist sunnar, þar sem á- tökin eru hörðust þessa dagana. fíSMáwf af ítali. RÁ ÍTALÍU er fátt frétta, illviðri hamla hernaðarað- gerðum. í fréttum segir, að minnsta kosti þurfi viku þurrk til þess að hefjast handa, svo nokkru nemi. Á Orsognavíg- stöðvunum reyndu Þjóðverjar að sækja fram, en indverskar hersveitir hrundu þeim árás- um. Tiltölulega lítið var um árásir af hálfu flugvéla banda- manna. SfJérBiarEiefeid setf á Sa££gIrEiar, sem neifar a3§ hlýða stjórn Pól- verfa I Lenden- Segfst inmrá i námi sambandi viö íióssland m tieíir fallizt á iandamærakröfHF pess. NSKA blaðið ,,The Ob- server“ skýrir frá því, 27. f. m., aS komið hafi verið á fót einhverskonar stjórn- arnefnd í Póllandi, að því er virðist á vegum Kússa, sem. viðurkenni ekki yfirráð pólsku stjórnarinnar í Lon- don. Eitt fyrsta verk þessar- ar nefndar var að skipa nýj- an hershöfðingja í blóra við Sosnkowski yfirhershöfð- ingja Pólverja í London. Ekki er vitað «m nafn hins nýja hershöfðingja, en hann geng- ur undir dulnafninu „Rola“ bershöfðingi. Fregn þessi hefir vakið mikla athygli í Bretlandi og öðrum löndum bandamanna. I ávarpi nefndar þessárar er svo að orði komizt að pólsk- ar hersveitir, sem berjast á austurvígstöðvunum og á í- talíu, eigi að taka skipanir sínar frá Rola hershöfðingja. Nefnd þessi hefir einnig gef- ið út tilkynningu um utanrík- ismálastefnu sína, þar sem segir meðal annars, að hún muni vinna í náinm samvinnu við Rússland. Nefndin hefir fallizt á kröfur Rússa um landamæri, sem byggjast á Curzonlínunni. Talið er, að pólska stjórnin f London hafi nú haft fregnir af þessum málum, en ekkert hefir verið látið uppi um þau í útvarpi eða á öðrum opinber- um vettvangi. Atburðir þessir gerðust um sama leyti og Churchill birti neðri málstofu brezka þingsins umsögn stjórnar sinnar um deilumál Pólverja og Rússa. Churchill sagði við það tæki- færi, að kröfur Rússa væru sanngjarnar og réttlátar, en hins vegar ræddi hann ekki frekar um landamæramálið. Ummæli Churchills hafa fengið hinar beztu viðtökur í Moskvu. Þó benda sumir frétta ritarar á, að orð hans gefi ekki tilefni til of mikillar bjartsýni hjá Rússum. Þó segja ýmsir, sem fylgjast með þessum mál- um að Churchill hafi fallizt á Curzonlínuna sem landamæri, en hins vegar gætu Rússar ekki farið fram á nein lönd vestan hennar. Einnig er talið, að þessi lausn málsins muni því aðeins fást, að samkomulag náist með Rúss um og pólsku stjórninni í Lond- on. Pólverjar hafa tekið orðum Churchills næsta fálega. Utan- ríkisráðherra pólsku stjórnar- innar í London, Romer, gekk á fund Edens skömmu eftir að Churchill hafði flutt ræðu sína og fullyrti í viðræðu sinni við hann, að ræða Churchills hefði orðið mörgum Pólverjum mik- il vonbrigði. ¥ ÚTVARPI frá Budapest hef- ir verið skýrt frá því, að finnska þingið hafi komið sam- an til þess að ræða svar Rússa við gagntillögum Finna. Er þar sagt að sænsk blöð hvetji Finna til þess að semja frið, áður en það er um seinan. Segja sum blöðin, samkvæmt þessum fregnum, að Finnar verði nú þegar að taka ákvarðanir um það, hvort þeir vilji fylgja Þjóðverjurn á glötunarvegi eða ekki. MiINNA var um loftárásir bandamanna á Þýzkaland. og herteknu löndin í fyrrinótt en verið hefir að undanförnu. T.hunderbolt-orrustuflugvélar fóru í skyndileiðangra til Norð- ur-Frakklands og varð lítið um viðnám. Þá réðust brezkaE’ Lancaster-flugvélar í Le Mans í Fraldílandi, en Mosquito-flug- vélar réðust á Frankfurt í Þýzkalandi. Tundurduflum var varpað á siglingarleiðir Þjóð- verja. Alls misstu Bretar 3 flug- vélar í fyrrinótt. K N O X, flotamálaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því í gær, að undanfarna daga hefðu Bandaríkj aflugmenn skotið nið ur um 600 flugvélar yfir Mið- Kyrrahafi. Sagði hann, að til nokkurra átaka hefði komið, en að Japanar hafi jafnan orðið að láta í minni pokann. Banda- ríkjamenn misstu 45 flugvélar í átökum þessum. Þetta voru flugvélar frá flugstöðvarskip- um. í BURMA hefir 14. hernum brezka orðið vel ágengt. Hafa hermenn úr honum farið yfir Chinwin-fljót eftir langa göngu um frumskóga og torfærur. Var hersveitum þessum færðar birgðir loftleiðis. Málgagn pólsku stjórnarinn- ar í London hefir einnig farið þungum orðum um ræðu Churchills og framkomu Rússa í landamæradeilunni. En þung- orðastur var þó Sosnkowski hershöfðingi í ræðu, er hann flutti pólskum flugmönnum, er hafa bækistöð á Bretlandi. Hers höfðinginn ræddi um beiskjuna í hugum hinna pólsku flug- manna og minntist Pólverja þeirra, sem létu lífið í barátt- unni, eigi aðeins fyrir endur- heimt Varsjá, heldur einnig Lwow og Vilna, er Rússar krefðust nú. Þá minntist lianA einnig hetjulegrar baráttu pólsku flugmannanna í orrust- unni við Rússa 1939, enda þótt þeir ættu við ofurefli að etja. í þessari ræðu sinni hvatti Sosnkowski skæruliðana pólsku til þess að hafa samvinnu við rússneska herinn í framsókn Póllandi. Er þetta gert í þeim tilgangi, að sýna vilja Pólverja til fullrar samvinnu við Rússa og að ekkert vaki fyrir þeim annað en það að vilja endur- heimta land sitt 1 sátt við aðrar þjóðir, Eden og Romer ræddu einnig þessi mál í viðræðu sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.