Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 6
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Iðnó (gengið inn frá Vonarstrætti) mánudaginn 20. marz kl. 8,30 að kvöMi. FIJNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Skýrsla frá formanni, ritara og gjaMkera. 3. Kosningar í stjóm og aðrar trúnaðarstöður. 4. Ákvörðun félagsgjalda. 5. Önnur mál. Stjómin. Framhalds-aðalfundur F. í. H. verður á morgun kl. 6 e. h. á venjulegum stað. . ' STJÓRNIN "Iv Samkeppni um ættjarðarljóð Þjóðhátíðarnefnd lýðveMisstofnunar á íslandi hefur ákveðið að stofna til samkeppni meðal skáMa þjóðarinn- ar um alþýðlegt og örfandi ljóð, er gæti orðið frelsissöngur íslendinga. -!-■ Heitið er 5000.00 króna verðlaunum fyrir ljóð það, er telst þess maklegt. Frestur til þess að skila Ijóðum er ákveðinn til 20. apríl n. k. kl. 12 á hádegi, og skal þeim skilað á skrifstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. Alexandra Kollontay. Frh. aí 5. síðu. í byltingunni var Alexandra Kollontay réttur maður á rétt- um stað. Áhugi hennar fyrri hinum nýja sið orsakaðist þó ekki fyrst og fremst af áhuga fyrir nýskipan á vettvangi fjár- mála og og stjórnmála. Að hnnar dómi var mikilsverð- .asta hlutverk byltingarinnar það að steypa af stóli fornum hefðum og siðum í daglegu lífi sér í 'lagi þó innan vébanda fjölskyldulífsins. Þegar fyrir 1917 hafði hún gerzt foringi kvenréttindahreyfingarinnar á Rússlandi. Nú lýsti hún því yf- ir, að fjölskyldulífið í sinni fornu mynd skyMi hverfa og tími „frjálsra ásta“ hafinn. Frú Kollontay, er var einhver feg- ursta kona Rússlands, gerðist frú Pompadur rússnesku bylt- ingarinnar. A byltingarárunum giftist hún Dybenko, er var einn hinn skáld legasti og glæsilegasti maður meðal foringja borgarstyrjald- arinnar. Dybenko, hinn svart- skeggjaði risi, hafði verið ó- breyttur, ómenntaður sæfari. Hann gerðist foringi uppreisnar Eystrasaltsflotans árið 1917 og síðar fyrsti flotamálaráðherra sovétstjórnarinnar. Hann var skapmikill, ákaflyndur og orð- hvass. En hann var einnig mild ur og næstum því angurvær draumamaður. Á dögum bylt- ingarinnar lét Dybenko þau ummæli falla, að hann myndi hengja foringjaráð Eystrasalts- flotans „á ránni“, en nokkrum mánuðmn síðar sagði hann af i sér sem flotamálaráðherra í * mótmælaskyni gegn því, að bolsevikar höfðu lögleitt dauða refsingu að nýju. Nafn Dyben- kos er nú fallið í gleymsku og fyrnsku. En á árunum um 1920 voru þau Dybenko og Kollon- tay hetjur hinnar ungu, þjáðu en vígdjörfu kynslóðar Rúss- lands. AÞESSUM ÁRUM var Kollontay róttækust allra róttækra, svo að notaður sé málsháttur, sem Rússar hafa mikla vélþóknun á. Því fór f jarri, að fylgi hennar við flokk inn einkenndist af skilyrðislaus- um rétttrúnaði. Þegar flokkur- inn féllst á friðarsamninginn í Brest-Litovsk, réðist hún vægð- arlaust á Lenin og fylgismenn hans og fordæmdi friðinn „sem svívirðilegt og sviksamlegt samkomulag við hina þýzku heimsveldissinna“. Hún sagði sig meira að segja úr flokknum, en gekk þó brátt í hann að nýju. Hún leit einnig með van- þóknun á skrifstofubákn það, sem ráðamennirnir komu á fót eftir byltinguna. Þegar árið 1920 gerðist hún leiðtogi hinn- ar svonefndu „andstöðu verka- mannanna", en málsvarar henn ar kröfðust þess, að verkalýðs- samtökin og ríkið skyldu vera eitt og hið sama, og túlkuðu andstöðu hinna óbreyttu flokks manna gegn ofurvaldi flokks- ins. Þetta var áhrifaríkasti á- greiningurinn innan bolsevika- flokksins, unz deilan milli Stal- ins og Trotskys kom til sögu. En um þessar mundir voru þeir Lenin, Trotsky og Stalin enn Laugardagur 18. marz 1944.- Mnlýðslélðgin hvetja til eininsar i sjálfstæðismálinn Ávarp til íslenzku pjóðarÍDnar varð- andi lýðveldis- og skilnaðarmálið. tipvmmvAÐm sameinaðir í baráttunni gegn „andstöðu verkam,annanna“. Kollontay beið algeran ósigur og sætti mikiíli tortryggni. Hún hætti að láta innra flokksstarf- ið til sín taka, en ákvað að vinna í þágu Rússlands bylting arinnar, þrátt fyrir alla galla þess. Árið 1923 fór hún til Nor- egs sem sendifulltrúi Rússa, og eftir það hefir hún um tuttugu og eins árs skeið starfað á veg- um utanríkisþjónustunnar er- lendis. Frá Noregi fór hún til Mexico og þaðan aftur til Nor- egs. Frá því árið 1930 hefir hún verið sendiherra Rússa í Sví- þjóð. Þessi fulltrúi hinna mik- ilhæfu langþreyttu byltingar- manna hefir hlotið andlega hvíld eftir hina stormasömu og viðburðaríku ævi sína í hinu hljóðláta og milda andrúms- lofti Norðurlanda, þar sem menningarinnar gætir svo mjög. Hún hefir unnið af trú- mennsku og dyggð fyrir mál- stað ættlands síns jafnframt því, sem hún hefir fengið notið æðsta unaðar lífsins, er or- sakast af skilningi á eðli mann- anna og sögu þeirra. * STOKKHÓLMUR varð mjög þýðingarmikill staður séð frá sjónarhóli stjórnmála- mannanna, eigi hvað sízt þeirra, er störfuðu á vegum utanríkisþjónustu hinna ýmsu þjóða, á árum styrjaldarinnar. Hinn aldurhnigna frú Kollontay átti þess nú einu sinni enn kost að njóta félagsskapar mik ilhæfra stjórnmálamanna og sendifulltrúa og vinna störf, er verða næsta mikilvæg talin. Árið 11940 átti hún mikinn þátt í því að leiða til lykta hina blóð- ugu og torleystu deilu Rússa og Finna. Hún efndi þá til vin- samlegra samræðna við Paasi- kivi og vann að friðarsamningi, er firrti Finna áberandi niður- lægingu. Síðustu vikurnar hef- ir hún unnið að sama verkefni. Þegar Alexandra Makhailovna vinnur að því að semja vopna- hlésskilmála, sem hið sigraða Finnlandi á að samþykkja, væri ekki úr vegi, að hún minntist þeirra ára, þegar rússneska byltingin var skipulögð á finnskri grund. Ef til vill geng- ur velvild hennar svo langt, að hún minnist þeirra daga, er hún reit bók sína „Verkalýðs- stéttir Finnlands“, þar sem hún lætur í ljós hrifni sína á fram- sóknarhug finnska verkalýðs- ins. í bókaskáp hennar mun einnig vera að finna skilríki, er greina frá samþykktum bolse- vikaflokksins og sovétríkjanna, þar sem þáverandi sambands- lýðveldaráðherra lýsti fjálg- um oi;ðum rétti Finnlands til sjálfstæðis og sjálfsstjórnar. Ráðherra sá var enginn annar en Jósef Stalin. Ef sögulegar endurminningar orka nokkru til þess að móta stjórnmál sam- tíðarinnar hefðu skilmálar þeir, er frú Kollontay setti Paasikivi sannarlega ekki átt að vera allt of harðir. Safnaðarfundur Nessóknar . . . . með fyrirlestri próf, Alexanders Jóhannessonar um kirkjubygging- aar, sem auglýstur var í Tjarnar- bíó sunnudaginn 19. þ. m. verður frestað til sunnudagsins 26. marz. kl. 1.15 e. h. á sama stað. Fríkirkjan. Messað á morgun kl. 2. Séra Árni Sigurðsson. Kl. 11 unglinga- félagsfundur í kirkjunni. Sögð ferðasaga, framhaldssagan o. fl. Laugarnesprestakall. Messað í samkomusal Laugar- neskirkju á morgun kl. 2. Séra Garðar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10. Hallgrímssókn. Kl. 2 e. h. messa, séra Sigur- björn Einarsson. Kl. 11 f. h. barna guðsþjónusta, séra Jakob Jónsson. Kl. 10 Sunnudagaskólinn. Alþýðublaðinu hefir bor- izt efirfarandi ávarp til ís- lenzku þjóðarinnar varð- andi lýðveldis- og skilnað- armálið. STJÓRiNHt landssamibands ungra framsóknarmanna, ungra jafnaðarmanna, ungra sósíalista og ungra sjálfstæðis- manna, stjórn Ungmennaféiags íslands og stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur hafa átt viðræður um sameiginlega afstöðu allra þessara aðila til lýðveldis og skilnaðarmálsins. Á sameiginlegum fundi stjórna fyrrgreindra félagssam- ibanda og samtaka, er haldinn var í Reykjavík þann 16. marz 1944, var í einum rómi sam- þykkt eftirfarandi álitsgjörð og ávarp til íslenzkrar æsku og almennings í landinu: Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að alþingi skuli ein- róma hafa samþykkt lýðveldis- stjórnarskrá íslands og þingsá- lyktun um niðurfellingu dansk íslenzka sambandalagasáttmál- ans. Fundurinn heitir á íslenzka æsku og alla þjóðina, að fylkja liði við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, er fram verður látin fara um bæði málin, og staðfesta einum rómi þá stefnu, er alþingi hefir markað í þessum málum og er í beinu framlhaldi af baráttu og athöfnum þjóðarinnar í sjálf- stæðismálum hennar. Sérstaklega heitir fundurinn á einstök fólög og meðlimi greindra félagssamtaka að láta einskis ófreistað til þess að vinna sem bezt að undirbúningi þjóð- aratkvæðagreiðslunnar og stuðla með hverju móti öðru að því, að fram komi sem sterk- ust heild þjóðarinnar og glæst- ur áhugi. Fundurinn lýsir yfir þeim vilja sínum, að saman megi fara sambandsslitin og stofnun lýðveldisins að atkvæðagreiðsl- unni lokinni, og að stofnun lýð veldisins megi verða með þeim hætti og með þeim blæ, er sé- virðingu þjóðarinnar samþoð- inn. Ofangreind félaigssamtök vilja enn fremur heita á alla meðlimi sína svo og allan al- menning í landinu að vinna að því, að stofnun hins nýja lýð- veldis megi verða íslendingum til meiri giftu og auka þjóðlega einingu og farsæld landsmanna. Að lokum lætur fundurinn í ljósi þá ósk sína, að allir lands- menn sameinist um varðveizlu þjóðlegra verðmæta um leið og fundurinn minnir á, að frelsi og sjálfstæði landsins eru grund vallarskilyrði fyrir menningar- lífi með þjóðinni. F.h. stjórnar iSambands ungra framsóknarmanna: Þórarinn Þórarinsson, formaður; f.h. stjórnar Sambands ungra jafn- aðarmanna: Friðfinnur Ólafs- son, forsesti; f.h. stjórnar Sam- bands ungra sjáifstæðismanna: Jóhann Hafstein, formaður; f.h. stjórnar Stúdentafélags Reykja- víkur: Eiríkur Pálsson, formað ur; f.h. stjórnar Ungmennafé- lags íslands: Gísli Andrésson, varasambandsstjóri; f.h. stjórn- ar Æskulýðsfylkingarinnar, Samlbands ungra sósíalista: Snorri Jónsson, forseti. Samkeppni m háfíðarmerki « Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á íslandi hefur ákveðið að bjóða til samkeppni meðal dráttlistarmanna um hátíðarmerki við fyrirhuguð hátíðahöld 17. júní n. k. Heitið er 2000.00 króna verðlaunum fyrir bezta uppdrátt. Frestur til þess að skila uppdráttum er ákveðinn til 1. apríl n. k„ kl. 12 á hádegi, og skal uppdráttum skilað fyrir þann tíma á skrifstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN Tilboð óskast í mótorskipið Laxfoss með öllu tilheyrandi, vél og skipi, í því ástandi, sem skipið er nú í, og þar sem það liggur á fjöru við Ægisgarð í Reykjavík. Tilboð óskast send skrifstofu Trolle & Rothe h.f., Reykjavík, fyrir kl. 4 e. h. n. k. miðvikudag þ. 22. marz. Réttur áskilinn til þess að taka hvaða ttilboð sem er, og til að hafna þeim öllum. Reykjavík, 16. marz 1944. / . TROLLE & ROTHE H.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.