Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 5
iLaugartíagur 18. marx 1944. ALPYOU8LA'',» 6 Landskiálfti í Suður-Ameríku. I\]ynci þessi var tekin. eftir landskjálftana í borgini Sun Juan í Argentínu, sem stendur hátt uppi í Andesfjöllum, nóttina milli 15. og 16. janúar. Þeir, sem létu lífið og særðust, , skiptu þúsundum og var efnt til samskota handa hinu bágstadda fóllíi um gervalla Arg- I entínu. Skemriidirnar af völdum landskjálftans sjást glöggt á myndinni. Seodiherra Rússa í Stokkhólmi — exandra Kollontav. Alexandra kollon- TAY, sendiherra Rússa í Stokkholmi, fæddist árið 1872. Faðir hennar var hershöfðingi í her Rússakeisara. — Bernska ■og æska Alexöndru einkennd- ist af hinum sérkennilega á- greiningi milli rússneskra for- eldra og barna, ágreiningi, sem myndar bakgrunn svo margra rússneskra skáldsagna frá þess um tímum. Hún var tæpra tíu ára gömul, þegar Alexander keisara öðrum var ráðinn bani í samsæri, sem mörg börn rússnesks aðalsfólks voru við riðin. Faðir hennar af-réð, að hún skyldi ekki njóta æðri mennt- unar, því að hann óttaðist, að hún myndi valda því, að dóttir hans smitaðist af Weltschmerz- kenningunni þýzku og bylting- ■arstefnunni. Hin hljóðláta dag- stofa skyldi verða hlutskipti hennar. En hin slcapstóra stúíka lét ekki kúga sig, og dagstofur yfirstéttafólksins voru engan veginn svo hljóðlátar, þegar ■allt kom til alls. Árið 1896 uppgötvaði rúss- neska lögreglán, áð hershöfð- ingjadóttirin hefði verið viðriðin verkí'all vefnaðarviehkamanna í Pétursborg. Hershöföinginn hrá skjótt við og sá svo um, að dóttir hans hvarf með leynd mikilli brott af Rússlandi. Al- exandra hvarf til útlanda, /en þar tókustu kynni með henni og’ hópum rússneskra byltingar sinna, er ráku starfsemi síiia í Genf, París og Lundúnum. Hún kynntist Plekhanov og Lenin og gerðist félagi flokks jafnaðarmanna. Þegar flokkur- inn klofnaði í mensevika og bolsevika, gerðist Kollontay hlutlaus fyrst í stað. Síðar á- kvað hún að fylgja mensevik- um að máli. * FYLGISMENN Lenins voru um of ákveðnir og ósveigj- anlegir í skoðunum til þess að hin skapstóra kona fylgdi þeim að málum. Á þessum árum I’ÍREIN ÞESSl, er fjallar um Alexöndru Kollon- tay, sendiherra Rússa í Stokk hólmi, er þýdd úr hinu við- fræga brezka blaði The Ob- server. Jafnframt því, sem hún er greinargóð lýsing á lífi og starfi þessarar merki- legu konu, gefur hún góða hugmynd um það, að Bretum hefir verið umhugað um það, að friðarskilmálar þeir, er Ilússar settu Finnum, yrðu ekki harðir kostir um o£. Alexandra Kollontay. hlaut Alexandra Kollontay und irbúningsþjálfun sína undir framtíðarstarf sitt í þágu utan ríkisþjónustunnar. Hún ól ald- ur sinn í Þýzkalandi, Frakk- landi, Stóra-Bretlandi, Sviss, Belgíu, Ítalíu, Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi. Hún kynnti sér stjórnmálaviðhorf kost- gæfilega á hverjum stað og gerð ist mjög vel að sér í tungumál- um. Árið 1915 sagði Alexandra Kollontay, sem þá þegar var fræg orðin meðal rússneskra byltingarsinna á vettvangi mælskulistar og blaðamennsku, skilið við mensevika og gekk í lið með bolsevikum. í deilunni milli jafnaðarmannanna, sem studdu stríðið og hinna, er voru því algerlega andstæðir, fylgdi Kollontay andstríðssinnum að málum. Árin 1916—1917 átti hún sæti í ritstjórn vikublaðs rússnesku byltingarsinnanna, Novy Mir, sem gefið var út í New York. Samstarfsmenn hennar í ritstjórninni voru þeir Trotsky og Bukharin. * ARIÐ 1917 hvarf ritstjórn Novy Mir heim til Rúss- lands. Á hinum viðburðaríku mánuðum byltingarinnar, sem í hönd fóru, gerðist Kollontay skeleggur baráttumaður bolse- vismans í ræðu og riti. Hún var kjörin meðlimur framkværrida nefndar sovéts Pétursborgar. í júnímánuði árið 1917, þegar hætta bolsevikabyltingarinnar virtist yfirvofandi, freistaði Kerensky þess að bjarga stjórn sinni með áhrifaríkum hætti. Hann lét hneppa helztu forustu menn byltinarflokksins í fang- elsi. — Lenin og Zirioviev fóru huldu höfði í Finnlandi. Trot- sky og Kollontay voru fangels- uð. En það var um seinan að freista viðnáms. Hjá valdatöku bolsevika varð ekki komizt. Hinn sjöunda nóvember lýsti annað þing fulltrúa verka- manna, hermanna og bænda því yfir, að Kerenskystjórninni skyldi steypt af stóli en sovét skipulaginu á komið. Fjórtán forustumenn bolsevika voru kjörnir til þess að skipa for- sæti þingsins. Kollontay var ein þeirra. — Hún er nú ein lífs þessara fjórtánmenninga. Frh. á 6. síöu. Páll ísólfsson skrifar um Stefanó íslandi, plötur og tón- listarflutning í útvarpinu. Húsnæðislaus um ófrið af hálfu húseiganda. PÁLL ÍSÓLFSSON, tónlistar- stjóri útvarpsins, skrifaði mér eftirfarandi bréf í fyrradag að gefnu tilefni: „Kæri Hannes! Sunudaginn 12. þ. m. birtist í þátt- um þínurn bréf frá ónafngreindum manni um misþyrming á rödd Stefáns Guðmundssonar í útvarp- inu. Er þar slegið föstu, að . . . . „lögin séu spiluð af svo gjörsam- Iega gatslitnum plötum, að vart hefði verið hægt að finna slíkar í verstu „sjoppunum" hér í bæn- um.“ . . . Og enn fremur segir bréfritarinn: . . — „og er það ein- stök ósvífni þeirra manna, er hér ráða málum, að sýna slíkt hirðu- leysi og það, er hér kemur fram. Afsökun er enga fram að færa í þessum efnum“--------etc.“ „SKAL NÚ GEFIN skýring á því, hvers vegna plötur þessar reyndust miður góðar. Menn kvarta almennt undan því, að sjaldan heyrist til Stefáns í út- varpinu; en hann hefur ekki, að því er ég bezt veit, sungið nema á 3 plötur, samtals 5 lög, og hafa þau lög mörgum sinnum verið flutt í útvarpinu. En rétt fyrir stríð söng Stefán nokkur lög í Tivoli í Kaupmannahöfn, og var þeim söng endurvarpað hér, og auk þess tekinn á plötur, sem því miður eru ófullkomnar. Útsend- ingin var léleg, og kom það að vonum fram á plötunum." . .„NÚ VORU ÞAÐ ÞESSI LÖG, sem hér um ræðir, og sem bréf- ritarinn réttilega finnur að, að ekki hafi verið góðar. „Ósvífni11 tónlistardeildarinnar liggur í því, að vilja gefa mönnum kost á að hlusta á önnur lög sungin af Stefáni, en þessi fáu, sem við og við eru spiluð. En af vangá gleymd ist svo að geta þess fyrirfram, hvers konar plötur þetta séu, og skal fram tekið, að þar á tónlistar- deildin sökina, en ekki þulurinn." „ÞESSAR PLÖTUR reyndust verr við útsendingu en vænta mátti, og getur oft svo farið. Það er algengt fyrirbrigði, að plötur skemmist eða versni, um leið og þær eru spilaðar, og verður þá útkoman eftir því, og verri en bú- izt hafði verið við.“ „ÉG AFSAKA ÞAÐ ekki, að notaðar séu slæmar plötur í út- varpinu og þá ekki heldur í þetta sinn. Það er fullkomlega rétt- mætt að gera athugasemdir við notkun slæmra platna. Tónlistár- deildin vildi í þessu tilfelli aðeins verða við óskum svo ' fjölda I margra, en varaði sig ekki nógu | vel á því, hvernig fór — og það sem er hér þýðingarmikið atriði: láðist að leggja rækilega skýringu fyrir þulinn, svo allir vissu að hér var um upptöku að ræða af endur- varpi — miður góðu.“ „BRÉFRITARI ÞINN SEGIR að margt megi um tónlistarflutning útvarpsins segja, og er það hverju orði sannara. Allar leiðbeiningar eru kærkomnar, en þess væri að óska, að þær tækju skemmdu plöt unum fram um „tón“-fegurðina. Því er mönnum oft svo tamt að viðhafa ókurteisi í orðbragði og stílsmáta, ef þeim finnst eitthvað athugunarvert? Mér finnst slíkt alger óþarfi, enda dregur það mjög úr gildi og áhrifum þess sem sagt er.“ HÚSNÆÐISLAUS BÆJARBÚI skrifar: „Hvernig stendur á því, að flest eða öll stór hús sem byggð eru eru tekin til allrar annarrar notkunar en til íbúðar í þessu húsnæðisleysi? Sama er að segja um stórhýsi sem losna, t. d. gamla landshöfðingjahúsið. Það ætti að geta rúmað nokkrar litlar fjöl- skyldur, en er alltaf leigt undir matsölu. Ef ekki eru nú þegar nógar matsölur í bænum, því má þá ekki eins nota undir þær íbúð- ir eins og þær, sem hermennirnir hafa. „ÞAÐ ÆTTI EINS að vera not- hæft húsnæði fyrir matsölu, eins og íbúðir handa konum, börnum já, og jafnvel sjúklingum. Ef húsaléigunefnd hefur dæmt manni húsnæði áfram, þar sem maður er leigjandi, þá gætir hún réttar manns í því tilfelli. En hver gæt- ir réttar manns gagnvart því, að maður hafi frið í húsnæði, fyrir leigusala? Orsök engin önnur, en að hann á húsið. Það er nefnilega hinn sorglegi sannleikur, að sum- ir leigusalar hafa tekið upp á því, að láta leigjendur sína lítinn frið hafa, ef þeir vilja koma þeim út. Þetta er illþolandi fyrir hæglátt og friðsamt fólk.“ „FÁIR GJÖRA ÞAÐ víst að gamni sínu að sitja í húsnæði ó- velkomin. Hvaða ráð á maður að taka gagnvart þessari hlið máls- ins, Hannes minn? Það hafa nefni- lega ekki allir ráð á því að kaupa sig inn í luxusíbúð, og ég er víst því miður, ein af þeim, en ófrið og ónæði finnst mér óbærilegt að þola sifellt, þó ég sé ein af þeim, sem er svo óhamingjusöm að verða að sitja óvelkomin í húsnæði.“ Hannes á horninu. aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrenni. Gerisf áskrifendur. Síbhb 4906 og 4900. Límið inn myndssögur bfað- anna í r Myndasafn barna og ungfioga /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.