Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 4
« «y»fg»3iA^ia Leaganbgær ÍS. nutis 1944. Ötgefandi: Alþýðnflokkurinn. íUtstjóri: Stetán Fétursson. Eltstjóm og afgreiðsla í Ai- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. S'íinar ritstjórnar: 4'9Q1 og 4902, Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.L Bin fsBoga ganga finnskn þjMarlnnar. ÞAÐ er hægt að harma það einlæglega að Finnar skyldu ekki sjá sér fært, að ganga að friðarskilmálum Rússa og gera þar með að minnsta kosti tilraun til þess að losa sig við hina óhugnan- legu þýzku vopnabráeður og til að bjarga sjálfstæði lands síns. Og það munu líka allir hin- ir mörgu vinir Finna víðs- vegar um heim gera. Nægir í því sambandi að benda á hin- ar einlægu aðvaranir, sem Finn um bárust frá Gústaf Svíakon- ungi og Roosevelt Bandaríkja- forseta áður en þeir tóku hina örlagaríku ákvörðun um að hafna friðarskilmálum Rússa. En það er annað, að vera fjarlægur áhorfandi þess harm leiks, sem nú stendur yfir aust ur á Finnlandi, og óska og vona, að hann megi fá sem sársauka- minnstan endi fyrir hina æru- kæru og frelsiselskandi smá- þjóð, en að vera klemmdur á milli tveggja ógurlegustu og miskunnarlausustu hervelda meginlandsins í hinni blóðugu baráttu þeirra um lönd og yfir- ráð, og eiga að losa sig úr þeim fangbrögðum. * Þó að það hafi sjálfsagt ver- ið sár tilhugsun fyrir Finna, að láta í annað sinn á fjórum ár- um blómleg finnsk héruð og borgir, sem þeir eru aftur bún- ir að vinna, af hendi við Rússa, eins og krafizt var í friðarskil- málum þeirra, þá hefir það skil yrði þó sennilega ekki valdið því, að þeim var hafnað. Miklu alvarlegri og örlagaríkari hlaut sú ákvörðun að vera fyrir Finna, áð verða við kröfu Rússa um afvopnun þýzka hers ins í Finnlandi, sem mjög lík- legt er, að hefði leitt til hins sama og á ítalíu síðastliðið sum ar, að Þjóðverjar hefðu til að byrja með hertekið allt landið og afvopnað sjálfan finnska her inn. Óljósar, en mjög alvarleg- ar fregnir, sem síðustu daga hafa borizt frá Stokkhólmi, benda aulc þess til, að svo stór- kostlegur ágreiningur hafi verið um friðarskilmála Rússa meðal Finna sjálfra, einmitt vegna þessa atriðis, að borgarastyrj- öld hafi vofað yfir, ef að því hefði verið gengið. Undir slíkum kringumstæð- um gat varla leikið vafi á því, að Finnar fengju, þrátt fyrir formlegt vopnahlé, innrás er- lends hers í landið til þess að skakka leikinn og reka Þjóð- verja úr landinu. Og þá var það ekki vinsamlegur amerískur og enskur her, eins og ítalir fengu þó inn í land sitt, sem Finnar áttu von á, heldur rúss- neskur her, — einmitt sami herinn og ruddist inn í land þeirra fyrir rúmum fjórum ár- um og ógnaði frelsi þess og sjálfstæði þá, þó að með fræki- legri vörn tækizt í það sinn að afstýra því versta. Og hvenær myndi hann fara aftur eftir að vera búinn að koma sér fyrir í öllum borgum og byggðum landsins? Hvað yrði þá um frelsi Finnlands? Hvaða örlög Finnpr Jónsson: Hvenær verða lagabrotin i sambandi við Dormóðsslyslð tekin til dðms? Hver 8ser ábyrgð á skipae&tlrliíinna? IGREIN minni í AJþýðublað inu 15. þ. m. rakti ég hina dæmalausu meöferð ríkisstjórn- arinnar á sjódómsrannsókn Þor- móðsslyssins. Var þar sýnt fram á hvernig legið var á málinu mánuðum saman, og loks birt skýrsla, er gaf rangar hugmynd ir um rannsóknina og niðurstöð ur hennar. „Þormóður fékk haffærisskír- teini eins og lög standa til“, sagði dómsmálaraðherra, en öll rannsóknin sannar hið gagn- stæða. Þessu hafði hann látið sér sæma að „víkja við“, og hef- ir margur fengið last fyrir minna. Dómsmálaráðherra lýkur skýrslu sinni með þessum orð- um sem gripin eru út úr sam- hengi úr miðri skýrslu sjódóms ins: „Af því sem fram befir komið við rannsókn þessa, verður ekki ráðið með neinni vissu hvort skipið hefir steytt á grunni eða farizt af völdum ofviðrisins.“ Sjódómurinn segir: „Af því, sem fram hefir kom ið við rannsókn þessa, verður eigi ráðið með neinni vissu, hverjar hafi verið orsakir þess, Sað þetta mikla sjóslys varð. Veðurofsinn og sjólagið var slíkt, að það hefði vel getað orð ið skipinu að grandi. Einnig kann skipið hafa steytt á grunni, og það hafi verið orsök slyssins. Eftir því sem ráða má af síðasta skeytinu frá Þormóði, var mikill leki kominn að skipinu seint að kvöldi þess 17. febrúar, og kann skipið að hafa farizt af þeim sökum einum. (sbr. orðalagið: eina vonin að hjálpin komi fljótt.) en einnig geta þessar or- sakir allar, eða tvær saman, hafa valdið slyssinu. Um hinar tvær fyrtöldu ástæður, sem kunna að hafa valdið slysinu, er eins og komið var, eigi tilefni til að fjöl- yrða. Hins vegar þykir rétt að fara nokkrum orðum um hið síðasttalda atriði, þar sem það snertir það, hvort skipið hafi verið þannig úr garði gert, að varhugavert megi teljast, og þá sérstaklega til slíkra nota, sem um var að ræða. Rannsóknin hefir og að verulegu leyti fjall- að um þetta atriði og önnur í því sambandi, eins og beiðni ráðuneytisins til sjó- og verzlun ardómsins, svo og meðfylgjandi bréf Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands gáfu tilefni íil“. Eigi er þörf á að skýra fyrir esendum blaðsinshinnmiklareg inmun á skýrslu sjódómsins og skýrslu dómsmálaráðherra um þetta efni. Þessi mismunur er þess eðlis, að þess verður að krefjast að dómsmálaráðherra skýri frá opinberlega: Hvemig stendur á þessum mikla mismun á skýrslu hans og sjódómsins? Þá verður einnig að krefjast þess, að úr því verði skorið, með dómi, hver ber ábyrgð á þeim misfellum, sem rannsókn sjó- dómsins leiðir í ljós að eigi sér stað hjá skipaeftirlitinu. myndu þá bíða þess önnur en | litlu Eystrasaltslandanna eftir | að rússneskur her hafði haldið innreið sína þar undir því yfir- skini að ætla að vernda þau haustið 1939? Það er skiljanlegt, að Finnar hafi ekki getað til þess hugsað, að undirskrifa sjálfir slíkan skapadóm fyrir land sitt og heldur kosið að berjast áfram, hversu vonlaust sem það væri. Fyrir sjódóminum voru eftir farandi atriði sönnuð. 1. Atvinnumálaráðuneytið leyfði að Þormóður væri keypt- ur frá útlöndum, að því tilskildu að skipaskoðun ríkisins teldi skipið fullnægja ákvæðum um öryggi skipa. „Enda var og eins og á stóð engin heimild til undan þágu í þeim efnum skv. 20. gr. laga um eftirlit með skipum frá 11. júní 1938“, segir sjódómur- inn. 2. Skipaskoðunarstjóri hafði í höndum skýrslu um aðalskoðun á Þormóði dómsskjal 27, (fyrsta skoðun á Akureyri) sem sýndi að skipið fullnægði ekki ákvæð- um íslenzkra reglna um styrk- leika tréskipa. 3. Styrkleika Þormóðs var á- bótavant þannig að skipið full- nægði ekki gildandi reglum í svo þýðingarmiblum atriðum sem styrkleika banda, samsetn- ingu þeirra og þá eigi heldur styrkleika byrðings og húfsyfja. 4. Ný og þung yfirbygging úr járni sett á skipið án tillits til styrkleika banda skipsins eða annarra máttarviða skipsins en þeirra, sem stóðu í beinu sam bandi við yfirbygginguna. 5. Teikning hinnar nýju yfir- byggingar mislagðist hjá skipa- skoðunarstjóra, en hann segist mundi hafa samlþykkt hana þrátt fyrir það þó hann hefði gögn í höndum er sýndu að skipið full nægði ekki þeim reglurn sem settar eru hér á landi um styrk- leika tréskipa. 6. Tveir dómkvaddir menn Hafliði Hafliðason skipateikn- ari og Magnús Guðmundsson skipateiknari telja að nauðsyn hafi borið til að styrkja skipið meira en gert var vegna breyt- ingarinnar. 7. Sömu menn telja að festing yfirbyggingarinnar hafi verið ófullnægjandi og benda á til- skipun frá 1936 því til sönnunar. Ennfremur er upplýst að sífellt lak með yfirbyggingunni, jafn- vvel þó ítrekaðar tilraunir væru gerðar til þess að stöðva þenn- an leka. 8. Olíugeymarnir í skipinu undust til í veltingi og klossarn ir milli geymanna vildu losna af sömu ástæðum. Af framantöldu er augljóst að ef rannsókn sjódómsins er rétt, sem engin ástæða er til að efast um, þar eð hún er margstudd pieð vitnaleiðsl um, þá hefir verið lagabrot að láta Þormóð fá haffæris- skírteini. En hvers vegna er lögunum þá ekki framfylgt, heldur þessum staðreyndum haldið leyndum á meðan fært var, og þær síðan gerðar heyrin- kunnar án þess nokkur úr- skurður sé kveðinn upp um það hvort það valdi nokk- urri ábyrgð að brjóta lögin? Þeir hafa orðið að þola allt of miklar raunir undir rússnesku oki á umliðnum öldum til þess að geta treyst hinum risa- vaxna nágranna í austri, sem auk þess hefir fyrir örfáum ár- um sýnt sig albúinn til þess, að svipta þá frelsi þeirra á ný. En þung verður ganga finnsku þjóðarinnar á þeirri þyrnibraut, sem nú er framundan, ef hún verður að ganga hana á enda. IDómsmálaráðherrann segir: „ég hefi ekki búið til fyrri skýrsl una“, en vonandi hefir hann fengið hálftíma næði til þess að lesa skýrslu sjódómsins, eftir að hún komst á prent, þótt hann hafi ekki áður gefið sér tóm til þess alla þá mánuði sem hún lá í skrifborðsskúffunni hans. Og eftir þann lestur er óskiljanlegt að ekkert sé gert í málinu. Þormóður var skoðaður sem óflokkað fiskiskip og hafskip, en ekki skip til flutninga á farþeg- um. Hefir þetta kómið skýrt fram fyrir sjódómi o*g auk þess hefir enginn skoðunarmanna bor ið fyrir dómi, að hann hafi til- kynnt að skipið mætti eigi flytja fariþega, með þeim björgunarút- búnaði, sem á skipinu var. Tel ur sjódómur að í þessu sam- bandi hafi verið brotin ákvæði laga nr. 38 1942 svo og þar að lútandi reglugerðar og nefnir því til sönnunar framburði 6 vitna. Enn segir sjódómurinn að skýrslan nái aðeins til aðalatriða málsins, en margt sé ótalið, og | NÝÚTKOMNU hefti af Tíma- riti iðnaðarmanna segir rit- stjórinn, Sveinbjörn Jónsson, eftirfarandi tvær sögur: „í dag átti ég tal við tvo iðn- aðarmenn í síma. Bæði samtölin voru alllöng og vekja margskon- ar hugleiðingar, auk þess, sem þau drepa á stjórnsemi okkar við byggingavinnu og lýsa tvennskon- ar mönnum. Út aí erindi mínu við þann fyrri, spannst spjall um vinnutíma og vinnubrögð, og sagði hann þá frá tilhögun við byggingavinnu í Reykjavík hjá opinberum aðila, með nokkurn veginn eftirfarandi orðum: „Starfsmennirnir eiga að mæta á tilteknum stað í bænum, einn km. frá vinnustaðnum, kl. 8 að morgni. Sumir koma stundvíslega, en aðrir seinna, og bíllinn, sem flytur allan hópinn, er oftast á vinnustaðnum kl. 8.30. Þá fara menn að týgjast til starfa, sumir snarlega aðrir hægt og rólega. Eftir eina klukkustund eða 9.30 er kaffihlé, sem raunar á ekki að standa nema 15 mínútur, en sára- fáir eru komnir til vinnu aftur fyrr en kl. 10. Kl. 12 á hópurinn aftur að vera á hinum tiltekna stað í bænum, og því vinnur eng- inn nema til 11.30, svo að bíllinn hafi góðan tíma til að aka þennan spöl. Aftur á að mæta á staðnum kl. 1. Starfsmenn tínast að, smátt og srnátt og loks ekur bíllinn af stað. Segja má að menn séu byrj- aðir að vinna kl. 1.30. En svo er kaffihlé kl. 3 og eins og áður dregst það í hálftíma fyrir flest- um. En kl. 5.30 er farið að týgja sig eftir dagsverkið, því enn á að aka hópnum á hinn tiltekna stað í bænum fyrir kl. 6. Því þótt þarna sé unnin lVo eftirvinnutími fer H> klst. til matarhlés, sem í þessu tilfelli er notað til að stytta vinnu tímann.“ [ Þannig er aðeins verið við verk í 6 klukkustundir af 9 %, sem som birtast ®íga í AlþýSublaðihti, verða áS vera komnar til AúgÍýs- íngaskrifstofunnaf í Alþýðuhúsinu, (gengið inn fra Hverfisgötu) fýrir kL 7 að kvöldl. Cierism hs*einar skrifstofur yðar og íbúðir. Sími 4129. vísar í því efni til réttarskjal- anna. En þó eigi sé fleira talið en gert er í skýrslunni er það nægi legt til þess að sýna hvernig gildandi lög og reglugerðir um öryggi skipa eru að engu hafðar. Og hvað segja menn um ríkis- stjórn sem liggur á þessu máli í marga mánuði og lætur sig það síðan engu skipta? Er það svona réttarfar sem dómsmálaráðherranum er geð- þekkast? greiddar eru, og 1% þeirra auð- vitað með eftirvinnukaupi. Fjór- um sinnum á dag er hálfri klukku stund eytt í það að aka mönnum í bíl spölkorn, sem ganga má á 15 mínútum. Er nokkur furða, þótt húsabyggingar, hitaveita og hverskonar mannvirki verði dýr? Við voru sammála um að þessu fyrirkomulagi þyrfti að breyta. Hinn maðurinn hafði aftur sitt hvað við samtök iðnaðarmanna og Tímaritið að athuga. En er ég benti honum á, að þá ættu þeir, sem til gallanna finna, að vera með og beita sér fyrir lagfæring- um, fékk ég þessa merkilegu setn- ingu úr heyrnartólinu inn í eyrað: „Við vinnuþrælarnir höfum ekki tíma til að hugsa um félagsmál!“ Mér varð hugsað til hins fyrra samtals. Að vísu var þetta ekki byggingamaður. En hann ipun þó varla vinna meira en 48 klukku- stundir á viku að jafnaði. Og fyr- ir enga grein iðnaðarins hefur jafnmikið verið gert til endurbóta véla, áhalda og húsakosts, eins og iðn þessa manns.“ Þannig lýkur frásögn Svein- bjarnar Jónssonar og er sann- ast að segja hvorug sagan fall- eg. Er það yfirleitt mögulegt að slikt og þvílíkt sé satt? INNRAMMANIR \ Getum aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Héöinsliöfðl h.f. Áðalstræti 6B. Sími 4958. Útbreiðið AlþýÍuMaðiS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.